Morgunblaðið - 14.07.1990, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990
23
Minning:
Margrét Bjargsteins-
dóttirfrá Geitavík
Fædd 29. september 1926
Dáin 5. júlí 1990
Við sjáum niður í Njarðvík og
förum að silast niður fjallið. Nota-
legur eftirvæntingarstraumur fer
um okkur, við erum að komast
heim. Við ökum Njarðvíkurskrið-
urnar og inn Borgarfjörð, þvílík
afslöppun, þarna er Skriðuból, eig-
um við að stansa, nei, við skulum
heilsa upp á Margréti og frænda
fyrst. „Komið þið sæl og velkomin
heim.“ Breitt bros, þéttingsfast
handtak og kossar. Þetta var topp-
urinn, þá vorum við að endingu
komin heim. Þótt við værum bara
í sumarfríi þá fannst okkur við
koma heim á Borgarfjörð. Við eig-
um víst ekki eftir að heyra þessa
kveðju fyrst Margrét er farin í ferð-
ina sem við förum öll einhverntíma,
nema ef til vill hljómar hún öðru
hvoru í hugum okkar er minning-
arnar sækja á.
Ég minnist samtals okkar er
Margrét lá á sjúkrahúsi hér í
Reykjavík, við ræddurn um lífið,
dauðann og hvað svo. í tilefni af
því þá rifjuðum við upp part úr
kvæði Þórbergs Þórðarsonar sem
kom aftur upp í hugann er ég fregn-
aði andlát Margrétar:
Ef þú ferð á undan mér
yfm' sælli veröld,
taktu þá á á móti mér
með þín sálar keröld.
Sigurlaug Jökulsdóttir vinkona
mín hefur kvatt þennan heim, að-
eins 48 ára gömul.
Sigurlaug var um árabil búin að
beijast við þann ógnvænlega sjúk-
dóm, krabbamein, sem fellir svo
margan manninn langt um aldur
fram. í mínum augum var Sigga,
eins og hún var kölluð meðal vina,
mjög vel gerð kona. Hún var gædd
þeim hæfileika, að vera alltaf að
gefa frá sér, án þess að ætlast til
nokkurs á móti. Hún var vinur í
raun, en ég fann alltaf best hvað
hún Sigga var sannur vinur, þegar
lífið lék við mig og fjölskyldu mína.
Þá gladdist enginn meira en Sigga,
samhliða því að vera sjálf að beij-
ast við hart mótlæti. Slíkir eru
sterkir og góðir persónuleikar, sem
gott er að taka sér til fyrirmyndar.
Sigga var hárgreiðslumeistari að
mennt, en starfaði ekki við það á
seinni árum. En á sínum tíma þótti
hún mjög fær í sínu fagi.
Allt, sem Sigga tók sér fyrir
hendur, var gert með dugnaði og
einstakri samvizkusemi.Eg ætla
ekki að telja upp alla kosti Siggu
Minningar-
og afinælis-
greinar
Það eru eindregin tilmæli
ritstjóra Morgunblaðsins til
þeirra, sem rita minningar- og
afmælisgreinar í blaðið, að
reynt verði að forðast endur-
tekningar eins og kostur er,
þegar tvær eða fleiri greinar
eru skrifaðar um sama ein-
stakling. Vilji höfundur vitna í
áður birt ljóð eða sálma verða
ekki tekin meira en tvö erindi.
Frumort ljóð eða kveðja í
bundnu máli eru ekki birtar.
Almennt verður ekki birtur
lengri texti en sem svarar einni
blaðsíðu eða fimm dálkum í
blaðinu ásamt mynd um hvern
einstakling.
Ef ég fer á undan þér
yfir í sælu straffið
mun ég taka á móti þér.
Manga gefur kaffið.
Þetta varð að samkomulagi. Við
reyndar hlógum að þessu þá, en
mér er ekki hlátur í huga nú.
Reyndar er gott til þess að vita að
hún taki á móti mér þegar minn
tími kemur og þá fæ ég ef til vill
gömlu kveðjuna aftur.
Alltaf virtist Margrét geta bjarg-
að hlutunum við. Ef við þurftum á
einhverskonar hjálp að halda, út-
skýringar, eitthvað vantaði eða eitt-
hvað var að. „Við skulum tala við
Margréti," var viðkvæðið og ekki
man ég eftir því að hafa komið að
tómum kofunum hjá henni. Vanda-
mál voru til þess að leysa þau og
Margrét virtist oftast vita hvernig.
Ég minnist þess þegar sonur
minn, þá u.þ.b. 4ra ára, spurði hver
ætti garðinn hjá húsinu .hennar
frænku. Ég í fávisku minni spurði:
„Hvaða frænku, vinur?“ Drengur-
inn leit stórhneykslaður á móður
sína og sagði snúðugt: „Nú, frænk-
an mín.“ Þetta lýsir best hver hún
var í augum barnanna minna.
Þær eru margar minningarnar
sem leyta á hugann núna. Það er
yndislegt að eiga þær til þess að
ylja sér við í framtíðinni.
Ég vil með þessum orðum þakka
Margréti fyrir, allar ánægjustund-
irnar heima á Borgarfirði, fyrir allt
hér, slíkt hefði ekki verið henni að
skapi, en við sem þekktum hana
bezt, vitum hvaða mann hún hafði
að geyma.
Sigga átti einn bróður, Helga
Jökulsson, og býr hann með fjöl-
skyldu sína á Húsavík. Siggu lifir
10 ára drengur hennar, Jökull Úlf-
arsson. Ég held að hann muni allt-
af eiga dýrmætar minningar um
góða móður, meiri umhyggju mun
vart vera hægt að sýna nokkru
barni.
Móðir lifir dóttur sína, Guðrún
Sigfúsdóttir, sem staðið hefur sem
sterkur stólpi við hlið Jökuls litla
og dóttur sinnar í þessu mikla veik-
indastríði. Guðrún_ hefur barist
hetjulegri baráttu. Ég þakka Siggu
fyrir allar góðu stundirnar. Oft var
glatt á hjalla hjá okkur, og hennar
góði húmor mun seint mér úr minni
líða, og þrátt fyir hart sjúk-
dómsstríð gat hún látið mann fara
brosandi frá rúminu hennar.
Jesús sagði, ég er upprisan og
lífið, hver sem trúir á mig mun lifa,
þótt hann deyji. Og svo sannarlega
átti Sigga þessa trú.
það sem hún var börnunum mínum
og síðast en ekki síst fyrir samtölin
og skilninginn sem hún sýndi mér.
Það stendur í spámanninum að við
grátum það sem var gleði okkar.
Nú eru þær gengnar konurnar þijár
sem drógu mig stei'kast til sín
heima á Borgarfirði; Stína
(,,amma“) í Vinamynni, Anna (lang-
amma) á Bjargi og núna Margrét.
Ég kveð þær allar með söknuði.
Jarðarför Margrétar er í dag,
laugardagínn 14. júlí, í heimabyggð
hennar á Borgarfirði eystra.
Elsku frændi (Daníel), Ásgrímur
og Björn, þið kveðjið í dag elsku-
lega eiginkonu og systur, ykkar er
sorgin stærst, megi Guð og góðar
vættir styrkja ykkur í sorg ykkar.
Guðrún Margrét Þorbergsdóttir
Elsku Jökull minn, Guðrún og
Helgi. Ég og fjölskylda mín biðjum
þess, að framtíðin eigi eftir að bera
góða daga í skauti sér fyrir ykkur
öll. Með okkar innilegustu samúðar-
kveðju.
Eg hef augu mín til fjailanna
hvaðan kemur mér hjálp
hjálp mín kemur frá Drottni
skapara himins og jarðar.
Ólöf Ásgeirsdóttir Þormar
+
Eiginkona mín,
HELLA NETTKE JÓNSSON,
lést í Borgarspítalanum að morgni hins 13. júlí.
Bjarni Jónsson.
_______________________________/___________
t
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
GUÐNÝ SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Neskaupstað,
l Suðurgötu15,
Keflavfk,
lést í sjúkrahúsi Keflavíkur 1 2. júlí.
Friðrik L. Karlsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Sigurlaug Jökuls-
dóttir - Kveðjuorð
Unnur Jónsdóttir,
Seyðisfírði - Minning
Fædd 30. nóvember 1913
Dáin 4. júlí 1990
Unnur Jónsdóttir var fædd á
Seyðisfirði, dóttir hjónanna Jóns
Sveinssonar ú'tgerðarmanns og
konu hans, Torfhildar Sigurðardótt-
ur. Systkini Unnareru þijú, Bryndís
og Sveinn bæði búsett í Reykjavík
og Sigurður búsettur á Seyðisfirði.
Á aðfangadag 1940 giftist Unnur
eftirlifandi manni sínum, Ingimundi
Hjálmarssyni bókhaldara og um
skeið sýsluskrifara á Seyðisfirði.
Keyptu þau fljótlega liúsið Austur-
veg 9 á Seyðisfirði og bjuggu þar
æ síðan. Þau hjónin eignuðust tvær
dætur, Kolbrúnu og Guðrúnu, og
eru þær báðar búsettar á Seyðis-
firði. Unnur var einn vetur við nám
í kvennaskóla í Reykjavík og var
þessi vetur það eina sem hún bjó
utan Seyðisfjarðar.
Heimili þeirra Unnar og Ingi-
mundar var með ágætum og sam-
búð þeirra sérstaklega góð, þó þau
væru í ýmsu ólík. Ingimundur var
og et' léttui' húmoristi en Unnur
mikil alvörukona. Bæði voru þau
ákaflega gestrisin og var fátítt að
koma svo til þeirra að ekki væru
einhvetjir gestir fyrir. Ingimundur,
vinur minn, sá vel um að afla fanga
fyrir heimilið og hafði Unnur því
út' nógu að moða og voru þær bæði
ásátt um að láta gesti sína fá sem
bestai' móttökur. Minnisstæð urðu
mér og fleirum spilakvöldin heinta
hjá Ingimundi. Hann hafði geysi-
gaman af að spila lomber. — Var
vanalega á veturna spilað á laugat'-
dagskvöldum og fram á nótt, og
var þá oft glatl á hjalla. Ekki taldi
Unnur eftir sér að vaka með veit-
ingar á kvöldin, þó sjálf snerti hún
aldrei spil.
Unnur Jónsdóttir blandaði sér
lítið í félagslíf. Hennar líf var fyrst
og fremst að vera góð eiginkona,
húsmóðir og móðir. Hún lifði fyrir
mann sinn, börn og barnabörn og
að gera heimili sitt sem fegurstan
griðastað fyrir þau. Hún vildi öllum
vel og get'ði þar engan mannamun.
Laurentius Kálfsson biskup á
Hólum orti lofkvæði fagurt um
Hallberu abbadís í Reynistaða-
klaustri og las fyrir erkibiskup í
Niðarósi. Þegar hann lauk lestrin-,
um spurði erkibiskup: „Er hún góð
kona, er þú lofat' hana svo mjög?“
„Það halda menn satt á íslandi,"
sagði Hólabiskup.
Ég held að segja megi um Unni
Jónsdóttur hið sama, að allir þeir
sem hana þekktu hafi haldið það
satt að hún væri „góð kona“. Og
hvaða vitnisburð er hægt að fá
betri.
Ég og fjölskylda mín sendum
Ingimundi eftirlifandi rnanni henn-
ar, dætrum þeirra og barnabörnum,
svo og systkinum Unnar og öðrunt
vandamönnum innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum þeimj blessunar
Guðs.
Knútur Þprsteinsson
+ Móðir okkar, ELÍSABET BJARNVEIG GUÐBJÖRNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, í dag, laugar- daginn 14. júlí kl. 14.00. Guðmundur H. Þórarinsson, Ásta G. Þórarinsdóttir, Óskar Þórarinsson, Þóranna Þórarinsdóttir og fjölskyidur.
Elskulegurfaðirokkar, tengdafaðirog afi, GUNNAR HAFSTEINN ÞÓRÐARSON, HQy -,w . Hafnarfirði, j Æk verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- iBwiI kirkju miðvikudaginn 18. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. 'j gj
Jón Viðar Gunnarsson, Sigríður Elin Hauksdóttir, Linda Björk Gunnarsdóttir, Edvard Guðmundsson, Margrét Anna Johannessen, Stig Johannessen, Svandís Erla Gunnarsdóttir, Erik Gjöveraa, Dagbjört Sigríður Gunnarsdóttir, Hafsteinn Ingi Gunnarsson og barnabörn.
+ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARNHEIÐARS. DANÍELSDÓTTUR frá Auðsholti, Grindavík, Hamrahlíð 17, Reykjavík, Einar Indriðason, Daníel Einarsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Daníel Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.