Morgunblaðið - 14.07.1990, Side 26
26
MÓRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það kunna að verða einhveijir
erfiðleikar á vinnustað þínum
núna, en í dag er hins vegar
hárréttur tími fyrir þig til að
bjóða til þin gestum eða fara út
að skemmta þér.
Naut
(20. april - 20. maí)
Þú ert að hugsa um að leita til
nýs ráðgjafa núna. Þú tekur aft-
ur gleði þína þegar þú hefur skoð-
að málin af mikilli alvöru niður
í kjölinn. Góðar fréttir sem þér
berast í kvöld laða þig svo út úr
skelinni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 4»
Þó að þú hafir heppnina með þér
í peningamálum i dag skaltu ekki
hleypa þér í skuldir annarra
vegna. Nú er tilvalið fyrir þig að
gera innkaup, en vertu á varð-
bergi gagnvart hæpnum tillög-
um.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Starf og leikur fara ekki vel sam-
an í dag. Þú tckur á þig aukna
ábyrgð vegna fjölskyldutengsla.
Sjálfsöryggi þitt eykst eftir því
sem líður á daginn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú gætir orðið að þola einhvers
konar afturkipp eða tafir í vinn-
unni í dag. Uppáhaldsáhugamál
þitt veitir þér mikla gleði núna.
Þrátt fyrir margs konar hömlur
innra með þér finnurðu til örygg-
iskenndar.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) &£
í dag ættir þú ekki að leggja í
neins konar fjárhagslega áhættu.
Þú verður að taka á þig auknar
skyldur vegna barnsins þíns. Þér
vegnar frábærlega vel í félagslíf-
inu í kvöld.
Vog
(23. sept. - 22. októbcr)
Þú verður að sinna fjölskyldumál-
unum núna. í starfinu opnast þér
ný leið um leið og önnur lokast
og þér gefast spennandi tækifæri
til að þoka þér áleiðis á þroska-
brautinni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember) ®ljj0
í dag er ráðlegast að vera ekki
að ýta á eftir stöðuhækkun í vinn-
unni. Forðastu ofþreytu. í kvöld
valda óvæntir atburðir því að
málin taka farsæla stefnu.
Bogmaóur
(22. nóv. — 21. desember)
Þú færð- óvænt peninga upp i
hendurnar, en verður um leið að
muna eftir að standa við gamlar
skuldbindingar. Farðu ekki offari
í peningaeyðslu þinni í skemmt-
analífinu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú getur lent í erfiðleikum vegna
sjálfshyggju þinnar. Fréttir af
velgengni nákomins ættingja eða
vinar gleðja þig þó í kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Einbeiting þín er ekki upp á það
besta núna og þú kemur minna
í verk en þú vildir. Engu að síður
býðst þér spennandi starf áður
en dagurinn er á enda runninn.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) *££.
Þú verður að búa þig undir að
greiða óvænt útgjöld núna. Þú
kannt að verða fyrir vonbrigðum
með vin þinn. Sinntu áhugamál-
um þinum. Bamið þitt færir þér
gleðilegar fréttir.
AFMÆLISBARNIÐ er gefið fyr-
ir ævintýri og er svolítið óeirið.
Það þreifar rækilega fyrir sér
áður en það velur sér lífsstarf.
Leiklist og sölumennska eru svið
sem liggja vel við hæfileikum
þess. Það ætti ekki að láta sjálfs-
elskuna ráða þegar það ákveður
hvaða stefnu það á að taka. Þar
ættu hæfileikamir að ráða mestu.
Þeir eru á sviði sköpunar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dœgradvól. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staóreynda.
DÝRAGLENS
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
l
I
’s
8
I
LJÓSKA
Ég hef ákveðið að fara ekki í sumarbúðir í ár.
Það hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun. Já, það tók
þrjár sekúndur.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
TNorðmaðurinn Stövneng hélt
á eftirfarandi spilum í leik gegn
Svíum á NM:
Norður
♦ Ágl04
VDG95
♦ 865
+ 76
Stövneng var gjafari, utan
gegn á, og passaði auðvitað í
upphafi.
Vestur Norður Austur Suður
— Pass 2 lauf 2 tíglar
3 spaðar Pass 4 tíglar 4 hjörtu
4 spaðar ?
Öpnun austurs er eðlileg, sýn-
ir 6-lit í laufi og 12-16 punkta.
Vestur gefur upp góðan spaðalit
og slemmuáhuga með 3 spöðum
og austur styður litinn með fyrir-
stöðusögn. Hvað skal segja?
Einhver hefði látið eftir sér
að dobla, en það var stígandi í
sögnum og Stövneng skutlaði 5
hjörtum á borðið!?
Norður
+ ÁG104
VDG95
♦ 865
+ 76
Vestur Austur
♦ KD9653
¥ 104
♦ Á7
+ DG10
Suður
+ 872
¥ K73
♦ G
+ ÁK9852
+ -
¥ Á862
♦ KD109432
+ 43
Morath í austur doblaði, en
Bjerregard tók út í fimm spaða.
Og nú var Stövneng fljótur að
dobla: 800 í NS_ og 14 IMPar
til Norðmanna. Á hinu borðinu
spiluðu NS 5 tígla doblaða, einn
niður.
Umsjón Margeir
Pétursson
Þetta hróksendatafl kom upp á
lokaúrtökumóti heimsbikarkeppn-
innar í Moskvu, í viðureign stór-
meistaranna Sergei Dolmatovs
(2.620), Sovétríkjunum, sem hafði
hvítt og átti leik, og Predrags
Nikolics (2.600), Júgóslavíu.
Vegna peðaframsóknar svarts á
drottningarvæng virðist hvíta tafl-
ið tapað, en Dolmatov fann bráð-
snjalla jafnteflisleið, sem byggist
á patti:
60. e6! - Hel+ 61. Kd3 -
Hdl+ 62. Ke3 - Hel+ 63. Kd3
- Hxe6 64. Hf5+! og samið jafn-
tefli, því ef svartur drepur hrókinn
er hvítur patt.