Morgunblaðið - 14.07.1990, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990
Dagskrá 20. Landsmóts UMFÍ
Laugardagur 14. júlí
08:30 Blak, A-riðill UNÞ-HSÞ íþróttahús Varmá
08:30 Júdó — vigtun Iþróttahús Varmá
08:30 Blak, B-riðill UMSE-UÍA Iþróttahús Varmá
08:30 Borðtennis Iþróttahús Varmá
09:30 Blak, B-riðill UMSK-UMFK Iþróttahús Varmá
10:00 Brids 7. umferð Gagnfræðaskóli, uppi
10:00 Dráttarvélarakstur Malai'völlur við Varmá
10:00 Hestaíþróttir Hlýðnikeppni Skeiðvöllur
10:00 Skák 4. umferð Gagnfræðaskóli, niðri
10:30 Handknattleikur, A-riðill UMFK-UÍA Handknattleiksvölllur
10:30 Sund Undanrásir Varmárlaug
11:00 Fijálsar íþróttir Forkeppni Varmái-völlur
11:00 Hestaiþróttir Hindrunarstökk Skeiðvöllur
11:00 Júdó íþróttahús Varmá
11:00 Karate Iþróttahús Varmá
11:00 Siglingar, bátakeppni 2. umferð Le i i*vogu r/G u n nu nes
11:00 Siglingar, seglbretti 2. umferð Leirvogur/Gunnunes
11:30 Hestaíþróttir 250 skeið Skeiðvöllur
12:00 Handknattleikur, B-riðill UMFG-UMSK Handknattleiksvöllur
12:00 Knattspyrna karla, A-riðill HSH-UIÓ Tungubakkar
12:30 Knattspyrna kvenna, úi*slit 7.-8. sæti Túngubakkar
13:0 Fijálsaríþróttir Úrslit Varmárvöllur
«». 13.30 Briðs 8. umferð Gagnfræðaskóli, uppi
13.30 Handknattleikur, A-riðill HSK-UMFN Handknattleiksvöllur
13.30 Hestaíþróttir Úrslit Skeiðvöllur
13.45 Knattspyrna kvenna, úrslit 5.-6. sæti Tungubakkar
14.00 Þríþraut Varmárlaug
14.15 Knattspyrna karla, B-riðill UMSE-UMSS Tungubakkar
15.00 Knattspyrna karla, A-riðill USAH-UMFK Tungubakkar
15.00 Siglingar, seglbretti 3. umferð Léirvogur/Gunnunes
15.00 Siglingar, bátakeppni 3. umferð Leirvogur/Gunnunes
15.30 Tennis Handknattleiksvöllur
15.45 Knattspyrna kvenna, úrslit 3.-4. sæti Tungubakkar
16.00 Brids 9. umferð Gagnfræðaskóli, uppi
16.00 Skák 5. umferð Gagnfra;ðaskóli, niðri
16.30 Línubeiting Maíarvöllur við Varmá
16.30 Sund Úrslit Varmárlaug
16.45 Knattspyrna karla, B-riðill UMSK-UMFG Tungubakkar
17.00 Fimleikar kvenna íþrótahús Varmá
17.15 íþróttir fornmanna Varmárvöllur
18.00 Knattspyrna kvenna, úrslit 1.-2. sæti Varmárvöllur
20.30 Kvöldvaka íþróttahús Varmá
22.00 Dansleikur Hlégarður
22.00 Dansleikur Álafoss
Sunnudagur 15. júlí
08.30 Blak, úrslit 3.-4. sæti íþróttahús Varmá
08.30 Blak, úrslit 5.-6. sæti íþróttahús Varmá
10.00 Lagt á borð Gagnfræðaskóli, uppi
10.00 Siglingar, seglbretti 4. umferð Leirvogur/Gunnunes
10.00 Siglingar, bátakeppni 4. umferð Leirvogur
10.00 Skák 6. umferð Gagnfræðaskóli, niðri
10.15 Körfuknattleikur, úrslit 5.-6. sæti íþróttahús Varmá
10.30 Handknattleikur, úrslit 5.-6. sæti Handknattleiksvöllur
10.30 Sund Undanrásir Varmárlaug
11.45 Körfuknattleikur.úrslit 3.-4. sæti íþróttahús Varmá
12.00 Fijálsar íjjróttir Úrslit Varmárvöllur
12.00 Handknattieikur, úrslit 3.-4. sæti Handknattleiksvöllur
12.00 Knattspyma karla, úrslit 7.-8. sæti Tungubakkar
13.15 Körfuknattleikur, úrslit 1.-2. sæti íþróttahús Varmá
13.30 Handknattleikur, úrslit 1.-2. sæti Handknattleiksvöllur
14.00 Knattspyrna karla, úrslit 5.-6. sæti Tungubakkar
14.00 Siglingar, bátakeppni 5. umferð Leirvogur/Gunnunes
14.00 Siglingar, seglbretti 5. umferð Leii-vogur/Gunnunes
14.10 Helgistund Varmárvöllur
14.15 Starfshlaup Varmárvöllur
15.00 Boðsmót í spjótksti Varmárvöllur
15.00 Boðsmót í spjótkasti Varmárvöllur
15.00 Glíma íþróttahús Varmá
15.99 íþróttir fatlaðra Boccia Iþróttahús Varmá
15.30 Skák 7. umferð Gagnfra*ðaskóli, niðri
15.30 Tennis Handknattleiksvöllur
16.00 Knattspyma karla, úrslit 3.-4. sæti Tungubakkar
16.15 Almenningshlaup Mosfellsbær
16.30 Sund Ú rslil Varmárlaug
18.00 Blak Úrslit íþróttahús Varmá
18.00 Knattspyrna karla, úrslit 1 .-2. sæli Varmái’völlur
20.00 Mótsslit íjjróttahús Varmá
21.30 Dansleikur Alafoss
ÍÞ/émR
FOLK
■ KENNY Dalglish, stjóri ensku
meistaranna Liverpool, hefur gert
nýjan samning við félagið til fimm
ára. Hann verður launahæsti þjálf-
arinn á Bretlands-
Frá Bob eyjum frá upphafi
Hennessy með 250.000 pund á
áEnglandi ári—sem jafngildir
um 25 milljónum
íslenskra króna.
■ GRAEME Souness hjá Glas-
gow Rangers er með 200.000 pund
í árslaun og Howard Kendall hjá
Man. City er sá þriðji launahæsti
á Bretlandi með 165.000 pund á ári.
■ EVERTON hefur fest kaup á
Andy Hinchcliffe, 21 árs vinstri
bakverði Manchester City. Kaup-
verðið er ein milljón punda, en
Neil Pointon fer reyndar hina leið-
ina, frá Everton til City þannig
að peningaupphæðin sem greidd
verður minnar eitthvað.
■ EVERTON á von á öðrum leik-
manni í herbúðir sínar, að vísu að-
eins til reýnslu í tvær vikur til að
bytja með. Það er Ahmed Shuba-
ir, markvörður Egyptalands, sem
lék í HM á Ítálíu. Hann er 28 ára
og á 60 landsleiki að baki. Shubair
fékk tvö mörk á sig í þremur leikj-
um á Italíu.
■ TERRY Venables, stjóri Tott-
enham, hefur greitt 50.000 pund
fyrir tvítugan skoskan framheija
sem hann hafði aðeins einu sinni
séð spila. Sá heitir John Hendry
og var í herbúðum Dundee.
■ PAUL Gascoigne hefur verið
í sviðsljósinu eftir frábæra frammi-
stöðu með enska landsliðinu á It-
alíu. Sögusagnir eru á kreiki um
að erlend stórlið hafí áhuga á hon-
um; eitt enska blaðið sagði t.d. frá
því að Juventus væri tilbúið að
greiða 7,5 milljónir punda fyrir
hann — andvirði 750 milljóna ísl.
króna.
■ HVORT sem „Gazza“ fer í
víking eða ekki er framtíðin björt
hvað fjárhaginn varðar. Stofnað
hefur verið fyrirtæki með nafni leik-
mannsins og „Gazza“ hefur verið
skrásett sem vörumerki, þannig að
enginn annar getur notað það.
Nafnið verður óspart notað á ýmsar
vörur.
■ ÍTALSKA félagið Tórínó á að
vera tilbúið að greiða 3,5 milljónir
punda, skv. frétt í einu ensku blað-
anna.
■ ALAN Dicks hefur verið ráðinn
stjóri Fulham, sem leikur í 3. deild. ■
Hann var hjá Bristol City er liðið
var í 1. deild fyrir nokkrum árum.
■ LEEDS United hefur keypt
miðvörðinn Chris Whyte frá WBA
á 450.000. Hann er 29 ára, þeldökk-
ur, og var hjá Arsenal um tíma.
■ SIMON Stainrod, sem lék með
QPR gegn KR í Evrópukeppninni
1984, er kominn til Falkirk í
skosku úrvalsdeildinni, frá franska
2. deildarliðinu Rouen, fyrir
100.000 pund.
■ FRANK McGarvey, aðstoðar-
þjálfari St. Mirren, sem Guðmund-
ur Torfason leikur með, er farinn
frá félaginu. Hann hefurgerst stjóri
hjá Queen of the South, og leikur
einnig með liðinu.
■ HEARTS hefur keypt miðvali-
arleikmanninn Derek Ferguson
frá Rangers á 750.000 pund.
■ TERRY Gibson, framheijinn
snaggaralegi, hefur gert eins árs
samning til viðbótar við Wimble-
don.
■ RAY Houghton var lítið með
Liverpool á síðasta keppnistíma-
bili; meiddist og gekk síðan illa að
vinna aftur sæti í liðinu. Hann er
28 ára og gæti verið á förum. Sund-
erland, Derby og Man. City eru
sögð hafa áhuga á honum.
■ MIKLAR líkur eru á að Glas-
gow Rangers kaupi sovéska varn-
armann snjalla Kuznetzov. „Ég vil
fá hann,“ segir Graeme Souness,
stjóri félagsins, en nú er beðið eftir
atvinnuleyfi.
FRJALSAR
Átta ungling-
ar til Bergen
Atta unglingar hafa verið valdir
til þátttöku í Norrænni ungl-
ingakeppni í frjálsíþróttum sem
fram fer í Bergen 21. - 22. júlí. í
þessa keppni mæta allir bestu ung-
lingar Norðurlanda.
Ákveðnum lágmörkum þurfti að
ná til, þess að vinna sér þátttöku-
rétt. Islendingarnir hafa sent kepp-
endur á þetta mót um nokkurra ára
skeið og hafa þeir staðið sig mjög
vel.
Eftirtaldir keppendur hafa náð
lágmörkum og fara til Bergen:
Bjarki Viðarsson, HSK, sem keppir í
kúluvarpi og kringlukasti.
Finnbogi Gylfason, HF, 800 m hlaupi.
Fríða R. Þórðai'dóttir, UMFA, 800 og
1.500 m hlaupi.
Einar Þ. Einarsson, Ármanni, 100 og
200 m hlaupi.
Guðrún Arnardóttir, UBK, 100, 200
og 100_m grindahlaupi.
Helen Ómarsdóttir, FH, 400 m grinda-
hlaupi og 400 m hlaupi.
Þóra Einarsdóttir, UMSE, hástökki.
Þuríður Ingvarsdóttir, 100 m grinda-
hlaup.
Þjálfari var Kristján Harðarson og
fararstjóri Gísli Ásgeirsson.
TENNIS
íslandsmótið
haldið í 7. sinn
Íslandsmótið í tennis fer fram í
7. sinn, eftir endurvakningu
tennisíþróttarinnar á ísland, 26. -
29. júlí.
Búist er við 100 þátttakendum
og fer móti fram á tveimur stöðum
í Reykjavík, á tennisvöllum Þróttar
og Víkings.
Keppt er í eftirtöldum flokkur:
Unglingaflokkum, einliðaleik,
tvenndarleik og tvíliðaleik fullorð-
inna og flokki öldunga.
Skráning og upplýsingar til 19.
júlí í síma 91-33050 frá kl. 12-22.
B- FÉLAGSLÍF
Knattspyrnu-
skólar
FJÖLIMIR
Annað námskeið knattdaspyrnu-
skóla Fjölnis í Grafai-vogi hefst
mánudaginn 16. júlí. Námskeiðið
stendur í hálfan mánuð, frá kl. 9-12
eða 13-16. Auk knattspyrnunnar
verður farið í leiki og heimsóknir.
Skráning og nánari upplýsingar
fást í Fjölnisheimilinu í síma
672085 og í síma 84219 eftir kl. 20.
ÍR
Fjórða og næst síðasta námskeið
knattspyrnuskóla ÍR verður haldið
á félagssvæði IR í Mjóddinni dag-
ana 16. til 27. júlí. 8-11 ára verða
frá kl. 14-16 og 6-8 ára kl.
12-13:30. Síðasta námskeiðið verð-
ur 7.-17. ágúst.
Innritun og nánari upplýsingar í
ÍR-húsinu, sími 75013 eftir kl. 16.
ÍÞRÓTTASKÓLIVALS
Iþróttaskóli Vals — Sumarbúðir
í borg — hefur staðið í sumar og á
'^Tnánudaginn hefst næst síðasta
námskeið. Það stendur til 20. júlí
og það síðasta hefst 23. júlí.
í sumarbúðunum, sem eru frá
kl. 9-17 dag hvern, fá böm að kynn-
ast flestum íþróttagreinum en einn-
ig er farið í gönguferðir og dags-
ferðir útúr bænum.
- - Innritun fer fram á skrifstofu
Vals.
KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN
Fæðingarhríðir vegna móts-
ins í Bandaríkjunum 1994
Knattspymusamband Bandaríkjanna vísar öllum aðdróttunum á bug
HEIMSMEISTARAKEPPNIN í knattspyrnu, sem fram fór á ít-
alíu, var mjög vel skipulögð að mati Bandaríkjamanna, en
vakti ekki áhuga hins almenna Bandaríkjamanns. Beinar út-
sendingar í sjónvarpi báru ekki þann árangur, sem vonast
var til. Bandaríkjamenn vilja mörk og stig eins og þeir eiga
að venjast í öðrum íþróttagreinum, en varð ekki að ósk sinni
og sneru því baki við útsendingunum — lið þeirra stóð sig
illa, leikirnir þóttu langdregnir og leiðinlegir og mörkin vant-
aði. Vegna þessa velta fjölmiðlar hér því fyrir sár, hvort Banda-
ríkin verði ekki hreinlega að hætta við að halda keppnina
1994, en skipulagsnefndin vísar slíkum fréttum á bug og seg-
ir að keppnin verði sú glæsilegasta í sögunni.
Alþjóða kjnattspymusamband-
ið, FIFA, stendur, áyfirborð-
inu að sögn fjölmiðla, með skipu-
lagsnefnd leikanna 1994, ogsegir
að Bandaríkin geti
skípulagi hlutina
eins ve! og Ítalía.
Fjöhniðlar hér eru
ekki á sama máli
og benda á tvennt því til stað-
festingar. í fyrsta lagi hafi ekkert
verið gert vegna landsliðsmála og
í öðru lagi sé ekki hægt að selja
keppnina, ef sjónvarpsstöðvar
sýni henni ekki áhuga, en stóru
stöðvarnar liafa gefið til kynna
Frá
Gpnnari
Valgeirssyni
í Bandarík]unum
að þær sækist ekki eftir sjón-
varpsréttinum. Scott IæTellier,
formaður skipulagsnefndar IIM
1994, segir þvert á móti að mik-
ill áhugi sé hjá sjónvaipsstöðvun-
um — spurningin sé aðeins um
verðið. John Polis, blaðafulltrúi
nefndannnar, bendir á að áhrif
sjónvarps í Bandarlkjunum hafi
aldrei haft áhrif á keppnina, held-
ur skipti beinar útsendingar um
heim allan öllu máli. Félagarnir
segja að tilgangurinn með keppn-
inni í Bandaríkjunum sé að fá
fólk á vellina og það muni takast.
„Aðsókin á eftir að verða gríðar-
lega mikil, því Bandaríkjamenn
sækja stói-viðburði,“ sagði
LeTellier. „Bandaríkjamenn, sem
hafa aldrei skoðað safnið í sínum
heimabæ, gera sér ferð á Louvre-
safnið, þegar þeir eru í París,
vegna þess að það er einstakt í
víðri veröid."
Formanninum kennt um
Werner Fricker, formaður
bandaríska knattspyrnusam-
bandsins, hefur verið harðlega
gagnrýndur og er honum álasað
fyrir slælega framgöngu. Fjöl-
miðlar segja að ekkert hafi verið
gert til að auka vinsældir knatt-
spyrnunnar, engin stefna hafi
verið mörlíuð í sambandi við at-
vinnudeild eða framtíð landsliðs-
ins. Eina vonin sé fólgin í því að
Paul Stiehl, gjaldgeri sambands-
ins, taki við formennskunni á árs-
þinginu í haust.
Áhrifamenn hafa látið áhyggj-
ur sínar í ljós. Henry Kissinger,
fyrrum utanríkisráðherra, sem
hefur tekið þátt í undirbúninguin
fyrir keppnina 1994, sagði í sam-
tali við þýska blaðið Die Welt að
ef sjónvarpsstöðvamar sýndu
mótinu ekki áhuga stæði skipu-
lagsnefndin frammi fyrir miklu
vandamáli.
Rodney Marsh, fyrrum lands-
liðsmaður Englands, sem þjálfar
Tampa Báy Rowdies í Flórída,
sagði að ef stærsta íþróttakeppni
heims væri ekki sýnd í sjónvarpi,
færi knattspyrnan í flokk með
stangveiði, sem yrði fótboltanum
ekki til framdráttar.
Beckenbauer til bjargar?
Samkvæmt bandarískum fjöl-
miðlum er bandaríska knatt-
spyrnusambandið í alvarlegum
viðræðum við Franz „keisara"
Beckenbauer um að hann taki að
sér skipuiagningu knattspyrnu-
mála í landinu og einbeiti sér síðan
að landsliðinu. Sagt er að aðeins
Beckenbauer geti hafið knatt-
spyrnu til virðingar í Bandaríkjun-
um, því allirþekki hann og virði.