Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR ÞREÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD Vals- menn tryggðu stöðu sínaá toppn um VALSMENN tryggðu stöðu sínaátoppi 1. deildar með 0:1 sigri á KA á Akureyrarvelli á sunnudaginn. Leikurinn var i heild frekar tilþrifalítill, en sig- ur Vals var samt öruggur. „Við erum að sjálfsögðu ánægðir með stigin þrjú,“ sagði Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Vals, við Morgunblaðið. „Við unnum þennan leik með því að spila af skynsemi og þetta set- ur vissa pressu á KR-inga. Hins vegar vona ég að KA fari að rífa sig upp úr þessu, því það býr mun meira í liðinu en stað- an segirtil um.“ Valsmenn sóttu undan töluverðri golu í fyrri hálfleík, án þess að skapa sér færi. Jón Grétar Jóns- son var hins vegar tvisvar nálægt því að stinga sér inn Anton fyrir vörn Vals í Benjamínsson skyndisóknum KA- skrifar manna. Á 41. mín. dró til tjðinda. Þá kom há sending inn í vítateig KA- manna. Snævar Hreinsson stökk upp og skallaði yfir Hauk Bragason í markinu, en í stöngina. Þaðan hrökk boltinn út í Steingrím Birgis- son og af honum í netið. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks fengu Valsmenn tvö gullin tækifæri til að bæta við mörkum, en færin fóru forgörðum. í seinni hálfleik sóttu KA-menn aðeins í sig veðrið án þess þó að ógna Valsmarkinu verulega. Allur sóknarleikur liðsins virtist frekar ómarkviss og skapaðist meiri hætta við KA-markið í skyndisóknum Valsmanna. Gestirnir léku af skyn- semi, héldu boltanum vel og héldu fengnum hlut. KA-menn náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri gegn FH-ingum og verða að taka sig á í næsta leik, ef ekki á illa að fara. Valsliðið lék heldur ekkert sérlega vel, en upp- skar þrjú stig, sem telja. Morgunblaðið/Einar Falur Hörður Magnússon, FH, hefur betur í baráttu við júgóslavneska Víkinginn Janni Zilnic. Hörður gerði mark FH í leiknum. Fyrsta jafntefli FH FH gerði fyrsta jafntefli sitt á þessu sumri þegar þeir fengu Víkinga íheimsókn f Kapla- krikann. Hvort lið skoraði eitt mark og verður það að teljast sanngjörn úrslit. Það var fátt merkilegt sem gerð- ist í fyrri hálfleik og er hann einn. sá daufasti sem sést þefur í sumar. Veðrið bauð reyndar ekki upp á skemmtilegan leik, hávaða rok og rigning, og stóð vindurinn þvert á völlinn. Hvort lið fékk eitt marktækifæri Skúti Unnar Sveinsson skrifar í fyrri hálfleik. Fyrst skutu heima- menn framhjá í þokkalegu færi og síðan áttu Víkingar skot í stöng eftir laglega sókn. Síðari hálfleikur var heldur skárri en sá fyrri. Víkingar urðu fyrri til að skora og var Trausti Ómarsson þar að verki. Hann tók aukaspyrnu talsvert fyrir utan teig, sendi ban- anaskot í átt að stönginni fjær. Halldór markvörður virtist öruggur um að varnarmennirnir næðu að spyrna frá markinu, en boltinrí rúll- aði framhjá mörgum Hafnfirðing- um og í markið. Klaufalegt hjá FH-ingum. Stundarfjórðungi fyrir leikslok jöfnuðu heimamenn og var það ekki síður klaufalegt mark. Leifur Garð- arsson gaf stungusendignu ætlaða Herði Magnússyni. Svo virtist sem Júgóslavinn Janni Zilnic hefði knöttinn en hann hitti hann ekki og markahrókurinn Hörður not- færði sér það, lék á Guðmund mark- vörð og skoraði örugglega. Það voru ekki margir sem léku vel í þessum leik. Þó var það mesta furða hvað leikmönnum gekk vel að hemja knöttinn í rokinu. Hjá FH átti Andri Marteinsson ágæta spretti og Janni Zilnic var traustur í vörn Víknga þrátt fyrir mistökin sem kostuðu mark. KNATTSPYRNA / LANDSLEIKUR U-18 „Ágæt æfing“ - sagði Hörður Helgason, þjálfari, eftir leikina við Grænlendinga Isienska „millibilsliðið" — strákar sem eru of gamlir til að vera í 18 ára landsliðinu, en ekki komnir í U-21 liðið — lék tvo leiki við jafn- aldra sína frá Grænlandi á Val- bjarnarvelli um helgina. ísland vann fyrri leikinn 4:0 (0:0), en þann seinni 9:1 (8:0). „það er mikill munur á þessum Iiðum,“ sagði Hörður Helgason, þjálfari íslenska liðsins. „Hins vegar spiluðu strákarnir vel, flest mörkin komu eftir gott samspil, en mót- staðan var lítil. Samt var þetta ágæt æfing og nú er bara að finna fleiri verkefni." Hilmar Erlendsson, FH (2), Guð- mundur Gíslason, Fram (2), Pétur Markússon^ Fram, Bjarki Gunn- laugsson, ÍA, Ásgeir Baldursson, UBK, Stefán þórðarson, ÍA, og Nökkvi Sveinsson, Fram, skoruðu fyrir ísland í seinni leiknum, en Tomas Janusen fyrir Grænland. Morgunblaðið/Einar Falur Bjarki Gunnlaugsson að brýst í gegn og skömmu síðar lá boltinn í netinu. Fram komið ítopp- bar- áttuna áný Staða ÍAversnarenn MEÐ sigri sínum á Skaga- mönnum blanda Framarar sér að nýju ítoppbaráttuna, en að sama skapi versnaði staða Skagamanna enn íbotnbarát- tunni og er staða þeirra nú orðin alvarleg á botninum. Að- stæðurtil knattspyrnuiðkunar á Akranesi á sunnudag voru afleitar, rok og rigning lengst af. Akurnesingar léku á móti rokinu í fyrri hálfieik og léku þá betur, en Framarar voru með vindinn í fangið eftir hlé og höfðu þá undirtökin. Skagamenn byþuðu leikinn bet- ur og börðust vel án þess þó að skapa sér veruleg tækifæri. En Framarar fengu samt fyrsta mark- mHI tækifærið, á 20. Sigþór mín., þegar Guð- Eiriksson mundur Steinssson skrifar skaut framhjá við nærstöng eftir góða fyrirgjöf Baldurs Bjarnasonar. Á 38. mínútu einlék Haraldur Ingólfs- son laglega inn í vítateig Framara og rétt áður en Stefán Viðarsson náði til knattarins tókst Kristni R. Jónssyni að bjarga við marklínuna á síðustu stundu. Síðasta færi hálf- leiksins fengu Framarar. Þremur mínútum fyrir leikhlé átti Baldur fallegt skot, sem fór rétt framhjá fjærstöng. Skagamenn hugsuðu gott til glóðarinnar í seinni hálfleik með vindinn í bakið eftir að hafa leikið vel í fyrri hálfleik, en vonirnar slokknuðu fljótt. Þegar aðeins fjór- ar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk Guðmundur Steinsson góða sendingu inn fyir vörn Skag- amnnna og er hann hugðist leika á markvörðinn brá Gísli Sigurðsson á það ráð að felia hann og réttilega dæmd vítaspyrna. Ur henni skoraði Pétur Ormslev af öryggi. Á 55. rnínútu gulltryggðu Framarar síðan sigurinn með glæsimarki Péturs Arnþórssonar. Eftir mikinn barning í vítateig Skagamanna missti heimamaður klaufalega af boltan- um, sem barst út fyrir vítateig. Þar kom Pétur á fullri ferð og hamraði í netið, algjörlega óverjandi. Skagamenn komust næst því að skora þremur mínútum síðar, þegar Karl Þórðarson átti lúmskt skot, sem datt ofan á þverslá Framara og aftur fyrir. Eftir þetta hugsuðu Framarar um að halda fengnum hlut og vörðust. Skagamenn sóttu meira, en Framarar náðu inn á milli hættulegum skyndisóknum. Síðustu marktækifæri leiksins komu á 78. mínútu. Þá átti Jón Sveinsson skot af vítapunkti fram- hjá fjærstöng eftir mikinn einleik Steinar Guðgeirssonar. Mínútu síðar átti Alexander Högnason gott skot utan teigs, en Birkir var vel á verði. ■ Úrslit/B6 ■ Staðan/B6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.