Morgunblaðið - 31.07.1990, Page 2

Morgunblaðið - 31.07.1990, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990 HANDBOLTI / FRIÐARLEIKARNIR Sovétmenn sigruðu efftir framlengingu SOVÉTMENIM unnu gullverð- launin íhandknattleikskepni Friðarleikanna, sem lauk f Se- attle aðfararnótt laugardags. Þeir sigruðu Júgóslava í úrslita- leik, 29:27, eftirframlengingu. Staðan í hálfleik var 14:11 fyrir Sovétríkin og 25:25 eftir venjuleg- an leiktíma. Sovétmenn voru svo sterkari í framlengingunni. Valeri VIKINGARNIR Margrét Sva- varsdóttir og Atli Þorbjörnsson sigruðu ftvenndarleik á ís- landsmeistaramótinu ftennis, en hluti þess fór fram um helg- ina. Sjö pör kepptu ítvenndar- leiknum. Atli og Margrét léku við Einar Sigurgeirsson og Elísabet Jó- hannsdóttur í úrslitum og unnu 6-1 og 6-2. Auk þess var keppt í unglinga- flokkum og hafa keppendur aldrei verið fleiri eða 45. I flokki 10 ára og yngri vann Halldór Björnsson, Fjölni, Arnar Sigurðsson, ÍK, 6-1 og 6-1 í úrslitum. Gunnar Einars- son, sem býr í Bandaríkjunum, vannn Albert Arason frá Ólafsfirði 6-2 og 6-1 í úrslitum í flokki 11-13 ára, en Albert var eini keppandinn utan höfuðborgarsvæðisins og er það í fyrsta sinn, sem þátttakandi kemur af landsbyggðinni. ívar Gunnarsson, ÍK, og Teitur Mars; hall, Fjölni, urðu í 3.-4. sæti. í tvíliðaleik unnu ívar Gunnarsson og Sigurður Ágúst Andrésson, ÍK, Hjört Hansson og Teit Mars- hall, Fjölni, 3-6, 6-3, 6-3. í flokki 14-16 ára vann Stefán Pálsson, Víkingi, Fjölni Pálsson, Víkingi, 6-2, 6-4. Gunnar Einarsson og Eiríkur Önundarson höfnuðu í 3.-4. sæti. í flokki 11-13 ára stúlkna vann Hrafnhildur Hannesdóttir, Fj'ölni, ■ Evu Hlín Diðriksdóttur, ÍK, 6-0, 6-1. Bryndís Björnsdóttir og Gopin var markahæstur Sovét- manna með 10 mörk, Andrei Tju- mentzev gerði 6. Besti handbolta- maður heims, Alexandr Tutsjkín, meiddist í fyrrakvöld og var lítið með í úrslitaleiknum. Hann gerði þó fjögur mörk, þar af tvö í fram- lengingunni. Igor Butilija gerði átta mörk fyrir Júgóslavíu. Spánveijar urðu í þriðja sæti; sigruðu Bandaríkjamenn 24:19. Kristín Gunnarsdóttir urðu í 3.-4. sæti. í flokki 14-16 ára sigraði Hrafnhildur Hannesdóttir, Fjölni, þriðja árið í röð, vann Önnu Pálu Stefánsdóttur, Víkingi í úrslitum 6-1, 6-1. Þórunn Bolladóttir og Halla Björg Þórhallsdóttir urðu í 3.-4. sæti. Forkeppni í karla-og kvenna- flokki fór einnig fram. Óðinn Ægisson, Bjarni Markússon, Karl Sigurðsson og Eiríkur Öndunarson tryggðu sér þátttökurétt í úrslit- um og Anna Einarsdóttir og Heið- björt Gylfadóttir í kvennaflokki. Þróttur með nýja velli Þróttarar hafa komið upp þrem- ur glæsilegum tennisvöllum á fé- lagssvæðinu við Sæviðarsund og hyggjast þeir vígja vellina formlega 18. ágúst næstkomandi. Vellirnir eru úr sandbornu gervigrasi og að sögn Gunnars Páls Þórissonar, gjaldkera tennisdeildar Þróttar, er unnt að leika á völlunum í rign- ingu vegna þess að vatnið hripar niður í sandinn. í tveimur vallanna eru hitalagn- ir sem gera iðkendum kleift að leika tennis allt árið í kring. Leikið hef- ur verið á völlunum um þriggja vikna skeið og um síðustu helgi fór þar fram íslandsmótið í tvenndarleik. íslandsmótið í tvíliðaleik fer fram á nýju völlun- um 8.-12. ágúst nk. Gunnar Páll sagði að um 40 manns væru á félagsskrá tennis- deildarinnar og stöðugt fjölgaði nýjum iðkendum. ■ LUBOMIR Svajlek, aðalmark- vörður Tékka, kom að máli við Jón Hjaltalín Magnússon, formann HSÍ, í síðustu viku, og lýsti yfir áhuga sínum á að koma til ís- lands og leika þar með félagsliði eftir næsta keppnistímabil. ■ PETER Baumruk, Tékkinn sem leikur með Haukum í vetur, var ekki með Iandsliði Tékkósló- vakíu á Friðarleikunum eins og búist var við. ■ ÁHORFENDUM fjölgaði dag- lega á handboltakeppninni. Fáir komu fyrstu dagana en á fimmtu- dag var höllin nánast fullsetin og á síðustu leikjunum, var uppselt! Höllin tekur 4.212 manns í sæti. ■ SOVÉSKU landsliðsmennimir í handbolta seldu búninga sína fyrir utan þorpið, þar sem íþrótta- mennirnir gista, eftir leikinn á mið- vikudaginn. Þar stóðu þeir allir með búningana sem þeir voru ný- búnir að keppa í, rennandi blauta af svita, en heimamenn voru ólmir í að kaupa. „Seattle-búar kaupa allt sem er sovéskt núna,“ sagði heimamaður við Morgunblaðið. ■ DÓTTIR stærsta hluthafa Bo- eing flugvélaverksmiðjanna hér í Seattle, Be Be Boeing Radac- hramer var yfirstjórnandi skipu- lagsmála á handboltakeppninni og eiginmaður hennar starfaði einnig að skipulagningu keppninnar. ■ EINN þeirra sem unnu að skipulagningu keppninnar með þeim hjónum sagði tíu manna hóp, þar á meðal þau, harðákveðinn í því að koma til Islands og fylgjast með heimsmeistarakeppninni 1995. Þau séu, í fyrsta lagi, mjög spennt að sjá landið og einnig hafi þau mjög gaman af íþróttinni. ■ GOLF er vinsæl íþrótt í Se- attle eins og víða annars staðar. Kaup á félagsskírteinum er góð fjárfesting. Allir golfklúbbar eru fullskipaðir, eftirspurnin mikil og verð á félagsskírteinum hefur far- ið mjög hækkandi undanfarin ár. Einn þeirra sem starfa við hand- boltakeppnina hér, kylfingur, tjáði blaðamanni að nýlega hefði fé- lagsskírteini verið selt fyrir 150 þúsund dollara — það jafngildir níu milljónum ísl. króna!! Menn eru því tilbúnir að borga vel fyrir að komast að. ■ ÞRÁTTIyrir að Svetlana Bog- inskæa dytti af tvíránni í fim- leikakeppninni, sigraði sovéska sveitin með 118.759 stig. Banda- ríska sveitin varð í öðru sæti, með 118.484 stig. Rúmenar, sem venju- lega eru framarlega í fimleika- keppnum, hættu á síðustu stundu við að vera með í liðakeppninni. TENNIS / ISLANDSMOT Margrét og Atli sigruðuí tvenndarleik Þrír nýir gervigrasvellir við Sæviðarsund Verðlaunahafar helgarinnar á Islandsmótinu í tennis. Morgunblaðið/KGA ÁLEKNS Fyrstu skref Þorbei-gs og Einars lofa góðu Vömin og markvarslan mjög góð en sóknina á eftir að bæta ísland hafði burði til að leika um verðlaunasæti orbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, og Einar Þorvarðarson, aðstoðarþjálfari, hafa stjórnað landsliði Islands f tvo mánuði. Eftir að hafa fylgst með liðinu á Friðarleik- unum í Seattle er ljóst að þeir stefna í rétta átt. Sóknarleikur hefur verið aðal íslenska liðsins undanfarin ár; oft ; stórkostlegur, / en eins og Þorbergur hefur lýst yfír í Morgunblaðinu var það fyrsta sem hann ákvað eftir að hafa tekið við liðinu, að breyta varnarleikn- um. Undir stjórn Bogdans Kowalczyk 'lék liðið aldrei flata vörn, en Þorbergur segist telja það nauðsynlegt að geta leikið hana, auk 5-1 og 3-2-1 varnaraf- brigða, sem íslend; ingar þekkja vel. í tvo mánuði hafa íslensku strákarnir lagt áherslu á að æfa flötu vörnina og það starf héfur skil- að sér bærilega. Stærstan hluta nær - allra leikjanna í Se- ; attle var varnarleik- ur liðsins góður. Kristján Arason segir, í óbirtu Morgunblaðsviðtali, að varnarleikur og markvarsla séu númer eitt í handknattleik. Allir muna hvernig Svíar léku á HM í Tékkóslóvakíu; frá- bæra vörn, markvörðurinn Ols- son var engum líkur — og liðið fór heim með gullverðlaunin. Þegar vörnin og markvarslan eru í lagi geta menn í alvöru leitt hugann að því að beita hraðaupphlaupum með einhveij- um árangri og það er gríðar- lega mikilvægt að þau takist vel. Gefi nokkur mörk í hveijum leik. Slíkt hafa Svíar og Sovét- menn hvorir tveggja oft sýnt. Fyrir Friðarleikana áttu menn ekki von á því að íslenska liðið næði langt — að baki var mót í Hafnarfirði, þar sem liðið var eins og „vanstilltur gítar“, eins og þjálfarinn orðaði það, en strákamir sýndu að það er langt frá Seattle til Hafnar- fjarðar. Þeir áttu reyndar nokk- uð erfitt uppdráttar í byijun, leikurinn við Júgóslavíu var heldur lélegur; hvorugt lið náði sér á strik, enda áttu bæði erfið ferðalög að baki tveimur sólarhringum áður. íslenski hópurinn kom ekki til Seattle fyrr en 17 klukkustundum eftir að lagt var í’ann frá Keflavík, eftir „útsýnisflug" til Suð- urríkjanna á leiðinni til Seattle, vegna þess að upphaflega flugið frá Baltimore og vestur yfir hafði verið fellt niður. Júgó- slavarnir mættu til leiks með algjörlega nýtt lið en léku engu að síður til úrslita á mótinu. Leikur íslands og Júgóslavíu gat farið hvernig sem var — jafnvel má segja að okkar menn hafi verið klaufar að vinna ekki, en þegar horft er um öxl virtist hvorugt lið líklegt til að keppa um verðlaun. Bæði bættu sig hins vegar með hveijum leik, Lykilmaður Krislján Arason — lykilmaður í íslenska liðinu und- anfarin ár — veröur með á ný er frá líður. Góð vörn verður þar með enn betri, en hans var sárt saknað (sókninni í Seattle. og ef íslendingar hefðu náð að sigra í þeim fyrsta hefðu þeir leikið um verðlaunsæti. Að minnsta kosti um brons. Spánska liðið var mjög gott, en strákarnir hefðu einnig átt að sigra þá. Hefði það tekist, í stað þess að tapa með einu marki, hefði ísland leikið um gullið. Þrátt fyrir að ísland næði „bara“ fimmta sæti lék liðið vel. Litlu munaði að það kæmist í hóp þeirra fjögurra efri. Þorbergur og Einar hafa mikla reynslu að baki innan vallar; eiga margan stórleikinn að baki og vita hvað gera þarf til að halda landsliði íslands meðal þeirra bestu. Þeir eru komnir áleiðis; það sem áhersla hefur verið lögð á síðan þeir tóku við liðinu er að komast í gott lag en sóknarleikurinn hins vegar ekki. Það vita þeir og sennilega er næsta mál á dag- skrá að bæta hann. Hann verö- ur ekki nógu góður fyrr en Kristján Arason kemur aftur inn í liðið — það skiptir auðvit- að miklu máli að hafa öiwhenta skyttu á hægri vængnum. Þá geta leikkerfin gengið nógu vel upp. Á tveimur mánuðum hefur það sýnt sig að ráðning Þor- bergs og Einars var rétt. Þeir vinna vel saman og hafa greini- lega góð áhrif á strákana, sem hafa augljóslega mjög gaman af því sem þeir eru að gera. Tvemenningarnir eiga eftir að byggja upp sterkt lið á ný. Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.