Alþýðublaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 6
Kona fang- elsuð fyrir þagmœlsku HVAÐA kona mundi heldur kjósa fangelsisvist en ljóstra upp heimildar- manni frétta sinna? Marie Törre, 34 ára dökk hærð glæsileg blaðakona, ættuð frá Brooklyn, kaus fangelsið og hélt þannig trúlega þá meginreglu allra blaðamanna að halda hlífi- skildi yfir nöfnum þeirra, sem gefa þeim allar þær margvíslegu upplýsingar, sem þeir svo a-ftur útdeiia meðal lesenda sinna. Já, hún er ekki á því að láta sig, hvað svo mikið sem hún er þrábeðin af dómurunum. Hún vill ekki segja hver sagði henni það, sem hún lét frá sér fara um leikkonuna Judy Gar- land. Hún er nú dæmd til að sitja inni í tíu daga vegna fyrirlitningar, sem hún hefur þótt sýna réttinum og hafi hún ekki enn ljóstrað upp leyndarmálinu að þeim tílmia liðnum, getur vel kom- ið til mála að innilokunin verði framlengd. Ákveðni er einn sterkasti þátturinn í skapgerð Marie, en auk þess er hún gædd ríkri metorðagirnd og dugn aði, sem gerði það að verk um, að hún var fær um að eiga tvö börn, en tafðist þó aðeins einn dag í hvert sinn frá vinnu sinni, blaða- miennskunni. Eitt sinn var sagt uffi hana: „Hún elskar fréttir — ekki smásögur, ekki leikrit, ekki greinir í tímaritum, en stórfregnir, sem hún verður að koma á framfæri strax, hún vill fréttir mörg undagsins, því atburðir dagsins í dag eru þegar of gamlir. Hún lifir í um- hverfi þar ,sem sjaldan ger ist nokkuð frásagnarvert a. m. k. í flestra augum, samt kemur hún með forsíðu- fregn daglega.“ Einnig var sagt um hana: „Marie er sú tegund blaða- konu, sem hæfði hugmynd- um kvikmyndahandritahöf- undar. Hún gengur til fara eins og fjöldi annarra, hún lítur skrambi vel út, erglæsi leg í framkomu, umgengst fyrirfólk, getur verið næsla töfrandi, hæfir í alla staði hlutverki hinnar kærulausu blaðakonu. Ungfrú Torre er há vexti og beinvaxin með stór, brún augu, dökkt hár og bjartan svip. Hún er jafn- lynd, fljót að skrifa og fljót að átta sig. Hún hyggst stunda starf sitt enn um mörg ár. ★ JÁN hestar í Dan- nörku búa við þau kjör, sem hver maður mætti' öf- unda þá af. Þeir njóta um- •hirðu eftir kúnstarinnar reglum, eru aldir upp til þess að koma fram opinber- lega við hátíðleg tækifæri og kunna því hofmannlega liegðun til hlítar. Þeir éta hafra sína úr marmarastöll- um og erú vaktir á hverjum morgni með dynjandi dans- lögum. Þetta eru hestar hans hátignar Friðriks kon- ungs og eru hafðir í Chris- tiansborgarhöll í hesthúsi með boghvelfingum, sem minna á dómkirkju. Hest- hú-s þetta var byggt með „pomp og pragt“ á dögum einveldisins 1732. Básarnir eru afmarkaðir með vold- úgum marmarasúlum, og á veggjum hanga dýrmæt mál verk. En vitanlega veita klárarnir þessu konunglega ; umhverfi ekki hína minnstu áthygli, en hafa þess betur auga með hinu-m sjö mönn- um, sem annast þá, því að þeir eru orðnir vanir dekri. Eins og áður er sagt hefst dagurinn í hinu konunglega hesthúsi á því, að klárarnir eru vaktir með dynjandi tónlist. Síðan er þeim kembt svo að þeir verða silkigljáandi og farið með þá að baðhúsunum. Þar eru hvít -beizli sett á þá, og litlu síðar fá þeir ískalt steypibað. Loks er fram- kvæmd á þeim hófsnyrting. Ef þeir -hafa verið þægir meðan á öllu þessu stóð fá þeir gulrót að launum. Eins og að líkum lætur er ekki á allra hesta færi að há'ga sér eins virðulega og ætlast er til. Þess vegna eru alltaf nokkrir hestar til reynslu við liirðina, og eft- ir eins árs prófun er tekin ákvörðun urn, hvort þeir reynast hæfir. Ef svo er, er þeirn borgið upp á lífstíð. Einkahestur konungs heitir Orion og er dökk- brúnn að lit. Hann er af arabisku og þýzku kyni, og skiljanlega einkar reistur og virðulegur. Á ákveðnum tí-ma einu sinni á dag heim- sækir konungur Orion í fylgd með yfirumsjónar- manni hinna konunglegu klára. „Ég hef stundum áhyggj- ur af því að ég vanræki heimilið,“ segir hún, „en samt er ég búin að vinna svo lengi, að ef ég hætti, er ég hrædd um að ég reyndist þá verri eiginkona og móð- ir.“ Marie Torregrosse (hún felldi niður síðasta hlutann af nafni sínu, þegar hún hóf blaðamannsíerilinn) fædd- ist 17. júní 1924. Hún fékk fyrst þá hugmynd að verða blaðakona, þegar hún starf- aði sem útgefandi skóla- blaðs í háskólanum. Þegar hún átján ára hóf háskólanám, só hún samt fljótt, að hún varð að út- vega. sér starf strax. Hún fór nú fyrir einn mikinn útgefanda í New York og komst til hans undir þvi yfirskini, að hún væri frá „Hver er hver?“ og sagðist ætla að fá að vita' æviatriði hans. Þegar hún loks stóð fyrir framan hann segir hún, að hún hafi skolfið á beinun- um, enda var ekki skemmti legt fyrir hana að þurfa að játa, að hún væri nú alls ekki í ofannefndum erinda- gjörðum, en hana langaði aðeins til að ráða sig sem vélritunarstúlku hjá blað- inu. Þannig byrjaði það, en nú er hún í fangelsi fyrir þag- mælisku — og ein dugleg- asta blaðakona Ameríku — og segið þið svo, að konur blaðri öllu út úr sér og séu til einskis nýtar. 'Ú’ Nýtt verk eftir Mozart FYRIR þr j átíu árum fann þýzki tónlistarfræð- ingurinn Paul Nettel nýtt píanóverk eftir Mozart. I fyrra fékk hann verk þetta í hendur píanóleikaranum Walter Hautzig; lék hann það í fyrsta sinn í New York sama ár. Verkið, sem nefnist Fantasi, vakti mjög mikla- athygli og var skömmu síðar leikið inn á hljómplötu. Hautzig, sem. er af austurrísk-pólsku for- eldri, en búsettur í Banda- ríkjunum, er nú á ferðalagi um Norðurlönd og leikur þar meðal annars hið nýja verk sitt. Ætlað er, að Mo- zart hafi sárnið Fantasíu skömmu fyrir dauða si-nn, og hefur því verið skipað fyrir framan Requiem í flokkunarkerfi I-Coechel. TÍKIN, sem á síðasta ári var send út í geiminn með rússneskri eldflaug, og kom heil á húfi til baka, hefur nú eignazt hvolpa. Tass- fréttastofan skýrði frá þessu ekki alls fyrir löngu og telur þetta fyrstu „al- heimsfjölskylduna“. Einnig segir í fréttinni, að enda þótt tíkin hafi þeytzt með 100 km hraða á leið sinni út í gei.minn, hafi heilsa henn- ar ekki skaðazt hið minnsta. Hvolparnir eru lystugir og hinir myndarlegustu. KROSSGÁTA NR. 10: Láróti: 2 frétt, 6 skammstöfun, 8 varð hverft við, 9 eyja við Fjón, 12 fjallið (þgf.), 15 ásakanir, 16 sjór, 17 ólæti, 18 vonsviknar. Lóðrétt: 1 hugrakka, 3 fangamark, 4 fuglar, 5 svipast um, 7 viður, 10 vínhneigður, 11 silungs- tegund, 13 nema, 14 nugga, 16 ábendingarfor- nafn. Lausn á krossgátu nr. 9: Lárétt: 2 Vísir, 6 RO, 8 rís, 9 ask, 12 sprænur, 15 afans, 16 efi, 17 ám, 18 Skari. / 3. s ú y * </ ' to I U .v ■ /s // lé' Lóðrétt: 1 brasa. signa, 5 ís, 7 Ösp, I 11 örsmá, 13 æfir, 16 ek. þeir gleypa við nýjustu. Á frui ingu á „Pétri þar sem Sarah, hans, lék aðalt var hann með skjól, sem hann að kona sín hefð CHURCHILL gamlf hefur löngum vakið athygli fyrir sérkenni legan klæðaburð. Tíð- um hafa þingmenn apað eftir honum sér- vizkuna, en gaman verður að vita, hvort mm ■ Hollendinprínn fljúgandi Þegar Frans hefur komizt til meðvitundar og staðið upp, klöngrast hann inn í vélina. Það er myrkur í far angursgeymslunni og fyrst getur hann ekkert greint. En hvað er það, sem glitrar á þarna inni í m Það er kóralstykkii sér hann Ju standa hendina í loft upp. þér burtu,“ hróp. ,,þú veizt ekki h\: kóralstykki er h 6 15. jan. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.