Morgunblaðið - 21.08.1990, Síða 1
56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
187. tbl. 78. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 21. AGUST 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
A-þýskir jafnaðarmenn segja sig úr stjórn:
De Maiziere segist
munu sitja áfram
V-þýskir sljórnmálaleiðtogar vilja
samruna ríkjanna strax í vikunni
A-Berlín. Reuter.
FLOKKUR jafnaðarmanna
(SPD) í Austur-Þýskalandi sagði
sig úr samteypustjórn kristilega
demókratans Lothars de Maizier-
es á sunnudag. De Maiziere rak
nokkra ráðherra í síðustu viku,
þ. á m. tvo jafnaðarmenn, og bar
við ódugnaði þeirra. Jafnaðar-
menn saka forsætisráðherrann
um að hafa látið um of undan
kröfum V-Þjóðveija í viðræðun-
um um sameiningu ríkjanna auk
þess sem hann reyni að kenna
jafnaðarmönnum um efnahags-
hrunið í A-Þýskalandi. Forsætis-
ráðherrann segist munu gegna
embætti sínu áfram og hvatti
SPD til að teija ekki fyrir sam-
einingartillögum stjórnarinnar á
þingi.
Náist ekki fljótlega samstaða á'
a-þýska þinginu um sameiningartil-
lögurnar er talið líklegt að áhrif
A-Þjóðveija á lokagerð þeirra verði
næsta lítil. Ýmsir stjórnmálaleið-
togar í V-Þýskaiandi sögðu um
helgina að flýta yrði sameiningunni
vegna upplausnarinnar og efna-
hagsóreiðunnar sem nú ríkir austan
megin. „Vegna hins erfiða ástands
í efnahags- og stjórnmálum í
A-Þýskalandi ætti a-þýska þingið
að samþykkja á fundi sínum á mið-
vikudag að landið sameinist þegar
í stað V-Þýskalandi,“ sagði Ingrid
Matthaeus-Maier, formaður þing-
flokks jafnaðarmanna í Bonn, í við-
tali við blaðið Bild am Sonntag.
Talsmaður Kristilega sósíalsam-
bandsins í Bæjaralandi, systur-
flokks Kristilegra demókrata Helm-
uts Kohls kanslara, sagði flokk sinn
við öllu búinn og hlynntan skjótri
sameiningu.
Ætlunin var að þing beggja
þýsku ríkjanna fjölluðu um kosn-
ingalög og tillögur að samningi um
eitt þýskt ríki síðar í þessari viku
en SPD segir að gera verði ýmsar
breytingar á tillögunum eigi þing-
menn flokksins að samþykkja þær.
De Maiziere hefur vísað skilyrðum
jafnaðarmanna á bug.
Bandarískir hermenn ganga frá borði C-5A herflutningaflugvélar í eyðimörk Sádi Arabíu.
Reuter
Irakar nota Vesturlandabúa sem „skjöld“ um hernaðarleg mannvirki:
Bandaríska þjóðin verði
reiðubúin að færa fómir
- segir George Bush Bandaríkjaforseti á fundi með fyrrverandi hermönnum
Washington, Bagdað, London. Daily Telegraph. DPA.
GEORGE Bush, Bandaríkjafor-
seti, sagði í gær að Vestur-
landabúar sem haldið væri í Irak
og Kúvæt gegn vilja sínum væru
gíslar íraskra sljórnvalda. Krafð-
ist hann þess að þeir yrðu strax
látnir lausir og sagði Iraka bera
ábyrgð á öryggi þeirra. Bush
beindi jafnframt orðum sinum til
bandarísku þjóðarinnar í ræðu
sem hann hélt á fundi með fýrr-
verandi hermönnum í Baltimore
og sagði að hún yrði að búa sig
undir að færa fórnir til þess að
leysa Persaflóadeiluna. Jafn-
framt hvatti bandariska utanrík-
isráðuneytið bandaríska þegna
til þess að halda sig frá Jórdaníu
vegna fregna frá Israel um að
stríð væri í undirbúningi í
landinu. I gær hófu Bandaríkja-
menn að flytja herlið til Samein-
uðu arabísku furstadæmanna í
þeim tilgangi að styrkja stöðu
hinna alþjóðlegu sveita sem verið
er að flytja til Persaflóasvæðisins
Vaxandi stríðsótti í Sýrlandi:
Við munum ekki standa að-
gerðalausir brjótist út átök
- segir sýrlenskur embættismaður í samtali við Morgunblaðið
Damaskus. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins.
í SÝRLANDI óttast menn mjög að að hin smávægilegustu mistök
af hálfu Iraka eða þeirra ríkja sem sent hafa herafla á þessar
slóðir eftir innrásina í Kúvæt leiði til skelfilegri átaka en nokkru
sinni fyrr í sögu Mið-Austurlanda.
Háttsettur embættismaður í
sýrlenska utanríkisráðuneytinu
sagði í samtali við Morgunblaðið
að Sýrlendingar hygðust ekki
standa aðgerðalausir brytust út
átök. Hann kvað þetta ekki vera
hótun en bætti við að svo gæti
farið að Sýrlendingar stæðu
frammi fyrir erfiðum ákvörðunum
breyttist staða mála.
Hér í landi eiga ráðamenn í
erfiðleikum með að skýra þá
ákvörðun að senda hersveitir ti!
varnar Saudi-Aröbum með hlið-
sjón af afstöðu Sýrlendinga til
Bandaríkjamanna. „Þetta er tákn-
rænn stuðningur en ekki trausts-
yfirlýsing við Bandaríkjamenn,“
sagði fyrrnefndur embættismað-
ur. Hann bætti við að Sýrlending-
ar óttuðust ekki að Iranir kæmu
Saddam Hussein til hjálpar þótt
íraksforseti h'efði fallist á öll þau
skilyrði sem íranir hefðu sett fyr-
ir friði í Persaflóastríðinu og kall-
að hersveitir sínar heim. „Rafsanj-
ani, forseti írans, hefur ekki farið
í neinar grafgötur með það gagn-
vart vinum sínum í Sýrlandi að
hann lætur Saddam ekki blekkja
sig. íranir háðu átta ára stríð við
íraka og þeir hafa ekki í hyggju
að opna þann glugga sem Saddam
þarf til þess að kafna ekki.“
Hér í höfuðborg Sýrlands era
menn þeirrar skoðunar að útlend-
ingarnir sem fluttir hafa verið frá
Kúvæt og Bagdad til hernaðar-
lega mikilvægra staða séu ekkert
annað en gíslar Saddams Iraks-
forseta. „Saddam selur líf þessa
fólks háu verði,“ sagði Zahar
Jannan, ráðuneytisstjóri í sýr-
lenska upplýsingaráðuneytinu, en
sú skoðun virðist almenn að það
geti komið Bandaríkjamönnum og
öðrum vestrænum ríkjum í koll
að hafa sent heriið til þessa heims-
hluta.
í þeim tilgangi að verja Saudi
Arabíu fyrir hugsanlegri árás frá
írak.
Saddam Hussein forseti íraks
viðurkenndi í fyrsta sinn opinber-
lega í gær, að írakar ætiuðu að
halda um 14.000 Vesturlandabúum
nauðugum í írak og Kúvæt til þess
að hindra árásir af hálfu alþjóðlegu
hersveitanna á hernaðarlega mikil-
væg skotmörk. Yrðu þeir notaðir
sem skjöldur um mannvirkin. Hus-
sein setti um helgina ýmis skilyrði
fyrir því að sleppa Vesturlandabú-
unum en Bush hafnaði þeim í gær.
írakar tilkynntu að „sakir vin-
áttu“ fengju sænskir, finnskir, aust-
urrískir, portúgalskir og ástralskir
þegnar að yfirgefa landið. Var litið
á það sem tilraun af þeirra hálfu
til þess að reka fleyg í samstöðu
Vesturlanda og reyna að fá almenn-
ing upp á móti hinum fjölþjóðlegu
aðgerðum sem gripið hefur verið
til gegn írökum eftir innrás þeirra
í Kúvæt.
írakar ítrekuðu í gær fyrri yfir-
lýsingar sínar þar sem erlendum
ríkjum var gefínn frestur til nk.
föstudags til að loka sendiráðum
og ræðismannsskrifstofum í írak
og Kúvæt. Eftir þann tíma verða
sérstök réttindi erlendra stjórnarer-
indreka ekki virt og litið á þá sem
óbreytta borgara.
Hermt var að írakar hefðu í gær
haldið áfram að safna útlendingum
saman og flytja þá til staða sem
taldir eru hernaðarlega mikilvægir.
í þeim hópi voru 12 Bandaríkja-
menn, 82 Bretar og sex Frakkar.
Edúard Shevardnadze, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, ræddi í gær
í Moskvu við Saadun Hammadi,
aðstoðarforsætisráðherra íraks, um
ástandið fyrir botni Persaflóa.
TASS-fréttastofan sagði aðeins að
hinn óvænti fundur þeirra hefði átt
sér stað en varðist fregna af honum
að öðru leyti.
Bandaríkjamenn og Bretar beita
sér nú fyrir því að hermálanefnd
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
taki við yfirstjórn fjölþjóðlegs her-
skipaflota til þess að frapfylgja
viðskiptabanni SÞ gegn írökum.
Fulltrúar ríkjanna fimm sem eiga
fastafulltrúa í Öryggisráðinu hitt-
ust af þessu tilefni á sunnudag og
munu eiga annan fund í dag.
Sjá fréttir á bls. 22
Svíþjóð:
Villti laxinn
gæti horfíð
innan 10 ára
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
Morgnnblaðsins.
VILLTI laxastofninn í Eystra-
salti kann að hverfa innan tíu
ára, að sögn sænska vísinda-
mannsins Lennarts Nymans, sem
varar við því að gæði fisksins
siversni.
Laxastofninn er einkum í hættu
vegna virkjanaframkvæmda í ám
og mikilla veiða í hafi, auk þess sem
90% af eldislaxi fer út í Eystrasalt
og blandast villta laxinum.
Sænsk fiskveiðiyfirvöld vilja nú
banna allar laxveiðar á friðuðu
svæði í Eystrasalti og minnka veið-
ar í ám. Nefnd hefur verið skipuð
til að kanna skilyrði laxins í ánum.
„Það hafa orðið breytingar á
genum laxins á undanförnum tíu
árum. Gæði hans hafa versnað og
endurnýjunarhæfni stofnsins
minnkað. Laxinn á einnig erfiðara
með að laga sig að breytingum í
ánum,“ segir Lennart, Nyman.