Morgunblaðið - 21.08.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. AGUST 1990
13
Foreldrar:
Leyfíð börnun-
um að læra dans
eftir Unni
Arngrímsdóttur
Nú er sumarið senn á enda, vet-
ur gengur í garð og býður okkur
velkomin til starfa eftir gott sum-
ar. Allir hafa skyldur við nám eða
störf jafnt börn sem fullorðnir, en
allir eiga sinn frítíma og ráða hvern-
ig honum er varið. Hvernig væri
nú þegar veturinn er framundan
að skipuleggja vel frítíma barn-
anna. Allskonar námskeið fara af
stað strax á haustin, þar á meðal
dansnámskeið og danskennsla út
um allt land.
0g hvað er svo dans? Dansinn
er samheiti fyrir margar greinar,
t.d. klassískan ballett, jazzballett,
jazzdansa, þjóðdansa, barnadansa,
sígilda samkvæmisdansa, gamla
dansa, skautadansa og svo mætti
áfram telja. Hann er holl hreyfing
þar sem einstaklingurinn hreyfir sig
og tjáir eftir ákveðinni tónlist sér
til yndis og ánægju. Dansinn gerir
okkur frjálsari í framkomu, hann
veitir okkur öryggi í samskiptum
við annað fólk og hann hjálpar okk-
ur til að hlusta á tónlist, því ekki
verður dansað án hennar.
Börn geta hafið dansnám 3-4 ára
gömul. Þá læra þau að hluta á tón-
list og tjá sig eftir hljóðfallinu á
mismunandi hátt í leik og dansi.
Þau læra einnig að lúta forystu
faglærðs danskennara, en rétt er
að geta þess að danskennaranám
er 4 ár bæði bóklegt og verklegt.
í barnadönsunum geta þau svo byij-
að 4 ára gömul, þá dansa þau sam-
an tvö og tvö og læra að umgang-
ast jafnaldra sína af báðum kynjum.
Þau læra ekki bara að dansa og
skemmta sér á eðlilegan hátt heldur
einnig að taka tillit hvert til annars
og um leið bera virðingu fyrir kenn-
FENNINN SETUR
LAGT VORUVERÐ
ÁODDINN
DELSEY SKJALATÖSKUR
ATHAFNAMANNSINS.
Hallarmúla 2, slmi 83211
Austurstræti 10, slmi 27211
Kringlunni, slmi 689211
.KAVNinAKAÓT^
69IC3
ara sínum og félögum í starfi og
leik. Að því búa þau ævilangt.
Þegar þessum undirbúningsskóla
er lokið eru þau orðin 5-6 ára og
geta farið að læra samkvæmisdansa
— áfram haldast í hendur agi, virð-
ing og tónheyrn meðan verið er að
læra hina sígildu samkvæmisdansa
sem koma öllum að gagni í lífinu.
Þarna fá bornin tilfinnngu fyrir feg-
urð þeirri sem kemur fram á léttan
og skemmtilegan hátt um leið og
danskennarinn leiðbeinir þeim um
framkomu og siðvenjur, sem gera
alla öruggari í umgengni við aðra
og endist einstaklingnum alla tíð.
DANSINN ER TUNGUMÁL
ALLRA. Hann er ódýrt tómstunda-
gaman og sameinar fólk á margan
hátt. I dansinum er snerting sem
allir þurfa á að halda. í dansinum
er gleði sem léttir lund.
Mér hefur orðið tíðrætt um börn-
in í dansnámi vegna þess að hyggja
Unnur Arngrímsdóttir
þarf að því að þau fari ung af stað
í dansnám, ef kostur er. Það geta
allir lært að dansa, börn, ungling-
ar, fullorðnir, já ekki síður þeir sem
eldri eru. Þetta gæti verið stórkost-
legt tómstundagaman fyrir alla fjö-
skylduna.
Dansráð íslands skipuleggur
danskeppnir sem eru orðnar fjöl-
sóttar og geta allir sem þess óska
„Dansinn gerir okkur
frjálsari í framkomu,
hann veitir okkur ör-
yggi í samskiptum viö
annað fólk og hann
hjálpar okkur til að
hlusta á tónlist, því ekki
verður dansað án henn-
ar.“
æft dansinn sem keppnisdans og
haldið út á 10 dansa keppnisbraut.
í nágrannalöndum okkar á Norð-
urlöndunum og í Bretlandi svo ein-
hver lönd séu nefnd þykir það sjálf-
sagt í uppeldi hvers barns og ungl-
ings að það fái að sækja danstíma
einu sinni í viku. Það er margsann-
að að dansinn hefur uppeldislegt
gildi fyrir einstaklinginn og hér á
landi er fólk farið að gefa gaum
þessum þætti i uppeldinu, en betur
má ef duga skal.
Þess vegna skora ég á alla að
skipuleggja tómstundirnar vel í vet-
ur og gleyma því ekki að dansinn
á að vera fastur liður í tilverunni.
Komdu með í dansinn.
Höfundur er danskennari.
c>
3UMARLEIKUR KODAK EXPRESS
KODAK
gpWhiB |
■PPl Æ|
yOA
ALEIK
Spennandi sumarleikur KODAK LITAKRÍLANIMA er hafinn. Næst þegar þú
átt erindi á einhvern afgreiðslustaða KODAK EXPRESS getur þú fengið
afhent þátttökublað SUMARLEIKSINS. Það er eftir miklu að slægjast þegar
dregið verður.
1. júlí, 10. ágúst og 3. september verður dregið um 500 KODAK LITAKRÍLI
í hvert skipti og að lokum verður dregið um 1. og 2. verðlaun þann 10.
september, úr öllum réttum, áður innsendum lausnum.
verðlaun eru HELGARFERÐ TIL LONDOIM fyrir tvo með ferðaskrifstof-
unni SÖGU að verðmæti kr. 80.000.
2. verðlaun eru vönduð CHINON HANDIZOOM myndavél að verðmæti
kr. 18.900.
3. -1500. verðlaun eru dúnmjúk KODAK UTAKRfU.
Líttu inn á einhvern afgreiðslustaða KODAK EXPRESS og taktu þátt í leiknum.
•Verslanir Hans Petersen. Bankastræti, Glæsibæ,
Austurveri, Kringlunni og Lynghálsi •Ljósmyndaþjónustan
Laugavegi 178 • Kaupstaður, Mjódd • Veda, Hamraborg,
Kópavogi *Filmur og Framköllun, Strandgötu, Hafnarfirði
• Ljósmyndahúsið, Dalshrauni 13, Hafnarfirði • Hljómval,
Keflavík •Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Akranesi
• Bókaverslun Jónasar Tómassonar, (safirði
• Pedrómyndir, Hafnarstræti og Hofsbót, Akureyri • Nýja
Filmuhúsið, Hafnarstræti, Akureyri • Bókabúð Brynjars,
Sauðárkróki • Vöruhús KÁ, Selfossi.
■iDiipðiav uitut»nnTiBri 00r maa irí|
AUK/SlA K91-222