Morgunblaðið - 21.08.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
39
Hulda G. Þórðar■
dóttír - Minning
Fædd 28. september 1906
Dáin 11. ágúst 1990
Nú hefur Hulda mín fengið
hvfldina. Hún lést 11. ágúst sl.
Mig langar að minnast elskulegr-
ar frænku minnar í nokkrum orð-
um. Hún hét Hulda Gyða Þórðar-
dóttir og fæddist í Ólafsvík, 28.
september 1906. Hulda var dóttir
hjónanna Þórðar Matthíassonar
formanns og smiðs, f. 12. maí 1873,
d. 17. október 1923, frá Skerðings-
stöðum í Eyrarsveit, Snæfellsnesi,
og Bjargar Þorsteinsdóttur, f. 20.
nóvember 1874, d. 14. janúar 1912,
frá Aratungu í Staðarsveit, Snæ-
fellsnesi.
Hulda Gyða var fjórða í röð sex
barna þeirra hjóna, sem öll eru nú
látin og var faðir minn, Þorleifur,
einn í þeim systkinahópi. Einnig
átti Hulda 6 hálfsystkini, og eru
tvær systur látnar úr þeim hópi.
Tæplega sex ára gömul missir
Hulda móður sína, og fer hún þá í
fóstur, fyrst til Guðrúnar Síríusar-
dóttur ljósmóður, er var henni mjög
góð við erfiðan móðurmissinn. Síðar
fór hún til hjónanna Guðmundar
Guðjónssonar skósmiðs og konu
hans Sigríðar Oliversdóttur.
Um tvítugt kemur Hulda hingað
suður til Reykjavíkur og vinnur
fyrir sér við fiskverkun og þjónustu-
störf. Árið 1931 er Hjúkrunarskóli
íslands var stofnaður, er Hulda í
hópi þeirra fyrstu er hefja nám við
skólann og útskrifaðist frá honum
árið 1933. Eftir að námi lauk starf-
aði Hulda ekki mikið sem hjúkrun-
arkona. Á námsárunum hafði hún
kynnst væntanlegum eiginmanni
sínum. Hinn 4. nóvember 1933 gift-
ist hún Antoni Sigurðssyni húsa-
smíðameistara, f. 17. nóvember
1900, frá Mávahlíð á Snæfellsnesi.
Hann lifir eiginkonu sína, í hárri
elli. Þau eignuðust 4 syni, sem eru:
Haraldur búfræðingur, f. 2. júlí
1934, kvæntur.Karin Hartjenstein,
er starfar að ferðamálum, Steinar
tæknifræðingur, f. 10. júní 1936,
Sigurður framkvæmdastjóri f. 13.
apríl 1939, og Ingólfur tæknifræð-
ingur. Auk þess ólst sonarsonur
Huldu upp hjá þeim hjónum Hjalti
Sigurðsson framkvæmdastjóri,
kona hans er Jóna Kristmannsdótt-
ir þroskaþjálfí. Hulda átti orðið 8
bamaböm og eitt bamabamabarn.
Margar minningar streyma
gegnum hugann, nú þegar elsku
Hulda frænka mín er horfín. Minn-
ingar um dula, hógværa konu, sem
gerði ekki miklar kröfur sér til
handa, en var alltaf tilbúin að rétta
öðrum hjálparhönd. Minningar um
fallega og fínlega konu, með sitt
dökka, síða hár, er alltaf lá í þykkri,
fallegri fléttu ofan á höfði hennar.
Minningar um hlýja og góða konu.
Aldrei heyrði ég hana hallmæla
neinum. Allir voru góðir í hennar
huga, aðeins mismunandi gerðar.
Hulda var mikið snyrtimenni og
bar heimili hennar þess glöggt
merki. Hún hafði gaman af hann-
yrðum og var hún búin að hekla
marga blúnduna og dúkana. Nú hin
síðari ár var sjón hennar farin að
daprast það mikið, að hún gat ekki
haft af því ánægju lengur. Hjá
Huldu og Antoni var alltaf mikill
gestagangur, þar sem ættingjar
utan af landi áttu alltaf öruggan
samastað til lengri eða skemmri
tíma. Þar fundu sig allir velkomnir,
enda hjónin bæði afar gestrisin.
Ég bast Huldu sterkum böndum
og var hún mér alla tíð meira en
föðursystir. Tæplega ársgömul fór
ég til hennar og Antons og var ég
hjá þeim hjónum í rúmt ár, á með-
an móðir mín lá í veikindum á
Vífílsstöðum. Eftir það lá leið mín
oft á Fornhagann. Þar átti ég ör-
uggt athvarf þar sem ég naut hlýju
og umönnunar alla tíð.
Ég man sem barn, að oft ef
Hulda mfn vissi að mín var von tók
hún á móti mér með nýbökuðum
flatkökum, en það var eitt.af því
besta sem ég fékk. Heitar flatkökur
með smjöri sem litlar lúkur áttu
fullt í fangi með að hemja, svo ekki
rynni niður, og ísköld mjólk. Það
var gott að fá eftir langferð, í aug-
um barns, í strætisvagni austan úr
bæ. Eða heitar kleinur, svo ekki sé
minnst á „loftkökurnar" góðu.
Þannig var Hulda blessunin, hún
reyndi alltaf að gleðja. Það var svo
hlýtt og notalegt að koma til henn-
ar á Fomhagann. Ég minnist líka
sunnudagsferðanna upp í sumarbú-
stað við Rauðavatn, sem þá var
mikið ferðalag í mínum augum, og
drukkið var síðdegiskaffi upp undir
húsvegg.
Já, minningarnar eru margar.
Minningar um gestrisni og höfð-
ingsskap, hjálpsemi og fórnfýsi og
mikla ræktarsemi. En efst í huga
mínum eru þó minningamar og
vitneskjan um tryggð hennar og
ástúð við mig, sem ég naut alla tíð.
Nú eftir að ég stofnaði fjöl-
skyldu, bjuggum við okkar fyrstu
ár í kjallaranum. að Fomhaga 26.
Uppi á lofti átti eldri sonur minn,
Þorleifur Örn, líka alltaf öruggt
athvarf hjá Huldu ömmu eins og
hann kallaði hana, og Antoni. Sá
tími var dýrmætt skeið í hans lífi.
Alltaf fékk hann þar nægan tíma
í annars erilsömu nútímalífi. Þetta
á einnig við um yngri son minn,
Snorra Björn, eftir að hann fædd-
ist. Báðir drengirnir mínir og við
öll eigum eftir að sakna Huldu
ömmu.
Hulda átti við vanheilsu að stríða
síðustu ár. Hún var búin að gang-
ast undir aðgerð, en hún var sterk
og komst heil úr því. Fyrir ári varð
hún fyrir því óláni að brotna á fæti,
og átti hún ekki afturkvæmt á
heimili sitt eftir það. Þó gat hún
dvalið þar yfir síðustu jól og páska,
og var það henni mikils virði. Hún
naut góðrar umönnunar á öldrun-
ardeild Borgarspítalans, nú síðast
á Heilsuverndarstöðinni við Bar-
ónsstíg.
Hulda mín óttaðist ekki dauðann.
Hún var oft búin að tala um hann.
Hún hlakkaði til að hitta móður
sína og föður, systkini og aðra ást-
vini, en það var hún sannfærð um
að yrði þegar hún sjálf hyrfi yfir
móðuna miklu.
Hún kvaddi á einu því sólríkasta
sumri er ég man eftir. Þegar allt
stendur í blóma og grósku, í annars
hörðum heimi. Það eru eflaust blóm
og mildi þar sem hún er nú.
Hvíli elsku frænka mín í friði.
Blessuð sé minning hennar.
Olga Þorleifsdóttir
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, miðvikudag-
inn 22. ágúst kl. 14.00.
Sigurgeir Jóhannsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Ásdís Jóhannsdóttir, Vignir Jónasson,
Fríða Dóra Jóhannsdóttir, Gunnlaugur Axelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og tengdadóttir,
JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR,
Álakvísl 67,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðvikudaginn 22. águst
kl. 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu. minn-
ast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag íslands.4
Vilhjálmur Reynir Sigurðsson,
Sigurður Jón Vilhjálmsson, Auður Vilhjálmsdóttir,
Áslaug Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Kristjánsson
Jóhannes Jóhannesson, Petrína Steindórsdóttir,
Sigurður Runólfsson, Fjóla Ágústsdóttir.
t
Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar og tengdamóður,
GEIRFRÍÐAR JÓELSDÓTTUR,
Breiðumýri,
Reykjadal.
Björg Arnþórsdóttir, Sigtryggur Jósepsson,
Hörður Arnþórsson, Gréta Guðmundsdóttir,
Örn Arnþórsson, Svanborg Dahlmann.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför,
PÁLS ÞORSTEINSSONAR,
á Hnappavöllum.
Guðrún og Sigurður,
Ásdís, Gunnþóra og fjölskyldur.
t
Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför,
GESTS KRISTJÁNSSONAR
bónda frá Múla.
Sérstakarþakkirtil lækna og hjúkrunarfólks sjúkrahúss Húsavíkur.
Guð blessi ykkur.
Heiðveig Sörensdóttir
og vandamenn.
t
Við þökkum hjartanlega þann mikla hlýhug sem við urðum aðnjót-
andi við fráfall og útför okkar kæra,
ÓSKARSJ. ÞORLÁKSSONAR,
Aragötu 15.
Sérstakar þakkir til prestanna sem báru hann úr kirkju, sóknar-
nefndar Dómkirkjunnar fyrir myndarlega minningargjöf í Líknar-
sjóðinn, kvennanna í kirkjunefndinni fýrir blómaskreytingar á altar-
ið, Marteins Hunger Friðrikssonar organista og síðast en ekki
síst til séra Hjalta Guðmundssonar.
Guð blessi ykkur öll.
Elísabet Árnadóttir,
börn, barnabörn
og barnabarnabarn.
■■4
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS BEKK ÁGÚSTSSONAR,
Skipasundi 80,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir tii allra' þeirra, sem
veittu aðstoð í veikindun hans.
Rósa Jónsdóttir, Sigursveinn Sigurðsson,
Jónina Jonsdóttir, Guðjón Rögnvaldsson,
Hólmfríður Jonsdóttir, Einar Karl Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
/
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
er með samúð og vináttu studdu okkur
við andlát og útför
ÓLAFS ÖNUNDSSONAR,
Kársnesbraut 75,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
krabbameinsdeildar Landspítalans.
Bergþóra Magnúsdóttir,
Sigurður Ólafsson, Þuríður Jónsdóttir,
Anna R. Sigurðardóttir, Helga H. Sigurðardóttir,
Ýrr Sigurðardóttir, Sif Sigurðardóttir
og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför
VIKTORS ÞÓRÐARSONAR.
Guð blessi ykkur öll.
Karl Þórðarson
og Svava Guðmundsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar
VILBORGAR SÆMUNDSDÓTTUR,
Lágafelli,
Austur Landeyjum.
Guð blessi ykkur öll.
Hólmfríður Finnbogadóttir,
Magnús Finnbogason,
Guðrún Árnadóttir
og aðrir aðstandendur.