Morgunblaðið - 21.08.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.08.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 11 Auðstjórn almennings - íjárstjórn fjöldans eftir Eyjólf Konráð Jónsson Mikið er nú talað um almennings- hlutafélög og ætti mér að leyfast að leggja inn nokkur orð um þau því að fyrstur notáði ég víst orðið. Þess vegna gleður mig að það er að verða töfraorð. Þótt það finnist hvergi í löggjöf og hafi held ég aldr- ei verið skýrt nema lítillega í bók- inni „Alþýða og athafnalíf“ sem út kom 1968 en þar segir „að notkun orðsins almenningshlutafélag sé áróðurskennd, og ber höfundur þessa rits þá ábyrgð á því“. En ein- mitt þess vegna vil ég nú vekja athygli á því að varhugavert getur verið að leggja of mikið upp úr þessu orði einu og sér. Fleira þarf til að koma, sem ekki verður fjallað um í stakri grein. Mér sýnist raunar að sú breyting sem er að gerast á fjármagnsmark- aði — loksins — sé fyrirboði stór- tíðinda í íslenskum atvinnumálum, sú stund sé skammt undan að al- menningur eignist í ríkum mæli beina aðild að atvinnufyrirtækjum líkt og lengi hefur verið í vestræn- um löndum og víðar. Má þar nefna Bandaríkin, Þýskaland og Japan. En þessi félög eiga aldeilis ekki meira erindi til voldugra þjóða og ríkra, það er enn brýnna að smá- þjóðir eins og við tileinkum okkur það, við viljum ekki samþjöppun auðs heldur dreifíngu. En við viljum öflug félög þótt þau þurfi ekki öll að vera stór. Þegar raunveruleg utanaðkom- andi kreppa skall á okkur seint á sjöunda áratugnum reyndi fólkið víða að þjarga sér þótt fjármunir væru sáralitlir. Þetta gerðist t.d. á Skagaströnd og nú eru hlutabréf í Skagastrendingi t.d. á almennum markaði. Nú á tímum heimatilbúinnar kreppu og kolvitlausrar efnahags- stefnu, ofstjórnar og þar af leiðandi óstjórnar, eru menn sem óðast að byggja upp almenningshlutafélög til að þjarga því sem þjargað verður og gróin og traust félög bjóða út hlutafé á opnum markaði. Þetta er af hinu góða. Þess er þó að gæta að þrátt fyrir merk hlutafélagalög sem sett voru 1978 og studdust við félagsrétt austanhafs og vestan getur alltaf verið hætta á ferðum og þess vegna brýn nauðsyn á eftir- liti og ráðgjöf, þótt ekki sé nauðsyn- legt að ríkisvaldið hafí þetta með höndum nema auðvitað löggjafar- starfið, þvl að samtök atvinnuvega og lífeyrissjóða geta hér haft verð- ugt verkefni og þegar eru bæði lög- fræðingar og viðskiptafræðingar að mennta sig og sérhæfa á þessu sviði. Einnig það er af hinu góða. Saga hlutafélaga er orðin æði- löng. í áður nefndri bók segir: „Raunar á þetta félagsform rætur að rekja aftur í miðaldir, og allt frá því að Englendingar og Hollending- ar byggðu upp verslunarveldi sín á 17. öldinni hafa slík félög verið vel ■AXIS Fataskápar Tíslenskir | ií ' j Axis Húsgögn hf, Smiðjuvegi 9, 1sími 43500. þekkt. Og úr eigin sögu þekkjum við framtak Skúla fógeta og Inn- réttinganna um miðja 18. öldina, þar sem um var að ræða félags- stofnun með hlutabréfum. Ýmislegt misjafnt má segja um hlutafélögin eins og önnur mann- anna verk, enda leiddu fjármála- spilling og gjaldþrot til þess þegar árið 1720, að þessar stofnanir voru í rauninni gerðar útlægar í hinum enskumælandi heimi í nærfellt eina öld. En í upphafi 19. aldarinnar voru hlutafélög svipuð þeim, sem enn eru rekin, hafin til vegs og virðingar, og um miðja 19. öld var útbreiðsla þeirra orðin mjög mikil, ekki síst í Bretlandi og Bandaríkjunum. Og við lok aldarinnar voru hlutafélögin orðin geysimikilvægt afl í atvinnu- lífí þessara ríkja og margra ann- arra.“ Af þessu má sjá að allrar gætni verður að gæta við stofnun og rekstur almenningshlutafélaga og miklu meiri en gerist þegar lítill hópur ákveður að leggja hluta eigna sinna að veði til að kljást við verk- efni á sviði athafnalífsins, og skal Eyjólfur Konráð Jónsson það þó síst vanmetið enda liður í auðstjórn almennings eða fjárstjórn fjöldans, rétt eins og almennings- hlutafélög, einkaeign íbúðarhús- „Nú á tímum heima- tilbúinnar kreppu og kolvitlausrar efna- hagsstefnu, ofstjórn- ar og þar af leiðandi óstjórnar, eru menn sem óðast að byggja upp almenningshluta- félög til að bjarga því sem bjargað verður og gróin og traust félög bjóða út hlutafé á opnum markaði.“ næðis eða lítilla fyrirtækja og með- alstórra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ri i i 31 r| rí \ ,\ / h h Kji íI\I JStí i i r1 \1 JJ _rj 911 LB r1- j _ Allt að 12 mánaða greiðslukjör - án útborgunar Leisurewise þrekhjólin fást á einstökum afborgunarkjörum. Korthafar Visa og Euro geta nýtt sér raðgreiðslur ogfengið Leisurewise þrekhjól á allt að 12 mánaöa afborgunartímabili. Staðgreisluverð aðeins IS.S Afborgunarverð - Róðrarvélar. - Hlaupabretti. - Leikfimirimla o.fl. Leisurewise þrekhjólin eru létt, sterk, meðfærileg og sértak- lega ætluð til heimilisnota. Reglubundin notkun þrek- hjólsins stuðlar að auknu blóðstreymi, styrkir hjarta og lungu og heldur vöðvum og liðum í þjálfun. Og á Leisurewise þrekhjóli þarftu aldrei að hafa áhyggjur af veðrinu! Leisurewise þrekhjólin eru buin ótal kostum: ■ Tölvu sem mælir m.a. vegalengd og kalóríubrennslu. ■ Sætið er stillanlegt, stöðugt og mjúkt.. ■ Átaksþyngdin er stillanleg. • Ólar yfir ristar. ■ Jöfn spyrna. ■ Plastpúðar verja gólfið. & S VfSA Breska verslunarfélagið Faxafeni 10 - Húsi Framtíðar 108 Reykjavik Pöntunarsími: 91

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.