Morgunblaðið - 21.08.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.08.1990, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSŒPn/iflVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 aoi/f Snúið ykkurtil blikksmiðjanna |F Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík, s: 91-621755 FAGMENN AÐ VERKl-UNDIR ÞESSU MERKI. Fyrirtæki Hvernig komumst við af áður en sjálfkalkerandi pappír og tölvur komu til sögunnar? Rætt við Vilhjálm Sigurðsson sem starfað hefur hjá SÍF í 40 ár VILHJÁLMUR Sigurðsson hefur ekki oft þurft að leita sér að vinnu. Hann hefur síðustu 40 árin starfað hjá Sölusambandi ísjenskra fiskfram- leiðenda í Reykjavík. Eftir próf frá Versiunarskóla íslands árið 1945 hvarf hann til starfa hjá Síldarútvegsnefnd í heimabæ sínum, Siglufirði, var bæjargjaldkeri um tíma en hélt síðan suður og hóf störf hjá SIF 1. júní árið 1950. „Ég hef verið hér síðan enda kunnað veí við mig. Nei, það hefur ekki hvarflað að mér að leita annað þvi starfið er ánægjulegt. Hér hefi ég verið mjög heppirin með yfirmenn og sam- starfsfólk, sem ég hefi unnið með áratugum saman, því hér áður fyrr var ekki mikið um mannabreytingar hjá SÍF. Þess vegna hafnaði ég tilboði um annað starf,“ segir Vilhjálmur Sigurðsson. En hver var ástæða þess að hann hélt frá Siglufirði í atvinnuleit til Reykjavíkur? „Það var ekkert að hafa fyrir norð- an á þessum árum, atvinnulífið var í lægð og margir fluttu burt á árun- um 1945 til 1950. íbúar voru orðnir nokkuð á þriðja þúsund, þetta var hálfgerður guligrafarabær og mikið líf á staðnum, en þegar síldin hvarf dofnaði yfir öllu á örfáum árum.Ég var búinn að athuga minn gang og ráða mig til SÍF þegar ég flutti og bytjaði þar fyrsta júní árið 1950 en þá var ég 24 ára,“ segir Vilhjálmur en hann er sonur Sigurðar Kristjáns- sonar sparisjóðsstjóra og útgerða- manns á Siglufirði og konu hans Önnu Vilhjálmsdóttur sem bæði eru látin. Pappírar útíriti SIF var með aðsetur í Hafnarhús- inu þegar Vilhjálmur réðist til starfa og þetta sumar voru auk hans tveir aðrir menn ráðnir. Árið 1957 flutti skrifstofan í Morgunblaðshúsið og hefur verið þar síðan. Starfsemi SÍF hafði engin verið á stríðsárunum vegna þess að markaðir lokuðust. Eftir stríðslok fór saltfiskverkun af stað aftur og fór nú hraðvaxandi eftir að markaðir opnuðust að nýju í Suður-Evrópu og Suður-Ameríku. Verkefni Vilhjálms var að ganga frá útfiutningsskjölum. Hefur hann reyndar haft það verkefni með hönd- um allt fram á síðasta ár. „Hveijum saltfiskfarmi þurfa að fylgja aíls konar pappírar og þeir voru á þessum árum sendir með skip- unum en síðar var farið að senda þá með flugi tl áfangastaðanna. En fyrstu árin þurfti að ganga frá þess- um pappírum um leið og skipið var fermt til að koma þeim með því og SUMARTILBOÐ VEGNA HAGSTÆÐRA INNKAUPA GETUM VIE> BOE>IÐ UM 40.000,-KR. VERÐLÆ KKUN Ravenna ljós eik, 160 x 200 cm, með náttborðum og dýnum (spring- eða latexdýnur). Verð kr. 102.457,- stgr. og lánaverð kr. 109.457,- Áður kr. 138.555,- stgr. og lánaverð kr. 148.550,- Dæmi um greiðslumáta: 1) Visa/Euro raðgreiðslur í 11 mánuði, 2) Útborgun 30.000,-, eftirstöðvar á skuldabréfi ca 10.870,- hvern mánuð. í 8 mánuði, ca kr. 10.615,- hvern mánuð. Einnig er hægt að fá rúmið með vatnsdýnu og bætast þá kr. 30.000,- við verðið. Grensásvegi 3 • sími 681144 Umboðsmenn: Austurland: Hólmar hf., Reyðarfirði. Norðurland: Vörubær, Akureyri. Vestfirðir: Húsgagnaloftið, fsafirði. UTFLUTNINGUR — „Fyrstu árin þurfti að ganga frá út- flutningspappírum um leið og skipið var fermt til að koma þeim með. Oft voru skipin látin bíða eftir þeim stundum hálfan til heilan sólar- hring,“ segir Vilhjálmur. Sigurðsson sem hefur séð um útflutnings- pappíra SIF í fjölda ára. oft voru skipin látin bíða eftir þeim stundum hálfan til heilan sólarhring. Þetta gekk þannig fyrir sig að við útskipun fengum við nákvæmar upp- lýsingar um magn, tegundir og verð og til hverra farmurinn átti að fara og gengum frá öllum pappírum í samræmi við það. Þetta var dálítill handleggúr því við þurftum að fá alls konar uppáskriftir og stimpla. Það þurfti að fá matsvottorð, heil- brigðisvottorð, áritun konsúla fyrir viðkomandi lönd, bankaábyrgð í sumum tilvikum, tollskjöl og útflutn- ingsleyfi, ganga frá tryggingum, vörureikningi og farmbréfi. Sumir þessir pappírar voru jafnvel í tíriti, til dæmis farmbréfið og vörureikn- ingurinn og það þurfti því að nota mikinn kalkipappír! Það varð því mikil breyting þegar við fengúm sjálfkalkerandi pappír til dæmis fyrir farmbréfin og nú er svo komið að kalkipappír er ekkert notaður." Fyrstir með sveigjanlegan vinnutíma Sem fyrr segir voru allir pappírar sendir með skipunum lengi vel og segir Vilhjálmur það hafa verið mikla skorpu að ganga frá þeim til að tefja ekki um of: „Þegar verið var að skipa út unnum við í einni' lotu þar til pappírar voru klárir og skipti þá ekki máli hvort var nótt eða dagur. Oft fóru útskipanir fram úti á landi og þá fengum við allar upplýsingar til okkar og gengum frá pappírunum sem voru síðan sendir með hraði í skipið. Við í útflutningsdeildinni vorum ráðin upp á þau kjör að sjá um þetta verkefni og síðan gátu menn tekið þessu rólega á milli. Það spurði eng- inn að því þótt maður skryppi frá þegar rólegt var en við urðum líka að standa klár á öllu þegar útskipun var annars vegar og þá tíðkaðist ekki að greiða yfirvinnu. það má því segja að SIF hafi verið með þeim fyrstu sem höfðu sveigjanlegan vinn- utíma. Síðar var farið að senda pappírana með flugvélum í veg fyrir skipin og þá var nóg að senda þá einum eða tveimur dögumj eftir að skipið hafði látið úr höfn. Á þessum árum voru útskipanir jafnt og þétt yfir veturinn en nokkuð dró úr þeim yfir heitasta tímann á sumrin því þá voru engin kæliskip. Núna er þetta miklu jafnara og dreifist á allt árið.“ Nákvæmisvinna Hvernig nýttist þér verslunar- menntunin? „Hún nýttist mér ágætlega í þessu starfi. Ég þurfti auðvitað að læra af samstarfsmönnum mínum allt mögulegt varðandi verkefnið en ég þóttist vita um hvað allir þessir pappírar snerust. Páll Þorleifsson var í þessu starfi á undan mér og ég var í læri hjá honum í tvö ár. Hann var nákvæmnismaður og góður kennari og eins og svo margir aðrir hjá SÍF vann hann hér í áratugi." í útflutningsdeildinni unnu tveir menn auk Vilhjálms og ritarar voru þeim til aðstoðar. Voru vélritunar- stúlkurnar þijár þegar mest var og segir Vilhjálmur að alger bylting hafi orðið hjá þeim þegar rafmagns- ritvélarnar komu til sögunnar og síðan hafi hver tæknibyltingin rekið aðra í gegnum árin: „Stjórnendur SÍF hafa alltaf verið fljótir að taka upp allar nýjungar sem auðvelda mönnum störfin. Ég minnt- ist á' rafmagnsritvélarnar og ég get talið upp áfram: Telex, ljósritunar- véiar, tölvur, telefaxtæki og hver veit hvað og við spyijum okkur sjálf oft núna hvernig í ósköpunum við höfum eiginlega komist af áður fyrr þegar vð höfðum ekkert af þessu! Ailt hefur þetta orðið til að létta undir með okkur og auka afköstin en við þurfum auðvitað að viðhafa sömu nákvæmni og samviskusemi við allan frágang á skjölum." Vilhjálmur segir að sé ítrustu ná- kvæmni ekki gætt geti komið upp alls kyns vandamál: „Það kom einu sinni fyrir að vörureikningur var ekki í aigjöru samræmi við ábyrgð. Ef menn ráku augun í hið minnsta ósamræmi var hægt að nöldra og segja að vörureikningur væri ekki í samræmi við ábyrgðina og meðan málið var athugað fengu menn þenn- ig ódýran gjaldfrest. Jafnvel var hægt að gera veður út af ritvillu þannig að þó að ritvilla væri í ábyrgð- inni sem var útbúin í banka urðum við að hafa sömu ritvillu í reikningún- um til að girða fyrir athugasemdir frá kaupanda." Minni mannleg samskipti En-þótt ýmsar tæknibyltingar létti mönnum störfin og auki afköstin hafa þær ennig í för með sér vissa ókosti. „Það eru miklu minni mannleg samskipti en var áður. Núna sitja menn við sinn tölvuskjá eða sitt skrif- borð og vinna starf sitt, en áður var það þannig að allir hjálpuðust að þegar hvað mest var að gera, hvort sem var í útflutningsskjöluin eða í afreikningum til framleiðenda svo að þeir gætu fengið sem fyrst greitt fyrir afurðir sínar. Annars var ég nú aldrei mikið í beinu sambandi við framleiðendur, það voru þeir sem voru í afskipunardeild sem sáu um það og færðu okkur síðan upplýsing- arnar. Enda er ekki langt síðan ein- hver af yngri framleiðendunum sem kom hér í heimsókn spurði mig hvort ég væri nýr hér!“ Er saltfiskur oft á borðum hjá þér? „Já, ég hygg að það líði ekki sú vika að konan mín hafi ekki saltfisk að minnsta kosti einu sinni. Þetta er herramannsmatur en ég er auðvit- að orðinn vandlátur og hann verður að vera góður!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.