Morgunblaðið - 21.08.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
9
Gerni
HÁÞRÝSTIDÆLUR
HEYRNAHLIFAR
OG HEYRNATOL
o REDJACKET
B0RH0LUDÆLUR
01
RAFSUÐUVÉLAR
Skeifan 3h - Sími 82670
TOYOTA
SUZUKI FOX 413 '87 TOYOTA LANDCRUISER STW ’90
N O TAÐIR BÍLAR
Athugasemd!
Bílar með staðgreiðsluverði
eru einnig fáanlegir með lánakjörum skv. lánatöflu Toyota bílasölunnar.
TOYOTA LANDCRUISER II. ’88 TOYOTA LANDCRUISER STW ’87
Diesel/Turbo. Hvítur. 5 gíra. 3 dyra. Ekinn Diesel. Silfur. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 65
91 þús/km. Verð 1.370 þús. staðgr. þús/km. Verð 2.300 þús.
44 1 44 - 44 7 33
Svartur. 5 gíra. 2 dyra. Ekinn 46
bús/km. Verð670
Diesel/Turbo. Hvítur. 5 gíra. 5 dyra.
TOYOTA CAMRY XL '87
Ljósblár. 5 gíra. 4 dyra. Ekinn 32
þús/km. Verð 850 þús.
TOYOTA CAMRY GLi '87
Grænn. Sjálfsk. 4 dyra. Ekinn 24
TOYOTA
föSTUDAGSSPW^
cluheii«ur ^ve"W°*
Reyns
\l liwrjil '!V'".n',v!iVum'ri,y"sl'1'
I Usliili"-* Na-r k i ,,m„ lil 1,'iHiS
hfiin 'i',,'l""' Ú ,ii vill nW.i'' ' V'.r
i-ila ikur r,..y„sUllH'i»»'r
I *'■'“.' v', ‘„vusiiilu-in'i
Ur hvaoa stor-
F4Ú« J‘\nSSOUÍJ!tVimsUk\kvi-ima-
S„I|,»v,i".is*'| . si,,„ ,.kW V„,l.
Il,„1111111"; 'i 7 . , I„„al)ú,»m1nr-
i'-i" 'iS,; ímu,.uriiAUi.»"
„viliini *'r 1 "*■" u/,„ir l,llu-yra
Kv„n»‘'i's!""" 1 „ „lur sm »» rétt-
reyiisiiiln'lil'"'' " ' “ kj„, s„„
iinri""
|n.ss? Uui»"ir jsli''""""""' ""y""
-íts&ísjk
\
Pólitík og líffærafræði
Fylgi Kvennalistans hefur farið smátt og smátt minnkandi síðustu
misseri, ef marka má skoðanakannanir. Það mælist nú um og
undir 10%, en var vel yfir 20% þegar mest var. Þessi útkoma er
enn athyglisverðari fyrir það, að Kvennalistinn er í stjórnarand-
stöðu á valdatíma óvinsælustu ríkisstjórnar sem setið hefur frá
því skoðanakannanir hófust.
Kjötog
kartöflur
Guðmundur Einars-
son, fv. alþingismaður og
nú aðstoðarmaður iðnað-
arráðherra, Jóns Sig-
urðssonar, ritaði grein í
Alþýðublaðið fyrir helg-
ina, sem hann nefndi
„Reynsluheimur
kvenna?" Þar fjalliu'.
Guðmundur um stöðu
Kvennalistans og kemur
fram með sínar eigin
skýringar á dvínandi
fylgi. Hér á eftir verður
stiklað á greininni les-
endum til fróðleiks.
í upphafi spyr Guð-
mundur þeirrar spurn-
ingar, hvers vegna fylgi
Kvennalistans dvínar.
Hvort slagorðið um
reynsluheim kvenna nái
ekki lengur til fólks eða
hvort það hafi ef til vill
aldrei náð til þess. Þá,
segir hann:
„Úr hvaða reynslu-
heimi kemur Egill Jóns-
son? Hvernig er Stór-
Seljavallasvæðið hans
líkt kveimaheiminum?
Spyr sá sem ekki veit.
Eitt er þó víst að í land-
búnaðarmálum er enghm
munur á Agli og Kvenna-
listanum. Báðir tilheyra
reynsluheimi sem telur
sig nú réttborinn til að
framleiða kjöt sem eng-
inn vill borða. Áöur fyrr
seldi þessi heimur íslend-
ingum ónýtar kartöflur.
Minjagripir
Og úr hvaða reynslu-
heimi kemur Páll Péturs-
son? Það er enginn mun-
ur á iðnaðarstefnu Páls
og Kvennalistans. Og þó.
Kvennalistinn leggur
nieiri áherslu á tálgun
minjagripa í stórum stíl
úr íslenskum nyfjaskóg-
um. En báðir virðast til-
heyra rensluheimi sem
hafhar stóriðju án þess
að eiga nokkra aðra val-
kosti tfl handa verkfús-
um höndum framtíðar-
innar. Þrátt fyrir aðild
Framsóknar að ríkis-
sfjóm, sem er að reyna
að ná höfn í Atlantalmál-
inu, notar Páll flest tæki-
færi sem honum gefast
til að flækjast fyrir því. |
Leshringja-
kommar
Úr hvaða reynsluheimi
kemur Hjörleifur Gutt-.
ormsson? Á kvennaheim-
urinn eitthvað skylt við
hinn þrönga, úrelta sjón-
deildarhring leshringja-
kommanna af Tjamar-
götunni? Svo virðist vera.
Að minnsta kosti er eng-
inn munur á utanrikis-
pólitík Hjörleifs og
Kvennalistans. Heims-
mynd beggja er þjáð af
þjóðemishyggju, ein-
angrunarstefnu og ójarð-
bundnu ráðsfefnupípi um
frið í anda blóma-
hippanna."
Grátbólgin
augu
Þá segir Guðmundur
Einarsson í grein sinni:
„Staðreyndin er auð-
vitað sú að þjóðin hefur
haft vit fyrir Kvennalist-
anum i þessu reynslu-
heimatali og hafnað því
að byggja flokkakerfi sitt
á líffærafræði. Það er
vissulega munur á
lífsreynslu karla og
kvenna. En það er næst-
um óhugsandi að hrófla
upp og framfylgja heil-
steyptri stjórnmála-
stefnu, sem byggist á því
hvorum megin maður
háttar sig i sundlaugun-
um. Enda hefúr Kvenna-
listanum ekki tekist það.
Honum hefur þó tekist
ýmislegt annað. Honum
liefur til dæmis tekist
ágætlega að nýta sér
óánægju meðal fólks með
staðnaða starfshætti
hirnia flokkanna. Honum
hefur líka tekist að nýta
sér um stundarsakir
hefðbundinn þokka
óspjallaðrar stjómarand-
stöðu. Og engum hefur i
seinni tíð gengið betur
að horfa í sjónvarpsvélar
grátbólgnum auguin
vegna erfíðleika hinna
svöngu, fátæku og smáu
en með vandlætinguna
eina að vopni. Það sýnir
sig nú að Kvennalistinn
átti hvorki brauð né
fiska, ferskleika né
pólitik til að metta fjöld-
aim til lengdar.
Hagsmuna-
varsla
Þegar Egill Jónsson og
Danfríöur Skarphéðins-
dóttir ræða saman um
landbúnaðarmál, kemur
í ljós að þau em sam-
mála. Kvennalistiim hef-
ur í rauninni ekkert að
athuga við fjárausturinn
í feita kjötið. Þegar Páll
Pétursson og Guðrún
Agnarsdóttir ræða sam-
an um iðnaðarmál kernur
í \jós að þau em sam-
mála. Og þegar Hjörleif-
ur Guttormsson og
Kristín Emarsdóttir
ræða saman um utanrík-
ismál em þau eins og
eineggja tvíburar sem
tala eimii tungu.
Hér em ekki á ferðinni
aðrir reynsluheimar en
gamalkmmir heimar
hagsmunavörslu, ein-
angrunarhyggju og
þröngsýni.
Sem betur fer kýs
meirihluti fólks, karla og
kvenna, að lifa utan
þeirra."
VERÐBRÉF í ÁSKRIFT
orðið að digrum ijársjóði
Verðbréf í áskrift hjá VÍB er þjónusta fyrir þá sem
vilja leggja fyrir reglulega á þægilegan hátt og fá góða
ávöxtun á sparifé sitt. Askriftendur geta valið á milli
ávöxtunar í 5 verðbréfasjóðum, allt eftir þörfum hvers
og eins. Verðbréfm eru síðan í vörslu hjá VIB og fá
áskrifendur sent árlegt yfírlit um hreyfingar á árinu og
verðmæti fjársjóðsins sem þeir hafa eignast. Til dæmis
verða 10.000 krónur á mánuði í 20 ár að 5 milljónum
ef vextir haldast 7%.
Verið velkomin í VIB.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.