Morgunblaðið - 21.08.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 21.08.1990, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 Nýtum orku frá Fljóts- dalsvirkjun á Austurlandi eftir Hrafnkel A. Jónsson Það er komið á annan áratug síðan sveitarstjórnarmenn á Eskifírði og Reyðarfirði hittust og ályktuðu um nauðsyn þess að tengja saman bygg- ingu orkuvers og iðjuvers. Á þeim árum var veruleg andstaða ríkjandi við uppbygginu stóriðju og það að vilja að erlendir aðilar ættu meirihluta í slíkum fyrirtækjum jafn- gildi landráðum. Þessi viðhorf hafa breyst svo í tímans rás, að í dag hefur forystumönnum þjóðarinnar tekist að etja saman fólki úr öllum landshlutum og úr öllum stjórnmála- flokkum í einn allshetjarslag um nýtt álver. Hvernig má það vera að slíkt og þvílíkt geti gerst? Jú, ástæðan er einföld. Framtíðin liggur að verulegu leyti í nýtingu orkunnar og augljóst mál að þeir sem ná því að hjá þeim verði byggður upp orkufrekur iðnað- ur, þeir hafa lagt grunn að framtíð viðkomandi byggðarlaga. Af þessari ástæðu verða Austfirð- ingar að beijast til þrautar um bygg- ingu álvers við Reyðarfjörð. Takist að fá álverið staðsett við Reyðaríjörð þá hefur tekist að treysta byggð á Austurlandi til framtíðar. Ef ekki þá munu Austfirðingar þurfa að mæta enn stórfelldari byggðarröskun í fjórðungnum á næstu árum og var þó ekki á þá óheillaþróun bætandi. Þar breytir engu þótt Fljótsdals- virkjun verði byggð. Bygging hennar mun að vísu valda tímabundinni þenslu í 3 til 4 ár en jafnvíst, að orkan yrði nýtt í öðrum landshlutum og fjórðungurinn í raun fátækari eftir. Á meðan við eigum ónotaða orku fallvatnanna þá eigum við innistæðu sem getur notast Austfirðingum til atvinnuuppbyggingar. Um leið og þessi orka hefur verið virkjuð og flutt til nýtingar annað þá rýrna mögu- leikar til varanlegrar atvinnuupp- byggingar í ijórðungnum. Er álver eftirsóknarvert? En er þetta ekki of stórt? Veldur þetta ekki óskaplegri mengun? Eyði- leggur þetta ekki atvinnulífið sem er fyrir á þessum stöðum? Þessara spuminga og ýmissa fleiri hafa menn spurt. Eg' hef viljað vera gætinn í þessum málum, ekki síst eftir að hafa upplifað kísilmálm- ævintýrið og þau brigð og þau von- brigði sem það olli mönnum. Eg hefi glímt við spumingarnar hér að ofan og svara þeim fyrir sjálfan mig og ætla að gera hér stuttlega grein fyr- ir þeim niðurstöðum sem ég hefi komist að. Er þetta ekki of stórt? Sveitar- stjórnarmenn á svæðinu hafa glímt við þessa spurningu með tilliti til getu sveitarfélaganna til að veita þá þjónustu sem krafist er og miðað við þá íbúafjölgun sem af byggingu ál- vers leiddi. Mín niðurstaða er á þá leið að þótt fjölgun íbúanna muni valda sveitarfélögunum ýmsum vandræð- um og þótt ýmis félagsleg vandamál fylgi vafalaust þá eru þau þannig að hægt er að leysa þau, hitt ef byggðarlögin visna upp, ef fólkinu fækkar jafnt og þétt, ef ekki verður nein þróun í atvinnulífi á svæðinu, þá stöndum við frammi fyrir miklu erfiðari vandamálum en þeim sem fylgja álverinu. Veldur álverið ekki óskaplegri mengun? Það veldur mengun af ein- hverri stærðargráðu, um það skulum við ekki fara í grafgötur, en er þessi mengun líkleg til að valda vanda sem ekki er viðráðanlegur? Eg geri ráð fyrir að það gildi einu hvar verk- smiðjan verður byggð, alls staðar verða gerðar ströngustu kröfur um mengunarvarnir. Staðhættir við Reyðarfjörð kunna að vera þannig að þar geta orðið einhver umhverfis- spjöll. En eigum við val? Eg held, að ef við viljum vera raunsæ þá verðum við að viðurkenna að einhver röskun á umhverfi fylgir búsetu, skaðsemi af hennar völdum reynum við að hafa í lágmarki, það gildir jafnt um Hrafnkell A. Jónsson „Bygging fyrirtækis í orkufrekum iðnaði við Reyðarijörð er stærsta átakið sem í dag er hægt að gera í byggða- málum.“ álver og aðra iðju. Ég hefi gert upp hug minn hvað þetta verðar. Ég veit af mengunarhættunni og tel að þar þurfi menn að vera á varðbergi, en ég vil að álver verði byggt við Reyð- arljörð þrátt fyrir nokkra hættu á mengun. En eyðileggur bygging álvers þá ekki það atvinnulíf sem fyrir er, fisk- vinnslu og útgerð? Vissulega eiga þessar atvinnugreinar undir högg að sækja í dag, þrátt fyrir að þær sitji nær einar að vinnuafli á svæðinu, en ég er bjartsýnn. Ég trúi því, að í þessum undirstöðugreinum búi miklir aðlögunarhæfileikar. Ég hefi trú á því, að vaxandi sam- keppni um vinnuafl, þegar þessar greinar hætta að standa alfarið und- ir atvinnulífi byggðarlaganna, þá opnist jafnframt möguleikar á hagræðingu, sem vafalaust mun fækka störfum í þessum greinum. En fækkun starfa í fiskvinnslu skiptir auðvitað ekki jafn miklu máli ef til staðar er fyrirtæki á borð við álver. Þá er fiskvinnslan laus undan því oki sem hvílir á greininni í dag að geta ekki nema að takmörkuðu leyti tekið mið af arðsemissjónarmið- um vegna atvinnusjónarmiða. Égtrúi því, að bygging álvers geti orðið til þess að á þessu svæði verði til traust- ari fyrirtæki í fiskvinnslu en við bú- um við í dag. Staðsetning stóriðju við Reyðarfjörð er prófsteinn á byggðastefnu Eins og ég gat um í upphafi þá er umræðan um byggingu orkufreks iðnaðar við Reyðarfjörð orðin meira en áratugar gömul. Ástæðan fyrir því að Reyðarfjörður er svona sterk- lega inni í umræðunni þegar stóriðju ber á góma er augljós. Þar eru ein- faldlega fyrir hendi aðstæður sem gera staðinn ákjósanlegan fyrir svona fyrirtæki. En hvers vegna er ekki löngu búið að reisa á Reyðarfirði fyrirtæki í orkufrekum iðnaði? Ég hefi ekkert einfalt svar, en þykir þó augljóst að áhrifamikil öfl í þjóðfélaginu vinna harkalega á móti okkar hagsmunum og ég fullyrði að það er ekki af umhyggju fyrir þjóðarhagsmunm. Mér þykir líklegra að staðsetning við Reyðarfjörð vaidi erfiðleikum fyrir þessa aðila sem hafa sínar höfuð- stöðvar í Reykjavík, að græða nógu mikið á álveri við Reyðarfjörð. Ég er ekki á móti því að duglegir aðilar hagnist eðlilega, en ég krefst þess að þeir möguleikar séu ekki ein- göngu bundnir við suðvesturhornið. Bygging fyrirtækis í orkufrekum iðn- aði við Reyðarfjörð er stærsta átakið sem í dag er hægt að gera í byggða- málum. Þetta er jafnframt prófsteinn á vilja stjórnmálamanna til að fram- kvæma byggðastefnu. Bregðist þeir í þessu máli þá er óþarfi fyrir þá að flasa mikið um byggðamál. Þá er augljóst eð ekki er fyrir hendi pólitískur vilji til jöfnunar byggðar í landinu. Síðustu vikurnar hefur af full- trúum Suðurnesjamanna verið end- urtekin hvað eftir annað fullyrðing um, að bygging álvers utan Suður- nesja myndi kosta íslenska skatt- borgara milljarða króna, tala millj- arðanna hefur verið nokkuð á reiki, frá 2,5 og upp í 6, enda virðist ekki vefjast fyrir þessum heiðursmönnum einn og einn milljarður aðeins ef tekst að endurtaka þetta bull það oft, að þjóðin fari að trúa. Engin haldbær rök hafa fylgt þessum staðhæfing- um. Þar til rök liggja fyrir er ekki hægt að líta á fullyrðingar Suður- nesjamanna öðruvísi en sem blekk- ingar. Hinsvegar hefur enginn tekið sér fyrir hendur að reikna út tap þjóðfé- lagsins, ef álver verður byggt á suð- vesturhorni landsins með tilheyrandi búseturöskun. Hver vill slá á tapið í ijárfestingum einstaklinga og opin- berra aðila sem liggja eftir verð- lausar þegar íbúarnir verða fluttir „suður“, hver vill reikna út tap sveit- arfélaga sém verða með síauknum kostnaði að halda gangandi lögbund- inni þjónustu í minnkandi byggðar- lögunm og síðast en ekki síst, treyst- ir einhver sér til að reikna út tap þjóðar sem hverfur og breytist í borgríki? Austfirðingar hafa farið sér hægt í umræðunni um staðsetningu álvers, ef til vill vegna biturrar reynslu af umræðu og undirbúningi að kísil- málmverksmiðju, en sú umræða stóð eðlilegri atvinnuþróun á Austurlandi fyrir þrifum um nær áratugar skeið. Sú saga má ekki endurtaka sig, það skiptir verulegu máli, að ríkisstjómin taki sem fyrst ákvörðun um staðsetn- ingu álvers og eyði þar með óvissu í málinu. Hvað sem líður fullyrðing- um um ákvörðunarrétt útlendra ál- fursta í þéssu lífshagsmunamáli ís- lendinga, þá verður því ekki trúað að ríkisstjórn íslands selji frumburð- arrétt sinn í þessu máli þótt eitthvað meira en baunadiskur sé í boði. Þrátt fyrir hógværð Austfirðinga í umræðunni um staðsetningu stór- iðju og þar með nýtingu á orkulindum Austurlands þá er rétt að allir viti að Austfirðingar eru einhuga í þeirri kröfu að raforka frá Fljótsdalsvirkj- un verði nýtt til atvinnuuppbygging- ar á Austurlandi. Um þessa kröfu standa Austfirðingar saman og henni munum við fylgja eftir af þeim mætti sem í samstöðunni býr. Framtíð Austurlands felst í því að við verðum ekki rænd auðlindum okkar. Höfundur er formaður vmf. Arvakurs á Eskifirði. SPRENGI - MARKAÐSTORGIÐ Meiriháttar markaður með allan fatnað - Laugavegi 25 Verðdæmi: Sportskór.....................f rá kr. 100 Uppháir strigaskór...........frá kr. 300 Stuttbuxur...................frá kr. 500 Komið og lítið á eitt-hundrað-krónu markaðinn þar sem 100 kallinn er í fullu verðgildi. Bolir......................frá kr. 300 Jogginggallar..............frá kr.1.500 Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10 -14. Sprengi-markaðstorgið Laugavegi 25 Sími 132 85.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.