Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 14

Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. AGUST 1990 Fótbolti og föðurlandsást Eftirþankar við heimsboltakeppnina Það er velkunn staðreynd að ítalir eru trylltir fótboltaunnend- ur. Á Ítalíu er fótboltaáhugi ekki aðeins bundinn við óupplýstan almúgann eins og á Englandi. Á Ítalíu eru það jafnt háir sem lág- ir, mjóir sem feitir, sem engjast um af fótboltaástríðu. En spyrji maður þá af hveiju þeir heillist svo af þessari íþrótt, er svarið vísast aðeins að það viti þeir ekki. Þetta sé bara svo gaman. Og gamanið er svo grípandi að jafnvel kvenmannspísl utan af Islandi, sem aldrei hefur vitað af fótbolta og sem veit ekki einu sinni hve margir eiga að spila í hvoru liði, er allt í einu sest nið- ur og farin að æpa og hvína í kapp við innfædda, þegar fót- boltaleikirnir renna yfir sjón- varpsskjáinn. En það var heldur vart hægt að finna betra tæki- færi til að innvígjast inn í leynd- ardóma fótboltans en að vera á Ítalíu þær vikur sem heimsmeist- arakeppnin stóð yfir. Þjófar horfðu líka á fótboltann Eftir leikina sem ítalska liðið vann, stóð Italía á haus af hrifn- ingu. Og eftir því sem liðið vann fleiri leiki, varð hrifningin taum- lausari. ítalir eyða drjúgum tíma á götum úti, reika um, setjast niður og fá sér ís eða rabba við nágrann- ana. Kvöldumferðin er víðast drjúg. En ekki þegar ítalska liðið lék. Göturnar tæmdust, utan hvað hópar sátu sums staðar við veitingastaði og fylgdust með skjánum. Meira að segja þjófnaðir duttu niður þann tíma sem spilað var. í litlum strand- bæ, sem heitir Terracina og liggur miðja vegu milli Rómar og Napólí var sama uppi á teningnum. Aðal- gatan, sem annars var iðandi af lífi nánast allan sólarhringinn, var alauð. Það mátti heyra saumnál detta, utan hvað þegar ítalska liðið skoraði mark. Þá heyrðust fagnað- arhrópin út um opna glugga og svaladyr. Þó þetta sé lítill bær, er bílinn óspart notaður. Á kvöldin keyrðu allir rúntinn, mest ungt og ólofað fólk og svo ung hjón með lítil börn. Þau kvöldin, sem Ítalía vann, streymdi fólk út á göturnar um leið og leikurinn var búinn. Bílar þeystu fram og aftur. Út úr þeim hékk fólk, haldandi á fánum. Sumir stóðu upp úr sóllúgunum eða sátu uppi á bílþökunum. Aðrir héngu út um gluggana eða sátu aftan í bílum, sem hægt var að opna að aftan. ítalski fáninn, heimasaumaður í öll- um stærðum og útgáfum og svo fánar, sem hægt var að kaupa. Fólk á mótorhjólum þeysti um, sveipað ítalska fánanum, eða einn sat aftan á með fánann festan á stöng. Hópar fólks hlupu inn á .milli bílanna, haldandi á risastórum fánum. Einn kappinn hljóp götuna upp og niður í grænum buxum, rauðri sundskýlu yfír og í hvítum bol, veifandi fánanum, grafalvar- legur. Það voru hrópuð hrifningar- orð um þá bláu, ítalska liðið, bíl- flautur voru þeyttar, hrossabrestum veifað og drunað með gasknúnum hljóðsprautum. Sumir börðu pott- lok, sitjandi uppi á bílþökum. Vöru- bílar keyrðu um með trommusett úr tunnum og sigurtrylltir farþegar börðu af krafti. I rúma klukkustund var ógerlegt að tala saman við göt- una. Svo sljákkaði í. Spennan slakn- aði og smátt og smátt virtust bæj- arbúar vera orðnir nægilega rólegir til að geta gengið til náða. Fótbolta- fagnendur norðar í álfunni_ ganga um veifandi bjórflöskum. Á Ítalíu gleður fótboltinn einn, það sér ekki vín á nokkrum manni og fólk hefur í mesta lagi gosflösku í hendinni. Fótboltinn einn kemur þjóðinni í sigurvímu. Fótbolti um morgun, miðjan dag og kvöld Leikirnir voru auðvitað dijúgt sjónvarpsefni þessar vikurnar. í dönskum blöðum var haft á orði fyrir keppnina að það yrði ekki amalegt að horfa á leikina í sjón- varpi, myndaða af ítölskum sjón- varpstökumönnum, sem væru sér- fræðingar í að fylgja boltanum rétt eftir. Þegar bent hefur verið á það, þá liggur í augum uppi að það er auðvitað list út af fyrir sig að mynda fótboltaleik. Á eftir hverjum leik var settur dómstóll um leikinn í sjónvarpssal. Þar var rætt við leik- menn, þjálfara og fótboltafræði- menn, leikurinn og allt varðandi hann vegið og metið. Og allt þetta varð auðvitað uppistaða í grinþætti um uppistandið, því ítalir hafa ág- ætt skopskyn. 0OL1ÍMO STfcí4£U/t Bv) Tmluo^utJÍtJ ttEMUt flu&A 'VK/t A HteyFiuui ■ ööltívk) úíaja) vuáit iíl AB mha IróLun \ iiOrWt'JÍMu . P&t OCCLA ékeí MotucuKrtyn U&d óú eOA ialh, gi'tosdíb íJút-dutent FöTóoltA - Blöðin fylltu dálka upp og dálka niður. Hver leikur var dæmdur og Ieikmönnum gefnar einkunnir. Svo umsagnir leikmanna, þjálfara, allra, sem eitthvað máttu sín. Vangavelt- ur um spilaða og óspilaða leiki. Það er skiljanlegt að sjónvarpið hafi getað verið með efni jafnóðum, en það er öllu torskildara hvernig blöð- in gátu verið svo ógnar snör til eins og raun bar vitni. Klukkutíma eftir að kvöldleikjunum lauk voru forsíð- ur blaðanna með tilheyrandi fótbolt- afréttum tilbúnar, því um miðnætti er farið í gegnum forsíður blaðanna næsta dag í sjónvarpinu. Daginn eftir leik, sem lauk kannski undir miðnætti voru margar síður um hann í morgunblöðunum. Það hljóta margir íþróttafréttamenn út um alla Ítalíu (og vísast út um allan heim) að liggja fullkomlega ör- magna þessa dagana. Hressingar- hæli fyrir líkama og sál hljóta að vera full af mönnum, sem sjá fót- bolta í hveiju horni, heyra ekkert nema flaut og spörk. Og svo allir þeir sem fylgdust með í sjónvarpinu, misstu aldrei leik úr, horfðu á réttarhöldin og lásu allt sem þeir komust yfir í blöð- unum. Þeir hljóta að þjást af frá- hvarfseinkennum þessa dagana, eftir að slaknað hefur á spennunni. Það mun að vísu endast ítölum lengi að ræða um hveijum'tapið gegn Argentínumönnum var að kenna og hvað má af því læra, en spennan er ekki lengur fyrir hendi. En það má líka segja að ítalir kunni að nýta sér góðmetið og tre- ina sér það. í mörg ár eftir að ítalir unnu Þjóðveija í úrslitum heimsmeistarakeppninnar árið 1970 var það fast áramótaefni sjón- varpsins að sýna úrslitaleikinn. Og svo er aldrei talað nema um leik- mennina og álagið á þeim. Þeir léku þó ekki nema stöku sinnum . . . Tekst Totó það sem Garibaldi tókst aðeins á kortinu? Á Ítalíu snýst öll innanlandsum- ræða á einhvern hátt upp í tog- streytu milli Norður- og Suður-ítal- íu. Þó ítalska landsliðið væri skipað leikmönnum alls staðar að af landinu og einingin virtist alger, splundraðist allt, þegar kom að leik Argentínumanna og ítala. Aðal- stjarna Argentínumanna, Mara- dona, leikur með Napólíliðinu og í Napólí fór leikurinn fram. Það ku víst geta skipt máli fyrir fótboltalið að hafa sem flesta áhorfendur með sér og á móti hinum, svo Maradona biðlaði ótæpilega til stuðnings- manna síns liðs. Hann minnti þá á að hann hefði gert Napólí að bikar- meistara. Og hann var ekkert að skafa utan af því þegar hann sagði Napólíbúum að Norður-ítalir litu á sunnanmenn sem hvern annan óþrifnað, ítalska liðið væri lið norð- anmanna, ekki allrar Ítalíu. Þeir skildu því muna hann og hans orð, þegar þeir fjölmenntu á völlinn. Þessu svöruðu áhorfendur leiksins með stóru skilti sem á stóð: Mara- dona, við elskum þig, en Ítalía er okkar land. Totó Schillaci, hin óvænta stjarna ítalska liðsins, vildi lítt taka undir þetta klofningstal andstæðings síns, heldur sagðist hafa sameinað Ítalíu með mörkum sínum. Þjóðhetj- an Garibaldi sameinaði Ítalíu, alla vega á landakortinu, fyrir um hundrað árum, en hvort Schillaci hefur tekist að sparka landinu betur saman, verður sagan að Ieiða í ljós. En ýmsir hvatningarmenn Napólí- liðsins endurskoða nú afstöðu sína til þess liðs, því þeim finnst að Napólíbúar hafí ekki stutt ítalska liðið nægilega með hrópum og köll- um í leiknum afdrifaríka gegn Arg- entínu og eigi þar með nokkra sök á tapinu. Sumir eru svo hatrammir að þeir ætla að styðja Mílanó-liðið héðan í frá og vart er hægt að láta vanþóknun sína betur í ljós en að taka upp stuðning við norðanlið. Fótbolti - haldgóð lífs- lexía eða gleymskulyf? Sumir eru skynugri en aðrir og geta gert sér grein fyrir hugsunum sínum og tilfinningum, einnig gagn- vart fótboltanum. í ítalska blaðinu Corriere della sera, Kvöldboðanum, var um daginn grein um gildi fót- bolta og hvað af þeim leik mætti læra og nýta sér í daglega lffinu. Sumir halda fram að fótbolti sé aðeins útrás fyrir örvæntingu og andstreymi daglega lífsins, segir greinarhöfundur, bara stopul þjóð- .arfullnæging (. . . því hvenær geta ítalir talað um nokkuð án þess að skírskota til ástarlífsins?) Slíkir svartsýnismenn líta fótboltaáhug- ann aðeins sem enn eina birtingar- mynd mannlegrar heimsku. Sál- og félagsfræðingar bendi á að allir þjóðfélagshópar sameinist um áhugann og á vellinum sé um stund hægt að gleyma félagslegu órétt- læti, þó það blasi við, þegar heim komi. En höfundurinn er ósáttur við þessa afstöðu til fótboltans, því fótboltaleikur geti nefnilega verið haldgóð lífslexía. í fótbolta reyna liðsmennirnir í sameiningu að koma sínu fram. Þeir leysa eina þraut, síðan aðra, en mistekst kannski að koma sínu í gegn, sumsé boltanum í markið. Þá verða þeir að byija frá byijun og svo aftur frá byijun, án þess að missa nokkurn tímann sjónar á (tak)markinu og án þess að gefast _upp, eða láta stundar andstreymi "slá sig út af laginu. Fótboltaleikur- inn er í líkingu við lífið. Annað sem leikurinn kennir er að takast á við hlutina af ástríðu, en um leið að hafa fullkomna stjórn á sjálfum sér. Það þýðir ekki að deila við dómarann, heldur verður að bíta á jaxlinn og hlaupa enn fram, þegar dómurinn gengur á móti manni. í leiknum, rétt eins og í lífinu, leikur enginn einn. í leiknum reyna allir að styðja hver við annan og gefa á framheijana, sem reyna þá að full- UTSALA - UTSALA Meiri háttar verdlækkun H // K SNORRABRAUT 56 SÍMI 13505 "14303

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.