Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 20

Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 Viðtal við Martin Bangemann sem situr í íramkvæmdastjórn EB: * Olíklegt aö helmingur Napólíbúa flytti til Islands til að framleiða ís MARTIN Bangemann sem sæti á í framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins segist hafa orðið var við það í fimm daga heimsókn sinni hér á landi að misskilnings gæti um eðli bandalagsins. Þróun- in innan þess sýni að ótti Islendinga við frjálsan fólksflutning svo dæmi sé tekið sé ástæðulaus. Einnig sé ekki útilokað að fískveiði- stefna bandalagsins verði endurskoðuð ákveði Islendingar að ganga í EB. Fyrir hönd bandalagsins býður hann Islendingum samstarf um athugun á þremur verkefnum í iðnaði. Þar með talin er lagning rafstrengs til Skotlands sem hann telur mjög athyglisverða. Martin Bangemann er einn af 17 fulltrúum í framkvæmdastjóm Evrópubandalagsins. Áður en hann kom til Brussel var hann formaður flokks fijálslyndra demókrata í Vestur-Þýskalandi og efnahagsmálaráðherra. Bangemann fer með iðnaðarmál, samskiptin við Evrópuþingið og málefni fyrirhugaðs innri markað- ar EB í framkvæmdastjórninni. Hann dvaldi hér í fimm daga í boði Jóns Sigurðssonar iðnaðar- ráðherra og átti viðræður við ýmsa íslenska ráðherra. Einnig hitti hann fulltrúa atvinnulífsins að máli. „Eg tel að séríslensk vandamál mæti nú meiri skilningi innan framkvæmdastjómarinnar en áð- ur,“ segir Bangemann. „Við höf- um náttúrlega alltaf vitað að fisk- veiðarnar væm höfuðatriði fyrir íslendinga. Eins og er mætast þarna tvö andstæð sjónarmið. ís- lendingar segjast líta svo á að fiskur sé eins og hver önnur vara og um hana eigi að gilda fríversl- un. Evrópub'andalagið gengur alltaf út frá því að ekki sé hægt að heimila fríverslun með fisk nema fiskveiðiréttindi komi í stað- inn. Sem stendur virðast þetta ósættanleg sjónarmið en ég tel að nýir möguleikar opnist við það t.d. að Austur-Þýskaland samein- ast Vestur-Þýskalandi og þar með EB. Við það aukast fiskveiðirétt- indi Evrópubandalagsins tals- vert.“ Misskilningur að EB eigni sér fiskimið Bangemann segist hafa_ orðið var við þann misskilning á íslandi að Evrópubandalagið eignaði sér fískimið. Þetta segir hann rangt hvort sem um sé að ræða fiski- mið aðildarríkja EB eða EFTA- ríkjanna innan Evrópsks efna- hagssvæðis (EES) sem nú er ver- ið að semja um. „Evrópubanda- lagið hefur ákveðin gmndvallar- sjónarmið en fullveldi aðildarríkj- anna og samningsaðilanna yfír fískveiðiauðlindum sínum er óskert. Hér óttast menn að þegar EES komi til framkvæmda eða við mögulega inngöngu í Evrópu- bandalagið þá missi íslendingar umráðarétt yfír auðlindum eins og fískimiðum og jafnvel orkulind- um. Þetta er náttúrlega ekki rétt. Hvað orkulindirnar varðar þá hef- ur bandalagið ákveðin grundvall- arsjónarmið, til dæmis hvað varð- ar umhverfisvernd, sem eiga við um alla, en það þýðir ekki að menn glati forræði yfir auðlindum sínum. Vestur-Þjóðveijar geta til dæmis gert það sem þeir vilja við kolin sín og Bretar við olíuna í Norðursjó. Eg tel mikla þörf á því að útskýra þessi mál betur. Það á líka við um afstöðuna til grund- vallarreglunnar um fijálsan fólks- flutning. Þetta er óijúfanleg regla í sameiginlega innri markaðnum. í raun hefur þetta ekki leitt til neinna vandamála í bandalaginu. Nú getur hvaða borgari EB-ríkis sem er sest að og fengið sér vinnu hvar sem er í bandalaginu. Það hefur ekki Ieitt til þess að allt sé fullt af ítölum í Vestur-Þýska- landi. Þvert á móti hefur ítölum í Vestur-Þýskalandi fækkað vegna þess að þeir vita að þeir geta hvenær sem er snúið aftur þangað. Þar með er fólk undir minni sálfræðilegum þrýstingi að tryggja vera sína þar sem því hefur einu sinni tekist að koma fótum undir sig Ijarri heima- landinu. Þess vegna tel ég mjög orðum aukið og jafnvel rugl að halda að helmingur íbúa Napólí myndi koma til Islands og setjast hér að til að framleiða ís. Auðvit- að er líka hægt að semja um ör- yggisventla, þannig að hægt væri að stöðva fólksinnflutning ef hann væri farinn að verða óbærilegur." Bangemann segir að sá munur sé á afstöðu Evrópubandalagsins til fískimiða og orkuauðlinda að EB geri meira tilkall til fisksins. „Innan bandalagsins er 200 mílna Iögsagan sameiginleg. Grundvall- arreglan er sú að kvóti hvers ríkis ræðst af hlutdeild þess í lögsög- unni. Það þýðir að hver getur veitt jafn mikið og hann hefði getað veitt utan bandalagsins. Þannig er réttlætmu fullnægt enda hefur enginn sett út á skipt- ingu kvótans. Vandamál Evrópu- bandalagsins er verndun físki- stofnanna. Og samstarf er að hefjast milli íslands og EB á því sviði. Ég held að hægt væri að leysa ágreining um verndun físki- stofna án þess að ganga fram hjá hagsmunum íslendinga. Það er ekki útilokað að þróa og breyta fiskveiðistefnu bandalagsins þeg- ar ný aðildarríki bætast við sem búa yið sérstakar aðstæður eins og ísland. Hvað orkulindirnar varðar horfir málið öðru vísi við. Aðildarlöndin verða einungis að hlíta tiltölulega fáum grundvallar- reglum, til dæmis um að stilla niðurgreiðslum í hóf til þess að eyðileggja ekki samkeppni." Viljum ekki beita pólitískum þrýstingi Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra lét svo ummælt í viðtali við Morgunblaðið að aðild að Evrópubandalaginu væri eitt það versta sem gæti komið fyrir þetta þjóðfélag. Hvað skoðun hef- ur þú á því? „I augnablikinu er alls ekki verið að ræða um aðild íslands að Evrópubandalaginu. Viðræð- urnar snúast um Evrópskt efna- hagssvæði og um aukin tvíhliða tengsl. Lögmál innri markaðarins koma til með að gilda í EES. EFTA-löndin laga sig því að EB- ríkjunum. ÉES á að losa um þrýst- inginn sem skapaðist ef ekki yrði slík aðlögun. Innan Evrópubanda- lagsins er að skapast stærsti markaður í heimi með 335 milljón- um manna og hann veldur auðvit- að þrýstingi fyrir þá sem tilheyra honum ekki. Við höfum lýst því ýfír að við auglýsum ekki eftir umsóknum enda þurfum við ekki á því að halda, umsóknimar streyma inn. En við erum ekki heldur lokuð heild. Bandalagið verður opið fyrir öll evrópsk lýð- ræðisríki eftir að við höfum kom- ið okkar innri málum í betra horf. En við viljum alls ekki beita ríki pólitískum eða siðferðilegum þrýstingi til þess að fá þau til að slást í hópinn.“ íslendingar segja gjarna að landið sé það lítið að það hyrfi í heildina ef það gengi í Evrópu- bandalagið. „Vissulega yrði ísland lítið að- ildarríki miðað við íbúatölu en landið sjálft er stórt, stærra en írland. Lúxemborg, sem er í EB, er líka smáríki svo þetta era eng- in rök. ítök innan bandalagsins byggja ekki á hlutfalli. Lúxem- borg hefur einn í framkvæmda- stjórninni en Þýskaland einungis tvo þótt íbúatalan sé 70 milljónir á móti 360.000.“ Menn segja líka að útlending- arnir’myndu kaupa allt upp. „Það er ástæðulaus ótti. Ekki hafa Vestur-Þjóðveijar, Bretar og Frakkar keypt allt upp í Portúgal og á Grikklandi. Fyrirtækin hafa takmarkað fé og væntanlega ekki áhuga á því. Bílaframleiðendur hefðu ef til vill áhuga á að setja upp verksmiðju á Islandi og það kæmi sér vel fyrir íslendinga. Undanfarin ár hefur mesta aukn- ing í ijárfestingum innan banda- lagsins verið á Spáni og í Portúg- al. Það hefur ekki dregið úr efna- hagslegu frelsi þessara ríkja held- ur aukið það. En ákveði íslending- ar þrátt fyrir allt að verá utan EB þá verður sú ákvörðun virt. Við lifum það _af og höldum okkar samstarfi við ísland að sjálfsögðu áfram. Vilji íslendingar hins vegar ganga í EB þá verða þeir að vita hvað það þýðir. Mér finnst eins og þar skorti nokkuð upp á, EB er að verða sambandsríki. Hvert aðildarríki verður sjálfstætt en löggjöfin sú sama.“ Hvaða ókosti hefði það í för með sér fyrir ísland að ganga í EB? „Aðildarríki taka á sig ýmsar skuldbindingar eins og t.d. í um- hverfismálum. Ég held að þar þyrftu Islendingar ekki að taka sig á. En aftur á móti væri þeim heimilt að hafa strangari reglur en Evrópubandalagið. Samstarf í utanríkis- og varnarmálum á eftir að aukast. Einstök ríki hafa afsal- að sér utanríkisviðskiptasamning- um í hendur EB. Það má því segja með réttu að aðildarríki glati hluta af fullveldi sínu en í staðinn geta þau boðið meira öryggi og betri lífskjör. Einnig eiga aðildarríkin í menningarsamstarfi sem ég held að íslendingar gætu notið góðs af. Það hefur nefnilega komið á daginn að menningarvitund lítilla, afmarkaðra hópa innan banda- lagsins sem átt hafa undir högg að sækja hefur ekki horfið heldur aukist og hlotið meiri athygli. Danir höfðu álíka efasemdir og íslendingar. En raunin er sú að danskur lífsstíll hefur fundið hljómgrunn í EB og styrkst við það.“ Raforkusala til Skotlands Banpjemann segist hafa rætt við íslenska ráðamenn um sam- starf íslands og EB á sviði iðnað- ar. Einkum var rætt um þijú sam- vinnuverkefni. I fyrsta lagi um notkun þeirrar orku sem þegar hefur verið virkjuð eða verið er að virkja til að byggja upp orku- frekan iðnað. í öðra Iagi var rætt um rafstreng til Skotlands. Tæknilega væri þetta hægt en spurningin hvaða verð íslendingar gætu boðið. í þriðja lagi hefur verið rætt um framleiðslu vetnis. Sú framleiðsla væri mjög orkufrek og enn þyrftu miklar rannsóknir að fara fram. Settur hefur verið á fót vinnuhópur fyrirtækja innan Evrópubandalagsins og íslend- inga til að kanna það mál. Bange- mann segir að könnun á vetnis- Morgunblaðið/Einar Falur Martin Bangemann framleiðslu séu ekki settar eins strangar hagkvæmniskröfur og hinum verkefnunum tveimur vegna þess hve mikið rannsóknar- starf sé eftir. í viðræðunum við Jón Sigurðsson hét Bangemann því að samstarfsmenn sínir myndu kanna verkefnin þijú nánar. Bangemann er spurður hvort nið- urstaða samningaviðræðna EFTA og EB skipti máli um hvort af þessu samstarfi yrði. „Nei, það væri ekki skynsam- legt að stöðva framgang viðskipta á meðan verið er að semja um hvernig viðskipti eiga að fara fram.“ Kemur til greina að EB styrki þessi verkefni fjárhagslega? „Já, einkum hvað varðar vinnslu vetnis þar sem ekki er hægt að ætlast til að einkafyrir- tæki geti jagt í slíkan rannsókna- kostnað. Á hinum tveimur sviðun- um á það síður við en EB gæti þó aðstoðað einkafyrirtæki við Ijárfestingar." Að sögn Bangemanns vinnur framkvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins nú að því að auka frelsi í orkusölu. „Bretland er hvað lengst komið á því sviði þar sem unnið hefur verið að aðskilnaði orkuframleiðslu, flutnings og sölu. í raun er því um að ræða rafstraumsmarkað í Bretlandi og slíkur opinn markaður væri nátt- úrlega kjörinn vettvangur fyrir Island. Einnig leggjum við áherslu á að útjaðrar Evrópubandalagsins njóti góðra ijárfestingarskilyrða. Raforka á góðu verði í Skotlandi laðar auðvitað fyrirtæki að og bætir stöðuna í atvinnumálum. Auðvitað verður að rýna í þró- unina á orkusölumarkaðinum til að ákveða hvort af þessu verði. Ég held að horfurnar séu góðar fyrir ísland því víða er erfitt að auka raforkuframleiðslu í kjarn- orkuverum vegna aukinnar pólít- ískrar andstöðu. í Austur-Evrópu vex orkuþörfin mjög og raforku- framleiðslan sem þar er fyrir á víða eftir að dragast saman vegna þess hve slæm hún er fyrir um- hverfið." 25 punda bolti úr Soginu Reytingsafli hefur verið í Soginu að undanförnu og heildartalan far- in að nálgast 200 laxa. 17. ágúst síðastliðinn veiddist 25 punda hængur á svartan Toby á Klöpp- inni fyrir landi Alviðru og er það næststærsti lax sem spurst hefur af hér á landi í sumar. Áður hafði Bandaríkjamaður dregið 26 punda físk á land úr Presthyl í Laxá í Aðaldal. Það var íslendingur sem veiddi Sogslaxinn, Karl Maack, og fengu hann og félagar hans fímm laxa í Alviðranni þennan dag, en misstu auk þess tvo feiknastóra. Karl er 72 ára gamall og hafði aldrei dregið stærri lax en 15 punda á löngum ferli. Tölur frá 17. ágúst eru þessar: Alviðra 83 laxar og þar hefur ver- ið nokkuð lífleg veiði, Ásgarður 47 laxar, Bíldsfell 27 fiskar og Syðri Brú 17 laxar og hefur því glæðst þar verulega, en framan af var þarna nánast engin veiði frekar en tvö síðustu sumur. En Syðri Brú er fornfrægur veiðistað- ur og kannski að það sé að lifna fyrir alvöru yfír gömlu frægu Landaklöppinni. Elliðaárnar gefa bara vel „Það gengur vel í Elliðaánum og ég gæti trúað því að þar væra nú komnir milli 1.100 og 1.150 laxar á land,“ sagði Friðrik D. Stefánsson framkvæmdastjóri SVFR í samtali við Morgunblaðið. Eitthvað af eldislaxi hefur verið í aflanum, breytilegt frá degi til dags, en í haust munu tölur liggja fyrir þar eð tekin hafa verið hreist- Morgunblaðið/Gunnar Maack Karl Maack með 25 punda hænginn úr Soginu. Laxinn var fremur langur en gildur og var 110 sentimetrar. Lax af þeirri lengd í fullum holdum hefði vegið vel yfir 30 pund. ursýni í allt sumar. Elliðaámar eru að vanda meðal hæstu áa. Bolti af Laugarbökkum Reytingsveiði hefur verið víða í Ölfusá og Hvítá eystri, t. d. í Ölf- usá við Laugarbakka. Þar gerðist það markverðast fyrir skömmu, að Tage R. Olesen á Selfossi veiddi þar 24 punda lax, þann stærsta sem þar hefur veiðst í allnokkur ár og er þó svæðið allt rómað stór- laxasvæði. Gljúfurá slöpp Gljúfurá í Borgarfirði hefur að- eins gefið milli 50 og 60 laxa sem er slök veiði miðað við hvað þessi litla snotra á gaf að jafnaði á síðasta áratug, eða sjaldan undir 350 löxum á heilu sumri og upp í yfir 700 fiska þegar best lét. Er Gljúfurá í öldudal og hefur verið í nokkur ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.