Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 21. ÁGÚST 1990
21
, ^ Morgunblaðið/Einar Falur
I Alþingishúsinu var Vestur-íslendingunum sögð saga þings og þjóð-
ar.
Tvöhundruð Vestur-Islendingar á Islandi:
Sívaxandi áhugi fyr-
ir íslenskri menningu
- segir Maijorie Arnason
Tvöhundruð Vestur-íslendingar frá Kanada og Bandaríkjunum
dveljast þessa dagana á íslandi. Fólkið hefur leitað uppi íslenska
ættingja sína og margir dvalið hjá þeim. A sunnudaginn skoðuðu
gestirnir Alþingishúsið, sóttu messu í Bessastaðakirkju og sátu boð
Davíðs Oddsonar, borgarstjóra, í
af landi brott á laugardaginn.
Vestur-íslendingarnir, sem komu
til íslands 5. ágúst, hafa ferðast
töluvert um Norðurland, Norð-
Austurland og Austurland þar sem
þeir hafa leitað ættingja sinna.
Gestirnir komu til Reykjavíkur fyrir
helgi en á sunnudaginn bauð Þjóð-
ræknisfélag íslendinga þeim að
skoða Alþingishúsið við Austurvöll.
Á eftir sóttu Vestur-íslendingarnir
messu í Bessastaðakirkju. Þjónaði
séra Bragi Friðriksson, dómprófast-
ur, fyrir altari en Ólafur Skúlason,
biskup, predikaði. Eftir messuna
var farið út í Viðey þar sem Davíð
Oddsson, borgarstjóri, og kona
hans, Ástríður Thorarensen, tóku á
móti hópnum. Vestur-íslendingarn-
ir þáðu kaffiveitingar í boði borgar-
stjóra og hlýddu á Magnús Þorkels-
son sem sagði sögu staðarins. Þá
'afhenti Maijorie Arnason, einn af
fararstjórum hópsins, borgarstjóra,
fyrstu eintök Framfara sem fyrsta
Viðey. Vestur-Islendingarnir fara
tímarit íslendinga í Vesturheimi.
Að lokum þakkaði Jón Ásgeirsson,
formaður Þjóðræknisfélags íslend-
inga, veittan viðurgjörning í Viðey.
Maijorie Arnason sagði í samtali
við Morgunblaðið að hópurinn væri
afar ánægður með viðtökurnar á
íslandi. Hún sagði að flestir
Vestur-íslendinganna væru að
koma til landsins í fyrsta sinn og
margir þeirra hafí fundið ættingja
sína á Islandi. í máli hennar kom
einnig fram að sívaxandi áhugi
væri fyrir íslenskri menningu meðal
Vestur-íslendinga en benti á að
mörgum reyndist erfítt að halda við
tungumálinu.
Starfsemi Þjóðræknisfélags ís-
lendinga hefur farið vaxandi að
undanförnu. Má þar nefna samning
sem félagið gerði við Þjóðræknisfé-
lög í Vesturheimi um aukið sam-
starf á ýmsum sviðum í maí síðast-
liðnum.
Ráðstefna 30 sérfræðinga og embættismanna:
Nauðsyn aðtaka vígbúnað
á höfunum inn í viðræður
RÁÐSTEFNU Alþjóðamálastofnunar Háskóla íslands og Henry L.
Stimson Center um takmörkun vígbúnaðar og traustvekjandi aðgerð-
ir á höfunum, sem haldin var á Akureyri, lauk fimmtudaginn 16.
ágúst eftir tveggja daga umræður u.þ.b. 30 sérfræðinga og embættis-
manna frá Bandaríkjunum, Kanada, Hollandi, Spáni, Þýskalandi, Bret-
landi, Danmörku, Noregi og íslandi. Ráðstefnan var haldin með stuðn-
ingi og að frumkvæði utanríkisráðuneytisins. Hún naut einnig fjárhags-
legs stuðnings Landsbanka Islands
Utanríkisráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson, flutti setningarræðu
ráðstefnunnar og benti m.a. á að
vígbúnaður á höfunum væri í reynd
eina svið vígbúnaðar, sem enn væri
ekki gert ráð fyrir í viðræðum um
takmörkun vígbúriaðar og traust-
vekjandi aðgerðir. Norðurhöf væru
einhver mikilvægasti vettvangur
flotaumsvifa í heiminum og á fáum
svæðum færi jafn mikill ijöldi
kjamavopna. Lok Kalda striðsins
bentu ekki til neinna grundvallar-
breytinga á hernaðarumsvifum í
Norðurhöfum. íslendingar teldu
fulla ástæðu til að óttast að taki
samningaviðræður í Evrópu ekki til
vígbúnaðar á höfunum kunni það
að leiða til aukinna flotaumsvifa í
Norðurhöfum.
Utanríkisráðherra ræddi jafn-
framt hinar ýmsu röksemdir, sem
komið hafa fram gegn samningavið-
ræðum um takmörkun vígbúnaðar á
höfunum og benti m.a. á að ákveðin
einkenni flota stórveldanna tengdust
ekki hæfni þeirra til að standa við
skuldbindingar utan Evrópú heldur
einungis austur-vestur samskiptum.
Einkum ætti það við um taktísk
kjarnavopn og kjarnorkuknúna árás-
arkafbáta. Þá þyrftu ákveðnar teg-
undir traustvekjandi aðgerða á sviði
sjóhernaðar ekki að skerða frelsi til
siglinga um höfin. Það ætti við um
þær tegundir aðgerða sem mest þörf
væri fyrir: aukið upplýsingaflæði og -
aðgerðir til að koma í veg fyrir slys
á höfunum.
Ýmsir þátttakendur á ráðstefn-
unni lögðu mikla áherslu á pólitíska
nauðsyn þess að taka vígþúnað á
höfunum inn í samningaviðræður í
því skyni að stuðla að uppbyggingu
í samskiptum austurs og vesturs sem
leiddi til varanlegs stöðugleika og
jákvæðra samskipta í framtíðinni.
Þá var bent á að væru Norðurhöf
undanskilin í samningaviðræðum
væru líkurnar fyrir aukinni spennu
á norðurslóðum meiri en ella, enda
giltu þar aðrar reglur um hernaðar-
leg málefni en í Mið-Evrópu. Einnig
voru færð rök fyrir því að andstaðan
við takmörkun vígbúnaðar á höfun-
um byggði ekki á gagnrýni á þeim
tillögum sem fram hefðu komið um
hvað væri æskilegt að semja um og
gildi þeirra, heldur á mun almennari
rökum.
Hugsanlegt afnám lánskjaravísitölu:
Ekki formlegar
viðræður ennþá
- segir Jóhannes Nordal seðlabankastj óri
JÓHANNES Nordal seðlabankastjóri segir að bankastjórn Seðlabank-
ans hafi þegar hitt Steingrím Hermannsson forsætisráðherra og Jón
Sigurðsson viðskiptaráðherra á einum fundi til að ræða möguleika á
afnámi lánskjaravísitölu. Þetta hafí ekki verið formlegar viðræður,
og annar fundur sé ekki ákveðinn.
Jóhannes sagði að Seðlabanka-
menn hefðu verið að vinna greinar-
gerðir almenns eðlis um málið, þar
sem það væri skoðað frá öllum hlið-
um og í framhaldi af þeirri skoðun
yrðu frekari gögn lögð fyrir ríkis-
stjórnina. „Við höfum ekki markað
neina endanlega afstöðu í þessu
máli. Það er alveg ljóst að mjög
varlega verður að fara í breytingar
á þessu kerfi. Á þessu stigi málsins
viljum við ekki tjá okkur frekar um
það. Það er ljóst að eigi að breyta
kerfinu verður það að gerast í áföng-
um,“ sagði Jóhannes.
Aðspurður hvort um væri að ræða
formlegar viðræður með ákveðið
markmið, sagði Jóhannes að ríkis-
stjórnin hefði sitt markmið sam-
kvæmt stjórnarsáttmála, sem væri
að afnema lánskjaravísitöluna. „Við
erum að kanna afleiðingarnar af því
og fara ofan í saumana í þessu
máli. Þær athuganir eru ekki komn-
ar það langt að hægt sé að skýra
frá neinum niðurstöðum," sagði Jó-
hannes.
Álitið var að hlutverk traustvekj-
andi aðgerða hefði tekið verulegum
breytingum í kjölfar mikilla breyt-
inga í stjórnmálum Evrópu. Gildi
þeirra væri fremur stjórnmálalegt
en hernaðarlegt. Fjölmargar tillögur
um slíkar aðgerðir voru settar fram
á ráðstefnunni. Þátttakendur voru
nokkuð almennt sammála um, að
ýmsar þeirra, einkum þær sem
beindust að auknu upplýsingaflæði
milli austurs og vesturs gætu reynst
gagnlegar og ekki í mótsögn við
öryggishagsmuni vestrænna rikja.
Það kom greinilega fram að samn-
ingaviðræður um eiginlega takmörk-
un vígbúnaðar kölluðu á lausn fleiri
vandamála en á sviði traustvekjandi
aðgerða m.a. vegna meiri andstöðu
hinna ýmsu aðila, eftirlits með samn-
ingum, mismunandi uppbyggingar
flota o.s.frv. Einkum var rætt um
tvö svið vígbúnaðar sem ýmsir töldu
líklegast að samkomulag gæti náðst
um: taktísk kjarnavopn og kjarn-
orkuknúnir árásarkafbátar. M.a.
mun vera tiltölulega mikill stuðning-
ur við þá tillögu að kjarnavopn yrðu
fjarlægð af herskipum og að slík
aðgerð yrði gerð í tengslum við tak-
mörkun á fjölda árásarkafbáta.
MEÐ
HYBREX
FÆRÐU GOTT SÍMKERFI
OG ÞJÓNUSTU
SEM HÆGT ER
AÐ TREYSTA.
HYBREX AX er eitt fullkomnasta tölvustýröa sím-
kerfið á markaðnum í dag. Auðvelt er að koma
því fyrir og það er einfalt í notkun. HYBREX er
mjög sveigjanlegt í stærðum.
DÆMI: (AX 8)1- 4bæjarlínur-Alltað8símtæki
(AX32) 1-32 bæjarlínur—Alltað 192 símtæki
Möguleikarnir eru ótæmandi.
HELSTU KOSTIR HYBREX
• íslenskur texti á skjám tækjanna.
•Beint innval.
jS\eOs*Y—
• Hægt er að fá útprentaða mjög nákvæma sundurliðun
þ.e. tími, lengd, hver og hvert var hringt osfr.
•Sjálfvirk símsvörun.
•Hægt er að láta kerfið eða tæki hringja á fyrirfram-
ákveðnum tíma.
•Hjálparsími ef skiptiborðið annar ekki álagstímum.
•Sjálfvirk endurhringing innanhúss sem bíður þartil númer
losnar.
•Mjög auðvelt er að nota Hybrex fyrir símafundi.
• Hægt er að tengja T elefaxtæki við Hybrex án þess að það
skerði kerfið.
•Hægt er að loka fyrir hringingar í tæki ef menn vilja frið.
•Innbyggt kallkerfi er í Hybrex.
<Sj>
Heimilistæki hf
► Langlínulæsing á hverjum og einum síma.
OKKAR STOLT ERU ÁNÆGÐIR VIDSKIPTAVINIR
Borgarleikhúsið Morgunblaðið, augl.
Gatnamálastjóri Samband íslenskra
Reykjavlkur sveitarfélaga
Gúmmívinnustofan Securitas
islenska óperan Sjóvá-Almennar
Landsbréf hf. ofl. ofl. ofl.
Tæknideild, Sætúni 8 SIMI6915 00
.ísamuH^um,