Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
Útgefandl
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnasgn.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Atvinnuhorfur á
Suðurnesjum
Allir togarar í Keflavík,
Njarðvík og Garði, níu
talsins, hafa verið seldir út á
land á síðastliðnum sex til sjö
árum.“
Það er Ellert Eiríksson, bæj-
arstjóri í Keflavík, sem þannig
lýsir í viðtali við Morgunblaðið
neikvæðri þróun útgerðar á
Suðurnesjum á níunda áratugn-
um.
Sölu fiskiskipa landshluta á
milli fylgir kvóti, veiðiréttur,
sem er sjálf lífsbjörgin í sjávar-
plássum landsins. Af sjónarhóli
sjómanna og fiskvinnslufólks
séð er ekki aðeins verið að selja
skip heldur jafnframt störf og
afkomu í veiðum og vinnslu.
Karl Steinar Guðnason al-
þingismaður fjallar í nýlegri
Morgunblaðsgrein um atvinnu-
þróun á Suðumesjum. Greininni
fylgir súlurit yfir kvótatilfærsl-
ur milli landshluta með skipa-
sölum á árabilinu 1984-1988.
Samkvæmt því hafa útgerðar-
aðilar á Reykjanesi misst
20.600 tonna kvóta á þessu
árabili. Enginn annar landshluti
hefur séð á eftir slíkum veiði-
rétti frá því kvótakerfið var upp
tekið. Með sölu frystitogarans
Aðalvíkur frá Keflavík flyzt enn
tvö þúsund tonna aflakvóti í
þorskígildum frá Suðurnesjum.
Ásóknin í kvótann kemur
fram í kaupum smæstu báta
sem hinna stærstu. Þannig seg-
ir Ingólfur Falsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Keflavíkur, í viðtali við Morgun-
blaðið:
„Það er búið að selja mikið
af trillum héðan frá því seinni
partinn í vetur og sterk útgerð-
arfyrirtæki úti á landi eru með
menn hér á Suðumesjum til að
kaupa trillur.“
Þær tilvitnanir, sem að fram-
an greinir, lýsa atvinnuþróun á
Suðurnesjum síðustu misseri,
einkum í sjávarútvegi, eins og
hún kemur fyrir augu heima-
manna. Þær bera með sér að
Suðurnesjamenn eru uggandi
um sinn hag, hvað varðar störf
og afkomu, bæði í næstu
framtíð og til lengri tíma litið.
Það hefði og einhvern tíma
þótt saga til næsta bæjar að á
milli 130 og 140 einstaklingar
á vinnualdri væru skráðir at-
vinnulausir á Suðurnesjum yfir
hásumarið (í júnímánuði) eins
og nú. Að vísu deila Suður-
nesjamenn fleiri gjaldþrotum
.og meira atvinnuleysi árin 1989
og 1990 en í annan tíma á
síðustu tveimur áratugum með
landsmönnum öllum. En þeir
hafa sérstöðu að tvennu leyti.
í fyrsta lagi hafa Suðurnes
tapað verulega meiru en aðrir
landshlutar á „markaði kvót-
ans“, sem segir til sín í vinnu-
framboði á næstu misserum. I
annan stað standa líkur til þess
að framkvæmdir við vamar-
stöðina á Miðnesheiði dragist
saman á næstu árum, en nokk-
ur hundruð manna vinna hjá
verktakafyrirtækjum, sem
starfað hafa fyrir varnarliðið.
Yfirstandandi framkvæmdum
lýkur á næstu tveimur til þrem-
ur árum.
Að öllu athuguðu er óhjá-
kvæmilegt að stjórnvöld og
heimaaðilar hugi betur að
líklegri atvinnuþróun - sem og
mögulegri atvinnuuppbyggingu
- á Suðurnesjum í næstu
framtíð. Þar, sem annars stað-
ar, skiptir mestu að atvinnulíf
sé fjölbreytt og að atvinnuvegir
og fyrirtæki hafi almenn skil-
yrði til að standa á eigin fótum
og mæta samkeppni, bæði
heima fyrir og út á við. Til
þess að svo megi verða þarf
ferskari og framsæknari
pólitísk viðhorf hjá landsfeðrum
en ráðið hafa ríkjum síðustu
árin.
Sjávarútvegur Suðurnesja
hefur átt undir högg að sækja
á níunda áratugnum. Svipuðu
máli gegnir raunar um atvinnu-
greinina í heild, þótt sérstaða
landshlutans sé nokkur. Fram
hjá því verður á hinn bóginn
ekki gengið - með hliðsjón af
atvinnusögu Suðurnesja og að-
stæðum öllum - að sjávarút-
vegurinn hlýtur að vega þungt
í þeirri atvinnuuppbyggingu í
þessum landshluta, sem að-
stæður kalla á.
í þessum efnum rís tvennt
upp úr á landsvísu skoðað. í
fyrsta lagi að skapa atvinnu-
starfsemi í landinu, ekki sízt í
sjávarútvegi, almenn skilyrði til
að standa á eigin fótum og
mæta harðnandi samkeppni á
matvælamörkuðum heims. Til
þess þarf ferskari viðhorf í
stjórnarráðið en þar ráða ferð
nú. í annan stað að sjávarút-
vegurinn lagi sig betur að því
arðsemis- og hagræðingar-
markmiði, að ná þeim afla, sem
fiskifræðileg rök standa til að
sækja í nytjastofna okkar, með
sem minnstum tilkostnaði, og
vinna hann í þá söluvöru, .sem
mestan arð gefur í þjóðarbúið.
Um andóf í
Tékkóslóvakíu
eftirArnór
Hannibalsson
Hversu samkvæmir sér þurfa
menn að vera til þess að hægt sé
að taka mark á þeim? Geta menn
lýst yfir stuðningi við tvær ósam-
rýmanlegar skoðanir og jafnframt
ætlast til að vera teknir alvarlega?
Þessar spurningar hljóta að vakna,
þegar athuguð eru viðbrögð nokk-
urra heilsteyptra sósíalista við at-
burðum í Austur-Evrópu.
Eg benti á það í grein sem ég rit-
aði í Morgunblaðið þann 28. febr.
sl. að það felst í því nokkurt ósam-
ræmi að fagna Vaclav Havel og telja
sigjafnframt heilsteyptan sósíalista.
Hvernig ber að skýra það?
Það ber til, að Vaclav Havel er
ekki sósíalisti og hefur aldrei verið.
Hann hefur lagt líf sitt að veði í
baráttu fyrir afnámi kúgunar- og
mannhaturskerfis þess, sem nefnt
er sósíalismi. Hann hefur barist fyrir
því, að hann og landar hans fengju
að lifa í sannleika. Hann hefur skor-
ið upp herör gegn lífi í lygi, sem er
öriög þeirra sem hafa fengið yfir sig
svokallað sósíalískt ríkisvald. Sá sem
segist vera samþykkur skoðunum
Havels getur ekki samtímis lýst því
yfir, að hann aðhyllist sósíalisma
(hvort sem hann er nú með „mann-
legri ásýnd“ eða annarri).
Nú er það til í dæminu, að ein-
hver berjist fyrir rétti annars manns
til að tjá sig og beijist fyrir einhveij-
um málstað, án þess sá fyrmefndi
geri málstað hins síðarnefnda að
sínum. Þessu er varla til að dreífa í
þessu máli. Þeir íslenskir sósíalistar,
sem til máls hafa tekið um Havel,
virðast halda, að Havel hafi nokkuð
til síns máls.
Tvennskonar andóf
Menn tala oft um andófsmenn í
Tékkóslóvakíu (andstæðinga þess
stjórnarfars sem þar ríkti á valda-
skeiði Gústavs Husaks) eins og
þeir allir hafi verið í einum flokki
og miðað að hinu sama. Þetta er
alls ekki rétt.
Það ber að gera greinarmun á
þeim, sem töpuðu í valdastreitu við
Husak, og miðuðu að því að kom-
ast aftur í náðarsól valdanna og svo
þeim sem miðuðu að þvi að afnema
allt kerfið. Hinir fyrrnenfdu litu á
sig sem einhverskonar sósíalista og
hugðust stjórna landinu í svipuðum
anda og áður var, en bara miklu
betur. Hinir síðamefndu voru
skrarpskyggnari. Þeim var ljóst, að
sósíalismi var leið til dauðans,
hvernig sem hann var á litinn. Því
miðuðu þeir að því að skrúfa kúgun-
arkerfið í sundur og henda því á
haugana.
Hinir fyrrnefndu hurfu undir
yfirborðið í heimalandi sínu, en
sumir urðu eða kusu að setjast að
erlendis. Núna þegar allt er breytt
fer lítið fyrir þeim og þeir láta
a.m.k. ekki heyra hátt í sér.
Frantisek Kriegel var einn af
leiðtogum kommúnista, en bjargaði
mannorði sínu með því að undirrita
ekki nauðungarsamninga í Moskvu
eftir innrásina 1968. En hann telst
varla til „andófsmanna". Hins veg-
.ar hlýtur það að vera gaman að
geta flaggað bréfi frá honum. Það
má sýna það börnum og barnaböm-
um eins og dýrmætt frímerki.
Það mun hafa verið mat íslenzkra
sósíalista, að „sósíalismanum“ staf-
aði engin hætta af Dubcek. En það
mun hafa helgazt af þeirri fárán-
legu blekkingu, að Dubcek væri
ætlandi að búa til „betri“ sósíal-
isma. Það var af þeim sökum, að
íslenzkir sósíalistar lýstu vanþókn-
un sinni á innrás Varsjárbandalags-
ins í Tékkóslóvakíu 1968. Og sökum
þess að lýðræðishetjan góða, Ceaus-
escu, tók ekki þátt í innrásinni,
töldu þessir sömu sósíalistar að
þeir gætu margt gott lært af þeim
meistara, og sóttu hann gjarnan
heim. Svavar Gestsson líkti honum
við góða hirðinn: „Nikolai Ceausecu
var á unga aldri smali í fjöllunum
í Vallasíu. Ekki fara sagnir af öðru
en að honum hafi gengið tiltölulega
vel að halda hjörðinni saman. Hvort
honum tekst að ná saman í einn
hóp á ný hinni alþjóðlegu verkalýðs-
hreyfingu skal ósagt látið“ (Þjv.
14.10.72). Guðrún Helgadóttir nú-
verandi þingforseti sagði einræðis-
herrann vera „ógnarlegan sjarmör"
og að hann væri „einstaklega gæfu-
legur af þjóðarleiðtoga að vera“
(Þjv. 21.3.71).
Dubcek
Alexander Dubcek var leiðtogi
kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu
um stutt skeið 1968. Honum varð
það á að leyfa nokkur félagasamtök
og slaka örlítið á ritskoðun. Leoníd
Iljits Bréznéf, hinn voldugi yfirleið-
togi (oft kallaður Iljíts keisari II,
og er þá átt við að Vladimír Iljíts
Lénín hafi verið Iljíts I), kallaði
Dubcek fyrir sig í Cerna nad Tisou.
Þar lagði Bréznéf á borðið bunka
af úrklippum úr tékkneskum blöð-
um og sagði með þjósti: Hér eru
dæmi um það hvað þú leyfir að sé
skrifað um mig í blöðunum hjá þér.
Ritskoðun varð að vera, og það
ströng. Annars var hætta á að fólk
færi að hugsa upphátt. Og það var
bannað.
Bréznéf taldi sig þurfa að skakka
leikinn með hervaldi. Hann gat ver-
ið alveg viss um það fyrirfram, að
innrásarheijunum yrði engin mót-
staða veitt. Tékkóslóvíski herinn
var alinn upp við það að veija landið
gegn árás úr vestri og taka við
skipunum frá Flokknum. Hann var
þess lítt megnugur að spyrna við
fótum. Vesturveldin voru ekki á
þeim buxunum að skipta sér af
málinu.
Dubcek og fleiri leiðtogar komm-
únista voru handteknir og fluttir til
Moskýu. Þar var þeim gert að undir-
rita afarkosti. (Súslof nokkur og
hetja mikil að áliti hugsjónatímarits
íslenzkra sósíalista, Réttar, stóð
fyrir þeim aðgerðum). Áðurnefndur
Kriegel neitaði einn að leggja nafn
sitt vð skjalið. Eftir á hafa menn
sagt sem svo: Þeir þurftu alls ekki
að skrifa undir! En hversvegna
gerðu þeir það þá? Einfaldlega
vegna þess að þeir gerðu sér ljóst
að þeir áttu engar rætur í tékkósló-
vakísku þjóðinni, renndu blint í sjó-
inn með þá hugmynd að skírskota
til hennar. Þeir voru vanir því að
fá línuna frá hinum Mikla Leiðtoga
í Moskvu. Þeir skrifuðu undir.
Dubcek hefur aldrei, hvorki fyrr
né síðar, sagt neitt um sína hug-
myndafræði. Hugmyndafræði hans
var hugmyndafræði kommúnista-
flokksins. Þegar verið var að ýta
honum út úr sviðsljósinu árið 1969
neyddist Vaclav Havel til að rita
honum langt bréf til að koma í veg
fyrir að hann fyrirgerði mannorði
sínu endanlega með því að gefa út
eitthvað um undirdánugheit sín við
kommúnistaflokkinn. Enginn véit,
hvort Dubcek fékk bréfið eða las
það. Hann hvarf þegjandi af svið-
inu. Þegar hann birtist aftur undir
árslok 1989, tók hann einnig þegj-
andi og hljóðalaust við starfi þing-
forseta. Hið eina, sem ég hef séð
koma frá Dubcek, birtist í blaðinu
Ízvéstía í Moskvu þann 3. febrúar
1990. Það er opið bréf til þeirra sem
mótmæltu innrásinni í Tékkóslóv-
akíu á Rauða torginu í Moskvu 25.
ágúst 1968. Síðbornar þakkir, en
komust loks til skila.
Það er barnaleg blekking og út
í hött að halda, að Alexander Dub-
Grænlandsgangan, st
uppbygging þorsksto
eftir Einar Júlíusson
Sjávarútvegsráðherra hefur sagt
í nokkur ár að hann ætlaði að nota
Grænlandsgöngu þorsksins til að
byggja upp stofninn. Við skulum
líta á hvernig horfir með þá upp-
byggingu.
Hvernig finna fískifræðingar
aflatillögur sínar?
Fiskifræðingar hafa nú lagt fram
aflatillögur sínar. Því miður miðast
þær ekki við kjörsókn og við það
að byggja stofninn upp í kjörstærð.
Að síldinni undanskilinni miðast
þær yfirleitt og ranglega við það
að halda stofnunum í horfinu. Fiski-
fræðingar sögðu í skýrslu sinni
1989.
Af framansögðu má ljóst vera
að ef þorskstofninn á ekki að
fara minnkandi má afli ekki fara
yfír 250 þús. tonn árin 1990 og
1991.
Fullmikið sagt því að við 250
þús. tonna afla átti veiðistofninn
þrátt fyrir allt að vaxa úr 1010
þús. tonnum upp í 1040 þús. í árs-
byijun 1991 og 1060 þús. tonn
1992. Hér var ekki reiknað með
neinni Grænlandsgöngu, en kæmi
hins vegar 280 þús. tonna ganga
1991 mundi stofninn orðinn 1340
þús. tonn 1992 reiknuðu fískifræð-
ingar af bjartsýni.
Hvað stækkar Grænlands-
gangan stofninn mikið?
En ráðherra tók á sig þá ábyrgð
að fara ekki að tillögum fiskifræð-
inga frekar en fyrri daginn. Hann
ákvað að veiða um 310 þús. tonn
1990. Hánn ætíar að veiða svipað
„Stofninn fer minnk-
andi þrátt fyrir Græn-
landsgönguna. Það má
segja að síðan í fyrra
sér búið að eyða allri
Grænlandsgöngunni og
ríflega það áður en hún
kemur. Ráðherra á alls
ekki alla sökina, þorsk-
urinn hefur þyngst
minna en fiskifræðing-
ar reiknuðu með 1989.“
árið 1991 og sennilega 1992. (DV
9. ágúst). Hann-er víst löngu búinn
að ákveða þetta og ein Grænlands-
ganga eða tillögur fiskifræðíjíga