Morgunblaðið - 21.08.1990, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ VlDSKIPn/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
29
Sjávarútvegur
Ný pökkunarað-
ferð á ferskfíski
Leiðir til lægri flutningskostnaðar
NÝSTÁRLEGAR tilraunir við pökkun á ferskum fiski og kjöti — sem
eykur geymsluþol vörunnar um allt að 25% — hafa verið gerðar hér
á landi á undanförnum misserum. Aðferðin felst í loftæmdum og
loftskiputm umbúðum. Tilraunirnar hafa verið gerðar á vegum Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins og Rannsóknarstofnunar fiskiðnar-
Á alþjóðlegu sjvarútvegssýning-
unni í Laugardalshöll, sem haidin
verður 19.—23. september nk. verð-
ur pökkunaraðferðin á ferskum
fiski kynnt. Aðferðin felst í því að
fiskinum er pakkað í stóra loftþétta
plastpoka, sem síðán eru loftskiptir
í þar til gerðri vél. Með þessari
aðferð hefur tekist að lengja
geymsiuþol á ferskum laxi um allt
að 5 daga, úr 15 dögum í 20 daga,
að sögn Valdimars Valdimarssonar
hjá Valdimar Gíslasyni hf., sem er
umboðsaðili vélarinnar.
Annað sem hann nefnir að veki
athygli við þessa pökkunaraðferð
er að notkun íss er ekki lengur
nauðsynleg til kælingar. Þetta leiði
af sér að hægt sé að lækka flutn-
ingskostnað verulega eða um 20%.
Þar sem pakkningin sé loftþétt og
vökvaheld sé það ekki lengur
vandamál að flytja ferskan fisk inn-
an um aðra kælivöru. Þessu til stað-
festingar segir hann að fyrirtækið
K.J. Ellingsen a/s í Noregi telji sig
geta sparað 2,50 norskar krónur á
kíló, eða tæpar 25.- krónur íslen-
skar, á flutningskostnaði til New
York.
PARKET —
Verslun sem sérhæfir
sig í sölu parkets hefur
nýlega verið opnuð. í
versluninni, sem er til
húsa að Suðurlands-
braut 4A, er einungis
selt gegnheilt insúla
parket. Eigendur Par-
kethússins eru Almenn-
ir verktakar hf. Á
myndinni má sjá eig-
endurna f.v. Sigurð
Waage, Guðmund
Kristjánsson, sem sér
um rekstur verslunar-
innar og ísleif Waage,
ásamt Ragnhildi Heið-
berg.
Fjármál
Alþjóðasamtök
skattgreiðenda
vilja skattalækkun
Stokkhólmi, Reuter
SKATTGREIÐENDUR frá 15 löndum komu saman á fyrstu alþjóða-
ráðstefnu skattgreiðenda í Stokkhólmi í síðustu viku. Á fundinum
var þess meðal annars krafist að rikisútgjöld yrðu almennt skorin
niður um fimmtung til þess að hægt yrði að lækka tekjuskatta. ■
Forsvarsmenn samtakanna töldu
slíkan niðurskurð raunsætt mark-
mið þrátt fyrir mjög mismunandi
skattheimtu í aðildarlöndum sam-
takanna. Á fréttamannafundi eftir
ráðstefnuna sagði Björn Tarras—
Wahlberg, formaður samtakanna,
að þau legðu áherslu á lækkun
skatta og að til þess að það yrði
unnt þyrfti að draga úr ríkisútgjöld-
um. Wahlberg sagði að skrifræði
og sóun sem því fylgdi væri svo
mikið innan ríkisgeira að hægt
væri að ná þessu markmiði án þess
að drægið væri úr þeirri þjónustu
sem hið opinbera veitir almenningi.
Alþjóðasamtökin voru stofnuð
árið 1988 og er stærsta aðildarfé-
lagið vestur—þýska skattgreiðenda-
félagið, Bund der Steuerzahler, með
318.000 meðlimi. Finnska aðildar-
félagið er næststærst með 108.000
meðlimi.
Á blaðamannafundinum kom
fram að mikill munur væri á skatt-
heimtu á milli landa, til dæmis tæki
sænska skattheimtan til sín 55,5%
af vergri landsframleiðslu en sú
bandaríska einungis um 30%. David
Stanley, forseti skattpíndra Iowa—
búa, Iowans for Tax Relief, taldi
þó að 20% niðurskurður væri ekki
fjarlægt markmið, jafnvel í Banda-
ríkjunum.
I samþykkt sem ráðstefnan gerði
var sagt að þær tilraunir sem hafa
verið í gangi í nokkrum ríkjum og
miðað hafa að því að lækka tekju-
' skatt gengju alls ekki nógu langt.
Því var haldið fram að há skatt-
byrði stefndi áframhaldandi hag-
vexti í hættu.
Ein með öllu
fyrir skólann — fyrir heimilió
CARRY1 - PC tölva
-640 Kb innra minni
-Tvö 720 Kb 3.5“ disklingadrif
-14“ MGA s/h skjár á veltifæti
-Mús (ekki lifandi)
-101 hnappa iyklaborð
-tölva sem gerir heimilisbók-
haldið og skólanámið að leik
einum!
PRENTARI
- STAR LCIO
Frábær gæðaprentari sem
prentar allt að 144 stafi á sek.
Einfaldur og þægilengur í vinnslu
Forrit
- Samráð - Samofinn pakki með ritvinnslu, töflu-
reikni og fl. frá Víkurhugbúnaði
- Bryndís - Einfalt og þægilegt heimilisbókhald
- Lykla-Pétur - veiruvarnarforrit sem virkar
- LottÓ - fyrir þá sem spila lottó og vilja vinna
- MS-DOS 4.0 - stýrikerfi með valmyndar-
möguleikum
- GW-BasÍC - forritunarkerfið einfalda
Allt þetta fyrir aóeins kr.
88.950,- stgr. með VSK
Greiðslukjör við allra hæfi
Sendum í póstkröfu
Sjón er sögu ríkari, kamdu í heimsókn
f t Tölvuland
v/Hlemm simi 621122
□□□BdriD
FRAMRUÐU
VIÐGERÐIR
BILALAND HF.
FOSSHÁLSI 1, SÍMI 67 39 90
{BcHiknedit
ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓSU VERÐI
KÆLISKAPAR
FRYSTISKÁPAfí
OG
MARGT
FLEIRA
ELDAVELAR
0G
OFNAR
UPPÞVOTTAVÉLAR
ÞV0TTAVÉLAR
ÞURRKARAR
fiflfff
KAUPFELOGIN
UM LAND ALLT
SAMBANDSINS
HÖLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
VID MIKLAGARÐ