Morgunblaðið - 21.08.1990, Side 30

Morgunblaðið - 21.08.1990, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 Dalvík: Lýsistankarn- ir Qarlægðir Dalvík. LÝSISTANKAR Síldarbræðslunnar á Dalvík hafa nú verið fjarlægð- ir en unnið er að því að lagfæra og breyta verksmiðjuhúsinu í af- greiðslu fyrir skipadeild Sambandsins. Hyggst Sambandið auka skipakomur sínar til Dalvíkur og opna skipaafgreiðslu á hafnarsvæð- inu. Ráðgert er að tankarnir fái nýtt hlutverk við fóðurverksmiðju Ístess hf. í Krossanesi. Nú eru liðin rúm tuttugu ár síðan tankar þessir voru settir upp en Síldarbræðslan var stofnuð árið 1966. Verksmiðjan var þó ekki Sjóstang-aveiði- mót í 27. sinn HIÐ árlega sjóstangaveiðimót Sjóstangaveiðifélags Akureyrar verður haldið dagana 31.ágúst og 1. september næstkomandi, en skráningu þátttakenda lýkur á fimmtudag, 23. ágúst. Sjóstangaveiðimótið verður hald- ið í 27. sinn og er búist við að þátt- takendur verði um 70 víðsvegar að af landinu. Mikið líf hefur verið í firðinum að undanförnu þannig að mótshaldarar reikna með góðri fisk- veiði. Róið verður frá Dalvík kl. 7 báða morgnana og veitt til kl. 15 á föstudag og 14 á laugardag. Mótinu lýkur með verðlaunaafhend- ingu og veislu á Hótel KEA á laug- ardagskvöld. starfrækt í mörg ár því síldin hvarf af íslandsmiðum skömmu eftir að hún tók til starfa. Lýsistankarnir gegndu því hlutverki sínu sem slíkir tiltölulega skamman tíma og hafa staðið tómir lengst af. Kaupfélag Eyfirðinga keypti eig- ur Síldarbræðsiunnar og starfrækti um tíma beinamjölsverksmiðju í húsinu sem síðar var svo gert að fóðurstöð fyrir loðdýrafóður. Það fyrirtæki var lýst gjaldþrota nú í vor og ákvað því Kaupfélagið að taka húsnæðið fyrir skipaafgreiðslu o í því skyni hefur verið unnið breyt- ingum á húsnæðinu og tankamir fjarlægðir svo betri aðstaða verði við áfgreiðsluna. Kristján Ólafsson, fyrrverandi sjávarútvegsfulltrúi KEA, hefur verið ráðinn til að ann- ast skipaafgreiðsluna og sér hann jafnframt um allar framkvæmdir. Fyrirhugað er að malbika svæðið austan við afgreiðsluna nú í sumar og mun hafnarsvæðið taka svo miklum breytingum við þessar framkvæmdir. - Fréttaritari Morgunbladið/Rúnar Þór Austurlenskt á Hlóðinni Veitingastaðurinn Hlóðin á Hótel Norðurlandi hefur ráðið til sín kokk sem sérhæfður er í austurlenskri matargerð. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem veitingastaður á Akureyri sérhæfir sig alfarið í austurlensk- um mat. Kokkur þessi, Richard von Rijn, er sænskur en sagði við Morgunblaðið að hann verið við nám í kínversku á Taiwan í sex ár og þá unnið með námi á veitingastað. Hann hefði áður unnið á veitinga- stöðum áður en hann fór til Taiwan en þar hefði hann lært austur- lenska matargerð. Sagðist hann ætla að leggja áherslu á hina uppruna- lega kínversku matargerð en ekki þá sem mætti oft finna t.d. á kína- veitingastöðum á Norðuriöndum og ætti lítið sameiginlegt með kínverskum mat. Einnig yrðu einungis notuð fyrsta flokks hráefni. Richard hefur tekið með sér sérstakan búnað til Akureyrar sem gerir honum m.a. kleift að steikja suma rétti á allt að þrjátíu sekúndum. Gestir geta kynnst eldamennsku hans í fyrsta skipti á morgun á Hlóð- inni. Lýsistankarnir bíða þess nú að verða fluttir til Krossaness. Krossanes: Jóhann Pétur Andersen ráðinn framkvæmdastjóri JÓHANN Pétur Andersen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunnar á Akureyri. Jóhann Pétur hefur verið fram- kvæmdastjóri Fiskimjöls og lýsis hf. í Grindavík frá árinu 1986. Þá hefur Hilmar Steinarsson verið ráðinn verksmiðjustjóri. Uppbygging verksmiðjunnar gengur samkvæmt áætlun. Um mánaðamótin eru væntanlegar til landsins vélar sem ákveðið var að festa kaup á þeg- ar byggja átti verskmiðjuna upp miðað við 700 tonna framleiðslu- getu og vinna forráðamenn verksmiðjunnar nú að því að losa sig við þær vélar. Jóhann Pétur Andersen er fæddur í Vestmannaeyjum og hann er við- skiptafræðingur að mennt. Hann bjó á Akureyri á árunum 1978-86 og starfaði þá m.a. sem fjármála- stjóri hjá Slippstöðinni, hjá K. Jóns- syni starfaði hann einnig um tveggja ára skeið og einnig var hann fjár- málastjóri hjá Krossanesi um tíma áður en hann flutti til Grindavíkur þar sem hann hefur starfað síðustu ár sem framkvæmdastjóri Fiski- mjöls og lýsis hf. „Það leggst vel í mig að flytja aftur til Akureyrar," sagði Jóhann Pétur í samtali við Morgunblaðið, en hann kemur til starfa hjá verksmiðjunni með haust- inu. „Ég vona að samstarfið verði gott um uppbyggingu fyrirtækisins og að loðnuveiðarnar bregðist ekki því það er nauðsynlegt fyrir fyrir- tækið að hafa nóg af hráefni." Uppbygging verksmiðjunnar gengur samkvæmt áætlun, en stefnt er að því að framleiðsla geti hafist í nóvember ríæstkomandi að sögn Hólmsteins Hólmsteinssonar stjórn- arformanns Krossaness. Samið hef- ur verið við Vör hf. um viðgerð á þaki verksmiðjunnar og einnig hefur verið samið við verktaka varðandi raflagnir. Páll Sigurðsson vélaverk- fræðingur sem umsjón hafði með uppbyggingu verksmiðjunnar mun nú annast þá þætti er snúa að vélum og tækjum hennar og Pétur Torfa- son verkfræðingur hjá Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen á Akur- eyri hefur umsjón með byggingar- hlutanum. „Við ákváðum að hafa þetta svona til að flýta fyrir, þannig að verksmiðjan geti tekið til starfa í nóvember eins og stefnt er að. Búið var að panta vélar frá Nor- egi í loðnuverksmiðju sem anna átti 700 tonna framleiðslu á sólarhring. Samningur um vélakaupin hljóðar upp á um 85 milljónir króna, en auk þess hafði verið samið um kaup á vélum frá fleiri stöðum. Norsku vél- arnar eru væntanlegar til landsins um mánaðamótin næstu og sagði Hólmsteinn að í kjölfar þess að ákveðið var fyrr í sumar að byggja upp smærri verksmiðju væri nú ver- ið að vinna að því að selja umrædd- ar vélar. Hólmsteinn sagði að enn væri óljóst með hvaða hætti tækist að losna við vélarnar, en til greina komi að selja hluta þeirra innan- lands og einnig væri verið að skoða hvort mögulegt sé að fá samningn- um rift með einhveijum hætti. Þær vélar sem fyrir voru í verksmiðjunni þegar hún brann að morgni gaml- ársdags verða notaðar að hluta og er nú verið að gera þær upp. Morgunblaðið/Rúnar Þór Allstórir gæsahópar hafa komið sér fyrir á nýræktinni við Leiru- tjörnina, þar sem þessi mynd var tekin í gærmorgun, á fyrsta degi gæsaveiðitimabilsins. Rétt eins og fuglarnir finni til öryggis í bæjarl- andinu og viti að þar verði þeir ekki fyrir byssukúlum veiðimanna. Gæsaveiðitímabilið hafið: Útlit fyrir að mikið verði um gæsir í haust „ÉG GÆTI trúað að einhverjir hefðu vaknað snemma í rnorgun," sagði Einar Long, áhugamaður um veiðiskap, í gærmorgun en gæsa- veiðitímabilið hófst í gær. Einar telur að mikið sé af gæs nú og ásigkomulag þeirra sé gott. „Ég held að það verði mikið af gæs í haust, það urðu lítil af- föll í stofninum í vor, m.a. vegna þess að vatnavextir voru hóflegir og mér sýnist því allt benda til að nóg verði af gæs þetta haust- ið,“ sagði Einar. Einar vildi beina því til gæsa- veiðimanna að nota ekki riffla við veiðarnar, þeir væru allt of öflug- ir til að óhætt væri að nota þá í námunda við þéttbýli. Margskon- ar hættur sköpuðust við notkun þeirra og þeir því afar óæskilegir. Undanfarin haust hefur nokkuð verið kvartað undan gæsaveiði- mönnum í Eyjafirði, m.a. undan miklum hávaða að kvöldlagi. Ein- ar sagði að ekki þyrfti nema einn gikk í hverri veiðistöð, en hvatti veiðimenn til að biðja landeigend- ur um leyfi áður en hafist væri handa við veiðamar. „Það er al- gjört frumskilyrði að biðja um leyfi og að starfa í góðu samráði við bændur, það getur skipt sköp- um varðandi þennan veiðiskap." Einar kv'aðst álíta að gæsin væri vel á sig komin og ekki sagð- ist hann hafa séð ófleyga unga á síðustu dögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.