Morgunblaðið - 21.08.1990, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
ATVMMIWAÍ JC^I Y^IMC^AR
mm mm mm * \ Vw?L / \| Vw// \i\
Bensín
- Afgreiðslumenn
óskast til starfa hjá Esso, Olíufélaginu hf., í
Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík.
Nánari upplýsingarveittará Suðurlandsbraut
18, 5. hæð, milli kl. 16.00 og 18.00 þriðjudag-
inn 21. ágúst.
Olíufélagið hf.
Bíldudalshreppur
Staða sveitarstjóra Bíldudalshrepps er hér
með auglýst laus til umsóknar.
Skriflegar umsóknir um starfið sendist odd-
vita, Guðmundi Sævari Guðjónssyni, Kríu-
bakka 4, Bíldudal, fyrir 25. ágúst.
Starfskraftur
Okkur vantar starfsmann strax, til þjónustu
á slökkvitækjum.
Upplýsingar og umsóknir á skrifstofu.
Kolsýruhleðslan sf.,
Vagnhöfða 6.
Kennarar
Kennara vantar við Grunnskólann á Hellu.
Aðalkennslugrein íslenska.
Upplýsingar gefur formaður skólanefndar í
síma 98-78452.
Kennarar
Islenskukennara vantar að Framhaldsskólanum
á Húsavík.
Upplýsingar í síma 96-41344.
Skólameistari.
Múrarar
Vantar múrara. Mikil vinna framundan.
Upplýsingar í símum 985-21010 og 75141.
Guðmundur Kristinsson,
múrarameistari.
Kennarar athugið.
Við Grunnskólann á Hofsósi eru lausar kenn-
arastöður. Meðal kennslugreina:
íþróttir, tungumál og raungreinar.
Mikil húsnæðishlunnindi í boði.
Upplýsingar veitir skólastjóri í símum
95-37346 eða 95-37309.
Hrafnista,
Hafnarfirði
Deildarstjóri óskast á 28 rúma hjúkrunar-
deild frá 1. sept. um eins árs skeið.
Vinnuhlutfall 80%-100%.
Ennfremur eru lausar stöður hjúkrunarfræð-
inga einkum á kvöld- og helgarvöktum.
Barnaheimilispiáss til staðar ef óskað er.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri,
Brynhildur, í síma 54288.
Garðabær
Blaðbera vantar í Mýrar.
Upplýsingar í síma 656146.
Yfirkennari
Umsóknarfrestur um stöðu yfirkennara við
barnaskólann Sauðárkróki framlengist til
24. ágúst.
Upplýsingar gefa skólastjóri, Björn Björns-
son í símum 95-35178 og 95-35254 og for-
maður skólanefndar, Hjálmar Jónsson í síma
95-35255.
Kennararathugið
Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er laus ein
staða. Kennslugreinar: Danska og almenn
kennsla. Ódýrt húsnæði í boði.
Upplýsingar gefa formaður skólanefndar,
Kjartan Reynisson, í vinnusíma 97-51240 eða
heimasíma 97-51248 og skólastjóri í vinnu-
síma 97-51224 eða heimasíma 97-51159.
Skólanefnd.
íþróttakennara-
staða
í nágrenni Reykjavíkur
Af óviðráðanlegum orsökum er nú laus staða
íþróttakennara við Klébergsskóla á Kjalar-
nesi (u.m.b. 25 mín. akstur frá Reykjavík).
Miklir möguleikar fyrir áhugasaman kennara.
Upplýsingar veitir Sigþór Magnússon skóla-
stjóri, í símum 666035 og 666083.
LANDSPITALINN
Gjörgæsludeiid
Vegna vaxandi starfsemi, óskum við eftir fleiri
áhugasömum hjúkrunafræðingum til þess að
starfa með okkur við einstaklingshæfða hjúkr-
un (80-100% starfshlutfall æskilegt).
Á gjörgæsludeild dveljast milli 1200-1300
sjúklingar árlega (börn og fullorðnir) með
margsvísleg heilsuvandamál. Störf hjúkrunar
fræðinga á deildinni eru oft erfið og krefj
andi en bjóða upp á mikla fjölbreytni og dýr-
mæta reynslu varðandi hjúkrun og meðferð
mikið veikra einstaklinga á öllum aldri.
A deildinni er samstilltur hópur fólks, sem
hefur það að markmiði að veita skjólstæðing-
um sínum og ástvinum þeirra, sem besta
umönnun og stuðning.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í gefandi
og þroskandi starfi þá bjóðum við:
A) 12 vikna starfsaðlögun (lesdagar ásamt
40-50 fyrirlestrum) hefst 1. október 1990.
B) Morgunvaktir byrja kl. 8.00 og unnið er
þriðju hverju helgi - 12 tíma vaktir.
C) Góðan starfsanda.
Umsóknum fylgi upplýsingar um nám og fyrri
störf og berist'skrifstofu hjúkrunarforstjóra.
Nánari upplýsingar veitir Lovísa Baldursdótt-
ir, hjúkrunarframkvæmdarstjóri, sími
601000.
Reykjavík 20. ágúst 1990.
GRUNNSKOLI
ESKIFJARÐAR
íþróttakennarar!
íþróttakennara vantar að Eskifjarðarskóla.
Leigufrítt íbúðarhúsnæði og flutningsstyrkur
greiddur, góð kennsluaðstaða.
Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í símum
97-61472 eða 97-61182.
Skólanefnd.
Tímabundið starf
Óskum eftir starfskrafti frá byrjun september
til loka janúar í hálf/heilsdagsstarf við sölu
og dreifingu dagbóka, ásamt innheimtu.
Möguleiki á áframhaldandi vinnu 1-2 daga í
viku.
Umsóknir sendist í pósthólf 99, 222 Hafnar-
firði, fyrir 28. ágúst.
Prisma hf. - Fjöðurhf.
Kennarar - kennarar
Grunnskólann á Siglufirði vantar kennara í
eftirfarandi:
★ Sérkennslu.
★ Raungreinar (líffræði, eðlisfræði), samfé-
lagsfræði í 7.-10. bekk.
★ Almenna kennslu yngri barna.
Upplýsingar veittar í símum 96-71363,
96-71184 og 96-71845.
Skólanefnd.
LANDSPITALINN
Barnaspítali Hringsins
Fóstrur og/eða þroskaþjálfar óskast til
starfa 1. sept. nk. eða síðar. Um er að ræða
tvær stöður. Möguleiki er á hlutastarfi. Starf-
ið er fjölbreytt og skemmtilegt fyrir þá sem
hafa áhuga á starfi með börnum á ýmsum
aldri.
Hjúkrunarfræðingar. Lausar eru stöður
hjúkrunárfræðinga á barnadeildum 1 og 2,
sem eru lyflækningadeildir fyrir börn og ungl-
inga undir 16 ára aldri. Starfið er fjölbreytt
og skemmtilegt og ýmsar nýjungar á döf-
inni. Boðið er upp á góðan aðlögunartíma
með reyndum hjúkrunarfræðingum. Unnið
er 3ju hverja helgi og sveigjanlegur vinnu-
tími. Komið og kynnið ykkur aðstæður.
Hjúkrunarfræðingar óskast á barnadeild 3.
Deildin er fyrir 13 skurðsjúklinga frá 2ja ára
aldri. Þægileg og nýuppgerð vinnuaðstaða.
Boðið er upp á góðan aðlögunartíma með
reyndum hjúkrunarfræðingum. Unnið er 3ju
hverja helgi og sveigjanlegur vinnutími.
Allt starfsfólk hefur aðgang að góðu bóka-
safni og möguleika á símenntun.
Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir
Hertha W. Jónsdóttir hjúkrunarframkvæmda-
stjóri í síma 601300.
Reykjavík, 20. ágúst 1990.
L'xmisiisaaaiJiaKiiK.ftc.satsajiS'sais.aaK.s.sc.si's t in vx n titinitii iiitftij
*** * £t * * * 2 * * s* ******* ** * «* * t* li«J iMittmmitiif ii«
i, b «3*« mm.»•* m m ««s mxn