Morgunblaðið - 26.08.1990, Page 2

Morgunblaðið - 26.08.1990, Page 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 Verð á bifreiðum er mjög breytilegt frá einni teg- und til annarrar. Þrátt fyrir það ber þeim bílasöl- um, sem rætt var við, saman um að stéttaskipt ing sé vart merkjanleg í bílakaupum landsmanna. Konur eru upp til hópa raunsærri en karlmenn þegar kem- ur að bílakaupum. Þær vilja gang- vissa, japanska, nýlega smábíla og það sama má reyndar segja um hinn „praktíska", skynsama karl- mann. Draumur ungu töffaranna snýst hinsvegar um japanska GTI og Turbo sportbfla með beinni inn- spýtingu. Að öðru leyti er erfitt að sjá ákveðið munstur manna á með- al þegar að því kemur að velja sér bfl í eigin þágu. Hitt er annað mál að sitt sýnist hveijum þegar rætt er um bfla. Bílaeign hér á landi verður að teljast almenn þegar á það er litið að aðeins tveir íslendingar eru um hvern bíl í landinu að meðtöldum bömum og gamalmennum. Um síð- ustu áramót voru skráðir 125.595 fólksbílar hér á landi og á sama tíma var.íbúatala landsins 253.785. Þar af voru 163.700 íbúar á svoköll- uðum bflprófsaldri eða á aldrinum 17-70 ára. Ólæknandi bíladella „Ég hef verið með króníska bfla- dellu frá því ég man eftir mér. Ég tel það af hinu góða ef menn geta sameinað atvinnu sína og áhugamál enda hef ég verið að selja bíla nú í ein tuttugu ár. Fyrsti bíllinn, sem ég eignaðist var Willys jeppi. Fljót- lega fékk ég mér Mercedez Benz og síðan hef ég alltaf átt Benz. Þetta eru skemmtilegustu bflar í heimi,“ segir Guðfinnur Halldórs- son bílasali. „Það, sem Benzinn hefur fram yfir aðra bíla, er sál. Japanskir bflar hafa ekki sál. Það er ekkert gaman að þrífa þá eða hugsa vel um þá. Þeir eru eingöngu framleiddir sem „patent“ lausn á bflamálum. Þeir eru mjög hag- kvæmir og sniðugir bílar. Það er gott að reka þá og þeir endast yfir- leitt vel. Aftur á móti er alltaf jafn gaman að setjast inn í Benzinn, aka á honum um bæinn nýþvegnum og bónuðum. Það er einstök tilfinning. Það hlýtur líka að segja margt um Benz að flestir bflasalar reyna að eignast Benz sjálfir. Hrísgrjónafót og jeppaæði Tískubílarnir í dag eru þessi hrís- gijónaföt, eins og ég kalla þá — kraftmiklir, litlir, japanskir sportbfl- ar. Fyrir sex til átta árum voru það kraftmiklir átta cyl. amerískir bílar. Jafnframt hefur verið að_ grípa um sig mikið jeppaæði meðal íslendinga enda býður landið okkar upp á ótal möguleika til jeppaferðalaga. Jepp- ar eru orðnir mun fjölhæfari tæki nú en áður. Umboðin eru farin að bjóða fín kjör, allt frá 25% útborgun og restina á lánum til tveggja og þriggja ára. Það er heill frumskóg- ur til af jeppum á markaðnum í dag og það hlýtur að vera töluvert er- fitt að standa frammi fyrir því að eiga pening og ætla að velja sér jeppa. Ég myndi halda að minni gerðin af Mitsubishi Pajero, sem kostar 1.800 til 1.900 þúsund kr., sé góður valkostur. Það er líklega ekki hægt að gera betri jeppakaup í bænum. Ætli toppurinn f dag sé samt ekki sá að vera á Toyota Landcruiser, Nissan Patrol, Toyota 4Runner eða löngum Mitsubishi Pajero. Þetta eru bílar, sem kosta þetta frá 2,8 milljónum króna og upp í rúmar 4,0 milljónir. Jafnframt hefur það færst mjög í aukana að menn séu að setja framdrif undir Ford Econoliner sem eru tólf manna sendibflar með gluggum. Þeir eru síðan innréttaðir líkt og hjólhýsi og segja fróðir menn að þegar búið er að fara um slíkan bfl höndum, slagi hann upp í tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu hvað kostn- að varðar enda nánast hægt að nota hann sem slíkan,“ segir Guð- finnur. Litlir menn og stórir bílar Ýmsar sögusagnir eru til um bíla- kaupendur. í gamla daga var um það talað að maðurinn í mokkajakk- anum með litla hjartað keypti gjam- an sænskan Volvo eða þangað til Veltir var seldur og farið var að selja Volvoinn samhliða japönskum Daihatsu-bílum. Þá mun maðurinn í mokkajakkanum hafa fengið kúlt- úrsjokk. Sú kenning hefur líka heyrst að lágvaxnir menn bæti sér upp smæðina með því að aka um á stórum, kraftmiklum bflum. „Svona sögur eru álíka trúverðugar og sú staðhæfing að allar ljóshærð- ar stúlkur séu heimskar," segir Viktor Urbancic, bflasali. „Almennt kaupa menn bíla, sem endast þeim vel fyrir sem minnstan pening. Pajero og Cherokee eru tískujepparnir og fjórhjóladrifnir fólksbílar eru að sama skapi vinsæl- ir. Þeir kosta ekki of mikið og eru góðir í snjó,“ segir Viktor, en hann hefur átt vel flestar bílategundir sjálfur og tekur í sama streng og Guðfínnur bílasali — Benzinn stend- ur upp úr. „Hann er klassískur, skemmtilegur og ekki of dýr í rekstri. Þetta er spuming um gæði. Jagúarinn heillar líka, en hann bilar of mikið. Rafmagnsdótið fer í honum.“ Viktor segist vera latur við að þrífa bílana sína sjálf- ur, hann láti þar til gerðar bón- og þvottastöðvar um það. Frítímann fær konan. Bfllinn mætir sem sagt afgangi. Níu Skodar og alvöru jeppar Ingimar Eydal, tónlistarmaður og kennari norður á Akureyri, eign- aðist sinn fyrsta Skoda árið 1955, þá 19 ára gamall með glænýtt öku- skírteini. „Ég var farinn að spila og fá svolítið í vasann og um þetta leyti voru viðskiptin við Tékkóslóv- akíu að opngst. Ég keypti mér nýj- an Skoda 1200 — svokallaðan blöðruskoda, sem ég átti í tíu ár, keyrði hann í 100 þúsund kflómetra á einni og sömu vélinni og án við- gerða. Áður en þessi fyrsti Skodi hvarf af sjónarsviðinu festi maður ráð sitt og kom sér upp fjölskyldu og það kom í ljós að Skodinn hent- aði prýðilega sem fjölskyldubfll. Það höfðu margir sagt mér að Skodi væri handónýtt drasl, að ekki sé nú talað um þá sem óku um á Opelum og Chervolettum. Þeir gáfu okkur Skodamönnum gjarnan langt nef. Skodann seldi ég svo á okur- verði eftir tíu ára dygga þjónustu og lét mig hafa það að kaupa ann- an, Skoda Oktavía, sem ég ók á í átta ár. Eftir það hefur enginn get- að sagt mér annað en að Skodi væri þrælsterkur og góður bfll. Það er líka svo merkilegt við Skodann að hann er sniðinn fyrir stóra menn, eins og mig. Ég held að þeir þama fyrir austan, þrátt fyrir slæma stjórn, viti vel hvemig framleiða á bíla enda eru þama bílasmiðir kyn- slóð fram af kynslóð. Eftir Oktavía-tímabilið 1964 söðla þeir um og setja vélina aftur í. Sá Skodi á sér 25 ára sögu. Ég eignaðist fímm slíka bfla. Þetta var sagður langþróaður og háþróaður bfll, en iúreltur undir það síðasta. Annars ■var þetta alla tíð sterkur og góður bfll. Þeir fylgdust bara ekki nægjan- 'lega vel með þróuninni. Það var verið að klæða gömlu konuna í nýjan kjól á margra ára fresti. Það var svo ekki fyrr en í fyrra að Skodi Favorite kom á markaðinn og sá bfll er níundi Skodinn sem ég eign- ast. Þá var líka vélin komin á sinn stað fram í. Ég á svo einn fímmtán ára gamlan Skoda 110 inni í bflskúr og á honum ætla ég að mæta í hringaksturinn hjá þeim í fornbfla- klúbbnum árið 1995. Þá verður Skodinn minn búinn að ná 20 ára aldurstakmarkinu." Þrátt fýrir alla þá kosti, sem Ingi- mar segir Skodann bera með sér, fínnst honum nauðsynlegt að eiga jeppa ef menn vilja skjótast upp á fjöll eða út fyrir alfaraleiðir. Hann eignaðist Willy’s-jeppa 1964 og hefur alla tíð síðan átt jeppa, nú af gerðinni Daihatsu Rocky. „Það er samt ekki nóg að eiga jeppa. Ég geri ákveðnar kröfur til jeppa ef hann á að vera alvöru jeppi. Því miður eru jeppaframleiðendur farn- ir að fórna jeppaeiginleikum svo mikið fyrir aksturseiginleika. Það hefur engan tilgang að vera með dragliði og hjöruliði opna fyrir veðri og vindum á bílnum nema til þess að gefa honum sjálfstæða ijöðrun „Flestir í okkar stétt reyna að eignast Benz. Það hlýturað segja sitt um bílinn,“ segir Guðfinnur Hall- dórsson bílasali, sem ekur um á jeppa-Benz og fólksbíl af sömu tegund. „Menn kaupa bíla, sem endast vel fyrir sem minnstan pen- ing,“ segir Viktor Ur- bancic bílasali, sem sjálfur hefur átt flest- ar tegundir bifreiða. Sem stendur er það Benz og Citroén- braggi. „Eftir það hefur engin getað sagt mér annað en að Skodi væri þræl- sterkur og góður bíll,“ segir kennarinn og tónlistarmaðurinn Ingimar Eydal, sem átt hefur níu Skoda á 35 árum og er auk þess með jeppadellu. „Ég þoli ekki bilaða bíla og myndi ekki vilja lenda í því að þurfa að opna vélarhlíf á bíl,“ segir Orri Vigfús- son, frumkvöðull íinn- flutningi japanskra bfla. á framhjólum og þar með keyrslu- eiginleika á malbiki. Ég vil hafa jeppa á blaðfjöðrum allan hringinn og með heilar fram- og afturhásing- ar.“ Hinn vænsti veiðibíll Fyrst var farið að flytja til lands- ins japanska bíla árið 1965. Það voru bílar af gerðinni Toyota og var það Orri Vigfússon hjá Glit sem var frumkvöðull þess. Hann aftekur þó með öllu að hann sé eða hafi nokkru sinni verið bíladellukarl. Þó segist hann aldrei hafa átt neitt nema japanskt síðan hann hóf sjálf- ur að versla við Japani um árið. „Ég hef átt Toyota og Daihatsu til skipt- is og eiginkonan á núna Hondu Accord. Mér líkar mjög vel við jap-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.