Morgunblaðið - 26.08.1990, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990
C 3
Sigríður Einars-
dóttir — Minning
Fædd 3. október 1921
Dáin 6. ágúst 1990
Sigríður var borin til hinstu
hvíldar 14. ágúst. Hun fæddist á
Húsum í Ásahreppi í Rangárvalla-
sýslu á því heimili sem foreldrar
hennar hófu sinn búskap á.
Foreldrar hennar voru þau Einar
Gíslason bóndi og Guðbjörg Snorra-
dóttir. Hún var næstyngst 5 systk-
ina. Steinn Einarsson elsti bróðir
hennar lézt fyrir u.þ.b. tveimur
árum. Hin systkini hennar eru lif-
andi lífs í þessu lífí. Þau eru Mar-
grét, Óskar og Ágústa og ber ég
þeim beztu samúðarkveðjur og
einnig að þau haldi vel um minn-
ingu systur sinnar.
Sigríður Einarsdóttir giftist Ein-
ari Ágústssyni stórkaupmanni í
Reykjavík árið 1941. Hann var
ættaður fra' Sauðholti í Ásahreppi
í Rangárvallasýslu og ekki mjög svo
langt frá Húsum.
Eftir að kynni þeirra hófust,
fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu
á Nönnugötu 1, þar sem elsta barn-
ið þeirra sá dagsins ljós: María
Ágústa, sem er fædd 1942.
Síðan litlu seinna skaut ég upp
kollinum hjá hinni fámennu fjöl-
skyldu 1944 á fæðingardeild Lands-
pítalans. Nokkrum árum seinna
keyptu þau Skólavörðustíg 24. Þar
man ég eftir mér fyrst og gleymi
aldrei árunum þar, en það sem mér
er minnisstæðast, er þegar faðir
minn tók mig með aðeins 5 ára upp
á spítala og lifti mér að sérstökum
glugga og sagði, að ég væri búin
að eignast systur. Þetta gerðist
1950 og þó ég hafí bara verið á
sjötta aldursári. bá man ée' samt
(SauknecTit
ÞÝSK GÆÐATÆK) Á GÓÐU VERÐI
■■ j
0SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
VIÐ MIKLAGARÐ
& KAUPFÉLÖGIN
að ég var himinglaður að sjá mína
dökkhærðu systur gegnum glerið
og þá vorum við systkinin orðin
þijú. Hún hlaut nafnið Guðbjörg
sem er alveg indælis nafn, enda ber
hún það með réttu.
Sigga eins og allir kölluðu hana,
nema auðvitað við börnin, var fædd
til að sjá um manninn sinn, Einar
Ágústsson, bömin sín og heimilið.
Allt var í röð og reglu, og meira
en það, því hún hafði allt þannig
að ekki sást ryk neins staðar, eins
og það er fljótt að koma, sem sagt
allstaðar strokið hjá Siggu, fágað
og fínt og meira að segja glansandi
á þeim þrem heimilum sem þau
áttu.
Áður en við fluttum frá Skóla-
vörðustíg 24, þá bættist eitt barn
í hópinn 1959 og við börnin orðin 4
á Skólavörðustíg 24. Hann var
skírður Ágúst og kom flestum á
óvart, því það var reiknað með því
að við systkinin yrðum ekki fleiri
en þrjú.
Eg lifnaði allur við að eignast
loksins bróður. Ég var auðvitað
ánægður og himiniifandi, eins og
gefur að skilja, þar eð ég átti tvær
systur og engan bróðir. Sigríður
eignaðist 11 barnabörn og 2 barna-
bamabörn.
Frá Skólavörðustíg 24 fluttum
við í Safamýri 65. Það var árið
1963 og þar held ég að hún hafi
eignast sitt örlaga- og bezta heim-
ili, enginn vafi og algjör staðreynd.
Hjónaband Sigríðar og Einars
geislaði af hamingju, allt frá byijun
og til endaloka, alveg eins og
skínandi eilífðar stjarna, og stjarna
þeirra mun skína um ókomna
framtíð til allra sem þekktu þau.
Móðir mín átti við ýmis veikindi
að stríða og lagaði það ekki málin,
að faðir minn, Einar Ágústsson, dó
mjög svo skyndilega á aðfangadag
jóla 1983 úr kransæðastíflu, sem
ekki var hægt að bjarga á einn eða
annan hátt.
Að lokum segi ég það, sem sonur
hennar, að dauðastríð, þarf hún
ekki að endurtaka í þessu lífi, sem
betur fer, sem hún háði mánuðum
saman. Enginn maður hér á jörð
kemur lifandi úr sínu lífi, en sál
hvers og eins alla tíð mun lifa, og
ég hef töluvert meira en orðið fyrir
því. Ég bið hið æðra afl, að sjá um
að hún fái ekki fleiri þjáningar.
Hásæti hennar verður autt um
öll ókomin ár. Ég kveð kæra móður
mína, megi alheimskraftur styrkja
ástvini, sem munu alltaf minnast
hennar og blessa minningu hennar.
Einar Sverrir Einarsson
verð með Veröld
til Costa del Sol
íhaust
- Aðeins 34 sæti á þessum kjörum -
Veröld býður þér einstök kjör á frábærum gististað þann 6. september í
2 eða 3 vikur. Sunset Beach íbúðarhótelið er heill heimur útaf fyrir sig
með tveimur sundlaugum, veitingastöðum, líkamsrækt og glæsilegum
íbúðum, öllum með loftkælingu.
Costa del Sol
Þann 6. septemberr á Sunset Beach í íbúð
með einu svefnherbergi.
Kr. 41.000,-*
Kr. 50.050,-*
* Hjón með 2 börn, 2-5 ára.
** 4 í íbúð.
Benidorm
Þann 6. september á Los Gemelos íbúðar-
hótelinu í íbúð með 1 svefnherbergi.
Kr. 41.050.-*
Kr. 59.600,-*
.**
* Hjón með 2 börn, 2-5 ára.
** 2ííbúð.
HK e
AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK. SÍMI: (91) 622011 & 622200.