Morgunblaðið - 26.08.1990, Side 7

Morgunblaðið - 26.08.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 C 7 við ákváðum að setjast um kyrrt var ég stundum spurður hvort það væru ekki viðbrigði að flytja í sveit. Búa við einangrun á vetrum, myrkur og kulda. En hvað ætli mér hafi brugðið við. Ég hafði verið á togurum árum saman og komið þar sem kuldalegra var og kynnst ösku- veðrum sem aldrei eru hér. Jú, Skúli þótti góður bóndi á sínum tíma. Það var stuð á honum, karlin- um, og framsýnn hefur hann verið. Hann lét virkja gilið hérna fyrir ofan og munaði um það, ekkert rík- israfmagn var væntanlegt í bráð- ina. Við hjónin og tengdaforeldrar mínir bjuggum félagsbúi í fyrstu og ég keypti strax kindur. Svo lent- um við í hænsnabylgjunni um tíu ára skeið eða þangað til vitleysan var að komast í algleyming. Það var engu líkara en þjóðarheill ylti á að neytendur gætu étið egg und- ir framleiðsluverði. Eftir að svo var komið varð niðurstaða okkar sú að þegar hænurnar væru hættar að skila okkur tekjum þá væri ekki um neitt annað að ræða en skera þær. Við vorum tímanlega í því og sluppum en sumir fóru alveg á hausinn af því þeir voru að þrjósk- ast við að hanga í þessu.“ au Einar og Sigríður hafa eign- ast átta börn og fjögur þeirra hafa lært búfræði. Hann segir að fjölskyldan hafi alltaf unnið sam- an að búskapnum og segir að það kosti ekki mikið að ala börn upp í sveit svo fremi að það sé hægt að fá þeim störf sem skipta einhverju við búskapinn. Svo segist hann ætla að búa til kaffi handa okkur og ber með dýr- indis kleinur. Ég spyr hvort hann sé kannski myndarlegur í húsverk- um fyrir utan að vera góður bóndi. „Nei, ég held nú ekki! Ég fékk al- veg hroðalegt uppeldi, veistu. Ég gat ekki svo mikið sem burstað skóna mína. Fóstra mín gerði allt og það þótti sjálfsagt. Hún hefði ekki kært sig um að ég væri að fíkta í skápunum hennar. Mér var rétt allt upp í hendurnar. Maður kom af sjónum og hallaði sér og fóstra sá um að föt væru í lagi. „Þaðerekki mikiðafreknú til dags að verða sextugur með þessa heil- brigðisþjón- ustu.“ „Éghefði ábyggilega lent íatvinnu- mennsku ef ég hefði sinnt fót- boltanum leng- ur. Þvígæti ég besttrúað.“ Hún var á sínum stað og það heyrði ekki til að karlmenn væru að eiga við heimilisstörf og átti ekkert skylt við fordóma. Við vönd-. umst þessu svona og því var ég vitanlega stórlega vanhæfur þegar að því kom að sýsla á heimili seinna meir. Konan mín hefur alltaf séð um þetta en ég gæti sjálfsagt lært svona eitthvað. Þessi gagnrýni á karlmennina fer út í öfgar stundum. Hveijar ólu upp þessar voðalegu karlrembur? Nema konur! Það þýðir ekki bara að bölva köllunum í sand og ösku. Ég er ekki feiminn að við- urkenna að það var þægilegt að fá svona uppeldi og það hefur orðið svo hjá okkur að konan hefur séð um innistörfin. En það fór nú aldr- ei svo að ekki síaðist eitthvað inn. Ég hita kaffi nú orðið og fínnst það ekki mikið afrek. Og þegar konan fer suður þá tek ég alltaf vel til daginn áður en hún kemur heim. Svo hefur borið við að hún hefur frestað heimkomu og þá sámar mér nú. Jú, þá þarf ég annaðhvort að taka aftur til eða læðast um og ganga svo vel um að hvergi sjáist blettur né hrukka!" Einar segist ekki hafa gefíð sig mikið að félagsmálum í Laxárdal en hann sat þó í hreppsnefnd í nokk- ur ár. Hann gerir ekki mikið með það. „Stundum les maður í minning- ar- eða afmælisgreinum að þessi eða hinn hafi setið í hreppsnefnd, ráðum eða stjómum svo árum skipt- ir. Þetta þykir afskaplega merki- legt. En það segir bara ekkert um hvort þessir sömu menn gerðu eitt- hert gagn, hvort þeir fengu ein- hveiju áorkað. Ég get ekki neitað því, mér fínnst stundum hallæris- legt þegar menn em að stæra sig af þessu. Mér fínnst ekkert sérstakt við það heldur þó menn vinni þau verk vel sem þeir taka að sér. Stundum hugsa ég að það sé grát- legt hvað illa maður hefur farið með tímann. Það er alltaf verið að þjóna þessum skælda hagfæti og menn meta ekki neitt til verðmæta nema hægt sé að pota því inn í tölur." Sem fyrr er sauðfjárbúskapur í öndvegi á Lambeyrum og þeir Daði, elsti sonur þeirra Sigríðar og Einars, reka búið saman og hafa 767 ærgilda fullvirðisrétt. Svo hafa þeir keypt sér tíu Galloway- kvígur frá Gunnarsholti því það þarf ekki að hafa fullvirðisrétt af nautgripunum. Þeir hugsa sér að sjá hvernig þetta kemur út en það tekur sinn tíma. Ertu efnaður maður? „Nei, mig hefur skort kjark til að verða ríkur. Svo er líka spuming- in hver er ríkur og hver ekki og hvaða mælikvarða menn leggja á það. Maður hefur fyrir sig. Eg hef ekki orðið ríkur af búskapnum en sá bóndi sem getur hagrætt og unnið við þokkaleg skilyrði getur haft í sig og á. Ég hef aldrei verið mjög peningalega sinnaður en mað- ur getur búið sér og sínum gott líf þó ekki sé safnað í digra sjóði. Ég hef aldrei búið í verðbólguþjóðfélag- inu því ég setti allt í reksturinn og fjárfesti ekki fyrr en hann var á kláru. Það var okkur ávinningur. Mín heimatilbúna verðtrygging." Við tölum um menntun og breytt viðhorf og fyrr en varir er Einar kominn á flug. „Fyrir mann sem er uppalinn í Verkó og var síðan á sjónum fínnst mér oft blasa við að „Mér hefurallt- af verið heldur vel við Stalín kallinn ojg Sov- étríkin. Eg er alinn upp í Dannig um- iverfi að mér finnst ég skulda þeim að bregð- ast þeim ekki.“ „Ég hef aldrei búið íverð- bólguþjóðfé- laginu þvíég setti allt í rekst- urinn.“ fólk sem gengur menntaveginn nú þekkir ekki grunn síns þjóðfélags. Raunverulegur heimsborgari og menntamaður er sá einn sem er jafn innan um allar stéttir hvort heldur er meðal hefðarmanna svo- kallaðra eða venjulega fólksins. Ég vil ekki sjá þessa tillærðu kurteisi sem sumir kalla „að vera alþýðleg- ur“. Þá hefur menntunin farið fyrir lítið.“ Ég hef heyrt að þú sért aðdáandi Stalíns heitins. „Æ, já, mér hefur alltaf verið heldur vel við hann og Sovetríkin. Ég ólst upp í þannig umhverfí að það voru allir á kafí í verklýðsbar- áttu. Af hugsjón. Mér finnst ég skulda þessum köllum að yfírgefa ekki þeirra hugsjónir." Einhver gaukaði því að mér þú hefðir þótt liðtækur í fótbolta. Hann lyftist af kæti. „Já, ég spyr ekki að. Eftir að bókin um Ja- kann kom út sl. ár hafa menn verið að tala af léttúð um minn knattspyrnuferil. Af hveiju ? Það er mynd af mér í þeirri bók með einhveiju liði og mönnum hefur lík- lega ekki fundist ég íþróttamann- lega vaxinn nú orðið. En ég æfði af kappi fram að 16 ára aldri, þá var allt farið að dreifast hjá manni. Ég hefði ábyggilega lent í atvinnumennsku ef ég hefði sinnt fótboltanum lengur. Því gæti ég best trúað. Mér finnst alltaf afskap- lega gaman að fótboltanum, margt fallegt sást í heimsmeistarakeppn- inni en ég hefði viljað að Kame- rúnar kæmust enn Iengra.“ Það eru góðir hestar á Lambeyrum enda börn þeirra Einars og Sigríðar gefín fyrir hesta mennsku. Sjálfur segist hann aldrei hafa farið ótil- neyddur á hestbak. „Helst til að lemjast á í Ieitum. Ég var líka kom- inn á fertugsaldur þegar ég settist fyrst á þessa grasknúnu rassnudd- ara eins og Steinólfur í Fagradal kallaði þá. Hann kunni að koma orðum að því, Steinólfur, sem hann vildi sagt hafa. Jæja, hvernig væri að endurnýja kleinubirgðirnar og fá sér annan uppáhelling.“ Og það gerðum við. WHÍ Sérnámskeió Rock ’n ’Roll, Boogie og Tjútt. íslandsmeistararnir Jói og María kenna. Byrjendur og framhald. Pör og einstaklingar Samkvæmisdansar, gömlu dansarnir, Rock og tjútt. Byrjendur og framhald. Aih! Gestakennarar skólans fyrirjól eru Geoffrey og Diana Hearn og heimsmeistararnir í suóur-amerískum dönsum, Corky og Shirley Ballas. Innritun isímum: 31360 og 656522 frá kl. 13-19 daglega. Kennslustaóir: Ath! Nýtt kennsluhúsnæði íSkeifunni 1 1B, 2. hæó, Skeifunni 17, 3. hæó, KR-heimilinu v/Frostaskjól, Tónabæ og Geróubergi í Breiðholti. Caróabær: Garðalundur (laugardagskennsla). Kennsla hefst 10. sept. Kennslutíminn fyrirjóleru 14 vikur og jólaball. F.Í.D. D.Í. Raðgreiðslur. NÝTT - NÍTT „Soca-Dance“ fyrir börn, unglinga og hjón. Sértímar + kennt með öðrum dönsum. NYTT - NYTT Vouge - hip hop - funk diskó jazz og freestyle. Meiriháttar nýirdansar. 10-12 ára, 13-15 ára 16ára og eldri. BJMSSKÓLI iUMR HIRALDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.