Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. AGUST 1990
KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KSI
Barist um bikarinn
Valsmaðurinn Þorgrímur Þráinsson og KR-ingurinn Ragnar Margeirsson eigast við í leik liðanna í deildinni í sumar.
Leikur liðanna í dag hefur mikla þýðingu enda bikarinn í húfi. KR-ingar eiga möguleika á að ná honum í áttunda sinn,
eftir 23 ára bið, en Valsmenn stefna að sjöunda sigri sínum. Til hliðar má sjá líkleg byijunarlið en vegna meiðsla gætu
orðið töluverðar breytingar, einkum hjá Valsmönnum.
Jóhann
Lapas
Hilmar
Bjömsson
SPURT ERI Hvernig fer bikarúrslitaleikurinn og hvers vegna?
Sigurlás
Þorleifsson
Ég hef trú á því að KR-
ingar vinni, fyrst og fremst
vegna þess að þeir hafa
betri leikmenn. Þeir eru
sterkari á pappírnum, þó
það sé auðvitað ekki öruggt
veganesti. Þeir hafa Atla,
Pétur og Rúnar og Raggi
Margeirs virðist vera í
góðri æfingu. En það er
spurning hvort vörnin nær
saman hjá þeim. Mér virtist
þegar við spiluðum við
Valsarana að þeir væru
ekki með eins öflugt lið og
maður hafði ímyndað sér.
Bo
Johansson
Ég hef ekki hugmynd um
það, í bikarúrsiitum getur
allt gerst. Held þó að hvort
lið hafa forskot á ákveðn-
um sviðum en það er auð-
vitað slæmt fyrir Val að
Sævar skuli vera í banni.
Valsmenn eru með fleiri
leikmenn meidda, en hafa
reyndar verið það í sumar
og samt leikið vel. Ég held
að leikurinn verði jafn og
ekki mörg mörk skoruð.
Bæði lið hugsa efiaust vel
um vörnina.
Erlingur
Kristjánss.
Ég hef nú ekki spáð mikið
í leikinn en á frekar von á
að KR-ingar sigri. Þeir eru
með gott lið og hafa leikið
vel í sumar.Ég hef ekki
haft mikla trú á V alsliðinu
í sumar, þrátt fyrir að því
hafi gengið vel, og held að
það sé brothættara. KR-
ingar hafa ekki náð bikar
lengi en það hlýtur að koma
að því og ég held að þeir
eigi ágætt tækifæri núna.
Karl
Þórðarson
Ég spái Val sigri, en held
að leikurinn verði jafn. Það
er mikið af jöfnum og góð-
um leikmönnum. Valsarar
eru ekki eins stjörnum
prýddir en þá á eftir að
þjappa þeim saman. Það
er áfall fyrir þá að missa
Sævar en einhver annar
fær þá tækifæri og oft er
það svo að menn gera góða
hluti í þeirri stöðu. Ég held
að Valsmenn séu móralsk-
lega sterkari og spá þeim
sigri, 2:1.
Friðrik
Friðriksson
Ég hef trú á að KR vinni
og byggi það aðallega á
því að í liðinu eru reyndari
leikmenn. Það eru margir
mjög góðir ungir leikmenn
í Val en þeir haf a ekki
sömu reynslu og KR-ing-
arnir og ég held að það
vegi þungt. Þá kemur það
til með að veikja Valsliðið
mikið að Sævar skuli ekki
vera með, sérstaklega
vegna þess að KR-ingarnir
spila frekar einfaldan sókn-
arleik; gefa mikið af háum
sendingum inn í teig.
Asgeir
Elíasson
Mér finnst eiginlega ekki
hægt að spá. Ég held að
þetti verði jafn leikur, gæti
jafnvel farið í framleng-
ingu, og vona að hann verði
skemmtilegur. Valsmenn
vantar náttúrlega Sævar,
en maður kemur í manns
stað. Liðin hafa spilað ólíkt
í sumar; Valsmenn af meiri
krafti en KR-ingar, en
KR-ingar eru með reynda
menn og framherja sem
hafa skorað reglulegar en
framheijar Vals.