Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 17
B-lið KR er eina liðið utan deilda
sem leikið hefur til úrslita.
Árið 1968 sigraði liðið íslandsmeist-
ara KR og lið Vals en tapaði fyrir
ÍBV í úrslitaleik 1:2. Fjórum árum
áður hafði B-lið KR slegið út ís-
landsmeistara ÍBK í bikarkeppn-
inni.
Ingi Björn Albertsson á mögu-
leika á að ná þriðja bikarmeistar-
atitli sínum í dag. Hann varð meist-
ari með Val 1976 og 77 sem leik-
maður og á möguleika á þriðja titl-
inum í dag, nú sem þjálfari. Ásgeir
Elíasson, þjálfari Fram, hefur sex
sinnum orðið bikarmeistari, ijórum
sinnum sem leikmaður og tvisvar
sem þjálfari.
KR-ingurinn Pétur Pétursson
hefur skorað í öllum þremur
bikarúrslitaleikjum sínum. Fyrst
1971 er hann gerði sigurmark ÍA
gegn Val, en það var fyrsti sigur
IA eftir átta misheppnaðar tilraun-
ir. Pétur gerði svo bæði mörk ÍA í
2:1 sigri á Fram 1986 og eina
mark KR er liðið tapaði fyrir Fram
1:3 í fyrra.
Atli Eðvaldsson lék með Val
gegn Sigurði Björgvinssyni og
Ragnari Margeirssyni í ÍBK 1988.
Nú eru þeir hinsvegar allir komnir
í KR. Ragnar sker sig nokkuð úr
en hann hefur leikið til úrslita gegn
KR og Val, með Fram og ÍBK.
Ragnar Margeirsson leikur í dag
í sjötta sinn til úrslita. Hann
lék rneð ÍBK 1982 er liðið tapaði
fyrir ÍA 1:2 og 1985 í tapi gegn
Fram 1:3. Hann var í sigurliði Fram
1987 er vann Víði 5:0 en lék aftur
með ÍBK 1988 og tapaði þá fyrir
Val 0:1. Hann náði svo öðrum sigri
sínum í fyrra er Fram vann KR
3:1. Hann verður eini leikmaðurinn
sem leikið hefur með þremur liðum
í bikarúrslitum.
Urslitaleikurinn í dag er sá 31.
í röðinni. Alls hafa tólf lið leik-
ið til úrslita og í leikjunum 30 hafa
verið gerð 100 mörk. Fyrsta mark-
ið gerði Gunnar Guðmannsson fyrir
KR 1966 og það 100. Guðmundur
Steinsson fyrir Fram.
Reykjavíkurfélögin ijögur hafa
sigrað í 20 af 30 úrslitaleikjum
bikarkeppninnar. KR (7), Fram (7),
Valur (5), og Víkingur (1). Félögin
af landsbyggðinni hafa sigrað tíu
sinnum ÍA (5), ÍBV (3), IBK (1)
og ÍBA (1).
Skagamenn gerðu margar mis-
heppnaðar tilraunir áður en
þeir náðu loks að sigra í bikar-
keppninni 1971. Helgi Daníelsson
var markvörður liðsins í fyrstu til-
raununum og eftir fjóra bikarúr-
slitaleiki hafði hann fengið á sig
17 mörk.
Leikurinn í dag er önnur viður-
eign KR og Vals í úrslitum.
Liðin léku 1966 og þá sigruðu
KR-ingar 1:0. Valsmenn hafa sigr-
að í fimm af átta úrslitaleikjum
sínum en KR-ingar í sjö af níu til-
raunum.
Ingi Björn Albertsson og Atli
Eðvaldsson gerðu mörk Vals í
2:1 sigri gegn Fram 1977. Þeir
mætast í dag, Atli sem leikmaður
KR en Ingi Björn sem þjálfari Vals
og aðeins annar þeirra fagnar sigri.
Tveir leikmenn hafa náð bikar-
meistaratitli með tveimur fé-
lögum. Guðgeir Leifsson með
Víkingi 1971 og Fram 1973 og
markvörðurinn Guðmundur Bald-
ursson með Fram 1979-80 og Val
1988. Þrír KR-ingar eiga mögu-
leikja á að bætast í hópinn, Atli
Eðvaldsson (Val), Pétur Pétursson
(IA) og Ragnar Margeirsson
(Fram).
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990
C 17
Auðveldara,
• fljótíegra og
hagkvæmara!
IBESTAI
Nýbýlavegi 18
Sími 641988
HÆTTID
AD
BOGRA
VID
bHIFIN!
N ú fást vagnar méð nýrrí vindu
par sem moppan er undin með
éinu handtaki án pess að taka
purfi hana afskaftinu. Moppan fer
alveg inn í horn og auðveldlega
undir húsgögn. Einnig er hún
tilvalin í veggjahreingerningar.
Þetta pýðir auðveldari og betri prif.
í LEIT AÐ SKÓLASTEFNU
Á UNGLINGASTIGI
KENNARAR!
29. ÁGÚST
30. ÁGÚST
Dagskrá í RéHarholtsskóla í Reykjavik
dagana 29., 30. og 31. ágést kl. 13-17
Hvers konar kennsluhættir henta best á unglingastigi?
Hvernig viljið þið hafa námsskipulagið? Hvað er mikilvægast
að kenna nemendum? Hvers konar samskipti við nemendur
teljið þið æskilegust?
Umræðuefni: Skólastarf á unglingastigi - skipan i bekki.
Röðun í bekki eftir getu/þörfum. Er röðun æskileg - ill nauðsyn - eða ber að forðast hana?
Hvaða grundvallarsjónarmið ættum við að hafa að leiðarljósi við skipan í bekki?
Framsöguerindi flytja: Haraldur Finnsson, Réttarholtsskóla, Agla Snorradóttir,
Snælandsskóla, Jóhanna Axelsdóttir, Víðistaðaskóla, Guðrún Geirsdóttir, Grundarskóla,
Ragnar Gíslason, Garðaskóla, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Laugalækjarskóla.
Umræðuefni: Námsgreinin - nemandinn.
- Rætt verður um kunnáttu, vinnubrögð, kröfur og tengsl nemenda og kennara. Hvaða
grundvallarkunnátta er nauðsynleg nemendum okkar? Skiptir mestu að nemendur læri
ákveðin vinnubrögð?
Framsöguerindi flytja: Hannes Sveinbjörnsson, Æfingaskóla Kennaraháskóla
íslands, Guðný Ýr Jónsdóttir, Árbæjarskóla, Auður Hauksdóttir, Flensborgarskóla, Ágúst
Pétursson, Fellaskóla, Jón Guðmundsson, Hallormsstaðaskóla og Gunnar Ásgeirsson,
Réttarholtsskóla.
Umræðuefni: Skólastarf á unglingastigi.
Nemandinn - kennarinn - skipulagið.
Réttur unglingsins til náms/ kennslu. Ábyrgð skóla - ábyrgð heimilis. Uppeldishlutverk
skólans - félagsleg samskipti í bekk. Hver er stefna menntamálaráðuneytisins?
Framsöguerindi flytja: Gerður G. Óskarsdóttir, menntamálaráðuneytinu, Unnur
Halldórsdóttir, SAMFOK, Sólveig Ásgrímsdóttir, Barna- og unglingageðdeild Land-
spítalans, Helga Sigurjónsdóttir, Menntaskólanum í Kópavogi og Reynir Daníel
Gunnarsson, Ölduselsskóla.
Umsjón dagskrárinnar: Arthúr Morthens frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur,
Guðrún Ebba Ólafsdóttir frá Kennarasambandi íslands, Haraldur Finnsson frá mennta-
málaráðuneytinu, Ragnhildur Bjarnadóttir frá Kennaraháskóla Islands og Sigríður
Einarsdóttir frá Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar.
Alla dagana verða fflutf slutl framsöguerindi, umræður verða í
hópum og pallborðsumræður í lokin. Ekki þarf að tilkynna þótttöku.
31.ÁGÚST
Allt frá stuttum orðsendingum til Ijósmynda
Sendir A4 síðu á aðeins 17 sekúndum
Panafax UF-130
10 númera skammvalsminni
Verö kr. 84.105
Stgr. kr. 79.900
Panafax UF-140
70 númera skammvalsminni
Sjálfvirkt endurval
Verö kr. 94.631 — Stgr. 89.900
Panasonic
Tímanna tákn!
iTÆKNIVAL
SKEIFUNNI 17 • 108 R. • S. 681665/687175