Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 KVIKMYNDAKLÚBBURINN KVIKMYNDIR Hver erþróunm á bíómarkabnum? Mel Gibson reynir að fá innfædda ofan af því að drepa félaga sinn (Robert Dow- ney jr.) í „Air America“. AMERÍSKA FLUGFÉLAGIÐ NÝJASTA Mel Gibson-myndiu heitir „Air Amer- ica“ og gerist í Víetnamstríðinu en henni er leik- stýrt a f hasarrnanninum Roger Spottiswoode („Shoot to Kill“). Myndin segir í svart-kómískum ævintýrastíl frá heldur villtum flugmönnum sem flugu fyrir CIA í stríðínu með aJlt. frá hrísgijón- um til 100 prósent ópíums í farangrinum. Mei og Robert Dow- ney jr. leika tvo af þessum ftugmönmim og David Bowie kemur einn- ig við sögu. Handritshöf- undurinn John Eskow vill að það komi skýrt fram að „Air Ameriea" er ekki enn ein Víetnammyndin. „Hún er skemmtun fyrir alla fjölskylduna með grini og sprengingum.“ Og: „Þú þarft ekki að vera kommúnisti . til að hún falii þér í geð.“ Fyrir fimm árum rakst Ieikstjórinn Richard Rush (hin l'rábæna en litt séða „The Stuntman") á bók- ina „Air America“ og hann sá hana fyrir sér í bíó sem fyrstu gaman- myndina um Víetnam. Carolco keypti handrit hans og hann átti að leik- stýra með Sean Connery í hlutverki eldri flug- mannsins en Kevin Costner skyldi leika þann yngri. Costner var svo lengi að ákveða sig að Rush rnissti titilinn „fyrsta gamanmyndin um Víetnam" til Robin Will- iams-myndarinnar „Good Morning, Vietnam". Skömmu sfðar var Rush fenginn ofan af því að leikstýra og Bob Rafa- elson kom í staðinn með nýjan handritshöfund, Eskow, og nýja menn í hlutverkin. Thailand várð fyrir valinu sem tökustað- ur en Rafaelson gafst upp á að bíða eftir að löngu og ströngu verkfalli handritshöfunda lyki og hætti við. Spottiswoode var íenginn í staðinn, Gibson og Downey voru ráðnir ásamt aukaleikur- um og heila liðið lenti í Thailandi fyrir rúmu ári þar sem allt gekk loks að óskum. GAjVIANMYIMD MURRAYS BANDARÍSKI grinarinn Bili Murray hefur leikstýrt sinni fyrstu mynd (hann gerirþað í samvinnu við Howard Franklin), en hún heitir „Qu- ick Change“ og er með Geena Davis, Randy Quaid og Jason Robards í aukahlutverkum; Murray fer auðvitað sjálfur með aðalhlutverkið. „Quick Change“ er gaman- mynd um ósköp venjulegan New York-búa sem einn dag- inn klæðist trúðafötum og rænir banka, en á leiðinni út á flugvöll lendir hann í vondum málum. Murray hiýtur að hafa haft al- veg sérstakan áhuga á mynd- inni því á undanförnum árum hefur hann hafnað aðalhlut- verkum í myndum eins og Nomunum frá Eastwick, Regn manninum og Batman. Murray og Davis; bankarán. Farsýningar og krabbaskrímsli Fi jórða sýningartímabil Kvikmyndaklúbbs íslands hófst með nokkuð skemmti- legum hætti fyrir skömmu með útisýningu í bakgarði veitingastaðarins N1 á Klapparstíg á myndinni Rokksvindlið mikla eða „The Great Rock’n’Roll Swindle“ um bresku pönkhljómsveit- ina_„Sex Pistols". Útisýningin er nýmeti sem klúbburinn ætlar að leggja áherslu á í vetur en það eru svokallaðar farsýningar á 16 mm myndum. Verða þá myndir sýndar á stöðum sem þykja eiga við innihaldið í það og það skiptið. Að auki verða fastar bíósýningar í Regnboganum eins og verið hefur og hófust þær í gær á mynd Leos Carax, „Mauvais Sang“ eða Spillt blóð en hún verður sýnd aftur á morgun, mánudag. í september verður önnur farsýning en nú með erótísku yfirbragði því sýndar verða nokkrar erótískar stutt- mjmdir að utan sem splæst er saman í eina 84 mín. mynd. Önnur farsýning gæti orðið á „When the Wind Blows“ en það er óráðið enn hvort hún og aðrar 16 mm komi, að sögn Guðmundar Karls Björnssonar í undir- búningsnefnd klúbbsins. í október verða sýndar myndir eftir danska leikstjó- rann Carl Theodor Dreyer en þær eru Jóhanna af Örk, Vampíran, Orðið og Dagur reiðinnar. Guðmundur Karl sagði að unnið væri að því að fá myndir eftir Finnana Aki og Mika Kaurismaki á klúbb- sýningar en ef af verður yrðu þær sýndar öðruhvoru megin við áramótin. Einnig er í ráði að fá myndirnar „Drowning by Numbers" eftir Peter Gre- enaway, „Jesus of Montreal" eftir Denys Arcand og „Swimming to Cambodia" eftir Spalding Grey. Þá nefndi Guðmundur að ætlunin væri að fá til sýninga nokkrar frumstæðar banda- rískar B-vísindahrollvekjur frá fimmta og sjötta ára- tugnum eins og Krabba- skrímslið og þess háttar. Dreyer; íjórar myndir í Klúbbnum._ IBIO Það hefur lítið farið fyrir myndum fyrir vandláta í bíóunum að undanföniu, eins og minnst var á hér í síðasta dálki, en biðin eftir þeim verður styttri en þá var talað um, því Háskólabíó mun sýna nokkrar gimi- legar með haustinu. Fyrsta er að nefna nýj- ustu mynd Peters Gre- enaways, „The Cook, the Thief, the Wife and Her Lover,” sem lenti í úti- stöðum við bandaríska kvikmyndaeftirlitið. Þá kemur nýjasta mynd Pet- ros Almodóvars, „At- ami!“, einnig nýjasta Wo- ody Allen-myndin, „Cri- mes and Misdemeanour,” og mynd undramannsins Kenneths Branaghs, „Henry V", að ógleymdri „Wild at Heart" eftir David Lynch. Þá keinur líka sænski þrillerinn „Kronvittnet” í Háskóiabíó, en Friðbert Pálsson bíóstjóri sagði i samtali að myndum frá Norðurlöndunum ætti eftir að fjölga þar í fram- tíðinni. AÖsóknin eykst og myndum fækkar KVIKMYNDAHÚSAGESTUM í Reykjavík fór fækk- andi frá árinu 1985 til 1988 en þeim fjölgaði aftur á síðasta ári. Ástæðu fækkunarinnar á árunum á undan má eflaust tengja aukinni myndbandavæðingu heimil- anna og tilkomu nýrrar sjónvarpsstöðvar. Þess ber einnig að geta að færri myndir eru frumsýnd- ar með hverju árinu. Þannig voru frumsýndar 229 myndir árið 1985 en aðeins 157 í fyrra. Athyglisvert er að aðsóknin skuli aukast í fyrra þrátt fyrir að þá voru fæstar myndir frumsýndar. Það bendir til að fleiri myndir en áður fái mikla aðsókn og eru sýndar lengur. amkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands MNýjasta mynd Philips Kaufmans (Óbærilegur léttleiki tilverunnar) er Henry og June með Fred Ward og Uma Thurman í aðalhlutverkunum. Mynd- in gerist I París á þriðja áratugnum og segir frá ástarævintýri rithöfund- anna Ana'ís Nin og Henry Millers og leit þeirra að hinni „fullkomnu ást“. Reyndar voru þau bæði í hjónabandi þegar leitin hófst — en hvað er það á milli vina? ■ Bertrand Tavernier, sem gerði hina frábæru og fallegu „’Round Midn- ight“, hefur gert mynd senT heitir á ensku „Life and Nothing But“ og er drama um tvær konur í lok fyrri heimsstyijaldarinnar og hvemig þær upplifa dauða eiginmanna sinna og eyðilegginguna allt í kring. Philippe Noiret fer með stórt hlutverk í myndinni. en hann var síðast sýning- arstjórinn í Paradísarbíó- inu. ■/ september verður frumsýnd vestra nýjasta bíómynd Adrian Lyne, Stigi Jakobs eða „Jacob’s Ladder. Það er sálfræði- þriller um mann sem tekur að lifa í eigin ofskynjunum. Með aðalhlutverkið fer Tim Robbins. komu alls 1.176.000 gestir á þær 157 bíómyndir sem sýndar voru í Reykjavík árið 1989 en eins og við var að bú- ast voru flestar myndanna banda- rískar eða alls 135. Þetta er heldur meiri aðsókn en árið 1988 þegar 1.094.000 gest- ir sóttu Reykjavíkursýning- arnar en það er minnsta aðsóknin undanfarin fimm ár. Mest var hún 1985 en þá töldust gestirnir vera 1.418.000. Fyrir áratug, þegar kvikmyndahúsin voru 12 í stað sex núna, var að- sóknin mun meiri. 1979 og 1980 voru gestir að meðal- tali 1.727.000 hvort árið. Þetta þýðir um 40 prósent fækkun gesta frá byijun ,til loka áratugarins. í Hagtíðindum frá því í október á síðasta ári er reiknað út að hver landsbúi hafi farið 5,8 sinnum í kvik- myndahus árið 1988 en árið 1980 var samsvarandi hlut- fall talið vera 11,2. Til sam- anburðar má nefna að árið 1987 töldust Danir fara 2,2 sinnum í bíó hver maður, Norðmenn þrisvar og Svíar tvisvar. Þegar myndunum 157 frá síðasta ári er skipt niður eftir þjóðerni kemur í ljós það sem allir vita að megin- hlutinn er bandarískur eða 135 myndir en inní þessar tölur eru ekki teknar með kvikmyndahátíð Listahát- íðar og kvikmyndavikur heldur aðeins almennar sýn- ingar. Átta myndir komu frá Bretlandi, sex frá Frakklandi, tvær frá Dan- mörku og ein frá Þýska- landi, Spáni, Júgóslavíu og Ástralíu. Fjöldi sæta í bíóum höf- uðborgarinnar var árið 1985 5.843 en 4.655 í fyrra. Inní þeirri tölu eru ekki þrír nýir salir Háskólabíós sem voru opnaðir á þessu ári með samtals 713 sæti svo framboðið er núna 5.368 sæti. Enn er eftir að opna um 90 til 100 sæta sal í Háskólabíói. eftir Arnald indriðason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.