Morgunblaðið - 26.08.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNÚDAGUR 26. ÁGÚST 1990
C 21
Bubbi tekur upp
BUBBI Morthens lauk nýverið við upptökur á næstu
breiðskifu sinni sem gefin verður út af Steinari hf. fyr-
ir jól og var platan unnin á mettíma.
Bubbi vann plötuna með
þeim Hilmari Erni
Hilmarssyni og Christian
Falk, sem hann vann einnig
með Nóttina löngu og hljóð-
maður var sem fyrr Ken
Thomas. Upptökur hófust
30. júlí og 16. ágúst var plat-
an tilbúin. Bubbi lýsti
ánægju sinni með samstarf-
ið, en sagði þetta hafa verið
stranga töm. Hann tók sér
þó ekki mikla hvíld, því 19.
var hann farinn af stað í 33
daga tónleikaferð um landið.
Ljósmynd/Björg SveinsdóUir
Christian Falk, Hilmar Orn
Hilmarsson, Bubbi Morth-
ens og Ken Thomas kátir
að loknum upptökum.
Bless „Þetta er ekkert gums.
GUMS
ROKKSVEITIN Bless er
næsta sveit íslensk sem
gefur út plötu ytra, því
14. september nk. verður
gefín út um heim allan
platan Gums.
Bless skipa þeir Gunnar
Hjálmarsson gítarleik-
ari og söngvari, Birgir
Baldursson trommuleikari,
Ari Eldon bassaleikari og
nýverið gekk í sveitina Pét-
ur Þórðarson gítarleikari.
Gunnar sagði í spjalli að
Pétur hefði styrkt sveitina
mjög á sviði, en hann kæmi
lítt við sögu á plötunni,
enda hún langt komin þegar
hann bættist við. Þór Eldon
sá um upptökustjórn og tók
þátt í útsetningum og sagði
Gunnar að þeir hefðu unnið
með honum að nokkru
síðustu plötu sveitarinnar,
Melting, og hefði líkað það
vel að samstarfið varð
meira. Bless er þekkt fyrir
harkalega rokktónlist, en
yfirbragð Gums er öllu
mýkra, nánast popp. Gunn-
ar var þó ekki á því að nóg
væri af poppinu „hún hefði
mátt vera öllu poppaðri“.
Nafnið sagði Gunnar
komið frá Ara Eldon sem
var að borða pizzu á Akur-
eyri og þótti heldur mikið
gums á pizzunni. „Þetta er
þó ekkert gums,“ sagði
Gunnar.
að hafa mikil áhrif á yngri
tónlistarmenn, þar á meðal
Youssou N’Dour, en fyrstu
upptökur sveitar hans, Super
diamono de Dakar, minna
um margt á Baobab-sveitina.
1982, sama á og Youssou
stofnaði sína fyrstu sveit, fór
Baobab-sveitin í hljóðver og
tók upp nokkur lög sem setja
átti á breiðskífu. Eitt lag af
þeirri skífu, Utru Horas,
barst til BBC nokkrum árum
síðar og var margsinnis spil-
að þar. Það vakti feikna at-
hygli á sveitinni, sem enginn
á Vesturlöndum virtist
þekkja til. Útsendarar plötu-
fyrirtækja í Bretlandi fóru
af stað að leita sveitina uppi
og fyrir stuttu kom svo út
platan Pirates Choice, sem á
er Utru Horas og önnur lög
frá upptökunum 1982.
Á plötunni má heyra að
þar eru engir viðvaningar á
ferð og hver perlan rekur
aðra. Baobab-sveitin er enn
til, en skipuð nokkuð öðrum
tónlistarmönnum. Eftir lifa
upptökurnar frá hijóðverinu
í Dakar 1982, sem gera Ba-
obab-sveitina að einni
fremstu afrísku poppsveit
seinni tíma.
Morgunblaðið/Sverrir
■ HLJÓMS VEITINJúpít-
ers er án efa ein óvenjuleg-
asta sveit sem starfandi er
hér á landi um þessar mund-
ir, eins og allir þeir sem heyrt
hafa sveitina flytja Smoke
on the VFaiermeð saxófón-
um, trombónum, trompetum
og hammondorgeli til viðbót-
ar við hefðbundir rokkhljóð-
færi. Sveitin vekur þó at-
hygli víðar en á íslandi, því
fyrir stuttu bárust fyrir-
spurnir um sveitina frá Jap-
aii, þar sem menn virtust
ólmir í að gera við hana útg-
áfusamning.
Morgunblaðið/Einar Falur
ÞEGAR skoðuð er saga
popptónlistar í Senegal
rekst menn hvarvetna á
Etoile-sveitina sem nánast
allir tónlistarmenn seneg-
alskir hafa hafið feril sinn
í. Frá sveitinni hafa klofn-
að ótal hljómsveitir og
nægir þar að nefna Super
Diamono de Dakar, sem
Youssou N’Dour leiddi.
Einna frægust þeirra
sveita í Vestur Afríku og
sú sem hvað leyndardóms-
fyllst hefur verið er Ba-
obab-sveitin.
Baobab-sveitin, Orchestra
Baobab, stofnuð 1970,
var í 'fararbroddi þeirra
sveita sem tóku að leika
afríska tónlist frekar en
suður-ameríska á áttunda
áratugnum. Hljómsveitin
ákvað snemma að helga sig
woloof-tónlist og skapaði sér
sérstakan hljóm sem sveitar-
menn mynduðu í sameiningu,
þar fremstir í flokki hinn
snjalli gítarleikari Barthel-
emy Attisso og framúrskar-
andi saxófónleikari, Issa Cis-
sako. Sveitin varð snemma
ein vinsælasta hljómsveit
Vestur-Afríku og átti eftir
DÆGURTÓNLIST
Bandalaga-
bandmynd
MYNDBÖND sem leiknar
auglýsingar hafa verið
snar þáttur í markaðsetn-
ingu tónlistar síðustu ár
hér á landi ekki síður en
ytra. Flest deyja þessi
myndbönd eftir stutta ævi
líkt og aðrar auglýsingar,
en nú hefur Steinar gefið
út myndbönd sem gerð
voru við nokkur lög af
safnplötunni Bandalögum.
Lögin eni með Bubba
Morthens, Sálinni hans
Jóns míns, Todmobile, Loð-
inni rottu, Karli Örvarssyni,
Greifunum og Nýdönsk.
Kjartan Guðbergsson hjá
Steinum sagði að útgáfa
þessa myndbands væri eins-
konar markaðskönnun og
fullur hugur væri fyrir því
að endurtaka ámóta útgáfu,
ef salan gengi vel. Að auki
væri svo mikið lagt í mörg
þessara myndbanda að hart
væri að láta þau gleymast.
Senegalskir
frumherjar
Er reggí búib ab vera?
RasTafari ákallaður
A MEÐAN Bob Marley lifði var reggí ein vinsæl-
asta tónlistarstefna i heimi.
Ekki var nóg með að
sífellt komu fram nýir
tónlistarmenn frá heimal-
andi reggís, Jamaica, held-
ur reyndu fjölmargar sveit-
HBaaaaHHaaBn ir á Vest-
urlöndum
fyrir sér
með
reggílög,
með mis-
jöfnum
árangri.
Langf-
lestir litir
flytjendur reggís voru ra-
stafaritrúar, þ.e. þeir trúðu
á Ras Tafari, keisara Eþí-
ópíu, sem tók sér nafnið
Haile Selassie', og ýmsa
spámenn hans, þar á meðal
Bob Marley. Þegar Marley
féll frá 1981 fjaraði undan
reggíinu og um tíma virtist
það með öllu horfíð, í það
minnsta í vestrænum
plötubúðum. Reggíið lifði
þó og lifir enn. Nýverið
eftir Átna
Matthiasson
tóku ýmis fyrirtæki upp á
að gefa út gamlar reggí-
skifur á geisla-
diskum og t.a.m.
hefur Tuff Gong-
fyrirtæki Bobs
Marleys þegar
gefið út allar
hans skífur á
diskum og
Mango/lsland
hefur einnig sent
frá sér fjölmarga
diska. Fyrir
stuttu opnaði svo
Virgin geymslur
sínar og gaf út
fyrstu diskana í
mikilli reggí-
syrpu.
Margar bestu
reggísveitir sög-
unnar hafa verið
á mála hjá Virgin
og nægir að
nefna Culture,
Mighty Diam-
onds, The Gla-
diators og Abyssinians og
svo söngvarana og „to-
asterana" (en toasting er
það kallað þegar diskótek-
arinn syngur eða talar yfir
tónlistina sem hann er að
spiia eftir aðra) Gregory
Isaacs, Big Youth, U. Roy
og Keith Hudson. Sýnis-
horn af því sem í vændum
er að finna á diskinum The
Front Line, sem er að uppi-
stöðu sama skífa og kom
út fyrir rúmum áratug.
Rastafarimenn eru áber-
andi á plötunni, eins og
vera ber og má nefna Mes-
Culture
Ras Tafari,
Ljónið af
Júdeu,
ákallaður.
sage from the King með
Prince Far I, Behold með
Culture, The Great Psalms
og Natty Rebel með U. Roy
og Civilization með Keith
Hudson, aukinheldur sem
allar skífurnar sem hingað
til hafa komið út í röðinni
eru skreyttar með hinutn-**
heilögu litum rastafari-
manna, rauðu, grænu og
gulu. Ekki hefur svo mjög
miðað í átt
að falli „ba-
býlonkerfis”
Vesturlanda
sem ráðist er
all harkalega
á í flestum
laganna, en
tónlistin er
tímalaus þó
boðskapur-
inn eldist
misvel.