Morgunblaðið - 26.08.1990, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.08.1990, Qupperneq 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 - t Konan mín, SIGURBJÖRG PÁLSDÓTTIR, lést 24. þ.m. Pétur Ingimundarson, Sólvallagötu 43, Reykjavík. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi SIGURÐUR TÓMASSOIM loftskeytamaður, Ásholti 5, Mosfellsbæ, lést í Landspítalanum 22. ágúst. Valdís Ólafsdóttir, Magnea Dagmar Sigurðardóttir, Ólafur Sigurðsson, Sólrún Jónsdóttir, Dagmar Elín Sigurðardóttir, Skúli Eggert Þórðarson, Sigriður Unnur Sigurðardóttir, Ottó Þorvaldsson, Sigvaldi Tómas Sigurðsson og barnabörn. t f Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, FRIÐRIK J. G. RÓSASOIM, sem lést í Borgarspítalanum 15. ágúst verður jarðsunginn þann 28. ágúst í Fossvogskirkju kl. 15. Rósi Jason Árnason, Hrafnhildur G. Ólafsdóttir, Ólafur Á. Rósason, Sesselja D. Tómasdóttir, Friðveig E. Rósadóttir, Guðmundur S. Pálsson, Árni H. Rósason, Geirþrúður M. Rósadóttir, Ægir Svansson og frændsystkini. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og mágur, EGGERT JOCHUM VÍKINGUR, Melgerði 26, Kópavogi, sem lést 21. ágúst, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudag- inn 27. ágúst kl. 13.30. Axel Björn Eggertsson, Sólveig Sigurðardóttir, Ástríður Guðrún Eggertsdóttir, Sveinn Þ. Víkingur, Elsa Þorsteinsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÓLAFSSON, Asparfelli 4, Reykjavík, sem andaðist 22. ágúst, verður jarðsunginn þriðjudaginn 28. ágúst kl. 10.30 frá Bústaðakirkju. Unnur Hermannsdóttir, Ásthildur Ólafsdóttir Guðjón Bjarnason, Þorbjörg Ólafsdóttir, Guðfinna Ólafsdóttir, Guðmundur H. Eiriksson, Erla Ólafsdóttir, Karl Haraldsson, Páll Ólafsson, Þuríður K. Heiðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Birna Þórðardóttir Fædd 10. júní 1933 Dáin 17. ág-úst 1990 Ástkær amma okkar, Birna Þórð- ardóttir, andaðist föstudaginn 17. ágúst. Við fráfall hennar skapaðist tómarúm sem enginn getur fyllt upp. Margar eru minningarnar sem ,við eigum um hana. Alltaf var hún reiðubúin að að- stoða alla á einn eða annan hátt. Hún bar umhyggju fyrir öllum í kringum sig og hugsaði fyrst og fremst um náungann. Það var erfitt að segja skilið við hana úr þessum heimi en þökkum Guði fyrir að hafa átt hana. 0, Drottinn minnar sálar sól nú sígur undir ljóssins hjól en þegar birtan burtu fer þín blessuð ásján lýsir mér. Nú lít ég yfir liðinn dag og lofa þig með gleðibrag því allt mitt líf og allt mitt ráð var ofið þinni líkn og náð. (Matt. Jochumsson) Birna, Rebekka ogJHrafn. Mig langar til að minnast í ör- fáum orðum móðursystur minnar, Birnu Þórðardóttur. Það var mér reiðarslag þegar móðir mín hringdi til mín til Árósa og tilkynnti mér að Birna systir hennar hefði veikst alvarlega. Á þeirri stundu grunaði mig ekki hversu skammt hún ætti eftir ólifað. Ég var þá þegar búin að ákveða að koma til Islands um miðjan ágúst og hlakkaði ég til að hitta Birnu og fá tækifæri til að spjalla við hana. En skjótt skipast veður í lofti, ég rétt náði að kveðja hana því hún lést þann 17. ágúst sl., tveimur dögum eftir að ég kom heim til íslands. Aldur er afstætt hugtak og fyrir mér var Birna ung og falleg og þar af leiðandi alltof ung til að kveðja okkur svo snemma. Þegar ég lít til baka er margs að minnast, en þó bera hæst þær minningar, sem ég á um Birnu og hennar fjölskyldu frá Elliðavatni. I mörg sumur dvaldist ég sem krakki hjá ömmu Katrínu í Dalakofanum, eins og amma kallaði hann, og þangað kom Birna oft með Rósu og Þóru og dvöldu þær um lengri eða skemmri tíma, en Ingimundur var ekki fæddur þá. Um helgar kom svo Helgi í heimsókn og fengum við stelpurnar þá að vaka lengur og eru mér í fersku minni björtu sumarkvöldin er við lékum okkur niður við vatnið meðan Helgi og Birna renndu fyrir silung. Ég á Birnu margt að þakka og hún var mér ávallt sem besta móð- ir og vinur. Hún var sérlega blíð og mild í fasi, sem gerði það að verkum að manni leið vel í návist hennar og frá henni streymdi skiln- ingur og hlýja. Seinna meir eftir að við fluttumst utan af landi til Reykjavíkur varð samgangur fjöl- skyldna okkar ennþá meiri og sér í lagi systranna. Þá reyndi ég sem unglingur hversu gott var að leita til Birnu og var hún mér þá sem besta vinkona, fær um að útskýra hin flóknu vandamál mannlífsins á einfaldan hátt. Þessi skilningsríka kona var ávallt reiðubúin til að hjálpa og gefa öðrum styrk alveg til síðustu stundar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Bimu að og í huga mér mun ég ávallt geyma ljúfar endur- minningar og það vegamesti sem hún gaf mér. Guðfinna Theodórsdóttir Aðfaranótt hins 17. ágústs and- aðist mín kæra vinkona Bima Þórð- ardóttir eftir frekar stutt en erfíð veikindi. Það kom ekki á óvart er hringt var til mín og mér var til- kynnt andlát Birnu en samt þyrmdi yfír mig, því það að eiga góða og trygga vinkonu sem alltaf var hægt að fara til eða hringja og tjá sín innstu mál bæði góð og slæm. Allt- af var hlustað á, gefín góð ráð, tekið þátt í gleði og sorgum og aldr- ei féll skuggi á, alltaf vær hægt að treysta Bimu fyrir öllu því ekki var hætta á að það færi lengra, það var ömggt. Að hafa fengið að eiga hana fyrir vinkonu í tæp 30 ár er mikil gæfa. Minningarnar hrannast upp þegar setið var og rabbað, spáð í bolla heilu kvöldin til að kanna framtíðina og alltaf kom eitthvað spaugilegt út úr þessu sem hægt var að hlæja að og glettast með, en svo komu alvarlegar stundir þegar rætt var um börnin og framtíð þeirra, þá var alvaran á ferð því Bima bar mikla umhyggju fyrir bömum sínum, eiginmanni og allri fjölskyldunni. Hún var svo góð við alla, alltaf var hún að bjóða frænkum og frændum eða vinum í mat og þá var það oft fólk sem átti kannske ekki marga að, svona var Birna, alltaf tilbúin að gefa af sér og hjálpa öðrum. Dóttir mín, Anna, vill þakka henni fyrir allt það góða er hún sýndi henni alla tíð og sérstaklega átta árin sem þær vom nágrannar. Lífíð var ekki alltaf dans á rósum hjá Birnu, hún þurfti oft að berjast við veikindi bæði hjá sjálfri sér og einnig er Helgi, henn- ar ektamaki, eins og hún sagði oft, veiktist fyrir nokkrum árum, þá kom vel í ljós hve mikið hún unni honum, var hans stoð og stytta enda kom það til baka er hún veikt- ist núna, það var unun að sjá hve mikla umhyggju hann sýndi henni eins og öll hennar fjölskylda og vin- ir þar til yfir lauk. Hún Bima mín var svo mikil húsmóðir. Heimili hennar og Helga var eitt listaverk og sýnir það best hve samhent og smekkleg þau voru. Hún Birna mín var glæsileg og falleg kona, alltaf svo hrein og fín og með vel snyrtar hendur og fal- legt hár svo ég tali nú ekki um blíða brosið út I annað. Að lokum vil ég svo þakka Guði fyrir að hafa fengið að eiga Bimu fyrir vinkonu öll þessi ár og hafí þökk fyrir allt. Kæri Helgi, Ingimundur, Þóra, Rósa og fjölskyldur, Guð gefí ykkur styrk í gegnum þessa sorg. Minningin um góða konu mun hjálpa. Edda Larsen Lífíð er eins og við vitum öll, að við fæðumst til þess að deyja. Þó eram við aldrei tilbúin að taka dauð- anum, eins og nú þegar kær vin- kona okkar hefur kvatt þennan heim alltof fljótt. Mig langar að þakka Bimu okkar góðu kynni er hófust fyrir 34 áram við heldur óvenjulegar aðstæður. Við vorum báðar hrifnar frá fjöl- skyldum okkar í marga mánuði. Við náðum svo vel saman að við áttum gott með að laga okkur að aðstæðum og vinskapur okkar hef- ur staðið órofínn síðan. Er hugurinn reikar aftur í tímann rifjast upp fyrir mér er við voram að fara í eina af okkar fyrstu utan- landsferðum. Þá gættum við hvor fyrir aðra litlu drengjanna okkar. 0, það er svo margs að minnast og þakka. En þó stendur upp úr það sem við hjónin getum aldrei fullþakkað er við gengum I gegnum erfítt tíma- bil og Birna og Helgi opnuðu fyrir okkur heimili sitt. Það var í nokk- urn tíma ogþeir haustmánuðir 1987 verða okkur ávallt ógleymanlegir. Fyrir allt þetta viljum við hjónin þakka og svo ég noti orð Bimu sjálfrar, „hún er svo spes.“ Elsku Helgi og böm, við vitum að það verða erfíðir tímar framund- an en elskuleg minning um Birnu mun lifa með okkur öllum og styrkja okkur í sorginni og treganum. Minningin mun líka hjálpa okkur til að halda merki hennar á lofti. NÝJUNG í SKILTAGERÐ Jón Jónsson F. 21. október 1800 - D. 9. maí 1900 Hvíl í friði GERÐINP Framleiðum skilti úr álblöndu með Ijósmyndum og skrautrituðum texta ef óskað er. Mynd og texti afar skýr og rafhúðað yfirborð sem endist óbreytt í áraraðir utanhúss. Skeifunni 6 • Pósthólf8650 • 128Reykjavík • Sími 687022 • Fax 687332 t Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RAKEL GUÐMUNDSDÓTTIR, Grettisgötu 66, áður til heimilis á Skúlagötu 70, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni mánudaginn 27. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd annarra vandamanna. Helga Axelsdóttir. t Ástkær eiginkona mín ög móðir, GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, Sæbólsbraut 3, Kópavogi, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Sigurður Runólfsson, Lilja Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.