Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 29

Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 C 29 Hlíf sagði hlutfall íslendinga í gist- ingu á hótelinu hafa heldur vaxið ef eitthað væri en gat þess jaf n- framt að hótelið byggi töluvert á gistingu fyrir lax- og silungsveiði- menn sem kæmu til veiða í hérað- inu og væri það vaxandi þáttur. Páll Valgeirsson, vallar- stjóri. Frá Blönduósi tíma og aðaláherslan væri nú á að viðhalda góðum níu holu golfvelli. Páll sagði að fólk sem kæmi frá þéttbýlli stöðum og spilaði á vellin- um hefði oft á orði hversu allt yfir- bragð spilamennskunnar væri ró- legra og pressan væri miklu minni. Umhverfið er fallegt og návist him- brimans á vötnunum með sínum hvella hlátri lífgar verulega upp á tilveruna. Um Vatnahverfissvæðið í heild sagði Páll að svæðið byði upp á óþijótandi möguleika. Sem dæmi nefndi Páll Valgeirsson eins og Hlíf hótelstjóri veiðar og vatnaíþróttir. Auk þess eru fallegar gönguleiðir meðfram vatninu og er sumri tekur að halla getur fólk farið í beijamó svo eitthvað sé nefnt. Páll sagði að Blönduósbær hefði staðið dyggilega við bakið á golfáhugamönnum við uppbyggingu golfvallarins með beinum og óbeinum hætti en mest- öll vinna við golfvöllinn hefði á síðastliðnum fímm árum verið unn-- in í sjálfboðavinnu. Páll sagði að þó mikið starf hefði verið unnið væru verkefnin í Vatnahverfi óþijótandi og með samstilltu átaki yrði hægt að gera hverfið að sann- kallaðri útivistarparadís. Jón Sig Tilkomumikið lista- verk á réttum stað Til Velvakanda. ú er búið að koma upp nýju listaverki í Reykjavík. Það þer nafnið Sólfar. Ég vil láta í ljós ánægju mína með verkið og val á staðsetningu þess. Þetta er glæsi- legt og tilkomumikið listaverk sem nýtur sín til fulls á þeim stað sem það er. Einhvers staðar las ég að einhver væri að kvarta undan stað- setningunni. Ég er allsendis ósam- mála því menn fyllast lotningu þeg- ar horft er á listaverkið og yfir sundin. Engu er líkara en Sólfarið gæti tekið á rás yfir sundin blá. Guðjón M. Vel vaxinn kvenlíkami spillir ekki náttúrufegurð Til Velvakanda. Laugardaginn 18. ágúst birtir þú bréf undir fyrirsögninni „Þvo sér frá toppi til táar upp úr handlaugum“. Við þetta bréf vil ég gera tvær athugasemdir. Hin fyrri er sú að þegar ég var við nám í Verslunarskóla íslands benti íslenskukennarinn okkar, Ingi Þ. Gíslason, ágætrar minningar, okkur á að þetta orðalag væri af- leit íslenska. Við ættum að segja „frá hvirfli til ilja“. Hitt atriðið er að ég þekki ekk- ert fallegra handverk Guðs en vel vaxinn kvenlíkama. Mér er ómögu- legt að sjá að það spilli á neinn hátt náttúrufegurðinni í Skaftafelli, eða hvar sem er, þótt ung kona þvoi líkama sinn undir berum himni, fyrir allra augum. Ég vildi bara að ég hefði verið kominn þangað til að horfa á þetta, ef stúlkurnar hefðu sætt sig við fleiri áhorfend- ur. Annað mál væri ef þær hefðu á einhvern hátt hegðað sér dóna- lega, en það kemur ekki fram í bréfinu. Þetta virðast bara hafa verið lífsglaðar ungar stúlkur sem nutu þess að vera eins og Guð gerði þær úr garði úti í náttúrufegurð hans, laúsar við borgarskarkala og mengun, með blóm og runna í bak- sýn, rétt eins og Eva forðum í Ed- en, vitandi að líkaminn sem Guð skapaði er ekkert til að skammast sín fyrir, heldur fagur og aðlaðandi. Ef ég ber þessa sýn í huganum saman við sumt af því sem okkur er sýnt í sjónvarpi og bíó, subbuleg- ar uppáferðir og nauðganir til dæm- is, þá liggur ekki við að ég hneyksl- is á nöktu stúlkunum í Skaftafelli. Starkaður. Iþróttaþættir hafa uppeld- islegt gildi fyrir ungu kynslóðina Til Velvakanda. Nokkrar óánægjuraddir hafa heyrzt út af sýningu þátta um hið stórkostlega íþróttamót, Friðar- leikana, sem haldnir voru í sumar. Slíkar raddir um sýningu íþrótta- þátta hafa raunar oft heyrzt fyrr. Ég vil aftur á móti þakka sýn- ingu slíkra þátta. Mér finnst þeir skemmtilegir, tel að þeir hafi upp- eldisgildi fyrir ungu kynslóðina, og síðast en ekki sízt: þá fækkar sjálf- krafa sýningum alls konar ofbeldis- mynda, sem eru allt of algengar í sjónvarpi. ES: Að einu vil ég finna varð- andi íþróttaþættina: Málfar sumra þeirra, sem þar annast kynningu, er nokkuð ábótavant. Ingibjörg Jónsdóttir Djasstónleikar sunnudag kl. 21.30 Olivier Manouray og Tómas R. Einarsson Bandóneonleikarinn Olivier Manouray frá París ogTómas R. Einarsson leika tónlist eftir þá sjálfa. Áhugaverðir tónleikar Heiti potturinn Fiscersundi HANDMENNTASKOU ISLANDS BOX1464 121 REYKJAVÍK SÍMÍ: 91/27644 Handmenntaskóli íslands hefur kennt yfir 1600 Islendingum bæði heima og erlendis á síðastliðnum níu árum. Hjáokkurgeturþú lærtteikningu, litameð- ferð, skrautskrift, innanhússarkitektúr og gerð kúluhúsa - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólaformi. Þú færð send verkefni frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. - Biddu um kynningu skólans með því að senda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 27644 núnastrax, símsvari tekurviðpöntun þinni ánóttu sem degi. -Tfmalengd námskeiðanna stjórnar þú sjálf(ur) oggeturþví hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra þitt áhugasvið á auðveldan og skemmti- legan hátt. Þú getur þetta líka. - Nýtt hjá okkur: Innanhússarkitektúr. ÉG ÓSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT HMÍ MÉR AD KOSTNADARLAUSU Sídbuxur í miklu úrvali Stærðir 38-46, 5 litir v/Laugaiæk, sími 33755.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.