Morgunblaðið - 26.08.1990, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990
C 31
Regnhlífar settu svip sinn á
heimsókn framkvæmda-
stjórans til íslands. Hér er
hann á Þingvöllum en hann
varö fyrstur f ramkvæmda-
stjóra SÞ til að ganga á Lög-
berg.
U Thant ásamt forseta ís-
lands, Ásgeiri Ásgeirssyni, á
Bessastöðum.
Það fer vel á með þeim U
Thant, Bjarna Benediktssyni
forsætisráðherra og Emil
Jónssyni utanríkisráðherra á
viðræðufundi þeirra í Stjórn-
arráðinu.
SÍMTALID...
ER VJÐ HJALTAHUGASONAÐSTOÐARREKTOR KHÍ
Mildl aÖsókn
„Kennaraháskólinn, Góðan dag-
inn.“
— Morgunblaðið, góðan daginn.
Páll Lúðvík Einarsson blaðamaður
hérna. Gæti ég fengið að tala við
Jónas Pálsson rektor?
„Hann er nú í fríi en Hjalti Huga-
son leysir hann af.“
— Gæti ég fengið samband við
hann?
„Halló.“
— Góðan daginn. Páll Lúðvík
Einarsson heiti ég og er blaðamað-
ur á Morgunblaðinu. Núna fer að
styttast í að skólarnir hefjist. Hve-
nær byijið þið í Kennaraháskólan-
um?
„Við byijum mánudaginn 3.
september."
— Hvað er námið langt og hvað
eru niargir nýnemar innritaðir í ár?
„í dag er kennaranámið þriggja
ára nám en lög frá 1988 kveða á
um að námið lengist f fjögur ár,
innan sex ára frá gildistöku lag-
anna. Og við stefnum að því að
þetta_ komist í framkvæmd haustið
’91. Á fyrsta ári eru núna innritað-
ir rúmlega 130 nemendur því við
verðum að gera ráð fyrir nokkru
brottfalli. Á seinni árunum eru yfír-
leitt 90-110 í árgangi."
— 130 nýnemar er verulegur
fjöldi. Fá allir umsækjendur inn-
göngu?
„Nei, við höfum orðið að beita
fjöldatakmörkunum. Og það meira
að segja mjög grimmt tvö síðustu
árin. Við höfum getað tekið um
helming þeirra sem sækja um
skólavist. En þar áður gátum við
takið svo til alla.“
— Gegnir þessi ásókn
ekki furðu, umræða um
kennarastarfíð og kenn-
aralaunin hefur einmitt
verið á neikvæðari nót-
unum sfðustu árin?
„Já, alveg rétt. Við
höfum velt þessu fyrir
okkur og í fyrra tókum
við viðtöl við alla um-
sækjendur og spurðum
þá meðal annars ,um
ástæður þess að þeir
sæktu um. Það stendur tvennt upp
úr. Annars vegar það að umsækj-
endur vissu að kennaranámið kæmi
til með að lengjast í nánustu
framtíð, hins vegar það að gætt
hefur ákveðins samdráttar og óör-
yggis á almennum vinnumarkaði
og margir sáu kennarastarfið sem
góðan valkost, starf sem gæfi
nokkuð góða atvinnumöguleika
víða um land. E.t.v. nýtur kennara-
menntunin líka þess að síðustu árin
virðast húmanískar greinar vera
vinsælli en áður.“
— Aðsóknin að skólanum er
mikil en við fáum árvissar fréttir
af kennaraskorti, einkum á lands-
byggðinni. Menntið þið ekki nógu
marga kennara?
„Það fara allmargir í önnur störf
annað hvort beint úr skólanum eða
eftir smátíma í kennslu. Það bend-
ir til þess að kennaramenntunin
njóti ákveðins trausts og líka til
þess að launa- og starfskjör kenn-
ara séu ekki nógu góð. En lausleg-
ar karinanir fyrir nokkrum árum
sýna þó að allflestir sem útskrifast
hafa frá Kennaraháskólanum stað-
næmast við kennslu. Kennara-
skorturinn í ákveðnum fræðsluum-
dæmum er auðvitað áhyggjuefni.
Við fyrstu sýn gæti manni virst
að einfaldasta ráðið væri að
mennta fleirí kennara en reynslan
er að það eitt nægir ekki. Þótt
kennaranemendur utan af landi
ætli sér heim aftur, þá breytist
margt á þrem, fjórum árum, fjöl-
skylduhagir og íleira.
Við höfum verið að velta fyrir
okkur möguleikum á kennaranámi
sem færi að hluta til fram utan
Reykjavíkur með Ijar-
kennslusniði, menn
tækju sér lengri tíma í
námið og gætu jafnframt
unnið í sinni heima-
byggð. Mjög margir sem
hug hafa á að leggja fyr-
ir sig kennslu hafá ekki
aðstöðu til að flytjast til
náms hingað suður.“
— Jæja, ég þakka'fyr-
ir spjallið, vertu blessað-
ur.
„Það var nú ekkert,
blessaður.“
Líi atvinnumcnna í knattspyrnu er
eins og m öíundsíullra leikara
Það er erfitt að koniast heim
Xamlal vl9 Albert Guðmundsson
FRÉTTALJÓS
ÚR
FORTlD
Ekki mikil
knatt-
spyma
Albert Guð-
mundsson 1954
Einn dáðasti íþróttamaður
Islands, Albert Guðmundsson,
vildi ekki ráðleggja ungum
mönnum að feta í sín fótspor.
Þessi varnaðarorð hans voru
ekki ástæðulaus. Sérstaklega
með hliðsjón af þeim upplýsing-
um sem koma fram í samtali
hans við Atla Steinsson, blaða-
mann Morgunblaðsins, 31. júlí
árið 1954.
egar leikmennirnir koma inn
í hálfleik, er súrefnisgrímum
skellt fyrir vit þeirra, svo úthald
þeirra verði betra í síðari hálfleik.
Læknirinn kemur með pillur, sem
enginn leikmaður veit hvað er í.
Þetta verða leikmennirnir að
gleypa og sumar pillurnar verka
þannig, að menn gleyma stund
og stað þegar út á völlinn kem-
ur ... Meiðist góður atvinnumað-
ur eru honum gefnar sprautur,
svo að hann geti leikið með, og
eftir leikinn mótsprautur, til að
hreinsa deyfílyfið úr líkama hans.
Þannig er meðhöndlun atvinnu-
mannsins líkari meðferð á dýrum
en mönnum."
Eins og alkunnugt er hefur
lyfjanotkun íþróttamanna verið
mikið til umræðu undanfarin ár.
Morgunblaðið leitaði álits Gríms
Sæmundsens íþróttalæknis. Hann
sagði þessar aðfarir ekki tíðkast
nú á dögum. Súrefnisgjöf hefði
t.a.m. engan tilgang og eftirlit
með sprautum og pillugjöfum í
leik væri strangara en fyrir 36
árum. En aftur á móti væri ekki
fyrir það að synja að lyf væru enn
misnotuð.
Agalegt agaleysi
— Þú ráðieggur þá ekki öðrum
að feta í fótspor þín?
„Það geri ég ekki. Líf atvinnu-
mannsins er eins og líf öfunds-
fullra leikara. Hver otar sínum
tota, til þess að halda atvinnu
sinni og falla ekki í áliti.“
Blaðamaður spurði Albert álits
á íslenskri knattspyrnu: „Ég sá
um daginn æfingaleik Vals og
Fram. Og ég verð að segja að
mér fannst það ekki mikil knatt-
spyrna. Æfingin sem knatt-
spymumennimir búa yfir virðist
ekki mikil og þá kunnáttan og
getan eftir því. Strangur agi er
nauðsynlegur í knattspyrnu-
liði... Þó að ég hefði komið heim
nú, hefði ég ekki snúið mér að
knattspyrnunni, því að á knatt-
spyrnunni úti og hér er svo mik-
ill munur, að maður sem að utan
kemur, nennir ekki að eyða tíma
sínum í agaleysi knattspyrnunnar
hér.“
En það voru fleiri ljón á vegin-
um til íslands: „Það er erfítt að
koma heim. T.d. em litlar líkur
til þess að ég fái að koma með
bíl minn með mér, nema að standa
í alls konar þrasi um leyfi og ef
til vill að greiða stórar fjárupp-
hæðir.“
HafnarQörður
— Þess má geta að Albert lét
íslenskt reglugerðarþras ekki
aftra sér frá því að ná settu
marki; sneri heim til ættjarðarinn-
ar í febrúar 1955 og tók til við
rekstur heildverslunar. Hann
stóðst ekki heldur mátið — eða
öllu heldur boltann. M.a. má þess
geta að Hafnfirðingum sveið sárt
að vera „litlir menn“ í knatt-
spymulist og leituðu tilsagnar
Alberts Guðmundssonar. Albert
var þeirra vinur og að sögn Jónas-
ar Jónssonar frá Hriflu varð:
„Sumarið 1956 árstíð Hafnfirð-
inga og kennara þeirra Alberts
Guðmundssonar". Þeir komust
upp í fyrstu deild.
Bergþór Jónsson, forráðamað-
ur í FH, æfði undir stjórn Al-
berts. Hann sagði stuðning Al-
berts — og einnig sonar hans Inga
Björns — við hafnfirskt íþrótta-
starf hafa verið ómetanlegan.
Bergþór varð að viðurkenna að
því miður hefði ekki tekist sem
skyldi að fylga tilsögn Alberts
nægjanlega eftir; gengi Hafnfirð-
inga í meistaraflokki hafi undan-
farna ártugi verið rysjótt. — En
nú væri bjartari tíð í vændum.
Félags- og íþróttaaðstaðan væri
með því besta sem gerist á landinu
og ekki sé nokkur ástæða til að
ætla annað en að íslandsmeistar-
bikarinn falli þeim í skaut f ná-
inni framtíð.