Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 12
12 B MOKGUNBLAÐIÐ VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 SKAGSTREIMDINGUR Hagnadur flest undanfarin ár Nafnverð 1 Höfðahreppur 29.675.520 2 Húlaneshf. 10.362.240 2 Sveinn Ingólfsson 5.200.800 L Hlutabréfasjóðurinn hf. 2.023.440 5 Adolf J. Berndsen 1.354.640 6 Karl Berndsen 1.347.360 7 V erkalýðsfélag Skagastrandar 1.108.800 8 Eiríkur Benjamínsson 1.018.080 S. Hallbjörn Björnsson 801.600 10 Óskar Þór Kristjánsson 604.800 11 Árni Sigurðsson 604.800 12 Gyifi Sipurðsson 594.720 13 Jón Ó. Ivarsson 544.320 U Jón Ingi ingvarsson 453.600 1t Hörður Ragnarsson 413.280 SAMTALS: 56.108.000 | Heildarhlutafé er kr. 100.200.400 i , ~ E........ 112,92% I 16.49% □ 2,52% □ 1,69% □ 1,68% □ 1,38% □ 1,27% 0 1,00% 0 0,75% D 0,75% 0 0,74% D 0,68% I 0,57% B 0,52% 37,01% ............~| 69,97% 15stærstu if. JemiM(AGSTRENDINGURhr SKAGSTRENDINGUR hf. hef- ur skilað hagnaði undanfarin ár ef undan er skilið árið 1988. Það ár varð lítilsháttar tap vegna óhagstæðrar gengis- þróunar auk þess sem afskrif- að var tæplega 9 milljóna hlutafé í Marska hf. Um 37 milljóna hagnaður varð hins vegar á síðastliðnu ári eða sem svarar 6% af rekstrartekjum. Félagið er talið líklegt til að verða arðbært í framtíðinni á hlutabréfamarkaði enda hafa hlutabréf í því verið nær ófá- anleg um langt skeið. Má ætla að félagið hafi ennfrekar styrkt stöðu sína með kaupum á aflakvótum. Rekstrartekjur Skagstrend- ings námu 635,2 milljónum á árinu 1989 og drógust saman um nálægt 10% að raunvirði miðað við árið 1988. ft. Rekstrarhagnað- Knstin Briem ur án fjármagns- tekna og -gjalda nam 68,3 milljón- um en nettófjármagnsgjöld 29,2 milljónum. Heildaraflamagn var 9.107 tonn en þar af aflaði frysti- togarinn Örvar 5.465 tonna og ísfisktogarinn Arnar 3.642 tonna. Aflaverðmæti Örvars var 462 milljónir króna og var hann í öðru sæti yfir frystitogara landsins hvað snertir aflamagn og aflaverðmæti. Aflaverðmæti Arnars var 153 milljónir og var hann með sjötta hæsta skipta- verðmæti á úthaldsdag af ísfísk- togurum landsmanna. Samkvæmt ársreikningi Skag- strendings voru heildareignir fé- lagsins 934,9 milljónir króna í árslok og höfðu þær aukist um 24,1% frá árinu áður. Eigið fé var 498,9 milljónir og hafði auk- ist um 45,3% milli ára. Eiginfjár- hlutfall, þ.e. hlutfall eigin fjár af heildareignum félagsins, var þannig 53,4% í lok ársins. Hluta- fé nemur nú um 100 milljónum, eftir að það var hækkað um 25% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa í framhaldi af samþykkt síðasta aðalfundar. Skagstrendingur varð eitt fyrsta fyrirtækið til að hljóta skráningu hlutabréfa sinna hjá verðbréfafyrirtækjum. Skráning bréfanna hófst um mitt ár 1987 og hefur eftirspurn verið mikil eftir þeim samkvæmt upplýsing- um verðbréfasala. Virðast þau vera nær ófáanleg um þessar mundir. Sölugengi er nú skráð 4,10 hjá Hlutabréfamarkaðnum hf. en 3,95 hjá Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins. Hjá fyrr- nefnda aðilanum hefur gengið hækkað um 60% frá áramótum en um 106% hjá þeim síðar- nefnda. Svokallað reikningslegt virði bréfanna þ.e. eigið fé í hlut- falli við hlutafé er nú 5,4 en það er jafnan haft til samanburðar við mat á hlutabréfum. Skráð sölugengi hjá Hlutabréfamark- aðnum er þannig 76% af reikn- ingslegu virði bréfanna og er það talsvert lægra hlutfall en hjá öðrum skráðum félögum. Skýr- ingin á þessu felst í mati á eign- um félagsins í reikningum þess og verður hér nánar vikið að því. Keypt veiðiréttindi eignlærð Skagstrendingur hefur fært ársreikning sinn með nokkuð öðrum hætti en önnur útgerðar- félög. Þannig eru togarar metnir á 90% af vátryggingaverði en almenna reglan er sú að fiskiskip eru færð á endurmetnu upphaf- legu kaupverði að frádregnum afskriftum. Þessi aðferð hefur þau áhrif að eigið fé er 212 millj- ónum hærra en ella hefði verið. Keypt veiðiréttindi eru einnig eignfærð á 58,6 milljónir króna og hefur þessi uppsetning árs- reiknings verið umdeild þar sem hún tíðkast almennt ekki hjá ís- lenskum útgerðarfélögum. Félagið hefur á undanförnum árum nýtt sér heimildir skatta- laga til sérstakra afskrifta fasta- fjármuna og námu þessar af- skriftir í árslok 1989 61,2 millj- ónum króna. Auk þess leiða reikningsskilaaðferðir félagsins varðandi endurmat fastafjár- muna svo og afskriftir þeirra til þess að bókfært verð þeirra í ársreikningi er samtals 415,8 milljónum hærra en samkvæmt skattframtali. Félagið hefur enn- fremur nýtt sér heimild skatta- laga til niðurfærslu viðskipta- krafna og nemur sú niðurfærsla í árslok 1989 5,1 milljón króna. Þó upphafið hafi verið erfitt er óhætt að segja að nú eigum við gott samstarf við bæði SH og Sam- bandið og sölusamtökin hafa selt fyrir okkur til Japans og Bandaríkj- anna. Enda tel ég að þeir sem stjórna þessum fyrirtækjum ' nú vinni frábært starf í þágu sinna félagsmanna og íslenzku þjóðarinn- ar.“ Gekk ákaflega illa að koma frá okkur fiskinum — Þið stofnuðuð síðan eigið skipafélag til að flytja fyrir ykkur fiskinn, hvers vegna? „Við stofnuðum Skipafélagið Ok ásamt nokkrum einstaklingum og síðar kom Guðbjörgin á ísafirði, eða Hrannarútgerðin, inn í þetta. Þessi tvö útgerðarfyrirtæki áttu sinn hvorn fjórðunginn í Oki. Það var rekið til síðasta vors að við seldum Eimskip það. Ástæðurnar fyrir því að við réðumst í að stofna nýtt fyrir- tæki og kaupa flutningaskip voru einfaldlega þær að okkur gekk ákaflega illa að koma frá okkur fiskinum. Eimskip ætlaði alltaf að koma og taka fískinn en kom svo ekki fyrr en seint og um síðir. Á því hef ég bara eina skýringu og hún er sú, að Sölumiðstöðin var, þegar þarna var komið sögu, óánægð með að fá ekki að selja fyrir okkur. Þegar Eimskip var búið að lofa að koma til Skaga- strandar kippti Sölumiðstöðin í ein- hveija spotta og bað um skipið í önnur verkefni. Þegar við áttum orðið þijá farma á Skagaströnd fannst okkur nóg komið og við leigðum skip frá Nor- egi. Það kom tómt til landsins og fór út með þessa farma frá okkur og við keyptum síðan þetta skip. Það fékk strax nafnið ísberg, en ekki tókst betur til en svo að það sökk í sinni fyrstu ferð. Við vorum ekkert á því að gefast upp og keypt- um strax annað ísberg. Það var reyndar áður Bæjarfoss Eimskipa- félagsins, en þeir hjá Eimskip héldu að þeir væru að selja norsku fyrir- tæki. Þeir höfðu alls ekki í huga að selja skipið innanlands og fá það í samkeppni við sig þó í smáum stíl væri. Þegar við birtumst var of seint að láta kaupin ganga ti! baka. Síðar keyptum við svo þriðja skipið með þessu nafni. I byijun þessa árs var ætlun okkar í Oki að bæta við skipi til að hafa á móti ísberginu. Við vorum þá orðnir hluthafar í Faxafrosti í Hafnarfirði, sem rekur frysti- geymslur og skipaafgreiðslu, og þar höfðum við aðstöðu fyrir ísbergið. Þá gerðist það allt í einu að Eim- skip varð meirihlutaeigandi í Faxa- frosti og við sáum okkar sæng upp reidda. Þegar við svo fengum tilboð frá Eimskip um að selja gengum við að því og þeir keyptu allt hluta- féð í Oki og Faxafrosti. Við höfðum þá stofnað nýtt fyrir- tæki, Glámu h.f., og flutningaskipið Jarlinn var væntanlegt innan nokk- urra vikna. Það er svipað skip og ísberg, reyndar eldra og ódýrara. Það er í sömu flutningum og ísberg- ið var, það er frystivöru fyrir okkur og ýmsa aðra út og stykkjavöru heim fyrir Hagkaup, Vífílfell, As- iaco og fjölda annarra fyrirtækja. í Glámu eigum við meirihluta þrír; Skagstrendingur, Hrönnin og Skipamiðlun Gunnars Guðjónsson- ar.“ Á hlutabréfamarkaði í 3 ár Skagstrendingur og Útgerðarfé- lag Akureyringa voru fyrstu fyrir- tækin utan Reykjavíkur og fyrstu fyrirtækin í sjávarútvegi sem skráð voru á hlutabréfamarkaði. Sveinn segir að fyrirtæki hans hafi ekki óskað eftir þessari skráningu heldur hafi Hlutabréfasjóðurinn, sem þá hét, leitað til þeirra árið 1987. „Skagstrendingur hefur frá upp- hafi verið almenningshlutafélag og kom það til í framhaldi af prédikun- um Eyjólfs Konráðs Jónssonar, sem þá var þingmaður okkar, um gildi almenningshlutafélaga. Hluthafar hjá okkur eru um 230 og þar af leiddi að engar tak- markanir voru á meðferð bréfanna og við höfðum ekkert við skráningu þeirra að athuga. Bréfin hafa alltaf verið lágt skráð og þó þau hafí hækkað verulega, og meira en hjá öðrum fyrirtækjum að meðaltali síð- an þessi skráning byijaði, eru þau enn lágt skráð. Aðeins um 10% hlutabréfa í Skagstrendingi hafa komið í sölu hjá verðbréfasjóðum, en hlutaféð er nú 100 milljónir.“ Ef kvótinn væri tekinn yrði að færa niður það fé sem við höfuni talið til eigna — Aðferðir ykkar við mat á skip- um hafa vakið spurningar annarra fyrirtækja í þesari grein. „Við höfum notað þá aðferð við mat á skipunum að skrá þau á 90% af tryggingaverðmæti, en venjulega reglan er að miða við bókfært verð. Um þetta hefur verið nokkur ágreiningur og fyrst kom athuga- semd frá endurskoðanda Utgerðar- félags Akureyringa, kannski vegna þess að bréfin þeirra hækkuðu lítið. Bókfært verð skipanna ásamt með- fylgjandi veiðiheimildum gæti verið um 150 milljónir, en með okkar aðferð um 350 milljónir. í raun er söluverð skipanna með veiðileyfum yfir 800 milljónir. Ef við hentum skipunum og seldum kvótann, sem er 7.000 tonn, fengjum við þessa upphæð miðað við 120 krónur fyrir kílóið. Löggiltir endurskoðendur skrifa undirþað, að reikningar útgerðarfé- laganna gefi glögga mynd af hag þeirra, en hvaða vit er í því að segja að eignir félags séu 150 millj- ónir þegar þær eru nálægt millj- arði. Það er þá skárra að segja að þær séu 350 milljónir, enda taka nú sífellt fleiri löggiltir endurskoð- endur þessa reglu okkar upp eins og sjálfsagt er.“ — Segir ekki í lögum um stjórn fiskveiða að kvótinn sé eign lands- manna allra. Eigið þið nokkuð með að færa kvóta skipa Skagastrend- ings til eignar? „Erum við ekki hluti af lands- mönnum með 230 hluthafa og heilt sveitarfélag að auki? Það eru ekki fleiri eigendur að mörgum fyrir- tækjum í sjávarútvegi.“ — Einhvern tímann gæti það gerst að þessi réttindi yrðu tekin af ykkur. „Mikið rétt og það sama á ná- kvæmlega við um aðrar eignir, þær geta hækkað eða lækkað í verði. Ef þessi kvóti yrði tekinn yrði eðli- lega að færa níður það fé sem við höfum talið okkur til eignar. Stað- reyndin er sú, að verðmætið núna er 8-900 milljónir og við miðum við það meðan það á við og við höfum ráðstöfunarrétt á þessum verðmæt- um. Reyndar hef ég ekki nokkra trú á því að breyting verði á þessu fyrir- komulagi. Eg veit um marga sem eru óánægðir með kvótakerfið, en ég hef ekki heyrt nokkum mann koma með skynsamlega tillögu til úrbóta fyrir heildina þó flestir sjái leiðir sem væru betri fyrir þá sjálfa. Ég er sannfærður um að ef Halldór Asgrímsson væri í Sjálf- stæðisflokknum væri hann talinn okkar bezti maður og þá ekki sízt vegna kvótakerfisins.“ Kvótinn á færri hendur og nýtingin verður betri hjá þeim sem eftir verða — Hefur kvótakerfinu fylgt sú hagræðing í útgerð sem að var stefnt? „Að mörgu leyti og auðvelt er að nefna dæmi frá Granda og Út- gerðarfélagi Akureyringa. Bæði þessi fyrirtæki hafa lagt skipum og fært kvóta á önnur skip til að geta haldið þeim að veiðum allt árið. Þetta er ekki þægilegt nema þú eigir mörg skip, en ég sé fyrir mér samstarf ólíkra fyrirtækja um að nýta skipin sem best og á sem hag- kvæmastan hátt. Tökum sem dæmi að ef frystiskipin Venus, Freri og Mánabergið hafa ekki kvóta nema til átta mánaða á hvert skip væri ofur eðlilegt að leggja eða selja eitt þessara skipa og eftir væri heils árs kvóti á hvort liinna skipanna. Hvað ætti að vera á móti svona samvinnu? Ég varpa þessu fram þó svo að ég búist við að þeir dugnað- arforkar, sem þessum skipum stjóma muni tryggja sér kvóta til alls ársins. Smábátarnir hafa tekið gífurleg- an hlut af þorskkvótanum undan- farin ár, en nú er stór hluti af kvóta þeirra að færast yfir til tog- ara og stærri báta aftur og skipum fækkar á þessu ári og því næsta. Mikil óvissa var um þetta kvóta- kerfi þangað til í vor og menn vissu ekki hvert framhaldið yrði. Áttu menn á síðasta ári, áður en lögin um stjórnun fiskveiða voru sam- þykkt, að kaupa kvóta í stórum stíl? Kvótakerfið er smám saman að skila aukinni hagræðingu bæði hvað varðar útgerðarkostnað og meðferð aflans. Það er til dæmis eftirtektar- vert að samstarf stárfsmanna Afla- nýtingarnefndar og sjómanna á frystitogurunum hefur aukið nýt- ingu afla þeirra stórlega. Kvótinn er nú að færast yfír á færri hendur og nýtingin verður um leið betri á þeim skipum sem eftir verða.“ Fækka þarf fyrirtækjum í sjávarútvegi um að minnsta kosti 10% — Hvaða áhrif hefur byggða- stefnan á kvótakerfið? „Staðreyndin er sú að við erum með of marga sjávarútvegsstaði og fyrirtæki í sjávarútvegi til þess að vinna þann afla sem við megum veiða. Þess vegna hljóta einhver þeirra að fara á hausinn og því miður, segi ég, er fyrirtækjum allt- af reddað. Þegar allt er að fara á hausinn koma pólitíkusarnir og bjarga málunum undir yfirskini byggðarsjónarmiða. Þeir vita þó að eftir skamman tíma þurfa þeir að koma aftur og hjálpa sama fyrir- tæki eða útgerðinni á næsta firði vegna þess að heildaraflinn dugir ekki fyrir okkur alla. Ég tel réttara að þegar í mikla erfiðleika er komið í einu byggðarlagi eigi stjórn- völd að athuga hvort ekki væri rétt- ara að gefa fólki kost á að fá pen- inga í eigin vasa til þess að koma sér fyrir annars staðar. Þær útgerðir sem eiga ekki kvóta nema til hálfs árs fara yfir um, en þó varla þannig að staðir detti út í heilu lagi. Tekjurnar verða einfaid- lega ekki nægar ef ekki er hægt að gera út í 10-12 mánuði á ári. Mín skoðun er sú, að það þurfi að fækka fyrirtækjum í sjávarútvegi um að minnsta kosti 10%.“ — Fyrir um 22 árum hefði Skagaströnd verið eitt af þessum byggðarlögum sem þú vilt núna slá af. Hvað hefði Sveinn Ingólfsson sagt þá? „Ég veit það ekki. Fyrir 20 árum benti allt til þess að stórlega mætti auka sóknina sérstaklega þar sem landhelgin var að margfaldast og erlendir togaraflotar voru að hverfa. Núna segi ég, að það sé ekki hægt að líta á þetta út frá einum og einum stað, það verður að líta á heildina." — Borga fiskvinnsla og útgerð of lágt kaup? „Það er ekki vafamál að við borg- um of lágt kaup, sérstaklega í vinnslunni. Fiskvinnslan hefur verið í harðri samkeppni við góð störf annars staðar og fiskmarkaðir hafa sprengt upp verðið. Reyndin er sú að stór hluti fiskvinnslufyrirtækja frá Snæfellsnesi, suður og austur í Þorlákshöfn stenst ekki þetta háa fiskverð, sem er óeðlilega hátt. Hins vegar bera fyrirtækin sig á hinu svæðinu enda borga þau bara lág- marksverð, sem er alltof lágt. Það segir sig sjáift að þarna vantar sam- ræmi. ísfisktogarinn okkar selur nánast allan sinn afla til frystihússins á lágmarksverði, nánast á gjafverði, og gæti fengið miklu betra verð annars staðar. Við fáum að sjálf- sögðu þessi 12% ofan á af því að við löndum öllum afla heima, en það fá víst allir. Ég gleymi því þó ekki að fyrirtækið var stofnað til að tryggja atvinnu heima og það hefur tekizt, sem er mest um vert.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.