Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
BLAÐ
Guðjón A. Kristj-
ánsson og Krist-
inn Pétursson.
Viðtai
10 Sveinn Ingóifsson
framkv.stjóri
Skagstrendings.
Aftamiðiun
Leyfi til útflutn-
ings á ferskum
fiski.
Fréttaskýring
18 Erfiðleikarí
togaraútgerð
frá Keflavík.
ÞRÍR VÆNIR FRÁ
VESTMANNAEYJUM
Morgunblaðið/Sigurgeir
HELGI Þór Gunuarsson, skipverji á Frá VE hampar hér golþorski,
góðu sýnishorni úr aflanum, sem fékkst í troll á Víkinni.
Aldrei hærra verð
fyrir sjófryst flök
VERÐ á sjófrystum þorsk-
flökum í Englandi hefur
aldrei verið hærra. Þá er
verð einnig hátt á sjófryst-
um flökum í Bandaríkjunum
og nýlega hækkaði verð á
sjófrystum ufsaflökum í Þýzkalandi. í Asíulöndum hefur verð á
karfa verið hátt í ár og eftirspurn eftir grálúðu í Japan og Tævan
verið meiri heldur en framboðið og verð í samræmi við það.
Afkoma fiystiskipa
mjög góð á þessu ári
Gyða Þórðardóttir hjá Þjóðhags-
stofnun sagði í samtali við blaðið í gær
að ekkert benti til annars en að afkoma
frystiskipanna yrði mjög góð á þessu
ári. Tölur um afkomu fiskiskipa hefðu
ekki verið teknar saman nýlega, en í
marzmánuði hefði hreinn hagnaður
verið um 9% og brúttóhagnaður 25%.
í þessum útreikningum hefðu tölur frá
1989 verið framreiknaðar.
Útgerðarmaður, sem rætt var við,
sagði að verð á sjófrystum þorsk- og
ýsuflökum hefði aldrei verið hærra í
Englandi og hjálpaðist þar að eftir-
spurn umfram framboð og sterk staða
sterlingspundsins. „Það hafa alltaf ver-
ið sveiflur í þessu og núna er sveiflan
með okkur bæði í verði og gengi,“
sagði hann. Markaðir fyrir karfa hafa
verið sterkir í Japan í ár og varðandi
grálúðuna var á tímabili slegist um
hvern farm þar sem verulegur sam-
dráttur varð í grálúðuafla á þessu ári.
í Tævan hafa opnast sterkir markaðir
fyrir þessa fisktegund.
Indriði ívarsson hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna tók í sama streng
og sagði að útlitið framundan væri
gott. Indriði sagði að hækkun hefði
nýlega orðið á Bretlandsmarkaði og á
ufsa í Þýzkalandi. Einnig fengist mjög
gott verð fyrir sjófryst þorskflök í
Bandaríkjunum, en lágt gengi dollars
setti strik í reikninginn.
Fréttir Markaðir
Kvótakaupá
eigin ábyrgð
■ VIÐSKIPTI með afla-
kvóta smábáta gera viðkom-
andi á eigin ábyrgð segir
sjávarútvegsráðherra og
segist harma að þau eigi sér
stað. Ekki hafi verið ákveðið
hvaða reglur gildi umafla-
mark smábáta, en svo verði
gert á næstunni./2
----------
Greittfyrir
útselíár
■ í HAUST greiðir Hring-
ormanefnd 30 krónur fyrir
kílóið af útsel. Einnig verður
greitt sérstaklega fyrir víg-
tennur og ýmis líffæri dýrs-
ins. Nefndin borgar ekki
fyrir landsel í ár eins og
gert hefur verið undanfarin
ár./3
----♦-♦-♦-
Guðbjörgu
breytt í
frystiskip?
■ ÁSGEIR Guðbjartsson
skipstjóri á Guðbjörgu IS 46
er ósáttur með að fá ekki
að sigla með aflann. Hann
segist ekki sjá annað en að
stjórnvöld séu að neyða þá
til að að breyta Guðbjörg-
inni í frystiskip./5
Vilja stækka
möskvana
■ INNAN Evrópubanda-
lagsins er til umræðu að
stækka möskva verulega
vegna vaxandi smáfiska-
dráps. Sjómenn og útgerð-
arraenn í Englandi mótmæla
þessu harðlega. Guðni Þor-
steinsson, veiðarfærasér-
fræðingur, telur þessar deil-
ur sýna vel muninn á fisk-
veiðistjórnun hérlendis og
innan EB./6
Fleiri settir í
farbann
■ ÞAÐ sem af er þessu ári
hefur Siglingamálastofnun
sett 37 skip í farbann, eink-
um smábáta og minni báta
sem notaðir eru til fólks-
flutninga. Er þetta veruleg
aukning frá síðasta ári.
Stofnunin hefur tekið upp
samstarf við lögreglu, Land-
helgisgæzlu og hafnaryfir-
völd til að fylgjast með að
reglum sé framfylgt./20
Mismikil
hækkun á
flökum
■ RAUNVERULEG verð-
hækkun á þorskflökum á
Bandaríkjamarkaði er 5%
frá því á árinu 1983 og
þrátt fyrir að verð sé nú það
hæsta sem um getur í dollur-
um vantar enn nokkuð á að
það hafi náð sama raunverði
og er það varð hæst 1987.
Hækkun á flökum á Bret-
land er hins vegar 50% mið-
að við sama tíma, þegar verð
á báðum stöðum er fært yfír
í SDR. Mismunurinn liggur
að miklu leyti í því að gengi
pundsins hefur verið styrk-
ara en dollarsins.
Karfaverð
óstöðugt
■ VERÐ á frystum karfa
hefur verið óstöðugt undan-
farin ár, einkum á Japans-
markaði, sem er viðkvæmur
fyrir breytingum á framboði.
í Sovétríkjunum hefur verð
verið stöðugra, en þangað
er selt í dollurum og raun-
hækkanir þar því minni.
Gengi jensins hefur einnig
hrakað siðustu vikur./ 16