Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990
B i
Vakað með vini
r-
I minningu
Geirs Hallgrímssonar
i.
Það var engin tilviljun þegar þess
var getið í Morgunblaðsfréttinni um
andlát Geirs Hallgrímssonar að
hann hafi verið stjómendum blaðs-
ins slíkur bakhjarl sem raun bar
vitni. í einu af fjölmörgum sam-
tölum okkar Geirs bar þetta á góma
og hann þreyttist aldrei á að þakka
blaðinu þann styrk og stuðning sem
hann hefði haft af því í erfiðri stöðu
róstusamra stjórnmála en í þessu
samtali gat ég þess við hann að það
hefði ekki sízt verið okkur ritstjór-
um blaðsins ómetanlegur styrkur
að vita af honum á bak við okkur
þegar blaðið var losað við gömul,
óformleg tengsl við Sjálfstæðis-
flokkinn sem flestir töldu að vart
gætu rofnað, svo sterk sem þau
voru orðin. Við fórum hægt í sakim-
ar en unnum markvisst að því án
stórra yfirlýsinga að auka sjálf-
stæði og traust blaðsins og gera
mönnum grein fyrir því að það
væri blað allra landsmanna fýrst
og síðast, en ekki einhver fugl á
hendi ákveðinna hagsmunahópa
eða pólitískra samtaka. Hann hefði
skilið þetta öðrum mönnum betur
og það væri honum til mikils hróss
hvemig hann hefði ávallt virt þessa
afstöðu, bæði í stjóm og í stjómar-
andstöðu. Stundum þótti honum við
ganga of langt, stundum of
skammt, en aldrei gerði hann nein-
ar kröfur til þess eða reyndi með
neinum hætti að hafa áhrif á rit-
stjórn blaðsins, þótt hann teldi sig
hafa fulla heimild til að gleðjast eða
gagnrýna einsog hver annar les-
andi. Stundum líkaði honum illa við
blaðið, stundum vel, en sætti sig
ávallt við þá þróun sem orðið hef-
ur. Þú hefur átt mikinn þátt í þróun
blaðsins, sagði ég, og þú hefur aldr-
ei bragðizt okkur, ekki einu sinni
eftir að þú varðst formaður flokks-
ins! Þá horfði Geir á mig fast og
ákveðið, brosti og sagði snöggt: En
þú ert ekki að geta þess! Þið erað
ekki að nota prentsvertuna til að
koma þessu á framfæri! Ég sá í
hendi mér þetta var alvarleg stríðni
og svaraði: Það mun skila sér þegar
þar að kemur. Það var augljóst að
Geir þótti vænt um að þessa ómet-
anlega stuðnings yrði einhvem tíma
getið og þess vegna var það engin
tilviljun að við orð mín var staðið.
En ég hefði kosið að það hefði ver-
ið af öðru tilefni.
II.
Geir Hallgrímsson var ekki ein-
ungis dýrmætur maður og einstæð-
ur að heilindum og heiðarleika held-
ur voru samskipti við hann bæði í
leik og starfi ávallt fagnaðarefni.
Þegar verst gegndi af einhverjum
ástæðum var hann svo raunsær og
þverbrestalaus að maður fór ávallt
með gott veganesti af fundi hans.
Skilningur hans var djúpur og
mannúðlegur, en hann var fastur
fyrir og hélt sínu ef út í það fór.
Hann var íhugull og laus við fljót-
færni og þess vegna var stundum
talað um að hann gæti verið hik-
andi, en ástæðan var sú að hann
hrapaði aldrei að neinu og hafði
ekki áhuga á öðru en rökum og
staðreyndum, þegar afstaða var
tekin. Mig stórundraði þrek hans
oft og einatt, ekki sízt áður en hann
lagði til orrustu á erfiðum lands-
fundum, en þá var hann ávallt í
jafnvægi og hafði sigur, þangað til
hann sjálfur ákvað að nú væri nóg
komið. Hann naut sín bezt sem
borgarstjóri því þar var hann kon-
ungur í ríki sínu og þar urðu allir
beztu eðliskostir hans skarpari en
annars vegna þess frelsis sem emb-
ættið veitir samhentum meirihluta.
Geir Hallgrímsson var forsætis-
ráðherra á erfiðum tímum og galt
þess að sjálfsögðu en barðist þó
einsog hetja við aðsteðjandi erfið-
leika, hvort sem það vora innan-
landsátök um kjaramál sem urðu
ríkisstjórn hans þung í skauti og
örlagarík undir lokin eða slagsmál
við Breta vegna landhelgisdeilunnar
sem komst á það stig að öryggis-
málum Islands var hætta búin um
skeið. En þau mál vora farsællega
til lykta leidd og með fullum sóma
Islendinga. Mér er samt nær að
halda að Geir hafi notið sín einna
bezt í störfum utanríkisráðherra því
þar hafði hann skelegga forystu og
frelsi sem jók honum þrek og styrk.
Hann gat markað eigin utanríkis-
stefnu innan þeirra takmarka sem
alþingi hafði samþykkt. Og hann
naut þess ríkulega. í samsteypu-
stjórnum geta menn ekki verið eig-
in herrar, heldur er nauðsynlegt að
þjónusta undir allskyns kröfur og
hentistefnu samstarfsmanna og ég
hygg það hafí með einhveijum
hætti dregið úr því hann nyti sín
til fulls í þeim viðsjárverðu stórsjó-
um sem þjóðarskútan veltist í. Þá
þurfti að taka tillit til margra og
ólíkra sjónarmiða. Það var Geir
Hallgrímssyni auðvelt, að vísu, en
ekki óskastaðan einsog atgervi hans
og skapferli var háttað.
Geir Hallgrímsson var fyrst og
síðast ábyrgðarfullur lýðræðissinni
sem hlustaði á aðra og tók tillit til
umhverfísins. Ólafí Jóhannessyni
þótti gott að vinna með Geir enda
var samstarf þeirra af fullum heil-
indum og sagði Ólafur mér að sér
hefði liðið vel sem viðskipta- og
dómsmálaráðherra í stjórn Geirs.
Hann hefði þó haldið að Geir nyti
sín bezt sem fjármálaráðherra, svo
glöggur sem hann væri í þeim efn-
um og minnti einna helzt á Jón
Þorláksson. Samstarf þeirra Geirs
og Einars Ágústssonar utanríkis-
ráðherra var einnig ágætt og þeirra
Steingríms Hermannssonar síðar
þegar Geir var utanríkisráðherra í
ríkisstjórn Steingríms, en sú
ákvörðun hans að taka við því emb-
ætti var einskonar táknleg yfírlýs-
ing þess efnis að hann hygðist
draga sig út úr stjórnmálum og
helzt með þeirri reisn sem væri
honum samboðin. Hann hætti þann-
ig afskiptum af stjómmálum þegar
hann naut sín hvað bezt og taldi
að þeir yrðu að axla byrðarnar sem
væru alltaf að sýna kraftana. Þann-
ig hvarf hann úr stjórnmálabarátt-
unni og tók að sér virðulegt emb-
ætti seðlabankastjóra sem fór hon-
um vel, enda líkaði honum umhverf-
ið og samstarfsmennirnir.
III.
Ég held það sé rétt munað hjá
mér að Ólafur Jóhannesson taldi
að það hefði ráðið úrslitum að Geir
Hallgrímsson varð forsætisráðherra
en ekki hann sjálfur, að Sjálfstæðis-
flokkurinn krafðist aldrei embættis
forsætisráðherra og lengi framan
af talað á þann veg að svo gæti
farið að Ólafur sjálfur myndaði
ríkisstjórnina 1974. Ef svo hefði
ekki verið hefði Ólafur ekki getað
hafið viðræður við Sjálfstæðisflokk-
inn hvað þá að hann hefði fengið
þingflokk sinn til að fallast á þetta
stjórnarsamstarf með^ glöðu geði. í
viðræðum Geirs og Ólafs kynntist
Ólafur heiðarleika Geirs og fannst
sjálfum ljúft að ganga til stjórnar-
samstarfs undir forystu hans, sagði
hann mér sjálfur síðar. En í þeim
stjórnarmyndunarviðræðum sýndi
Geir bæði festu og lagni þegar hann
hóf að ræða við þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins hvern af öðrum.
Hann gat verið harðari í hom að
taka en almennt var kunnugt og
svo vandur að virðingu sinni að það
hvarflaði aldrei að honum að gera
annað en það sem samvizkan bauð
og hann taldi rétt og þjóðinni nauð-
synlegt.
Enginn vafí er á því að Geir
Hallgrímsson mat mikils þann hlý-
hug sem Ólafur Jóhannesson sýndi
honum í stjórnarmyndunarviðræð-
unum. Ég sagði Geir að ég hefði
spurt Ólaf hvort það væri ekki erf-
itt að vera ekki forsætisráðherra
og hvort hann væri ánægður með
dómsmálaráðherraembættið. Hann
hélt nú það. Hann kvaðst hæst-
ánægður með að vera ekki forsætis-
ráðherra. Það er léttir, sagði Ólaf-
ur. Það er skemmtilegt að bera
kross stuttan tíma, en óskemmtilegt
að lenda sjálfur á krossinum. Mér
er nær að halda að Ólafur Jóhann-
esson hafi viljað að Geir Hallgríms-
son yrði forsætisráðherra og honum
hafi verið léttir að því að þurfa
ekki að bera þann kross lengur en
nauðsyn krafði.
Þegar ég hitti Geir Hallgrímsson
daginn sem hann tók við forsætis-
ráðherraembættinu 28. ágúst 1974
— það var í hádeginu og hann kom
í skrifstofu mína á Morgunblaðinu
— þá sá ég að hann var léttur í
spori og afaránægður. Þegar hann
var setztur sagði hann við mig:
Mikið á mér eftir að líða betur í
stjórnarforystu en í stjórnarand-
stöðu. Jæja, sagði ég, ég hef heyrt
þetta áður. Við höfum allir vitað
þetta. Já, ég kann ekki að vera í
stjórnarandstöðu, sagði Geir. Ég
hef ekki notið mín í stjórnarand-
stöðu. Ég skal segja þér af hvetju
ég held það sé, það er vegna þess
að ég kann ekki nógu vel heilræðin
í Hávamálum sem Bjami vinur okk-
ar var stundum að reyna að kenna
okkur. Ég er alltaf of ábyrgur og
fer þess vegna ekki nógu vel út úr
stjórnarandstöðu.
Geir Hallgrímsson var ekki alinn
upp við neina andatrú og hélt sig
við þau trúarbrögð sern séra Bjarni
kenndi okkur ungum. Ég hafði því
gaman af að segja honum allnokkru
áður en stjórn hans var mynduð
að það hefði komið fram á miðils-
fundi hjá Hafsteini Björnssyni, vini
mínum, að Sjálfstæðisflokkurinn
myndi taka við stjórn landsins og
hafa hana á hendi næstu 4-5 árin.
Geir hnykkti við. Hann leit á mig
og sagði: Ha, ekki lengur?! Þessa
hlið á Geir Hallgrímssyni þekktu
ekki allir. Hann gat komið manni
gersamlega í opna skjöldu með
samblandi af sérkennilegum húmor
sem ég visgi aldrei hvort var meðvit-
aður eða rótgróin einlægni sem var
einskonar afvopnandi alvara. Ég er
ekki viss um að þetta sambland af
óvenjulegri alvöru og sérstæðri ein-
lægni í tengslum við inngróna
ábyrgð og eðlislæga virðingu Jiafi
alltaf komizt til skila í Ijölmiðlum.
Mér er nær að halda að svo hafi
ekki verið en opinn lýðræðislegur
hugur Geirs Hallgrímssonar hafði
löngun til að ná blekkingarlausu
sambandi við umhverfið, þannig að
fylgismenn hans vissu hvað hann
hugsaði og þeir gætu treyst dóm-
greind hans og góðum áformum.
Mín ríkisstjórn, sagði hann við mig,
verður opin ríkisstjórn. Ég ætla að
hafa góð samskipti við blöð og fjöl-
miðla og segja opið frá því sem er
að gerast. Þið eruð í nógum vanda
þótt ég auki ekki á hann með því
að reyna að loka fyrir fréttir. Og
hann stóð við þessi orð eins og
annað sem hann sagðk Einu gat
maður ávallt treyst á íslandi um
daga Geirs Hallgrímssonar, einu
umfram allt annað, að orð hans
stæðu.
IV.
. Ein vandasamasta þraut Geirs
Hallgrímssonar á valdaferli hans
var landhelgisdeilan við Breta. Þeg-
ar verst gegndi 1976 voru ólíkleg-
ustu menn farnir að krefjast þess
að við segðum skilið við Atlants-
hafsbandalagið í refsingarskyni við
yfirgang Breta hér við land. Stjórn-
málaslit voru yfirvofandi en Geir
lýsti því yfir á blaðamannafundi að
hann vildi ekki að Islendingar færu
úr Atlantshafsbandalaginu, enda
gæti það ekki verið hlutverk ríkis-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins áð
slíta tengsl við varnarbandalag sem
hafði reynzt jafn vel og raun bar
vitni og margir töldu að hefði vernd-
að friðinn í Evrópu. Það hefur nú
komið á daginn að Atlantshafs-
bandalagið hefur haft mikil áhrif á
þá jákvæðu þróun sem orðið hefur
í heiminum undanfarin misseri þótt
nú sé komið að því að endurmeta
sitthvað sem áður þótti sjálfsagður
hlutur. Nýkominn frá Prag og
Búdapest geri ég mér betur grein
fyrir því en áður.
Við ritstjórar Morgunbiaðsins
vorum harðir á því að Islendingar
hefðu sem nánast samstarf við Atl-
antshafsbandalagið og tókum það
óstinnt upp þegar Geir sagði okkur
að svo gæti farið að þeir yrðu ofan
á gegn sínum vilja sem vildu að
sæti íslenzka fastafulltrúans hjá
bandalaginu yrði ekki skipað. Það
gæti verið sterkasta vopnið í slagn-
um eins og á stóð, sagði hann við
okkur, og ég mun ekki gera það
að fráfararatriði ef það reynist
nauðsynlegt. Sú varð raunin eins
og alþjóð er kunnugt að hann fðr
til fundar við Wilson í Lundúnum
og hófst hann uppúr hádegi laugar-
daginn 27. janúar 1976. Fundurinn
fór fram á sveitasetri brezka for-
sætisráðherrans og þangað kom
Wilson með þyrlu frá Cardiff. Jam-
es Callaghan utanríkisráðherra
þekkti nokkuð til íslands því hann
hafði verið háseti á brezkum togara
í stríðinu og unnið að því að slæða
tundurdufl við landið og kom því
oft inn til Hvalijarðar og til Akur-
eyrar. Kvaðst hann eiga margar
góðar endurminningar frá íslands-
dvöl sinni.
Fundur stóð allan laugardaginn
en var síðan fram haldið í Downing
Street 10 næsta mánudagsmorgun
en sérfræðingar ræddust við yfir
helgina. Að loknum fundarhöldum
á laugardag ræddust þeir einslega
við, Geir Hallgrímsson og Harold
Wilson, og fóru viðræðurnar fram
í mestu vinsemd. Þeir töluðu svo
enn saman fram á þriðjudag.
íslendingarnir sem þarna voru
staddir fengu að heyra það óspart
hve brezku ráðherrarnir hefðu verið
hrifnir af málflutningi Geirs Hall-
grímssonar sem hefði lagt vanda-
mál okkar íslendinga fyrir með
þeim hætti að þeir skildu afstöðu
okkar, og þá ekki sízt verndunar-
sjónarmið, betur en áður. Þekkingin
hafði ekki verið upp á marga fiska
eins og marka má af því að ein-
hveiju sinni þegar talað var um
karfa spurði Wilson: Hvað er það?
Reynt var að skýra fyrir honum
hvað karfi væri og þá sagði hann,
Já, ég gaf kettinum mínum einu
sinni þennan fisk og hann dó(!).
Síðan var ekki minnzt frekar á
karfa.
Allt sýndi þetta mál forystuhæfni
Geirs Hallgrímssonar, stjórnvisku
hans, varkárni og festu og verður
þess lengi minnzt í íslenzkri sögu.
Þetta voru erfiðir tímar. Einu
sinn( sagðist Geir hafa átt samtal
við Ólaf Jóhannesson og sagt við
hann: Ef við tveir getum ekki talað
saman í fullum trúnaði, þá er stjórn-
arsamstarfið í hættu. Ólafur tók
þessu vel. Framsóknarmenn voru
nú einnig farnir að hallast að samn-
ingum ef það yrði til þess að land-
helgisdeilan væri úr sögunni og
málinu lokið, en þungur róður var
eftir og margvíslegir erfiðleikar inn-
an þingflokks Sjálfstæðisflpkksins
og utan. Geir glímdi við þá af lip-
urð og ákveðni og stjórn hans hélt
velli við erfiðar aðstæður. Honum
var það mikið metnaðarmál og hann
hafði meira þrek en margir vissu.
Það hefur ekki sízt komið fram í
erfiðri sjúkdómslegu. Hann barðist
unz yfír lauk. Sá eðlisþáttur sem
þetta þrek var spunnið úr kom hon-
um oft vel í harðvítugri stjórnmála-
baráttu, ekki sízt á'þeim árum þeg-
ar hann hafði á hendi erfiða stjórn-
arforystu og þurfti að horfa til
margra átta. Hann taldi okkur, rit-
Geir tekur við embætti utanríkisráðherra afÓlafi Jóhannessyni 1983.
stjóra Morgunblaðsins, hauka í
landhelgisbaráttunni og sagði það
oft stríðnislega. Ástæðan var sú að
við vildum hvorki fórna Atlants-
hafsbandalaginu né ríkisstjórninni
og þá jafnvel frekar stjórninni ef út
í það færi. Og við vildum að sjálf-
sögðu sigra Breta. Aðstæður Geirs
voru aðrar en okkar og erfiðari.
Við reyndum að halda sjó í blaðinu,
ég held þessi misseri hafi verið erf-
iðasta tímabil ritstjórnarára minna
og er þá mikið sagt(!). En leiðir
lágu saman, sigur vannst og það
var fýrir öllu.
Ég minnist þess að Geir sagðist
ekki hafa mikið svigrúm að fara til
Lundúna þegar við ræddum málið
að kvöldi sama dags og Callaghan
lýsti því yfir að brezk herskip
myndu fara út fyrir 200 mílurnar
og Geir væri boðið til viðræðna við
Wilson í Lundúnum, þ.e. 19. janúar
1976. Hann ætti óhægt um vik að
semja við Wilson því hann hefði
raunverulega engan þorsk að bjóða
og var talsvert áhyggjufullur út af
því hvort hann ætti að þiggja boðið
eða ekki, en sagðist þó mundu fara.
Og ég ætla að taka Ólaf Jóhannes-
son með mér, sagði hann, en Ólafur
fór þó ekki. Daginn eftir er haft
eftir Geir í Morgunblaðinu að ekki
sé ástæða til að slíta stjórnmála-
sambandi við Bretland eftir fyrr-
nefnda yfirlýsingu enda verði
íslenzkum lögum áfram framfylgt
í íslenzkri fiskveiðilögsögu. Geir
þakkaði dr. Joseph Luns, fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbanda-
lagsins, fyrir að hafa látið til sín
taka. Þetta vora ekki mörg orð en
svo viðkvæmt sem ástandið var í
landinu tók langan tíma að semja
yfirlýsinguna. Geir velti því fyrir
sér hvort hann ætti að þakka Luns
sérstaklega, hann gæti gert það
betur seinna; sagði að ef hann þakk-
aði Luns það einvörðungu að brezk
herskip hefðu farið út fyrir 200
mílumar, þá mundi allur heiðurinn
falla í hans skaut. Að sjálfsögðu
vildi hann að afskipti ríkisstjórnar-
innar hefðu haft eitthvað að segja,
t.a.m. hótunin, um stjórnmálaslit.
Ég benti honum á að það hefði
verið íslenzka ríkisstjómin, þ.e.
hans eigin stjórn, sem hefði fengið
Luns til landsins og hún ætti því
heiður af þessari þróun mála, og
kvað hann já við því. En það virtist
fara fyrir bijóstið á Geir að Luns
hafði sagt að íslenzka ríkisstjórnin
hefði aukið á erfiðleikana á lausn
málsins með því að hóta stjórnmála-
slitum sama dag og hann talaði við
Callaghan í Brussel. Gagnrýndi
hann íslenzku ríkisstjórnina fyrir
það. Þegar ég talaði aftur við Geir
síðar þetta sama kvöld ræddum við
þessi mál dálítið frekar og þá sagði
hann: Þú mátt ekki halda að ég sé
að hugsa um sjálfan mig í þessu
máli, ég er einungis að hugsa um
hagsmuni íslenzku þjóðarinnar og
hvernig þeim verður bezt borgið í
framtíðinni. Þessi ummæli viðhafði
Geir af alvöru og þunga og ég fann
Við upphaf viðræðna um lausn
þorskastríðsins við Breta 1976.
Til vinstri Jim Callaghan, ut-
anríkisráðherra Breta, Geir
Hallgrímsson forsætisráðherra
fyrir miðju, til hægri er Harold
Wilson, forsætisráðherra Bret-
lands. Myndin er tekin í Doxv-
ningstræti 10, embættisbústað
brezka forsætisráðherrans.
að hann meinti það sem hann sagði
og ekkert komst að í_ huga hans
annað en hagsmunir íslendinga í
bráð og lengd.
Luns komst áreiðanlega í mikinn
vanda þegar hann fékk upplýsing-
arnar um yfirvofandi stjórnmálaslit,
enda var hann á fundi með Callagh-
an þegar honum bárust tíðindin og
hringdi þá strax til Geirs Hall-
grímssonar og gagnrýndi þessa
ákvörðun meðan hann ynni að lausn
málsins. Þrýstingur Luns og Atl-
antshafsbandalagsins mun hafa
komið fremur óþægilega við Call-
aghan en Luns var eldhugi eins og
allir vita, harður og opinskár og
reyndi að koma sínum málum fram
eins og honum þótti bezt henta.
Callaghan mun hafa talið eftir sam-
tal við Luns að ástæða væri til að
ætla að íslenzk varðskip ónáðuðu
ekki brezka togara og sagði Geir
mér í fyrrnefndu samtali að líklega
hefði Luns lofað upp í ermina á sér
til þess að hafa sitt mál fram.
Munaði litlu að illa færi vegna þessa
loforðs, en það er önnur saga.
V.
Geir Hallgrímsson var góður vin-
ur. Hann var vinur vina sinna, hann
stóð með þeim en ætlaðist jafnframt
til þess að þeir stæðu að baki hon-
um. Vinátta við Geir byggðist á
gagnkvæmri virðingu fyrir afstöðu
og skoðunum. Geir Hallgrímsson
gerði aldrei kröfu til þess að vinir
hans væru sömu skoðunar og hann
þótt hann fagnaði því rnjög þegar
leiðir lágu saman. Hann var opinn
fyrir gagnrýni en lá ekki heldur á
þeirri gagnrýni sem hann þurfti að
koma á framfæri sjálfur. Én gagn-
rýni hans markaðist af hógværð og
umburðarlyndi. Stefnufesta hans
var mannúðleg. Sumir misskildu
þessa afstöðu hans og töldu hana
veikleikamerki, gengu því á lagið.
Því miður bar þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins ekki alltaf gæfu til
að fylgja foringja sínum. Stundum
kom fyrir að eiginhagsmunir réðu
ferðinni. Geir reyndi að sjá í gegn-
um fingur við vini sína. Hann gerði
aldrei kröfu til þess að menn fyrir-
gerðu sínum mannlega breyzkleika
í stjórnmálum. En hann gagnrýndi
þá sem skorti þrek og stóðust ekki
pólitískar freistingar sínar. En hann
gagnrýndi mildilega. Mannúð hans
var ekki á yfirborðinu. Hún átti
rætur í viðkvæmri kviku sem kom
sjaldnast upp á yfirborðið, svo vel
sem Geir Hallgrímsson gat verndað
sinn innra mann, en þegar þáð gerð-
ist leyndu sér ekki litríkar tilfinn-
ingar og viðkvæmara taugakerfi en
ætla mátti að óreyndu. Einhveiju
sinni vann ég fyrir hann fram á
nótt, þá sagði hann daginn eftir:
Það er gott að vita að vinir manns
vaka með manni.
VI.
Stundum var sagt að Geir Hall-
grímsson væri of afskiptalítill, jafn-
vel of feiminn til að njóta sín í
stjórnmálum. Á þessu umtali fór
að bera þegar líða tók á stjórnar-
samstarfið 1974-78 en þó öllu frem-
ur eftir kosningaósigurinn í lok
þess kjörtímabils. Þá áttum við, rit-
stjórar Morgunblaðsins, afar opið
og eftirminnilegt samtal við Geir
sem fór fram að morgni 14. júlí
1978. Þá hafði hann heyrt verulega
gagnrýni á Morgunblaðið enda voru
sjálfstæðismenn óánægðir með
skrif þess. Við hefðum ekki, sögðu
sjálfstæðismenn, slegið skjaldborg
um flokkinn eins og nauðsynlegt
hefði verið í kosningunum. En aðrir
hefðu aftur á móti talað um að við
hefðum „farið með blaðið á yztu
nöf“ eins og ástatt væri í þeirri
fijálsu blaðamennsku sem menn
ætluðust til, en Morgunblaðið hefur
aldrei verið hrætt við að bera skjöld
fyrir borgaralega mannúðarstefnu,
öðru nafni sjálfstæðisstefnuna. Það
er gamalgróinn arfur.
Geir spurði okkur Styrmi hvort
verið gæti að við næðum ekki leng-
ur til fólks, hvort við værum í fíla-
beinsturni eða værum á „hærra
plani“ en almenningur og hann
skildi okkur ekki og teldi okkur
hrokafulla. Hann væri farinn að
efast um sjálfan sig í þessum efnum
og ve! gæti verið að við ritstjórar
Morgunblaðsins þyrftum einnig að
íhuga þessi atriði. Hann sagðist
ekki vera sannfærður um Jietta en
vildi ræða það við okkur. Ég sagði:
Við förum ekki með blaðið á lægra
plan vegna síóánægðra sjálfstæðis-
manna, og skildi hann það vel.
Morgunblaðið ætti ekki að láta
draga sig niður á eitthvert plan sem
öðrum væri þóknanlegt því blaðið
yrði að kunna við sig þar sem það
haslaði sér völl. Hann velti því fyr-
ir sér hvort við gætum skrifað blað-
ið með þeim hætti að fleiri skildu,
t.a.m. gæti verið að upplýsingar
okkar um efnahags- og kjaramál
hefðu ekki komizt til skila. Við svör-
uðum því til að upplýsingarnar
hefðu komizt til skila en fólkið vildi
ekki hlusta; það hefði ekki endilega
áhuga á því að rýra kaupmátt tekna
sinna. Það vildi hafa frið fyrir efna-
hagssérfræðingum sem væru alltaf
með nefið niðri í buddunni þess.
Auk þess væri fólk dauðleitt á þess-
um sífellda efnahagsbarningi og
það bitnaði ekki síður á okkur en
sérfræðingunum. Við hefðum ekki
einungis tapað kosningunum heldur
lægi forysta Sjálfstæðisflokksins
undir gagnrýni fyrir það að reyna
að koma aulaorði á almenning í
landinu sem ekkert skildi. Hann
hlustaði af venjulegri sanngirni og
sagði að það væri víst ekki endilega
okkur eða sér að kenna að erkibysk-
ups boðskapur kæmist ekki til skila,
heldur væri andrúmið í þjóðfélaginu
með þeim hætti að boðskapurinn
næði ekki eyram fólks. Þá spurði
hann hvort við væram kannski
orðnir of gamlir(!). Við sögðum það
gæti verið en Morgunblaðið væri
engin öldungadeild, í það skrifaði
margt ungt fólk. Og raunar væru
þeir á öllum aldri sem miðluðu upp-
lýsingum í blaðinu. Sjálfstæðis-
flokkurinn ætti einfaldlega undir
högg að sækja. Fólk hefði treyst
því að undir forystu flokksins
næðist sá árangur í efnahagsmálum
sem að væri stefnt, en það hefði
ekki orðið. Það væri eldurinn sem
á okkur brynni. Geir sagðist vera
í öldudal en stjórnmál væru með
þeim hætti að hann gæti þess vegna
orðið þjóðhetja eftir eitt eða tvö ár,
maður veit það aldrei, bætti hann
við og brosti. Ég ætla mér ekki að
gefast upp, sagði hann. Ég hef
verið kosinn formaður Sjálfstæðis-
flokksins og mun ekki láta það af
hendi með þeim hætti sem sumir
virðast ætlast til, þ.e.a.s. með því
að gefast Upp, heldur mun ég þá
falla á réttum vettvangi eftir að
hafa barizt fyrir þeirri ábyrgðar-
stöðu sem mér hefur verið falin en
þó mun ég ekki biðja einn eða neinn
um að kjósa mig, heldur ætlast ég
til þess að menn meti það sem ég
geri á þann hátt að starf mitt fyrir .
flokkinn afli mér þéss stuðnings |
sem ég þarf á að halda. Styrmir
sagði að tímarnir hefðu breytzt. í
stjórnmálabaráttunni yrðu menn að
sækjast eftir stuðningi og vinna að
því að afla sér vinsælda. Geir sagð-
ist vel vita að menn yrðu að vera
vel í stakk búnir að standast þá
atlögu sem alítaf mætti búast við
í stjórnmálabaráttu og riíjaði upp
þau ummæli Bjarna Benediktssonar
að formennska í Sjálfstæðisflokkn-
um væri miskunnarlaust starf.
Hann kvaðst ekki hafa sótzt eftir
neinum vegtyllum innan flokksins
og starfíð væri yfirþyrmandi, hann
hefði ekki haft tíma aflögu til að
tala við allt það fólk sem hann vildi,
en samt væri hann sífelldlega að
tala við þá sem ættu erindi við
hann. Samt væri sagt að hann 1
væri of afskiptalítill, eða jafnvel
feiminn. Það væri rangt. Hann hefði 1
í raun og veru aidrei frið og nú |
gæti hann ekki farið í frí fýrr en
að stjórnarmyndun lokinni. Fjöl-
skyldu hans fyndist hann að
minnsta kosti hafa í nógu að snú-
ast. Ég sagðist telja að hann væri
feiminn að eðlisfari og það gæti
stundum háð honum í samskiptum
við fólk, ég hefði a.m.k. heyrt hon-
um lýst öðravísi en ég þekkti hann.
Nú hefði hann varpað fram þeirri
spurningu hvort fólki fyndist við
vera í fílabeinsturni eða hvort við
værum hrokafullir og þá spyrði ég
á móti hvort honum fyndist hann
vera hrokafullur. Nei, svaraði hann,
það tel ég ekki. Ég hlusta á rök
og menn hafa tækifæri til að sann-
færa mig um það sem þeir telja
rétt. Ég hef aldrei talið mig yfír
aðra hafinn, hvað þá að ég hlustaði
ekki á annað fólk. Ég vissi að þetta
var rétt, það vissum við Styrmir
báðir af langri reynslu. En til þess
að fullkomna þetta samtal spurði
ég Geir hvort hann teldi okkur
Styrmi hrokafulla. Þá brosti hann
og sagði: Nei, en það eru sveiflur
í ykkur! Hann sagðist telja að við
værum í góðum tengslum við
þjóðlífið og það væri rangt að við
værum í fílabeinsturni. Svo bætti
hann við og hafði augsýnilega
ánægju af að endurtaka þessa setn-
ingu: Nei, nei, þið erað ekkert
hrokafullir! Og ekki svo gamlir að
orð sé á hafandi! Ég sagði nú við
Geir að hann hefði búið við einstaka
farsæld í lífinu og sumum hefði
fundizt að honum hefði hlotnazt
mikil gæfa. Slíkir menn væra i
stundum öfundaðir. Þá ítrekaði
hann enn að hann hefði ekki sótzt
eftir neinum vegtyllum, en það hefði
verið fyrir áeggjan Bjama Bene-
diktssonar sem hann hefði farið að
berjast fyrir varaformennskunni því
hann hefði ekki viljað bregðast j
Bjarna og því trausti sem hann |
hefði sýnt honum á sínum tíma.
Það vissi ég einnig að var rétt, því
að Bjarni hafði ymt að því við mig
að hann vildi að Geir yrði framtíðar-
foringi Sjálfstæðisflokksins. Nú .
væri svo komið, sagði Geir, að hann !
hefði barizt fyrir forystu í flokknum
og hann mundi standa, meðan stætt
væri. Við vorum sammála um að
menn lentu einatt í öldudal í pólitík
og þótt hann ætti undir högg að :
sækja þá stundina hefði hann alla
burði til að ná sér upp. Til hans