Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 10
]
10 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990
'æru gerðar miklar kröfur, ábyrgð-
n hvíldi á honum og engin ástæða
il að treysta öðrum fyrir flokknum
ívað sem yrði.
Það fór ekki á milli mála að
íeir Hallgrímsson setti hagsmuni
ijálfstæðisflokksins ofar öðru og
>á ekki sízt ofar eigin persónu og
íann sagðist mundu endurskoða
töðu sína í flokknum ef hann teldi
ið hann yrði dragbítur á flokknum.
ig vil vera honum til framdráttar,
agði hann, það er mitt hlutverk.
Cg hef ekki hvikað við erfiðar að-
tæður og mun ekki gera. Bjarni
lenediktsson þurfti að berjast við
•rfiðan andbyr, ekki sízt hefði hann
egið undir alvarlegri . gagnrýni
ijálfstæðismanna 1967, en þó væru
íosningaúrslitin nú Geir mun
■ikeinuhættari en gagnrýnin sem
3jarni hefði orðið að hrista af sér
i sínum tíma.
Þannig lauk þessu samtali okkar.
'að varð mér minnisstætt og ég
leld okkur Styrmi báðum.
En ég hef rakið það hér og nú
ægna þess að það gefur nokkra
íugmynd um hversu einlæg og op-
nská samtöl okkar voru. Það voru
afningjar sem töluðust við, menn
iem sóttu afl og styrk hver í annan
■>g orkan var sótt í jákvæða
itrauma, drengskap og heilindi sem
)oldu gagniýni og efasemdir og
imfram allt miskunnarlausan og
íakinn sannleika ef því var að
■ikipta. Slík samtöl heyra nú sög-
inni til. Tengslin við forystu Sjálf-
.tæðisflokksins eru önnur og minni
■n áður. Tímarnir breytast og er
oað vel. En sjálfstæðismenn eiga
;ér griðland í Morgunblaðinu þegar
•iel er að verki staðið. Við eigum
•.ameiginlega hugsjón sem Geir lýsti
n.a. í samtali okkar fyrir borgar-
Tjórnarkosningar 1966, en þar seg-
r að hann hafi að íhuguðu máli
.annfærzt ungur um gildi sjálfstæð-
sstefnunnar, „en ég verð að viður-
;enna að á tímabili var ég mjög
jeggja átta“. Og hann bætti við;
Ef ég ætti að nefna eitthvað sem
iggur þessari sannfæringu til
;rundvallar öðru fremur, þá er það
’irðingin fyrir manninum, einstakl-
ngnum, sem ég tel að sé kjarni
;jálfstæðisstefnunnar.“ Að vísu
lantar einstaklinginn í samtalið
•ins og það er prentað í Morgun-
úaðinu, en það eru mín pennaglöp
oví ég man hann tók svo til orða
'g bæti nú úr þessum mistökum
nínum, en blaðamennska er jafnan
larðvítug barátta við miskunnar-
ausan tíma. Hún er sem sagt harð-
ir húsbóndi. Og í nábýli við hana
getur sumt farið úrskeiðis. Það
;kildi Geir Hallgrímsson manna
-^iezt, enda hafði hann sjálfur um
‘itt skeið skrifað þingfréttir í Morg-
inblaðið. Auk þess var hann alinn
ipp á heimili sem var í sterkum
engslum við blaðið því að Hallgrím-
ir faðir hans var í stjórn þess. Þar
ékk hann einnig að sjálfsögðu góð-
in skammt af sjálfstæðisstefnunni,
)ótt það réði engum úrslitum um
lólitíska afstöðu hans sjálfs. Vin-
itta okkar átti sér djúpar rætur því
ið faðir minn starfaði ungur á skrif-
ítofu Hallgríms Benediktssonar og
ókst með þeim góð vinátta sem við
■rfðum, en þá ekki síður með
Inorru föðursystur Geirs og for-
ddium mínum.
í fyrrnefndu samtali sem birtist
í Morgunblaðinu laugardaginn 21.
maí 1966, eða daginn fyrir kosning-
ar, segir Geir ennfremur „að eitt
af því sem mér þykir skemmtileg-
ast við að vera borgarstjóri eru þau
tækifæri sem ég hef til að hitta
fólk og tala við það“ — og má hafa
þau orð í huga og til samanburðar
við fyrrnefnt samtal okkar eftir
þingkosningarnar 1978.
I samtalinu frá 1966 segir enn-
fremur — og tel ég nú ástæðu til
að minna á það því við vorum sakað-
ir um persónudýrkun fyrir þessar
kosningar! „Þegar talað er um per-
sónulegan áróður fyrir mig í þess-
ari kosningabaráttu langar mig að
segja þetta: Fyrst var minnzt á
persónudýrkun af hálfu andstæð-
inganna í sambandi við fundina sem
ég efndi til um borgina, en ég hef
ekki skilið, að um persónudýrkun
geti verið að ræða, þó borgarstjóri
haldi fundi með borgarbúum, til
þess að heyra álit þeirra og svara
margvíslegum fyrirspurnum. Geri
ég ekki heldur ráð fyrir, að neinn
þeirra sem fundi þessa sóttu, hafi
litið svo á að hann væri að koma
á fundina til að iðka persónudýrk-
un, heldur í því skyni að miðla öðr-
um af skoðunum sínum og hlusta
á skoðanir annarra.
Annars verð ég að segja að ég
hef ekki orðið var við þessa per-
sónudýrkun hjá fylgismönnum
mínum, en hitt er augljóst að and-
stæðingarnir hafa óneitanlega haft
mig á oddinum, birt af mér myndir
á forsíðum og baksíðum dag eftir
dag, og gert allt til að auglýsa
mig, eins og sagt er — og hef ég
auðvitað enga ástæðu til að fetta
fingur út í það. En ef um persónu-
dýrkun er að ræða, þá er hún fyrst
og fremst komin frá andstæðinga-
blöðunum."
Og loks segir þar: „En kynntist
þú eldri borgarstjórum eins og Pétri
Halldórssyni?“
„Nei. Eg var níu ára, þegar Jón
Þorláksson dó og man, hve mikið
áfall það þótti á mínu heimili. Ég
þekkti Jón Þorláksson og Pétur
Halldórsson í sjón, en ég hitti Knud
Zimsen, því hann kom stundum á
heimili foreldra minna."
Andstæðingar Geirs Hallgríms-
sonar klifa oftlega á því, segir enn
í samtalinu, að hann sé of efnum
búinn. Ég ympraði á þessu við hann
og minnti hann á orð Ólafs Thors,
sem hann viðhafði í Morgunblaðinu
fyrir kosningarnar á undan, en þá
var einnig deilt á Geir fyrir að hann
væri of efnaður. Hann hafði þá lagt
fram stórhuga áætlanir um gatna-
gerð_ sem andstæðingarnir gagn-
rýndu — og af því tilefni sagði Ólaf-
ur Thors orðrétt:
„Geir borgarstjóri hafði getið sér
góðan orðstír, einnig á athafnasvið-
inu. En stjórnmálin kölluðu, og því
kalli hlýddi hann. Hann kaus frem-
ur að leggja götur fyrir þúsund
milljónir en safna sjálfur milljón,
fremur að fást við hin miklu mál
allra höfuðstaðarbúa en eigin mál.“
Og um efnahaginn sagði Ólafur
Thors: „En ég segi bara — gott ef
satt er. Það er ágætt að borgarstjór-
inn þurfi ekki að segja sig til sveit-
ar.“
Af sömu ástæðu og ég hef rifjað
upp fyrrnefnd samtöl finn ég hvöt
hjá mér til að minnast hér í lokin
á annað samtal, óbirt, sem festist
rækilega í minni mínu, svo eftir-
minnilegt sem það var, um leið og
ég þakka vináttu Geirs Hallgríms-
sonar og langt samstarf sem aldrei
bar neinn skugga á. í mínum huga
var hann einstæður, einn þeirra fáu
sem hafði atgervi til að vera ávallt
hann sjálfur en til þess þarf meira
þrek en þeir hafa sem helzt hafa
ekki áhuga á öðrum vini en viðhlæj-
andi almenningsáliti. Ekkert er þó
hverfulla en þessi goluþytur í
þjóðlífinu.
Það er 27. maí 1973. Við Geir
Hallgrímsson tölum saman, að
venju. Ég hafði nýverið heyrt í út-
vaipinu samtal við fólk á förnum
vegi sem spurt var, hvort rétt hefði
verið af Ægi að skjóta á Everton.
Yfirgnæfandi meirihhiti lýsir
ánægju sinni yfir því. Ég segi við
Geir: Ég er hættur að skilja þetta,
Islendingar skjóta á óvopnað fiski-
skip og sökkva því næstum og allir
standa á öndinni af ánægju. Þetta
er einhver önnur þjóð en sú sem
Ólafur Thors og Bjarni Benedikts-
son stjórnuðu. Geir svaraði, óvenju
ákveðinn: „Þá vil ég ekki vera leið-
togi hennar.“
Geir átti samt eftir að verða leið-
togi þessarar þjóðar og hann stjórn-
aði siglingu hennar án þess hún
ærðist af skotgleði. Þannig hverfur
þessi óvenjuvandaði og drenglyndi
stjórnmálamaður inní söguna; háv-
aðalaust með þeirri virðingu og
reisn sem var rótgróinni kurteisi
hans og eðlislægri ábyrgðaitilfinn-
ingu samboðin. Nú sjáum við har.n
allan, fríðan foringja, tákngerving
borgaralegrar mannúðar; lýðræðis-
sinnan farsæla — og hann hverfur
okkur sjónum, ekki í öldudal, heldur
á öldufaldí sem snertir himininn
sjálfan.
Matthías Johannessen
ískjóli
Geirs
Síðasta sameiginlega samtal
okkar ritstjóra Morgunblaðsins við
Geir Hallgrímsson fór fram hinn
5. júní sl. Matthías hitti hann
stutta stund nokkrum vikum
seinna á Landakotsspítala.
í vetur og vor höfðu kviknað
vonir hjá vinum og samstarfs-
mönnum Geirs um, að hið ótrúlega
væri að gerast. Hann var að hress-
ast og ná sér á strik. Síðla vetrar
sat hann langan kvöldfund, sem
við ritstjórar áttum með stjórn
Arvakurs hf. og fjallaði um grund-
vallarmál í útgáfu blaðsins. Um-
ræður voru liflegar og hreinskilnar
og Geir tók virkan þátt í þeim. í
maí kvaddi hann sér hljóðs í aðal-
fundarhófi Árvakurs og flutti
áhrifamikla ræðu, sem verður
minnisstæð öllum, sem á hlýddu.
Snemma í vor átti ég við hann tvö
löng samtöl í síma, sinn hvorn
daginn. Þau snerust um grundvall-
arstefnur í stjórnmálum. Ég þurfti
að einbeita mér mjög til þess að
halda mínum hlut og sagði við
hann í lok hins síðara, að þetta
væru svo átakamikil samtöl, að
ég væri dauðþreyttur eftir tilraun-
ir til þess að halda til jafns við
hann í málefnalegum rökræðum.
Hann hló og sagði: Fyrir mig er
þetta lífsins elexír!
Þar sem við sátum í húsakynn-
um Seðlabankans við Ægissíðu
þennan júnídag beindi Geir sam-
tali okkar nær eingöngu að Morg-
unblaðinu og framtíð þess. Hann
sagði, að vinátta okkar þriggja
væri svo sterk, að hann gæti sagt
við okkur án þess að misskilningi
gæti valdið, að tímabært væri orð-
ið að huga að því, hveijir gætu
orðið arftakar okkar Matthíasar,
þegar til lengri framtíðar væri lit-
ið. Um þetta ræddum við fram og
aftur, samhliða snörpum orða-
sennum inn í milli um ýmsa þætti
í ritstjórn blaðsins, sem Geir hafði
lengi gagnrýnt. Þegar við kvödd-
umst grunaði mig ekki, að þetta
væri í síðasta sinn, sem ég sæi
Geir Hallgrímsson.
Þegar Geir hætti stjórnmálaaf-
skiptum og tók við embætti Seðla-
bankastjóra hófst nýr kafli í sam-
skiptum hans við Morgunblaðið.
Hann lét af störfum, sem formað-
ur Árvakursstjórnar. En í sam-
tölum okkar veitti hann blaðinu
gagnrýnið og málefnalegt aðhald,
sem var ómetanlegt vegna þess,
að við vissum, að fyrir honum
■vakti ekkert annað en velferð
blaðsins.
Fyrir tæpu ári komu saman að
Ægissíðu nokkrir gamlir sam-
starfsmenn Geirs. Þar voru Eyjólf-
ur Konráð, sem var nánasti
pólitíski samheiji Geirs í fjóra ára-
tugi, Höskuldur Ólafsson, Baldvin
Tryggvason og við Morgunblaðs-
ritstjórar. Við ræddum um málefni
líðandi stundar og við Matthías
og Geir deildum hart um fram-
vindu stjórnmálanna og vorum alls
ekki sammála. Þetta kom þeim
Höskuldi og Baldvin á óvart og
báðir höfðu orð á því við mig dag-
inn eftir, að þeir hefðu ekki gert
sér grein fyrir, hversu líflegar
pólitískar umræður færu fram á
milli okkar Morgunblaðsmanna og
Geirs.
En þannig voru samskipti okkar
við Geir Hallgrímsson. Opin, hrein-
skilin og talað út um alla hluti.
Aldrei eftirmál.
Á árum áður, þegar erfiðleikar
Geirs í stjómmálabaráttunni voru
mestir var stundum um það talað,
að hann hefði mikinn stuðning af
Morgunblaðinu. Eftir að Geir
hætti afskiptum af stjórnmálum,
varð mér smátt og smátt ljóst, að
við ritstjórar Morgunblaðsins
höfðum haft meira skjól af Geir
Hallgrímssyni en við þá gerðum
okkur grein fyrir. Á þeim tíma,
sem hann var formaður Sjálfstæð-
isflokksins veitti hann okkur þann
stuðning, sem við þurftum til þess
að herða á þeirri þróun blaðsins,
sem hófst fyrir meira en þremur
áratugum og fólst í því að losa
um þau nánu tengsl, sem verið
höfðu milli Morgunblaðsins og
Sjálfstæðisflokksins. Eftir að Geir
hætti stjórnmálaafskiptum höfum
við staðið á meiri berangri.
Geir Hallgrímsson hafði notið
mikillar velgengni í stjómmálum
um þriggja áratuga skeið, þegar
kom fram á veturinn og vorið
1978. Vinsæll borgarstjóri í 13 ár,
varaformaður Sjálfstæðisfiokks,
formaður flokksins og forsætis-
ráðherra. Útfærsla í 200 mílur og
sigur í landhelgisdeilunni 1976.
Svo kom veturinn og vorið 1978
og þá og næstu árin á eftir kynnt-
ist ég Geir bezt og mat hann
mest. Eftir samfellda pólitíska
velgengni í nær 30 ár tóku við ár
ósigra og erfíðleika. Hann var er-
lendis í embættiserindum nóttina,
sem talið var upp úr kjörkössunum
til borgarstjórnar Reykjavikur. Ég
var í stöðugu sambandi við hann
alla nóttina. Hann tók falli Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík með
stillingu. Honum var ljóst þá þeg-
ar, að honum yrði kennt um þessi
kosningaúrslit. Eftir ófarir Sjálf-
stæðisflokksins í þingkosningum
mánuði síðar gerði hann sér
glögga grein fyrir því, að pólitísk-
ur aðsúgur yrði gerður að honum
innan flokksins sem og varð.
Hann stóð af sér fyrstu atlög-
una, þegar Albert Guðmundsson
bauð sig fram gegn honum í for-
mannsembætti á landsfundi 1979.
Hann hélt þannig á málum gagn-
vart Albert, að á landsfundi 1981
má segja, að Albert hafi veitt hon-
um stuðning með þögninni.
Mesta stjómmálaafrek Geirs
Hallgrímssonar á öllum stjórn-
málaferli hans var að mínum dómi
stjórn hans á Sjálfstæðisflokknum
eftir að Gunnar Thoroddsen mynd-
aði ríkisstjórn sína í febrúar 1980.
Þá gerðist atburður, sem var í
raun óhugsandi, að gæti gerzt,
þegar litið var til sögu Sjálfstæðis-
flokksins. Aðeins eitt skipti máli
í huga Geirs Hallgrímssonar — að
koma í veg fyrir varanlegan klofn-
ing Sjálfstæðisflokksins. Og það
tókst.
Á eftirminnilegum landsfundi
1981 fór fram hart, málefnalegt
uppgjör við Gunnar Thoroddsen
og fylgismenn hans en Sjálfstæð-
isflokkurinn gekk sameinaður til
kosninga vorið 1983 undir forystu
Geirs.
Þetta er mikil saga og að mestu
ósögð. í þágu fiokkseiningar lét
Geir Hallgrímsson margt yfir sig
ganga ogtók með ótrúlegu jafnað-
argeði einhveijum mestu pólitísku
árásum, sem gerðar hafa verið á
íslenzkan stjórnmálamann á síðari
tímum. Hann neitaði sér um að
láta hart mæta hörðu og tók
hveiju pólitísku áfalli á fætur öðru
af karlmennsku.
Þetta stríð kostaði sitt. í próf-
kjöri Sjálfstæðismanna í
Reykjavík vegna komandi alþing-
iskosninga féll Geir Hallgrímsson
niður í 7. sæti á listanum í
Reykjavík. Þau úrslit lágu fyrir
aðfaranótt 30. nóvember 1982.
Geir var í fjölskyldusamkvæmi hjá
Birni bróður sínum, þegar honum
bárust fréttir um úrslitin. Engin
svipbrigði sáust á Geir, þegar hann
fékk tölumar í hendur.
Fyrstu viðbrögð Geirs Hall-
■grímssonar við þessum úrslitum
voru afar skýr. Hann kvaðst um
nóttina mundi kalla saman mið-
stjórnarfund þegar í stað, óska
eftir því að landsfundur yrði boð-
aður í febrúar, þar sem hann
mundi láta af formennsku. Þessi
afstaða var óbreytt fyrri hluta
næsta dags, en þegar leið á daginn
linnti ekki símhringingum og
skeytasendingum til Geirs frá
flokksmönnum, sem lögðu hart að
honum að taka sæti á framboðs-
listanum og gegna formennsku
flokksins út kjörtímabilið. Á
flokksráðsfundi nokkrum dögum
síðar tilkynnti Geir svo þá ákvörð-
un sína að leiða Sjálfstæðisflokk-
inn í gegnum næstu kosningar og
skipa það sæti á framboðslistanum
í Reykjavík, sem hann hafði verið
kosinn til.
Sjálfstæðisflokkurinn gekk
sameinaður til kosninga undir for-
ystu Geirs Hallgrímssonar vorið
1983 og náði góðum árangri.
Sjálfur náði Geir ekki kjöri til Al-
þingis en stjórnarmyndunin þá um
vorið var fyrst og fremst hans
verk, þótt forsætisráðuneytið
kæmi í hlut Steingríms Hermanns-
sonar. Þessum erfiða kapítula í
sögu Sjálfstæðisflokksins var enn
ekki lokið.
Miðvikudaginn 25. maí 1983
voru samningaviðræður um mynd-
un rikisstjórnar Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks í höfn. Geir