Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 B, 11 í dag er til moldar borinn frændi minn, Geir Hallgrímsson. Með hon- um er genginn einhver mætasti maður, sem ég hefi kynnst, maður sem ég mat mikils og þótti vænt um. Ég mun sakna hans mikið. Frá barnæsku hefur Geir Hall- grímsson ávallt verið í huga mér sem stjórnmálamaðurinn í fjölskyld- unni, en jafnframt yfirvegaður heimilisfaðir og heimsborgari, sem tók á móti gestum, ungum sem öldnum, í fjölskylduboðum á Dyngjuveginum. Mörg undanfarin gamlárskvöld hittist fjölskyldan þar í boði Ernu og hans. Það voru skemmtilegir tímar. Þegar við vor- um yngri og vissum alla hluti best sátum við Hallgrímur, sonur Geirs og frændi minn, ásamt stundum fleirum á okkar reki af frændsystk- inunum, og lögðum borgarstjóran- um og ráðherranum lífsreglurnar. Aköfum leiðbeiningum okkar frændanna var tekið af fullri al- vöru, rætt um kosti tillagna okkar eða bent á annmarka, málin brotin til mergjar. Næstu daga á eftir leið manni býsna vel og þóttist heldur maður með möhnum. Síðar meir, þegar alvara lífsins tók við hjá okkur yngri mönnum og Geir Hallgrímsson varð formað- ur Sjálfstæðisflokksins á miklum umbrotatímum' í íslensku stjórn- málalífi, átti ég þess kost að fylgj- ast með honum í starfi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og íslenska þjóð, oft í návígi og stundum úr fjarlægð. Iðulega kom það fyrir, að mér áskotnaðist að verða vitni að frammistöðu og viðbrögðum hans á mikilvægum stundum. Oftar en ekki voru þau með þeim hætti, að manni fannst ekki betur vera hægt við að bregðast. Geir Hallgrímsson gerði aldrei mikið úr slíku. Leit sennilega á það sem sjálfsagðan hlut, að menn legðu sig fram og gerðu sitt besta. Þetta var honum eðlilegt og frá því varð ekki vikið. Það kom oft fyrir, að menn höfðu orð á hversu yfirvegaður og rólegur Geir Hallgrímsson væri, þótt mikið stæði til. Þessu er ég sammála. Hann var eins og Grímur Thomsen segir úm Halldór Snorrason: Þó komið væri í óvænt efni eigi stóð honum það fyrir svefni. Geir Hallgrímsson virðist hafa sameinað ágæta kosti foreldra sinna, Áslaugar Benediktsson og Hallgríms Benediktssonar, því um þau var sagt, að hún væri heima- kær og héldi uppi reisn og prýði heimilisins. Hallgrímur hins vegar var umsvifamikill í verslunarmálum og félagsmálum og mjög félags- lyndur og frammámaður í mörgum félögum, auk þess sem hann tók virkan þátt í stjórnmálum. Þessa- kosti tel ég að Geir Hallgrímsson hafi sameinað ágæta vel og mun það óumdeilt, að heiðarlegri maður í öllum samskiptum var vandfund- inn. Eða eins og Grímur sagði um Stefán Stefánsson: Varla mun á voru landi verða betri drengui fundinn. Geir Hallgrímsson og kona hans, Erna Finnsdóttir, og systkini hans, Inga og Bjöm, og makar þeirra, Gunnar Pálsson, sem nú er látinn, og Sjöfn Kristinsdóttir, voru alla tíð miklir vinir og samgangi og sam- heldni viðbrugðið. Svipað gildir um afkomendur þeirra og tengdabörn og hefur þar oft verið glatt á hjalla og margt um að spjalla, þegar hóp- urinn hefur safnast saman. Við Sólveig leituðum oftlega ráða hjá Geir Hallgrímssyni með ólíkleg- ustu hluti og voru þau fúslega gef- in og mál rædd til hlítar. Það hefur verið okkur dýrmætur skóli á und- anförnum árum. Stephan G. Stephansson segir, þegar hann kveður eftir drenginn sinn: Ég kveð þig sumar. Haust ég heilsa þér af hnjúknum þeim, sem landamerki er. Við Sólveig kveðjum nú Geir Hallgrímsson með söknuði og mikl- um virktum. Við sendum frú Ernu Finnsdóttur okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Vinum okkar, Aðalbjörgu, Ernu Sigríði og Hallgrími, og Kristínu og Frey og börnum, Stein- unni og Finni og börnum og Ás- laugu sendum við hluttekningar- kveðjur. Guð blessi minningu Geirs Hallgrímssonar. Kristinn Björnsson Við fráfall Geirs Hallgrímssonar vil ég með nokkrum orðum blanda mér í hóp þeirra sem eftir hann mæla. Við vorum samferðamenn í borg- arstjórn og borgarráði um tíu ára skeið. Hann sem borgarfulltrúi og borgarstjóri ásamt því að vera leið- togi meirihlutans. Eg sem borgar- fulltrúi, einn úr hópi minnihlutans. Geir hafði verið borgarstjóri í þrjú ár þegar ég settist í borgar- stjórn árið 1962. Hann hafði þá þegar náð góðum tökum á verkefn- inu og stjórnaði af öryggi og festu. Ekki fer hjá því að þeir sem starfa lengi saman í pólitík kynnist meira og minna, þótt andstæðingar séu. Þannig fannst mér ég kynnast Geir allnáið þann áratug sem leiðir okkar lágu saman á vettvangi borg- armálefna. Hvað sem sagt hefur verið í hita leiksins á þeim tíma er það staðreynd að Geir Hallgrímsson var mjög dugmikill og stjórnsamur borgarstjóri. Enginn dró heldur heiðarleika hans og orðheldni í efa. Hann tók að ýmsu leyti við erf- iðri stöðu. Borgin hafði á skömmum tíma þanist út og stór, ný hverfi myndast. Braggarnir settu enn svip á borgina. Gatnagerð og lagning hitaveitunnar hafði hins vegar dregist úr hömlu. Varðandi gatna- gerðina var nánast ófremdarástand. Geir tók myndarlega og af röggsemi á þessum málum. Áætlanir voru gerðar um útrýmingu bragganna, lagningu hitaveitu og varanlega gatnagerð. Þessum áætlunum var fylgt eftir næstu árin. Sjöundi áratugurinn var þannig tími mikilla og nauðsynlegra verk- legra framkvæmda hjá Reykjavík- urborg. Þar var ekki um nein gælu- verkefni að ræða, heldur bráðnauð- synlegar framkvæmdir sem skiptu sköpum fyrir líf fólksins í borginni. Geir var jafnan talsmaður meiri- hlutans á fundum borgarstjórnar. Hann talaði skipulega, var rökfast- ur og átti auðvelt með að greiná aðalatriði í hveiju máli. Persónulegt nagg var honum ekki að skapi. Mér fannst hann taka sjálfan sig alvar- lega bæði til orðs og æðis. Þannig verkaði hann á mig sem alvöru stjórnmálamaður. Eftir að hafa nú að leiðarlokum litið yfir stjórnmálaferil Geirs Hallgrímssonar er það niðurstaða mín að hann hafi notið sín best og komið mestu til leiðar þau þrettán ár sem hann var borgarstjóri. Allan þann tíma var hann óumdeildur foringi flokksmanna sinna í Reykjavík og naut trausts og virð- ingar, bæði meðal samheija og and- stæðinga. Við hjónin vottum Ernu og fjöi- skyldunni dýpstu samúð. Kristján Benediktsson Geir Hallgrímsson fyrrv. forsæt- isráðherra og formaður Sjálfstæðis- fiokksins er látinn tæpra 65 ára að aldri. Með honum er genginn mikil- hæfur maður, sem um áratugaskeið hefur verið í forystuhlutverki og sett svip sinn á þjóðlífið öðrum fremur. Geir Hallgrímsson var fæddur 16. desember 1925 í Reykjavík og ólst þar upp á mikilsvirtu heimili foreldra sinna, hjónanna Áslaugar Geirsdóttur Zoega og Hallgríms Benediktssonar stórkaupmanns og alþm., þar sem prúðmennska, háttvísi og drengskapur voru í há- vegum höfð og mótuðu tvímæla- laust uppeldi barna þeirra. Samfara á marga lund sérstæð- um persónuleika Geirs Hallgríms- sonar kom fljótt í ljós að veganesti foreldrahúsanna reyndist honum happadijúgt. Kornungur fetaði hann í fótspor föður síns og valdist tii forystu- starfa meðal félaga sinna og síðan samferðamanna og ævistarf hansT varð starf áhrifamikils stjórnmála- manns í sveitarstjórnar- og þjóð- málum. Geir Hallgrímsson var valinn til Geir Hallgrímsson og Erna Finnsdóttir kona hans í Varðarferð 1981 með tveimur barnabörnum. Geir Hallgrímsson og Eyjólfur Konráð Jónsson ræðast við í Kringlu Alþingishússins vorið 1983, um það leyti sem samsteypustjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð. hringdi í mig um miðjan dag og kvaðst ætla að skjótast út á skrif- stofu til mín, þingflokksfundur stæði yfír og að því væri komið, að þingflokkurinn tæki ákvörðun um, hvort forsætisráðuneytið yrði í höndum Sjálfstæðismanna eða Framsóknarmanna. Þegar Geir kom á ritstjórnarskrifstofur Morg- unblaðsins kvaðst hann hafa lagt til við þingflokkinn, að valinn yrði sá kostur, að flokkarnir hefðu fimm ráðherra hvor en Sjálfstæð- isflokkurinn forsætisráðuneytið, en einnig stóð til boða, að flokkur- inn fengi sex ráðherra af tíu en Framsóknarflokkurinn forsætis- ráðuneytið. Hann kvaðst jafn- framt hafa tekið fram, að forsætis- ráðuneytið væri ekki bundið við sína persónu, hann væri tilbúinn til að styðja annan mann sem for- sætisráðherra fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins. Nokkru síðar hringdi Matthías Á. Mathiesen, sem stjómaði fundi þingflokksins og tilkynnti Geir, að atkvæði hefðu fallið þannig, að þrettán þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hefðu valið þann kost að ráðherrar flokksins yrðu sex en það þýddi, að Steingrímur Her- mannsson yrði forsætisráðherra hinnar nýju ríkisstjórnar. Níu þingmenn hefðu kosið þá leið, að Sjálfstæðismaður skipaði embætti forsætisráðherra. Eftir þessa atburði, sem hér hefur aðeins verið tæpt á átti Geir Hallgrímsson glæsilegan feril sem utanríkisráðherra þar til hann hætti afskiptum af stjórnmálum í janúar 1986. Þrátt fyrir náið samstarf á þess- um árum hafði ég í raun og veru litla hugmynd um, hver hugur Geirs var til þessara atburða allra, þangað til 1. desember sl. Þá sát- um við Matthías lengi dags hjá honum í Seðlabankanum og ljóst, að sjúkdómurinn sótti fast á. Þá sagði hann okkur í fyrsta sinn, að hann hefði lengi vel haft í huga eftir kosningarnar 1983 að fara aftur í prófkjör til þess að fá stað- festingu á því, hver staða hans væri meðal Sjálfstæðismanna. Hann kvaðst hins vegar hafa horf- ið frá því, þegar mál hefðu skip- ast á þann veg, að hann fór úr ríkisstjóm. Það féll í hlut Geirs Hallgríms- sonar að leiða Sjálfstæðisflokkinn á miklum umbrotatímum í sögu þjóðarinnar. Þau umbrot náðu langt inn í Sjálfstæðisflokkinn. Hann skilaði flokknum sameinuð- um í hendur eftirmanni sínum. Það eitt út af fyrir sig var pólitískt afrek, eftir það, sem á undan var gengið. Hann gekk frá orrustu- velli stjórnmálanna með reisn. Styrmir Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.