Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 B 7 Geir Hallgrímsson var um árabil formaður stjórnar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Hér er stjórnin á sjötíu ára afmæli blaðsins 1983. Sitjandi frá vinstri: Ólafur Johnson, Gunnar Hansson, Geir Hallgrímsson formaður, Bergur Gíslason og Leifur Sveinsson. Standandi eru frá vinstri: Haraldur Sveinsson, Hjörtur Hjartarson, Brynjólfur Bjarnason og Björn Thors. Geir ungur maður á fundi í Sjálfstæðishúsinu. Við sama borð situr Elísabet Kvaran, kona Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, en lengst til hægri er Birgir Kjaran. sónulegra tengsla við fólk í öllum starfsstéttum og þjóðmálahreyfing- um. Hann var góður fulltrúi íslands hvar sem hann fór með sínum glæsileik og ljúfmennsku. Árin 1974-1978, forsætisráð- herratíð Geirs, voru ár mikilla svipt- inga í efnahagsmálum. Olíukreppan reið yfir heiminn og misært var til sjávarins sum árinr. En Geir hafði glöggan og skýran skilning á sér- kennum og vandamálum íslensks efnahagslífs og tók hiklaust á þeim. Geir var jafnan maður samráðs og vandaðra vinnubragða og engin ákvörðun var tekin án undangeng- inna athugana og viðræðna, ekki aðeins innan ríkisstjórnar heldur einnig milli manna með óformlegum hætti. I forystu sinni fyrir ríkis- stjórninni naut Geir reynslu sinnar og mannþekkingar- frá löngum og farsælum ferli sem borgarstjóri Reykjavíkur. Prúðmennska hans og hógværð, sem honum var í blóð borin, skilaði miklum árangri. Geir var það vel lagið að leiða menn til málamiðlunar, þótt hann væri skoð- anafastur maður. Fijálslyndi í efnahagsmálum var sterkur þáttur í stjórnmálaskoðun- um Geirs. í stefnuræðu sinni haust- ið 1977 lagði Geir grunninn að því að rýmka rétt manna til að eiga gjaldeyri og stofna gjaldeyrisreikn- inga við íslenska banka. Tilgangur- inn var að auka gjaldeyrisskil og innlendan sparnað. Innlendir gjald- eyrisreikningar voru síðan leyfðir haustið 1977 og voru í reynd fyrsti vísir þess gjaldeyrisfrelsis, sem nú er framundan og dyggiíega var stutt af Geir Hallgrímssyni í starfi hans sem seðlabankastjóri. Þegar Geir Hallgrímsson varð forsætisráðherra í ágústlok 1974, stóð svo á að í byijun þess sama mánaðar hafði Þjóðhagsstofnun hafið störf sem sjálfstæð stofnun, er heyrði undir hans ráðuneyti. Sem forstjóri Þjóðhagsstofnunar vann ég náið með Geir Hallgrímssyni alla hans forsætisráðherratíð. Á það samstarf og okkar kynni féll aldrei skuggi. Geir sýndi samstarfsmönn- um sínum fyllsta trúnað og ætlaðist auðvitað til hins sama af þeim. Til- litssemi og kurteisi í skiptum við háa s_em lága var hans aðalsmerki. Mer er kunnugt um það, að Geir Hallgrímsson sætti á sínum tíma harðri gagnrýni fyrir það innan síns flokks að hann tæki of mikið mark á mér sem ráðgjafa í efnahagsmál- um. Aldrei nefndi hann þessa gagn- rýni sjálfur við mig og aldrei galt ég hennar í okkar skiptum. í með- byr jafnt og mótlæti var hann sam- ur og jafn, traustur og drengilegur. Ekkert var honum fjær skapi en velta ábyrgð af sínum stjórnarstörf- um yfir á aðra. Geir Hallgrímsson var vinur vina sinna. Það var fyrir rúmu ári að Geir kenndi þess meins sem varð hans bani. Hann' barðist af mikilli karl- mennsku við sjúkdóminn og gegndi störfum sínum þrátt fyrir hann með ótrúlegum hætti. í bytjun júní síðastliðins hittumst við í boði hans í Seðlabankanum, þar sem hann tók á móti sameiginlegum erlendum kunningja okkar. Tal okkar fór víða um íslensk og alþjóðleg efnahags- mál. Þar kom glöggt fram að þung- ar sjúkdómsraunir höfðu ekki dreg- ið úr árvekni og áhuga Geirs á hans kjörna starfssviði. En fáum dögum síðar sótti sjúkdómurinn fastar. Að Geir Hallgrímssyni er mikill missir, og þótt hann ætti að baki langan og fjölbreyttan starfsferil, átti hann enn svo margt ógert. En minningin lifir um góðan dreng og mikinn stjórnmálamann, sem var virtur jafnt af samheijum sem and- stæðingum. Á þessari stundu leitar hugurinn með djúpri samúð til eiginkonu hans, Ernu Finnsdóttur, barna þeirra, barnabarna og fjölskyldunn- ar allrar. Jón Sigurðsson Ég hef misst einn af minum beztu vinum. Og íslenzk þjóð kveður einn sinna allra beztu sona. Geir Hall- grímsson er allur. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég veitti honum strax athygli, enda tók hann sér fljótlega stöðu í fylkingar- brjósti í'félagslífí nemenda. Þar við bættist, að við — busarnir — litum alltaf með vissri virðingu til eldri skólafélaga. Og smám saman urðum við vin- ir. Vinátta verður ekki til fyrir vilja- ákvörðun eina. Hún vaknar og vex við náin kynni, er við lærum að virða og treysta hvert öðru. Margt bar til þess, að við urðum vinir. Lífsskoðun okkar var lík. Við höfðum báðir áhuga á stjórnmálum og skipuðum okkur snemma í raðir sjálfstæðismanna. Og við áttum samleið í afstöðu til kristni og kirkju. Mér er minnisstætt, hve ég var honum þakklátur eitt sinn, þegar hann á umræðufundi gekk fram fyrir skjöldu til varnar kirkju og kristindómi, er að var ráðizt. Leiðir okkar lágu saman í Heim- dalli og Vöku. Á fyrstu árunum eftir styijöldina var í tfzku að vera róttækur og um skeið vorum við fáir, sem héldum fast í hugsjónir um frelsi til athafna — frelsi til orðs og æðis — innan eðlilegra marka. Við fundum nauðsyn þess að snúa bökum saman til varnar góðum málstað. Við héldum hópinn — nokkrir góðir vinir — og hittumst reglulega um árabil til umræðna um landsins gagn og nauðsynjar. Við áttum sannfæringarkraft æskunnar og vorum reiðubúnir að beijast fyrir framgangi þeirra mála, er við töld- um til heilla horfa. í þessum hópi var Geir sjálfkjörinn leiðtogi. Annað hefði verið óhugsandi. Þá þegar komu í ljós þeir já- kvæðu eiginleikar, sem einkenndu hann alla tíð síðan. Hann var ein- arður og hreinskilinn, ígrundaði mál og var fljótur að greina aðalatriðin. Og er hann hafði sannfærzt um, hvað bæri að gjöra, hófst hann hik- laust handa. Síðan skildi leiðir með okkur. Ég fór út á land og kaus mér annan starfsvettvang en stjórnmálin. Sambandið við gömlu félagana hélzt þó óbreytt og við hittumst áfram enn um sinn. Síðar dreifðist hópurinn, eins og oft vill verða, eftir að skólagöngu er lokið og al- vara lífsins tekur við. Vináttuböndin og samstaðan var þó óbreytt og við vorum staðráðnir í að vinna vel landi og þjóð. Við vildum stemma stigu við ýmsu því, sem við töldum til óheilla horfa. Margt var þá ráðgjört og sumu komið í verk. M.a. stofnuðum við til bókaútgáfu, þótt í smáum stíl væri, en upp úr henni óx síðar Al- menna bókafélagið. Enn var Geir í fararbroddi. Síðan stijáluðust samfundir, ekki sízt vegna fjarveru. minnar úr Reykjavík. En það hafði engin áhrif á vináttuna. Henni er líkt farið og kærleikanum: Sönn vinátta fyrnist aldrei. Ég fylgdist með ferli Geirs í þjóð- málum og dáði hann. Ég vissi, að ég gat ætíð treyst honum til þess að gjöra það eitt, sem hann teldi rétt. Auðvitað gat honum skjátlazt, eins og öðrum dauðlegum mönnum. En hann var þá maður til þess að viðurkenna mistök og skipta um skoðun, ef hann sannfærðist um nauðsyn þess. Aldrei setti að mér efa um, að hann yrði einn höfuðleiðtogi lands og þjóðar. Ungur varð hann borgar- stjóri í Reykjavík og skipaði þann sess með slíkri prýði, að betur verð- ur vart gjört. Auðvitað gátu menn verið ósam- mála honum um lausn mála, en ég held þeir hafi verið fáir, sem efuð- ust um drenglyndi hans og heiðar- leika og löngun til þess að láta gott af sér leiða. Hann var óhræddur við að segja nei, ef hann taldi, að mál yrðu bet- ur leyst annan veg en óskað var. Og oftar en einu sinni heyrði ég honum svo lýst, að hann kynni að segja nei þannig, að mönnum fynd- ist þeir hafa fengið góða úrlausn mála. Og já hans stóð sem stafur á bók. Vegur Geirs fór enn vaxandi. Hann tók við forystu Sjálfstæðis- flokksins og varð forsætisráðherra, en lífið var ekki alltaf dans á rós- um. Hann lenti stundum í andbyr, eins og einatt vill verða um þá, er komast til æðstu metorða. En hann lét það ekki á sig fá og stýrði mál- um til þeirra lykta, sem hann taldi til mestrar farsældar fyrir þjóðina. Og er á hann var ráðizt með stór- yrðum í pólitískri orrahríð stóðzt hann freistingu þess að svara í sömu mynt. Til þess var hann of háttvís. Þetta leiddi stundum til þess, að sumir töldu hann skorta hin skæru litbrigði þess, sem ætíð reynir að koma sjálfum sér á fram- færi. En stundarvinsældir voru hon- um lítils virði. Honum var fyrir mestu að vita, að hann hefði hrein- an skjöld. Hann skapaði sér traust, hvar sem leið hans lá. Og þess gætti ekki síður á al- þjóðavettvangi. Fá trúnaðarstörf hans fyrir land og þjóð voru honum hugleiknari en utanríkismál. Hann átti bjargfasta sannfæringu um, hvað væri íslenzkri þjóð fýrir beztu. Hann vildi efla samvinnu og sam- starf við vestrænar þjóðir. Það var því eðlilegt, að hann skipaði sér í fremstu röð vestrænna stjórnmála- manna samtíðarinnar, virtur og metinn fyrir framkomu sína og stefnufestu, eindreginn málsvari friðar og lýðræðis. Efa ég, að aðrir íslendingar hafi notið jafnmikillar — hvað þá meiri — tiltrúar en hann á þeim vettvangi. Það er mikil gæfa hverri þjóð, þegar slíkir menn veljast til forystu. Ég kynntist eitt sinn háttsettum erlendum stjórnmálamanni, sem hingað kom. Geir var þá utan stjórnar. Mér er minnisstætt, að þessi erlendi leiðtogi spurði mig aðeins um einn mann, Geir Hall- grímsson. Hann hafði kynnzt hon- um við fyrri komur sínar til lands- ins. Nú saknaði hann þess að hitta hann ekki. Og var þetta þó pólitísk- ur andstæðingur að skoðunum til. Þetta er nú orðið lengra mál en til stóð. En ég get ekki orða bundizt, er ég hugsa til vinar míns, Geirs Hallgrímssonar. Ég á bágt með að átta mig á því, að hann sé nú allur. Jarðneskri tilveru hans er lokið. Hann háði langt — og undir lok- in — strangt stríð. Þá kom enn f ljós æðruleysi hans og kjarkur. Seigla hans og viljastyrkur var með ólíkindum. Ég veit, að honum var ekkert að vanbúnaði að kveðja. Hann flíkaði ef til vill ekki trú sinni dags daglega, en við, sem þekktum hann bezt, vissum fullvel um afstöðu hans í þeim efnum. Og nú er hann farinn til fundar við Drottin sinn, þess fundar, sem bíður okkar allra. Ég bið honum blessunar Guðs. Og ég bið eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og ástvinum sömu blessunar í söknuði þeirra. Við stöndum eftir með þökk í huga. Ég tel mér til gildis að hafa notið vináttu hans. íslenzk tunga er blæbrigðarík. Hún geymir mannlýsingu, sem á vel við Geir Hallgrímsson. Hann var drengur góður. Guð gefi, að hið sama verði með sanni sagt um sem allra flesta syni og dætur íslenzkrar þjóðar. Þá væri vel. Jónas Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.