Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 B 13 Geir Hallgrímsson borgarstjóri afhendir sr. Bjarna Jónssyni dóm- kirkjupresti og vígslubiskupi skjal heiðursborgara Reykjavíkur. Frú Aslaug Ágústsdóttir, kona sr. Bjarna, horfír á. Geir Hallgrímsson var heilsteypt- ur og góður vinur. Það kom strax fram á skólaárum hans að hann var til forystu fallinn. Um þriggja ára- tuga skeið hefur starfssvið hans' verið á opinberum vettvangi, for- ystustörf í þjóðfélaginu, oft erfið. og umdeild. Hann leysti þau vel og farsællega af hendi. Hann var heill í samstarfi við aðra, tillögugóður, traustur, sanngjarn og réttsýnn. Um hann verður sagt með sanni, hann mátti ekki vamm sitt vita. Slíkir menn eru hverri þjóð mikils virði. Þeir eru kjölfesta fyrir heil- brigt líf, sterka siðferðisvitund, sjálfstæða og fijóa hugsun. En ein- mitt það er grundvöllurinn undir frelsi, sjálfstæði og tilverurétti hverrar þjóðar. Geir gaf okkur því mikið bæði sem einstaklingum og þjóð. Við getum því þakkað honum sem leiðtoga og við þökkum góða og trausta vináttu. Geir stóð ekki einn, hin ágæta kona hans, Erna Finnsdóttir, stóð við hlið hans traust og styrk og átti sinn þátt í hinum góðu verkum. Blessun guðs fylgi Geir í nýjum heimkynnum og styrki konu hans og fjölskyldu í sorginni. Innilegar samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson Ekki er það ætlun mín að ijalla um mikið og merkt ævistarf Geirs Hallgrímssonar. Það gera aðrir sem betur þekkja. Hins vegar er mér bæði ljúft og skylt að minnast og þakka'gott samstarf og góð kynni. Geir Hallgrímsson var utanríkis- ráðherra í ríkisstjórn minni á árun- um 1983-1986. Hann átti að sjálf- sögðu stóran þátt í myndun þeirrar ríkisstjórnar. Segja má að við semd- um um allt það sem ákveða þurfti. Vegna djúptæks skoðanamunar á milli sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna á ýmsum sviðum, mátti ætla, að erfitt yrði að ná sam- komulagi um stjórnarmyndun. Það tókst þó, og ekki síst vegna þess, að því mátti treysta, sem um'væri samið við Geir Hallgrímsson. Geir skildi jafnframt vel hið afar alvarlega ástand, sem var í efna- hagsmálum við stjórnarmyndun vorið 1983. Hann vissi, að um full- veldi þjóðarinnar gat verið að tefla og var kappsmál að leggja sitt af mörkum til að rétta við þjóðarskút- una. Samstarf okkar í ríkisstjórninni var ágætt. Við hittumst reglulega og fórum yfir þau mál sem ræða þurfti á milli flokkanna, ekki síst í efnahagsmálum. Ennfremur gerði hann mér ætíð glögga grein fýrir stöðu utanríkismála. Við ræddum opinskátt sérhvern skoðanamun og leystum slíkt ætíð. Það sem ákveðið var stóð sem stafur á bók. Eg hreifst af reglusemi Geirs Hallgrímssonar og drengskap. Það var óbifanleg sannfæring Geirs Hallgrímssonar að flest mál væru best komin í höndum einstakl- ingsins. Hann afneitaði þó aldrei mikilvægu hlutverki stjórnvalda, bæði til að skapa jöfnuð og þann grundvöll, sem gerir einstaklingum Jóhann Hafstein formaður Sjálfstæðisflokksins og Geir Hallgrímsson, varaformaður. kleift að starfa. Geir virti þó ætíð skoðanir annarra og mér reyndist hann í samstarfinu fús að taka til- lit til slíks. Það kom mér reyndar á óvart að í mörgum grundvallarat- riðum fóru skoðanir okkar saman. Geir Hallgrímsson var mikill ís- lendingur. Hann unni þjóð sinni mjög og vildi ætíð heill hennar. Skarð er nú fyrir skildi, sem erfitt getur reynst að fylla. Ég mun lengi minnast ágæts samstarfs og góðs drengs. Við hjónin vottum frú Ernu Finnsdóttur og börnum þeirra og öðrum aðstandenduni okkar dýpstu samúð. Steingrímur Hermannsson Kveðja frá sjálf- stæðismönnum Geir Hallgrímsson lýsti því sjálf- ur hvað öðru fremur lá til grundvall- ar sannfæringu hans. fyrir gildi sjálfstæðisstefnunnar: Það var virð- ingin fyrir manninum. Engum gat dulist að hann gekk að sérhveiju verki trúr því sem hann sjálfur taldi kjarnann í hugsjónum sjálfstæðis- manna. Þegar Geir Hallgrímsson hefur nú kvatt þetta líf sjá sjálfstæðis- menn á eftir traustum og heil- steyptum leiðtoga og foringja, sem helgaði hugsjón þeirra alla krafta sína. Nú er brostinn strengur í hörp- unni. Það er harmur í hjörtum sjálf- stæðismanna um land allt. Þeir Frá borgarstjórnarfundi 1958, árið áður en Geir Hallgrímsson varð borgarstjóri. Lengst til vinstri situr Magnús Jóhannesson, þá Guðmund- ur H. Guðmundsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Geir Hallgrímsson og Einar Thoroddsen. kveðja Geir Hallgrímsson í dag hinsta sinni með virðingu og þakk- læti. íslenska þjóðin stendur í þakk- arskuld nú þegar lífskraftur hans er allur. Ein af bernskuminningum mínum er sú, að móðir mín benti mér á mynd í Morgunblaðinu af manni, sem þá var nýbakaður borg- arstjóri. Hún sagði eitthvað á þá leið að þetta væri maður, sem allir gætu treyst, líka við sem hefðum lítil efni. Einhverra hluta vegna geymdist þessi minning. En rétt- mæti og sapnleiksgildi orðanna staðfestist fýrir mér sjálfum áratug síðar þegar ég kynntist fyrst Geir Hallgrímssyni. Þá var ég að stíga mín fyrstu skref í stjórnmálaskrif- um á Morgunblaðinu en hann að heyja kosningabaráttu fyrir fjórða og síðasta kjörtímabilinu á stóli borgarstjóra. Manngildishugsjón Geirs Hall- grímssonar gerði það að verkum, að hann bar jafnan fyrir bijósti hag þeirra, sem minna mega sín. Sakir uppruna síns sætti hann þó stund- um aðdróttunum andstæðinga um annað. En hér sem í öðru tala verk- in, en ekki skrumið. Geir Hallgríms- son beitti aldrei brögðum sjónhverf- inga til þess að halda merki sjálfs sín á loft. Ugglaust hefur hann oft goldið þess í harðri og óvæginni baráttu augnabliksins, jafnvel hjá sumum flokksmönnum sínum. Geir Hallgrímsson kvaddi sér ungur hljóðs og hafði forystu fyrir öðrum í varðstöðu fyrir frelsi og mannréttindum. Margir ungir menntamenn þess tíma voru á hinn bóginn slegnir blindu í trú á alræð- ið í austri. Þaðv þurfti bæði kjark og einurð til þess að rísa upp gegn því trúboði og vara við hættunni af hlutleysi í þeim átökum. En það var ekki til einskis bar- ist. Það var táknrænn endir á stjórnmálabaráttu Geirs Hallgríms- sonar þegar ungir sjálfstæðismenn heiðruðu hann í tilefni af sextíu ára afmæli Sambands ungra sjálfstæð- ismanna í sumar með því að færa honum brot úr Berlínarmúrnum. Múrinn sem í upphafi var tákn ófrelsis og mannlegrar niðurlæg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.