Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990
B 15
Geir Hallgrímsson forsætisráðherra flytur ávarp á Austurvelli 17. júní.
Öllum að óvörum varð hann á besta
aldri fórnarlamb eyðileggjandi
fruma mannslíkamans. Barátta
hans var eins og annað sem hann
tók sér fyrir hendur háð af tak-
markalausri viljafestu og einbeitni.
Það kostaði mikið átak að fara til
áríðandi fundar í New York á veg-
um Seðlabankans sl. sumar, en þá
för fór hann engu að síður, þótt
ekki hefði hann getað það óstudd-
ur. Erna Finnsdóttir, eiginkona
hans, var honum sá styrkur sem
orð fá ekki lýst sökum sálarstyrks
hennar og einstæðra persónukosta.
„Náðartími ævin er.“ Mér er það
minnisstætt er við vorum saman í
veislu hjá Agnari Klemensi Jónssyni
og Ólöfu Bjarnadóttur fyrir tæpum
þremur áratugum, að ég sagði við
Geir vegna dauðsfalls: „Það kom í
ljós að kristin trú er það eina sem
dugar í dauðanum.“ Geir hvessti á
mig sjónirnar. „Já, og í lífinu,“ sagði
hann og lagði þunga áherslu á orð
sín. Þessi er einnig arfleifð Geirs
Hallgrímssonar.
Þórir Kr. Þórðarson
Kveðja frá Heimdalli
Geir Hallgrímsson hóf ungur
þátttöku í starfí samtaka ungra
sjálfstæðismanna og voru honum
snemma falin ýmis trúnaðarstörf á
þeim vettvangi. Sat hann um ára-
bil í stjórn Heimdallar, félags ungra
sjálfstæðismanna í Reykjavík, og
varð formaður félagsins 1952. For-
maður Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna varð hann svo 1957.
A þeim tíma sem Geir var í for-
ystu ungra sjálfstæðismanna háðu
þeir harða hugmyndafræðilega bar-
áttu við stuðningsmenn alræðis-
stjórnarinnar í Sovétríkjunum. Var
þá tekist á um ýmis mál, sem grund-
vallarþýðingu höfðu fyrir þjóðina
og fóru ungir sjálfstæðismenn með-
al annars fyrir í baráttunni fyrir
því að tryggja varnir og öryggi
landsins og afnámi hafta og mið-
stýringar í efnahags- og atvinnu-
málum. í þeirri baráttu var þekking
Geirs Hallgrímssonar, rökfesta
hans og einurð, ómetanleg.
Það fór líka svo, að þegar Geir
Hallgrímsson var. kallaður til starfa
á vettvangi borgarmála og síðar
landsmála naut hann mikils stuðn-
ings í röðum ungra sjálfstæðis-
manna. Þeir vissu að þar fór mað-
ur, sem tilbúinn var að fylgja eftir
hugsjónum sjálfstæðismanna og lét
ekki bugast þótt á móti blési. For-
ysta hans í flokknum á erfiðum
tímum sýndi líka að hann var
trausts þeirra verður.
Ungir sjálfstæðismenn í
Reykjavík minnast Geirs Hallgríms-
sonar með þakklæti og virðingu og
senda aðstandendum hans hugheil-
ar samúðarkveðjur.
Birgir Ármannsson,
formaður Heimdallar.
Kveðja frá Sambandi ungra
sjálfstæðismanna
Með Geir Hallgrímssyni er mikil-
hæfur foringi fallinn frá. Við andlát
leiðtoga leiðir ungt fólk hugann að
sögunni. Saga Geirs Hallgrímsson-
ar er saga baráttu og sigra. Hann
varð snemma þekktur fyrir andóf
sitt gegn höftum og ofstjórn í við-
skiptalífí. Hann var forsætisráð-
herra er landhelgin var færð út í
200 mílur og Islendingar fengu
full yfírráð fískveiðiauðlindanna.
Hann stóð ávallt í eldlínunni í átök-
um lýðræðissinna við alræðisöfl,
sem um skeið voru sterk hér á
landi. Þar var tekist á um grundvall-
arskipan þjóðskipulagsins, alræði
eða lýðræði. Geir Haligrímsson stóð
jafnan vörð um samstöðu lýðræðis-
þjóðanna og beitti sér af alefli fyrir
styrkum vörnum íslands og sam-
starfi þess við önnur vestræn ríki.
Samband ungra sjálfstæðis-
manna stendur í mikilli þakkar-
skuld við Geir. Fáir hafa lagt sam-
bandinu meira lið en hann, sem var
formaður Heimdallar um árabil og
gegndi síðar formennsku í SUS.
Unga kynslóðin í Sjálfstæðisflokkn-
um nýtur nú þeirra sigra, sem voru
unnir í tíð Geirs sem stjórnmála-
manns, bæði á vettvangi íslenskra
stjórnmála og í átökum austurs og
vesturs. Ungt fólk um allan heim
fagnar þeirri þróun til nýrrar heims-
myndar er fylgir hruni alræðisríkj-
anna. Þar er fyrir að þakka mönn-
um eins og Geir Hallgrímssyni.
Á sextíu ára afmæli Sambands
ungra sjálfstæðismanna í júní
síðastliðnum óskuðum við þess að
Geir yrði heiðursgestur okkar og
var honum færður þakklætis- og
virðingarvottur okkar fyrir baráttu
hans í þágu hugsjóna frelsis og lýð-
ræðis, brot úr hinum fallna Berlín-
armúr. Geir gat því miður ekki ver-
ið með okkur við það tækifæri
vegna veikindanna, sem hann átti
við að stríða. Hann sendi okkur
hins vegar kveðju, sem lýkur þann-
ig:
„ ... Það væri glámskyggni ef við
héldum að fullur sigur væri unninn
fyrir hugsjónir sjálfstæðisstefnunn-
ar. Enn er óþrjótandi verk að vinna
fyrir samtök eins og SUS og mörg
eru þau úrlausnarefni sem leysa
þarf á líðandi stundu og komandi
tímum. Mestu máli skiptir að virð-
ingin fyrir manninum, einstaklingn-
um, sé í heiðri höfð og um leið og
einstaklingsframtakið tryggi hag-
sæld og batnandi lífskjör þá hafí
menn ávallt skilning á að vernda
rétt lítilmagnans.“
Þessi orð Geirs eru okkur dýr-
mæt. Megi þau verða okkur leiðar-
ljós. Þau sýna hversu vel Geir fylgd-
ist með starfi ungra sjálfstæðis-
manna fram á síðasta dag og hver
hugur hans var til samtaka okkar.
Við minnumst hans með þakklæti
og sendum samúðarkveðjur til eftir-
lifandi konu hans og fjölskyldu.
Algóður Guð styrki þau á erfíðum
dögum.
Fyrir hönd SUS,
Davíð Stefánsson formaður.
Kveðja frá Verslunarráði
Islands
Hugsjónir frelsis og lýðræðis
voru Geir Hallgrimssyni í blóð born-
ar. Heiðarleiki og drenglyndi
íþróttamannsins var sú fyrirmynd
sem faðir hans gaf syninum. Þetta
veganesti entist Geir Hallgrímssyni
alla ævi.
Mönnum ber saman um að þess-
ir eðlisþættir voru aðalsmerki
glæsjlegs stjórnmálaferils Geirs
Hallgrímssonar.
Hallgrímur Benediktsson, faðir
Geirs, var formaður Verslunarráðs-
ins.
Því hafa baráttumál ráðsins oft
verið umræðuefni á heimili hans.
Stefna Verslunarráðs Islands,
frelsi, ábyrgð einstaklingsins og
heiðarleiki í viðskiptum, áttu alltaf
sterkan hljómgrunn hjá Geir
Hallgrímssyni og málefni þess hug
og stuðning hans vísan. c
Fyrir það ber nú að þakka, þegar
mikilhæfur baráttumaður er svo
hart á brott kvaddur, langt um ald-
ur fram.
Megi menn jafnan hafa hugsjón-
ir Geirs Hallgrímssonar í heiðri og
berjast fyrir þeim. _
Jóhann J. Ólafsson, form.
Verslunarráðs Islands.
í dag kveðja Víkingar Geir Hall-
grímsson í hinsta sinn. Geir var
ævifélagi í Knattspymufélaginu
Víkingi. Hann gekk ungur til liðs
við Víking og lék knattspyrnu með
félaginu í yngri flokkunum á Melun-
um, þegar Víkingur hafði aðstöðu
þar. Alvara lífsins tók við af leik.
Geir Hallgrímsson haslaði sér völl
í fremstu víglínu íslensks samfélags
og Víkingur átti hauk í horni þar
sem hann var. Félaginu var sniðinn
þröngur stakkur í Vesturbænum
og hugði á landnám. Úr varð að
Víkingur flutti í Hæðargarð. Þá
stóð Geir Hallgrímsson dyggilega
við bakið á félaginu, — og gerði
allar götur síðan. Hann fylgdist vel
með gengi félagsins og gladdist
þegar vel gekk, ávallt reiðubúinn
að rétta hjálparhönd. Víkingar
minnast Geirs Hallgrímssonar með
virðingu og kveðja með eftirsjá og
innilegri þökk fyrir samfylgdina.
Við vottum fjölskyldu hans einlæga
samúð okkar.
Hallur Hallsson,
formaður Víkings.
Þorsteinn Pálsson, eftirmaður Geirs í embætti flokksformanns, tekur
við lyklunum að formannsskrifstofunni í ValhöII árið 1983.