Morgunblaðið - 08.09.1990, Side 9

Morgunblaðið - 08.09.1990, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 9 Ballet Byrjendur (yngst 4ra ára) og framhaldsnemendur. Innritun í síma 72154 BALLETSKÓLI SIGRÍÐ AR ÁRMANN SKÚLAGÖTU 32-34 Vertu öruggur! Veldu GoldStar! GoldStar símkerfin eru hvarvetna viður- kennd fyrir gæði og hugvitsamlega hönnun. • Ótal möguleikar fyrir allar stærðir fyrirtækja. • Vönduð uppsetning og forritun. 100% þjónusta. • Tugir ánægðra notenda. • Síðast en ekki síst: Frábært verð. KRISTALL HF. SKEIFAN 11B - SÍMI 685750 Ath! GoldStar síminn m/símsvara á kr.9.952.- Serfræöingar stöðvarinnar á staðnum Hja Mætti finna allir eitthvað við sitt hæfi Faxafeni14 p Sími 68 99 15 Mmim Efniviður 1 stjómarslit? Stj órnarflokkamir keppast nú við að skerpa pólitískar linur sin á milli með hliðsjón af komandi kosningum, sem fram eiga að fara í síðasta lagi að vori en gætu allt eins skollið á íyrir jólaföst- una. Ágreiningsefnin eru ýmis konar: staðsetning álvers, nýr búvörusamn- ingur, loftferðasamning- ur við Sovét og sjálf fjár- lagagerðin, sem er meiri- háttar höfuðverkur á stjómarheimilinu. Oll em þessi ágrein- ingsmál efniviður í stjómarslit, ef stjómar- flokkamir, einn eða fleiri, telja stöðu sína ill- skárri í haustkosningum en vorkosningum. Það er eftirtektarvert að Al- þýðuflokkurinn boðar nú með stuttum fyrirvara flokksþing, sem á að hefl- ast dagimi eftir setningu Alþingis, þ.e. 11 október nk. Heitstrenging-- ar stjómar- sáttmálans Þegar dregur að starfslokum ríkisstjóm- arinnar er ekki úr vegi að glugga í heitstreng- ingar stj ómarsáttmál- ans, sem em margs kon- ar og faguryrtar. Femt rís þó upp úr: „að treysta grundvöll atvinnulífsins“ „að treysta atvinnuör- yggi í landinu" „að bæta lífskjör hinna lægst launuðu" „að framfylgja árang- ursríkri byggðastefnu, sem komi betra jafnvægi á byggðaþóun í Iandinu" 011 hafa þessi fyrirheit orðið sér rækilega til msm Ríkisstjórn á síðasta snúningi í næsta mánuði hefst síðasta þing líðandi kjörtímabils. Það saxast því á starfstíma „félagshyggjustjórnar" Steingríms Hermannssonar, jafnvel þótt hún lafi út kjörtímabilið — sem kann að vera vafamál. Staksteinar staldra í dag við stóryrt fyrirheit stjórnarsáttmálans um atvinnuöryggi og betri lífskjör. skammar. Arin 1989 og 1990 em mefár gjald- þrota og atvinnuleysis. Sjaldan ef nokkm sinni hefúr liallað jafti ræki- lega á strjálbýlið, hvað varðar fólksstreymi það- an til höfúðborgarsvæð- isins. Hvað segir málgagn sós- íalisma og verkalýðs- hreyfingar? Hvem veg hefur fé- lagshyggj ustj órnin efnt fyrirheit sitt um að „bæta lífskjör hinna tekju- lægstu"? Eins konar svar er í frétt Þjóðviþ'ans fyrir fáum vikum undir fyrir- sögninni ' 10% kaup- máttarrýmum á einu ári. Þar segir orðrétt: „Könnun sem Kjara- rannsóknamefnd hefúr gert leiðir í ljós að kaup- máttur greidds tíma- kaups landverkafólks innan Alþýðusambands íslands hefúr rýmað um 10% frá fyrsta ársQórð- ungi 1989 til fyrsta árs- fjórðungs í ár.' Á þessu tímabili hækkaði greitt timakaup um 10% en framfærsluvísitalan um 22%.“ Dagblaðið Vísir segir sömu fréttina með þess- um orðuin: „Á undanförnum tveimur árum hefur kaupmáttur meðallauna eftir skatta rýmað um 16%. í launaumslag með- almannsins vantar um 14.650 krónur, þegar skatturinn hefúr tekið sitt, til að launamaðurinn geti keypt það sama fyrir mánaðarvinnu sína og honum tókst i ársbyrjun 1988. Þetta má lesa af fréttabréfi Kjararann- sóknarnefndar." Hvar hækkar verðlagið? Þjóðarsáttin, sem aðil- ar vinnumarkaðarins stóðu fyrir, hefúr staðizt að lang stærstum hluta sem betur fer. Einn aðili, ríkið, fellur öðram frem- ur fyrir þeirri freistingu að hækka verð og gjöld. Þannig hækkaði ATVR verðlag sitt miðsumars. Um það efni sagði Lára V. Júlíusdóttir, _ frain- kvæmdasfjóri ASI: „Þvi er það í hæsta máta kaldhæðnislegt að á sama tima og auglýs- ingar dynja á landslýð um aðhald og rauð strik og frestun á kauphækk- unum ákveðinna hópa skuli fjármálaráðuneytið senda firá sér fréttatil- kynningu um 5% hækkun á áfengi og tóbaki." Dagur, málgagn Framsóknarflokksins nyrðra, tók í sama streng og sagði í forystugrein: „Þess vegna kom það flestum í opna skjöldu er fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, ákvað að hækka verð á áfengi og tóbaki í vikunni. Er það fordæmi afar óheppilegt, sem rikis- valdið sýnir með þessum verðhækkunum nú.“ Verðhækkun tóbaks og áfengis skiptír í sjálfu sér minna máU fyrir flest heimili i landinu en aðrir Igarastýrandi gjömingar stjórnvalda. Hún segir þó sitt um hvem veg stjóm- málamenn, sumir hverjir, standa við orð og stef- numið. Orðheldnin er greinilega ekki hin sterka hlið ríkisstjómar- flokkanna eða ráðherra- gengisins. I í HAMBORG i AMSTERDAM i NÝÁÆTLUN FRÁ 10/9 - 31/10 * AMSTERDAM—alla daga nema fímmtudaga og sunnudaga. HAMBORG — föstudaga og mánudaga. * => < Á Schiphol flugvelli í Amsterdam, á vegum Flugleiða, verða þau Edda Bogadóttir og Kolbeinn Jóhannsson, sími (020) 6492394 og á Fuhlsbuettel flugvelli í Hamborg þau Hans Sætran og Salóme Kristjánsdóttir. Öll eru þau boðin og búin til að aðstoða farþega Flugleiða við að endurskrifa farseðla, ef þörf er á, og aðstoða við önnur vandamál sem upp kunna að koma. Skrífstofa Flugleiða í Amsterdam: Muntplei 2, 1012-WR, Amsterdam. Sími: (020)270136. Skrifstofa Flugleiða í Frankfurt hefur umsjón með Hamborgarfluginu. Síminn þar er (069) 299978. c 3 ♦3 K 1 Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá farskrárdeild Flugleiða í síma 690300. FLUGLEIDIR Þegar ferðalögin liggja í loftinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.