Morgunblaðið - 08.09.1990, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990
13
Þegar ólæsi ger-
ir mönnum grikk
eftir Torfa
Guðbrandsson
Hugtakinu ólæsi bregður fyrir
oftar en ætla mætti í umræðunni
um almenna menntun nú undir lok
tuttugustu aldarinnar og er þá
venjulega átt við framsögn og skiln-
ing á latneskri leturgerð. Það er
kunnara en frá þurfi að segja, að
bókstafirnir eru tákn fyrir hljóð,
sem raðað er eftir ákveðnum regl-
um til þess að mynda orð og setn-
ingar. Ef lesandinn greinir ekki
táknin rétt einhverra hluta vegna,
þá veldur það misskilningi þar sem
hugsunin bak við orðin kemst ekki
óbrengluð.til skila. Þegar að er gáð
má sjá, að við notum ákveðin tákn
við margt fieira en stafsetningu og
lestur orða. Reyndar eru ýmiss kon-
ar merki um þau og bókstafína, að
sé rangt lesið út úr þeim, verður
niðurstaðan marklaus og er þá und-
ir hælinn lagt, hvort hætta sé á
ferðum eða ekki. Það er því ,áríð-
andi að menn séu líka læsir á al-
gengustu táknin í umhverfi okkar.
Dæmi um nokkur slík eru t.d. um-
ferðarljós, sem bregða upp ákveðn-
um lit eftir því hvort halda ber
áfram ferð eða stansa. Það getur
varðað líf og dauða hvemig lesið
er úr þeim táknum. Póstþjónustan
les úr ákveðnum merkjum á sendi-
bréfum og greinir þannig, hvort um
er að ræða ábyrgðarbréf, hrað-
skeyti, boðsendingar eða þvíumlíkt.
Sjómenn nota sérstakt merkjamál
sín á milli og skip sigla undir ólíkum
fánum, sem segja til þjóðerni þeirra.
Þykir tíðindum sæta ef þau reyna
að villa á sér heimildir í þeim efn-
um. Og þannig mætti halda lengi
áfram, en þetta ætti að nægja til
að sýna, að táknin eru hvarvetna í
umhverfi okkar og jafnframt hitt,
hversu mikilvægt það er, að rétt
sé úr þeim lesið.
En hvers vegna er verið að minna
á þessa augljósu hluti hér og nú?
Það er vegna þess, að nú fara fram
snarpar umræður um eitt merkis-
tákn, er varðar alla þjóðina, og á
ég hér við kórónuna á Alþingishús-
inu. Deilurnar, sem um hana hafa
spunnist, eru fáránlegar vegna þess
að þær stafa af ólæsi.
Þeir sem halda því fram, að kór-
ónan eigi að vera áfram þar sem
hún stendur núna eru ólæsir á það
táknmál, sem í kórónunni er falið,
og fá því ranga niðurstððu. Eftir
þeirra skilningi er kórónan hluti
hússins og hefur fagurfræðilegt
gildi varðandi útlit þess og bæði
sögulegan og hefðbundinn rétt til
þess að standa þar áfram. Að fjar-
lægja hana væri röskun á friðhelgi
byggingarinnar og á skjön við þá
stefnu að viðhalda upprunalegu út-
liti gamalla bygginga.
Þetta er þeirra útfærsla á tákn-
máli kórónunnar margnefndu. En
þessi rök eru algjörlega út í hött,
því að kórónan hefur nefnilega ekk-
ert með fagurfræðilegt útlit eða
arkitektúr að gera, sögulegur og
Torfi Guðbrandsson
„íslensk stjórnvöld hafa
því ekki aðeins heimild
til að taka niður gamla
táknið um konungs-
valdið yfir íslandi, held-
ur ber þeim tvímæla-
laust skylda til þess.“
hefðbundinn réttur hennar var tak-
markaður við tímaskeið, sem nú er
runnið á enda og þar af leiðandi
vantar forsendur fyrir friðhelgi
hennar á þessum stað.
Hann er sá, að kórónan er tákn
um það stjórnskipulag, sem hér ríkti
á árum áður, nánar tiltekið tákn
um yfirráð danska konungsvaldsins
yfir íslandi. Þeim_ yfirráðum lauk
að fullu þegar íslendingar slitu
Konungssambandinu við Dani og
stofnuðu lýðveldi sumarið 1944. Þar
méð hafði kórónan lokið sínu hlut-
verki. Hún var ekki valdatákn leng-
ur, heldur forngripur úr járni, sem
beið þess að vera komið fyrir á við-
eigandi stað meðal sögufrægra
minjagripa. Og jafnvel þótt hún
væri úr glóandi gulli gæfi það henni
ekki hóti meiri rétt til áframhald-
andi tignarstöðu uppi á Alþingis-
húsinu því að staða hennar byggist
núna á röngum forsendum.
íslensk stjórnvöld hafa því ekki
aðeins’ heimild til að táka niður
gamla táknið um konungsvaldið
yfir íslandi, heldur ber þeim
tvimælalaust skylda til þess, því
meðan það er ógert villum við á
okkur heimildir og lítilsvirðum
minnirigu Jóns Sigurðssonar og
annarra hugsjónamanna, sem
fremstir stóðu í sjálfstæðisbarátt-
unni og lögðu fram alla krafta sína
til þess að létta af okkur oki kon-
ungsvaldsins.
Höfundur er fyrrverandi
skólastjóri á Finnbogastöðum.
Kynningarfundur
HRAÐLESTRARSKÓLINN mun halda kynningarfund um hraðlestr-
arnámskeið skólans í stofu 201 í Árnagarði, Háskóla íslands, í
dag, laugardag, kl. 16.30. Allir velkomnir.
HRAÐLESTRARSKÓLINN hefur haldið námskeið frá árinu 1979.
Árangur hefur verið frábær. Nemendur þrefalda að jafnaði lestrar-
hraða sinn með jafngóðri eða betri eftirtekt en þeir hafa vanist.
Vegna hins góða árangurs hefur HRAÐLESTRARSKÓLINN nú
tekið upp þá nýbreytni að veita nemendum ÁBYRGÐ Á ÁRANGRI
á námskeiðinu. Nái nemandi ekki að tvöfalda lestrarhraðann
a.m.k., mun námskeiðsgjaldið verða endurgreitt. Enginn annar
skóli á íslandi veitir slíka ábyrgð á árangri nemenda sinna!
Næsta námskeið hefst mánudaginn 10. september nk.
Getir þú ekki mætt á kynningarfundinn, getur þú fengið upplýsing-
ar um námskeið skólans alla daga í síma 641091.
HRAÐLESTRARSKOLINN
Auðbrekku 14, Kópavogi
símar 642209 og 641309.
Heba heldur
við heilsunni
Konur!
Haustnámskeið
Holl hreyfing
Þol - magi, rass, læri
Teygjur - slökun
Innritun ng upplýsingar
í símum 642209
og 641309
rA
HAFÐU BEIDR
EN BANKINN!
HflPPOÞRENNI)
HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS
$
I
<
meirí háttar
osm
TILB0Ð
stendur tll 15. sept.
á kílóastykkjum af brauðostinum góða
Verð áður:
Ki.7T7.f)(> kflóið
Tilboðsverð:
kr. 661- £>
kflóið
15% lækkun!