Morgunblaðið - 08.09.1990, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.09.1990, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 Friðjón Sveinbjörnsson sparisjóðssijóri - Minning‘ Fæddur 11. mars 1933 Dáinn 1. september 1990 Friðjón Sveinbjörnsson spari- sjóðsstjóri í Borgarnesi er látinn. Hann varð bráðkvaddur síðdegis laugardaginn 1. september sl., 57 ára að aldri. Hann er því fallinn frá mjög fyrir aldur fram. Við lát hans er héraðsbrestur orðinn. Hann var fæddur að Snorrastöð- um í Kolbeinsstaðahreppi il. mars 1933. Þar bjuggu foreldrar hans, Margrét Jóhannesdóttir og Svein- björn Jónsson, sem bæði áttu ættir að rekja í næstu liði í þá sveit og nágrenni hennar. Þar ólst hann upp í stórum systkinahópi, en auk þess voru á Snorrastöðum föðursystkini hans. Eitt þeirra var hinn kunni fræðaöldungur Kristján Jónsson, sem andaðist degi fyrr en Friðjón, kominn á tíræðisaldur. Allt var þetta Snorrastaðafólk prýðilegum gáfum gætt og heimilið rótgróið menningarheimili, þar sem óvenju rík rækt var lögð við íslenzk- an þjóðmenningararf og í hávegum hafðar fornar dyggðir ásamt félags- hyggju ungmennafélaga og lýð- skóla. Friðjón tók því að erfðum skarpar gáfur og gott upplag, sem síðan mótaðist með þeim hætti á þessu heimili, að skapgerð hans og lífsviðhorf hlutu að greiða honum gæfuleiðir, og öllum samferða- mönnum hans, því fremur sem þeir voru nánari. Hann vann á búi ijölskyldunnar á unglingsárum, en sótti á vetrum héraðsskólann í Reykholti, þar sem þá voru margir góðir fræðarar, sem hann minntist oft. Þó að skólaganga yrði ekki lengri, varð hún notadijúg undir- staða í viðbót við heimanarfmn, enda byggði hann á þessu það sjálfsnám, sem gerði hann að óvenju fjölfróðum o g sannmenntuðum manni. Eftir skólagöngu starfaði hann um iitla hríð hjá Kaupfélagi Borg- firðinga, en réðst 1957 til Spari- sjóðs Mýrasýslu og vann þeirri stofnun æ síðan. Eftir fráfall Hall- dórs Sigurðssonar sparisjóðsstjóra 1961 var Friðjón ráðinn til áð taka við starfí hans og hefur gegnt því síðan. Vonandi má segja að stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu hafí á hveij- um tíma verið farsæl í störfum sínum og ákvörðunum. En sjaldan hefur hún haft meiri happahendur en þegar hún ákvað, og áræddi, að fela þessum unga manni forstöðu sparisjóðsins, svo vel reyndist hann til þess fallinn. Innan stofnunarinnar var hann frábær húsbóndi, kom fram við starfsmenn sem jafningi, en gekk- á undan til verka, og hlífði sér ekki. Því tókst honum að laða að og halda í margt afbragðs starfsfólk og skapa með því einstaklega góðan starfsanda, sem birtist sem glaðlegt andlit stofnunarinnar gagnvart þeim sem þangað eiga erindi. Þar einkennast öll störf og frágangur af einstakri reglusemi og mun vart hafa komið fyrir að bankaeftirlit eða endurskoðendur þyrftu að fínna að í þeim efnum. Snyrtimennska Friðjóns birtist líka í umgengni utan og innan dyra í Sparisjóðnum. Út á við stýrði hann málefnum sparisjóðsins með því að sameina gætni, sem honum var töm, við ein- læga velvild og fyrirgreiðsluvilja gagnvart viðskiptavinum, og skildi til hiítar, að svo bezt er afl sparifiár- ins sameinað í einum stað, að því sé beitt þar sem það má að mestu gagni verða fyrir atvinnulífíð og heimilin í héraðinu. Ábyrgð banka- stofnunar, sem er ein um hituna í sinni byggð, er rík og til harðn- eskju má ekki grípa fyrr en í síðustu lög, svo ekki verði af tjón, sem ekki er unnt að bæta. Oft er því vandsiglt milli skers og báru. Frið- jón tók hveijum manni vel, sem til hans leitaði, og ekki hafði viljandi brugðizt því trausti, sem til hans var borið, þó vitanlega takmarkað- ist fyrirgreiðsla oft af ónógri útláns- getu sjóðsins. Hann var mannþekkj- ari, og áftaði sig oft ótrúlega fljótt á því, hver staðan væri í væntanleg- um viðskiptavini, þekkti auk þess ætt og uppruna og aðstæður alls þorra innanhéraðsmanna, þegar á starfstímann leið. Hann var óspar á holl ráð við þá sem til hans leit- uðu, og þjónustuvilji hans var ein- stakur. Auðvitað var hann ekki einn í leiknum. Hann átti alltaf mjög náið samstarf við sjóðsstjórnina og átti þar bakhjarl. Framan af starfsárun- um, meðan hann var að afla sér reynslu, var honum eflaust mikil- væg leiðsögn stjórnarformannanna, Þorvaldar T. Jónssonar og Sigurðar Guðbrandssonar. Hann naut einnig aðstoðar ágætra starfsmanna og verður þar einkum að geta Sigfúsar Sumarliðasonar, sem lengst af hef- ur verið staðgengill hans og nán- asti samstarfsmaðuiv Liðsemd hans hefur verið ómetanleg og samstarf þeirra heilt. Það kom í hlut Friðjóns að stýra Sparisjóði Mýrasýslu á miklum umbrota- og útþenslutímum í þjóð- félaginu. Á þeim tíma hafa umsvif stofnunarinnar margfaldazt. Störf- um fjölgað úr 5 eða 6 í rúm 20 heil störf. Töivan hefur verið leidd í herbúðirnar og símtengd við fjar- iæga staði með tilheyrandi hraða á boðskiptum og fjármunahreyfíng- um. Gjaldeyrisviðskipti tekin upp og svo mætti lengi telja. í þessu hefur sparisjóðurinn hlotið að ganga í takt við sinn samtíma. Á árunum 1979-1982 var reist mikil viðbygging við hús Sparisjóðs- ins, sem starfsemin var þá að sprengja utanaf sér. Friðjón bætti eftirliti með byggingunni ofan á dagleg störf sín allan byggingar- tímann og fylgdist þar með smáu og stóru af einstakri kostgæfni. Má þó ekki skilja þessi orð svo, að hann hafi endranær unnið frá 9-5 virka daga. Þvert á móti mátti segja að hann legði alla tíð nótt við dag í vinnu hvenær sem þörf krafði og gegndi erindum manna í heimasíma á kvöldin og um helgar ef menn vildu ganga á það lag. Fyrir hönd Sparisjóðs Mýrasýslu tók Friðjón mikinn þátt í samstarfi sparisjóðanna og sat lengi í stjórn SÍSP, um tíma sem formaður. Ekki verður Friðjóns svo minnzt að ekki sé getið fleiri starfa hans en í sparisjóðnum, því svo félags- lyndur og starfhæfur maður kom víða við. Engin tæmandi upptalning verður þetta á hjáverkum hans og tómstundastarfi, en nefna má að hann starfaði í umf. Skallagrími, m.a. að leiklist. Tónlistarfélagi Borgarfjarðar veitti hann forustu í tvo áratugi og mótaði starf þess í byijun með fleiri góðum mönnum. Þá starfaði hann í Lionsklúbbnum í Borgarnesi og fleira mætti telja, en sízt má þó af öllu gleyma starfi hans í ýmsum söngkórum, sjálfsagt lengst og mest í Kirkjukór Borgar- neskirkju og nú síðast einnig í Kveldúlfskórnum. Hann var ágætis söngmaður og afbragðs kóramaður, því í kórsöng er mikiivægt, eins og víðar, að vinna fyrir heildina og efla hana, einsog Friðjóni var lagið, en ota ekki sjálfum sér fram. Þegar rifjað er upp það sem Frið- jón vann utan skyldustarfa má það ekki gleymast hve oft hann lagði lykkju á leið sína til að vitja þeirra, sem áttu í erfiðleikum eða um sárt að binda, til að létta þeim lífið eða gera fyrir þá viðvik. Þau verk voru ekki borin á torg. Friðjón Sveinbjörnsson var fríður maður sýnum og vel á sig kominn. Persónutöfrar hans byggðust þó ekki á því fyrst og fremst, heldur viðmóti hans og framkomu. Hann var mannblendinn og fljótur að kynnast fólki. Öllum þótti gott að taka í framrétta vinarhönd hans. Hann var einstaklega skemmtilegur í viðræðu, gæddur ágætri frásagn- argáfu og prýddi frásögnina græskulausri en auðugri kímni og hafði tungu úr hvers manns höfði. Hann var sjófróður um menn og málefni, lesinn í bókmenntum forn- um og nýjum og hafði margt þaðan á hraðbergi, vel hagorður sjálfur, og smekkvís á málnotkun. Var það allt arfur hans úr foreldrahúsum. Áður er minnzt á störf hans að tónlistarmálum en hann naut líka myndlistar og hlúði að ýmsum myndlistarmönnum innan héraðs og utan, m.a. með því að ljá þeim veggi afgreiðslusalar sparisjóðsins undir myndlistarsýningar og gaf þá héraðsmönnum um leið kost á að njóta þessarar listar. Af þeim og öðrum keypti hann myndir, sem prýða húsakynni sjóðsins og studdi þá þannig og örvaði. Þannig var liðveizla hans vís við hvaðeina, sem til menningar horfði. Friðjón Sveinbjörnsson var mikill hamingjumaður meðan ævin entist. Fyrr voru nefnd föðúrhúsin og þátt- ur þeirra í gæfusmíði hans. Hann jók við gæfu sína 1961, er hann gekk að eiga ágæta konu, Björk Halldórsdóttur. Hún er dóttir Hall- dórs Sigurðssonar sparisjóðsstjóra frá Geirmundarstöðum og Sigríðar Sigurðardóttur frá Hvammstanga konu hans. Þau eiga þijár dætur og tvö dótturbörn. Þau hjón voru samhent um að byggja upp gott Ijölskyldulíf og fallegt heimili, þar sem öllum er tekið með frábærri gestrisni. Þá hlotnaðist honum sú gæfa að honum var ungum falið lykilstarf í atvinnu- og ljármálum byggðarinnar, þar sem hæfileikar hans nutu sín. Hann gekk að því með orku og starfsgleði sem entist alla tíð, og datt ekki í hug að breyta til. Hann fékk tækifæri til að sinna mörgum hugðarefnum og leggja þeim lið. Hann var þannig gerður að hann eignaðist marga vini, en engan óvin. Og hann hefur lifað þannig, að við óvænt fráfall hans stendur byggðarlagið höggdofa og þykir sem skaði sinn verði seint bættur. Að vísu sagði skáldið Hart er að falla frá hálfloknum iðjum hart er að falla í sigrinum miðjum. Kannski túlka þessi orð fyrst og fremst eigingirni þeirra sem eftir lifa, en okkur er þó vorkunn að finnast að Friðjón hefði vel getað átt eftir mörg hamingjurík ár, fyrst við starf sitt, og síðan verið hveijum manni betur undir það búinn að njóta friðsælla efri ára. En það átti ekki svo að fara og tjáir ekki að deila við dómarann. Ég votta öllum ástvinum Friðjóns samúð vegna fráfalls hans og þeirra frænda beggja. Fyrir hönd Sparisjóðs Mýrasýslu ber ég fram þakkir við þessi ótíma- bæru leiðarlok, fyrir starfsárin mörgu og giftusömu og trúmennsku í þjónustu við stofnunina og allt héraðið. Sjálfur þakka ég ótal ánægjuleg- ar samverustundir og meira en tveggja áratuga samstarf, sem aldr- ei bar á skugga, en varð því nán- ara sem lengur leið. Fráfall hans er mér sárara en nokkurs annars vandalauss manns. Ég mun sakna hans-meðan ég lifi. Magnús Sigurðsson Kannske er sú gjöf okkur gagn- legust, sem lífið gefur okkur, að vita ekki sín ævilok. Við Friðjón Sveinbjörnsson sát- um saman á fundi á miðjum föstu- deginum 31. ágúst sl. I bílnum á leiðinni heim til mín ræddum við hve gaman það gæti nú verið að eignast sumarhús í nágrenni Borg- arness. Og við töluðum um nátt- úrufegurðina og dásemdir Borgar- ness og alls Borgarfjarðar. Og Frið- jón lýsti með einlægri mælsku og sannfæringu, hve indælt það væri að búa í Borgarnesi. Og við ákváð- um að ég heimsækti þau hjón við fyrstu hentugleika, Sú heimsókn verður nú með öðrum hætti en við ráðgerðum. Næsta dag var Friðjón allur. Hann varð bráðkvaddur í túninu á bernskuheimili sínu að Snorrastöð- um í Kolbeinsstaðahreppi degi seinpa en föðurbróðir hans Kristján Jónsson á Snorrastöðum andaðist. Þar sem við sátum saman í bílnum hans Friðjóns og ræddum skemmtileg áform okkar, hvarflaði ekki að okkur að þau myndu aldrei rætast. En þannig getur lífið stund- um verið óvægið. Enginn ræður sínu skapadægri. Og nú sit ég og reyni að festa á blað kveðjuorð um þennan kæra vin minn, sem svo skyndilega og langt um aldur fram er burt kallaður. Fyrst hittumst við Friðjón skömmu eftir að ég var ráðinn sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis á vordög- um 1976. Hann hafði þá í nær tutt- ugu ár unnið hjá Sparisjóði Mýra- sýslu og gegnt þar sparisjóðsstjóra- starfi í um 16 ár við hinn besta orðstír. Hann var því hinn reyndi og trausti sparisjóðsstjóri, sem miðlaði mér fúslega af reynslu sinni og þekkingu á sparisjóðastarfinu í landinu. Þar á ofan hafði hann ver- ið formaður Sambands íslenskra sparisjóða í fjögur ár. Undir forystu hans var þá þegar hafin löng og erfíð barátta fyrir nýrri og bættri löggjöf fyrir sparisjóðina. A engan er hallað þótt ég full- yrði, að fyrir frumkvæði og til- verknað Friðjóns komst Ioks skriður á, að löggjöfinni um sparisjóðina var komið í það horf, sem þeir búa við í dag. Það tók reyndar rúman áratug að sannfæra stjórnvöld og þar með Alþingi um brýna nauðsyn sparisjóðanna til að veita þeim þau réttindi, að þeir gætu starfað á jafn- réttisgrundvelli við viðskiptabank- ana í landinu. En það tókst að lok- um á árinu 1985 í ráðherratíð Matt- híasar Á. Mathiesen. í öll þessi baráttuár var Friðjón í þeirri nefnd, sem sparisjóðasambandið kaus til að semja þau frumvarpsdrög, er loks urðu lítið eitt breytt að lögum um sparisjóði sem nú eru í gildi. Hann á því mjög dijúgan hlut í vexti og góðum viðgangi sparisjóð- anna í dag. Sparisjóður Mýrasýslu hefur undir nærfellt 30 ára forystu Frið- jóns eflst mjög á starfsferli hans og er nú einn af öflugustu og best reknu sparisjóðum landsins. Meðal sparisjóðafólks um land allt hefur Friðjón notið mikils og verðskuldaðs trausts og vinsælda. Hann hefur átt sæti í stjórn Sam- bands íslenskra sparisjóða nánast óslitið frá því það var stofnað 1967. Hann átti líka einn drýgsta þáttinn í að sambandið var stofnað og var einn þeirra sem stóðu að undirbún- ingsfundinum' um stofnunina. Sá fundur var haldinn í Borgarnesi 1966. Þá hefur hann átt sæti í stjórn Tryggingasjóðs sparisjóða frá 1986 er/iý löggjöf um hann tók gildi. í öll þau ár, sem ég hef haft ein- hver afskipti af sívaxandi samstarfi sparisjóðanna, hefur engum vanda- málum þeirra þótt fullkomlega ráð- ið til lykta, nema hlýtt hefði verið á skoðanir og ráð Friðjóns Svein- björnssonar. Sæti hans í samstarfi sparisjóðanna stendur nú autt og vandséð er hvernig það verður jafn- vel skipað í framtíðinni. Friðjón var einstaklega skemmti- legur og greindur maður. Hann bjó yfir hreinum hafsjó af fróðleik um sögu lands og þjóðar, einkum ef hann snerti Borgarfjarðarhéraðið. I íslenskum bókmenntum var hann ákaflega vel heima og gat farið með langa kafla, að því er virtist orðrétt, t.d. úr ýmsum íslendinga sögum eða ritum eftir borgfirska höfunda. Ljóð lágu honum ljúft á tungu og var hrein unun að sitja með honum og hlýða á mál hans í góðum vinahópi. Honum var gefin sú náðargáfa að kunna að segja frá með þeim hætti að hinir hversdags- legustu atburðir urðu að frábæru söguefni oftast kryddað græsku- lausum húmor svo fyndnum og kátlegum að viðstaddir gleymdu stað og stund við allt það glens og gaman. Árlega hefur sparisjóðafólk í lok aðalfundar sparisjóðasambandsins gert sér dagamun í mat og drykk. Þar hafa menn skemmt hveijir öðr- um með söng og gamansömum ræðuhöldum. Friðjón var þar svo sannarlega hrókur allk fagnaðar. Oft var hann veislustjórinn, eða þá að hann flutti þar ræðu. Hvort- tveggja gerði hann af svo lifandi léttum húmor að á meðan hann talaði varð hann oft að gera löng hlé á máli sínu á meðan hlátrasköll glumdu um allan salinn. En aldrei var gamanið grátt hjá Friðjóni og aldrei á annarra kostnað en hans sjálfs. Hann var tónlistarunnandi og forsvarsmaður Tónlistarfélags Borgarfjarðar í tvo áratugi og varði drjúgum tíma í kórstarf í heima- byggð sinni. Þá var hann virkur þátttakandi í leikdeild ungmennafé- lagsins um árabil, og sat í stjórn Minningarsjóðs Guðmundar Böðv- arssonar skálds. Margvísleg fleiri störf annaðist hann í þágu heimabyggðar sinnar, sem hér verða ekki rakin, enda naut hann óskoraðs trausts og virð- ingar sveitunga sinna vítt og breitt um Borgarfjörð. Því fylgir sár söknuður hjá okkur sparisjóðafólkinu um land allt að hugsa til þess, að nú höfum við ekki Friðjón lengur á meðal okkar. En enginn má sköpum renna. Og nú kveðjum við einhvern grandvar- asta og drenglundaðasta manninn úr okkar röðum. Það gerum við með einlægu þakklæti fyrir hið mikilsverða starf, sem hann vann fyrir okkur, og þá vináttu og gleði sem hann veitti okkur. Ég sakna eins míns besta vinar og þakka af einlægni hlýhug hans allan og óbrigðula vináttu frá fyrstu kynnum okkar. Ég færi Björk, eig- inkonu hans, og flölskyldu hans allri, alúðar samúðarkveðjur og bið þeim blessunar Guðs á erfíðum sorgar- og saknaðartímum. Baldvin Tryggvason Andlát Friðjóns Sveinbjörnsson- ar, sparisjóðsstjóra bar brátt að. Atorku og sómamaður hefur fallið frá á besta aldri og söknuður ríkir hjá vinum hans og samheijum. En enginn má sköpum renna. Ég kynntist Friðjóni fyrir 24 árum, er ég mætti á fund, sem haldinn var í Borgarnesi til undir- búnings fyrir stofnun Sambands sparisjóða. Friðjón, sem þá hafði starfað í fimm ár sem sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Mýrasýslu boðaði til fundarins. Friðjóni var ljóst að mikil þörf var fyrir samstarf og kynni milli stjórnenda sparisjóða. Sparisjóðir höfðu starfað allt frá árinu 1868 en milli þeirra skorti sárlega samstarf og einangrun var þeim fjötur um fót. Starf Friðjóns að uppbyggingu samstarfs sparisjóðanna og þar með að_ eflingu sparisjóðsstarfseminnar á íslandi er ómetanlegt. Hann var ævinlega reiðubúinn að leggja fram starfskrafta sína í þágu sparisjóð- anna og taldi ekki eftir sér tíð ferða- lög sem því fylgdi. Fyrir sparisjóð- ina gegndi hann fjölda trúnaðar- starfa. Hann sat í stjórn Sambands sparisjóða lengst af frá upphafi og var formaður þess á árunum 1971—1975. í stjórn l'ryggingar- sjóðs sparisjóða sat hann frá stofn- un og ennfremur átti hann sæti í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.