Morgunblaðið - 08.09.1990, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.09.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 27 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Viljastyrkur þinn er með veikasta móti í dag, en persónutöfrar þínir koma þér að góðu haldi í vinn- unni. Þú getur reitt þig á hjálp annarra ef þú beitir lagni. • % Naut (20. apríl - 20. maí) Tilfinningaböndin sem tengja þig nákomnum vini eða ættingja styrkjast að miklum mun í dag. Láttu örlætið ekki leiða þig í gönur jafnve! þótt heimilið eigi í hlut. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú lýkur við verkefni sem þú hefur unnið að heima við. Þig langar til að njóta næðis með ástvini þínum. Þú þarft að hyggja mjög vandlega að fjármálunum núna. Krabbi (2L júní - 22. júlí) Nákominn ættingi eða vinur er ekki undir það búinn að heyra það sem þú hefur að segja. Það er skemmtilegur tími fram undan hjá þér og vinum þínum. Haltu fast utan um pyngjuna ef þú ferð út á lífið í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú hefur verið að hreinsa til hjá þér undanfarið og ljúka af ýmsum smáverkefnum sem beðið hafa langtímum saman. Persónuleiki þinn léttir undir með þér í við- skiptum, en gættu þess að láta sjálfsánægjuna ekki leiða þig á villigötur. Mgyja Jif (23. ágúst - 22. september) <Sfr Þú tekur þátt í viðskiptaviðræð- um núna og rekst á einhvem sem þú hefur ekki séð árum saman. Léttu þér upp og reyndu að kom- ast burt um tíma. m T (23. sept. - 22. október) Það ríkir einhver spenna .meðal ættingjanna í dag. Einkaviðræð- ur sem þú átt aðild að boða góð- an tíma fyrir þig fjárhagslega. Þú færð heimsókn sem vekur undrun þína. Sporódreki (23. okt. — 21. nóvember) 9(j^ Þú getur lent í forystuhlutverki í félagsskap sem þú tekur þátt í. Vinir þínir bregða birtu á dag- ana. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Það sem gerist á bak við tjöldin núna kemur sér vel fyrir þig. Persónuleiki þinn á stóran þátt í velgengni þinni. Reyndu að vinna verkefni þín jafnótt og þau ber- ast, en láta þau ekki hlaðast upp. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þó að þér hætti til að eyða of miklu hefurðu mikla ánægju af frístundagamni þinu. Vinir þínir standa með þér . Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Öy* Nú er tilvalið fyrir þig að bjóða til þín gestum og sinna ýmsum rnálurn heima fyrir. Þér tekst að koma einhveiju mikilvægu máli áleiðis og tíminn gengur f lið með þér. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú skrifar ef til vill undir samn- ing í dag eða næstu daga. Láttu rómantíkina njóta forgangs, en gleymdu ekki félagslegum skyld- um þínum i kvöld. AFMÆLISBARNIÐ er metnað- argjarnt og leggur hart að sér til að ná markmiðum sínum. Það verður að temja sér að gá vand- lega að smáatriðunum, en gæla þess jafnframt að verða ekki þræll þeirra. Það þráir efnalega velgengni og er hagsýnt. í pen- ingamálum er það allt frá því að vera örlátt til þess að vera saman- saumað. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ckki á traustum grumii vísindalegra staðreynda. DYRAGLENS 7 fHvAP [ EFLAP. I 8051? KOM/IN /MlW fyHKVEtZAHP) y/ILL AO hafi kfakfana peSSA HELGHj 7*----------' GRETTIR TOMMI OG JENNI frAKfctf þérz py/eiK ab> gVÐ/í-KG&JA f-fOKOA LJÓSKA FERDINAND SMAFOLK I JU5T DON'T KNOU) I40U) TO U)RITE A L0VE LETTER U0NAT CAN VOU 5AV TO A GIRL TMAT 5H0U)5 VOU KEALLV LIKE MER? MOU) ABOUT/ENCLOSEP PLEA5E FINDA COOKIE"? r-e- Ég veit bara ekki hvernig á að Hvað getur maður sagt við stelpu, Hvað um: „ég sendi þér smáköku skrifa ástarbréf. sem sýnir, að maður er hrifinn af með“? henni? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Á annan tug íslenskra spilara tekur þátt í opna heimsmeistara- mótinu, sem nú stendur sem. hæst í Genf í Sviss. Fyrsta keppnin varí blönduðum tvímenningi (karl og kona). 574 pör kepptu um titilinn, þar af tvö íslensk, Hjördís Eyþórsdóttir og Valur Sigurðsson og Anna Þóra Jónsdóttir og Ragnar Her- mannsson. Hjördís og Valur urðu í 10. sæti, sem er auðvitað frábær árangur á svo stóru móti. Suður gefur, enginn á hættu. Norður ♦ 2 V75 ♦ 109853 ♦ D9872 Vestur Austur ♦ 54 ♦ G983 ♦ DG10863 y 942 ♦ G4 ♦ KD76 ♦ G65 ♦ K3 Suður ♦ ÁKD1076 VÁK ♦ Á2 ♦ Á104 Ragnar og Anna í það heilaga fyrir var spilamennskan af brúðkaupsferð Það skyggði ekki á illa gengi á mótinu Ragnar þó hreinan taka alla slagina í Vestur Norður Pass Pass Pass 2 tíglar Pass 3 lauf Pass Pass Pass Þóra gengu skömmu og í Genf hluti um Evrópu. gleðina þótt , en hér fékk topp fyrir að 3 gröndum: Austur Suður — 2 lauf 2 spaðar 3 grönd Eftir alkröfuopnun afmeldar Anna Þóra tvívegis með 2 tíglum og 3 laufum. Ragnar fékk út hjartadrottningu og ákvað að tefla djarft með því að fara fyrst í laufið. Hann lét lauftíuna rúlla yfir og austur drap á kóng. Aft- ur korn hjarta og Ragnar tók laufslagina. Austur taldi sig illa settan og kaus að henda spaða í síðasta laufið — 13 slagir. Valur spilaði einnig 3 grönd, en vildi hætta spilinu og fór strax í spaðann. Hann fékk því 9 slagi. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á OHRA mótinu í Amsterdam í júlí kom þessi staða upp í skák Viktors Kortsjnojs (2.630) og sovézka stórmeistarans Zurabs Azmaiparashvilis (2.575), sem hafði svart og átti leik. Kortsjnoj var að enda við að leika ótrúlegum afleik, 10. b4-b5?? 10. — Rxd4! (Þennan riddara má hvítur ekki taka, eftir 11. cxd4 — Bxd4 feliur hrókurinn á al) 11._ De3 — Re6 og með peð yfir og mun betri stöðu vann Sovétmað- urinn örugglega í 66 leikjum. Fyrir 14 árum baðst Kortsjnoj hælis sem pólitískur flóttamaður í Hollandi eftir mót í Amsterdam, en í ár þegar hann var nýkominn heim frá Amsterdam bauð sovézka stjómin honum að fá aft- ur ríkisborgararétt sinn. Hlutimir' eru ekki lengi að breytast. Kortsjnoj ákvað að afþakka boðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.