Morgunblaðið - 08.09.1990, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990
4
'iO
©1981 Universal Prets Syndicote
//
'Arinn!"
*
Ast er...
O O
o
... að klæðast smekklega.
TM Rog. U.S. Pal OH —all righta rasarvad
« 1990 Loa Angalas Tanas Syndicato
Með
morgxmkaffínu
Eru blaðaljósmyndararnir
tilbúnir?
Vanhæfni íslenskra leiðtoga sterk-
asta röksemdin fyrir aðild að EB
Til Velvakanda
Það hefur að sönnu verið nokkuð
furðulegt að fylgjast með umræðum
þeim sem fram hafa farið hér á
landi um afstöðuna til Evrópu-
bandalagsins og hugsanlega þátt-
töku íslendinga í því. Sem áhuga-
manni um Evrópusamstarfið virðist
mér umræðan einkennast af veru-
legri vanþekkningu þeirra sem mest
láta til sín taka á þessum vett-
vangi. Þannig fullyrða íslenskir
kommúnistar jafnt í ræðu sem riti
að Evrópubandalagið sé fyrst og
fremst verkfæri stórkapítalista,
sem sameinast hafi um að brjóta á
bak aftur sigra þá sem verkalýðs-
hreyfmgin í Evrópu hafi náð að
vinna á síðustu áratugum. Þessir
menn gera sér ekki ljóst að það eru
einkum sósíalistar í Evrópu sem
tekið hafa hugmyndina um samein-
ingu Evrópu upp á sína arma enda
kveður samruni ríkja álfunnar m.a.
á um jafnan rétt og jafna mögu-
leika allra þeirra sem í EB-ríkjunum
búa. Hugmyndin um sameiningu
Evrópu er sósíalísk í öllum grund-
vallaratriðum og í raun fremur
ógeðfelld þegar málið er skoðað frá
þessum forsendum.
Á íslandi hafa allir stjórnmála-
flokkar náð samstöðu um að ekki
komi til greina að ganga í EB og
játast þar með undir yfirþjóðlegt
vald. Þetta þarf í sjálfu sér ekki
að koma á óvart enda gera ráða-
menn, fyrrverandi, núverandi og
verðandi, sér grein fyrir því að að-
ild að EB myndi í mörgum veiga-
miklum málum taka ráðin úr hönd-
um þeirra. Beiti menn nú náttúr-
unnar skilningsljósi blasir við að
þama er þvert á móti fundin sterk-
asta röksemdin fyrir EB-aðild. Þeir
menn sem stjórnað hafa Islandi á
síðustu tíu til tuttugu árum hafa
með störfum sínum náð þeim ár-
angri helstum að hneppa þjóðina í
eilífan þrældóm afborgana og
vaxtagreiðslna; hvergi nokkurs
staðar í löndum hins siðmenntaða
heims er vinnuvikan lengri en hér
á landi og matvælaverð er hið hæsta
í Evrópu. Vinnuþrældómurinn getur
af sér upplausn og ofbeldi.
Þar sem við blasir að þjóðin get-
ur ekki sameinast um að senda
þessa umboðslausu ráðamenn til
Rúmeníu eða Albaníu, þar sem
stuðst er við svipaðar grundvallar-
kenningar á vettvangi hagstjórnar,
er það helsta von íslendinga að
unnt verði að knýja fram aðild að
EB i þeirri trú ráðin verði tekin af
sjálfumglöðu, hæfileikalausu og
stöðnuðu forystuliði þessarar þjóð-
ar.
Njáll Arason
Týnd læða
Gullbranda, lítil þriggja mánaða
læða,ómerkt, villtist frá heimili sínu
að Framnesvegi 56 á miðvikudag.
Eins og nafnið gefur til kynna er
hún gulbröndótt, hún er gæf en
gæti verið ráðvillt og döpur yfir því
að komast ekki heim. Upplýsingum
fagnað í síma 20834.
irL\
V...
<
I
I
I
I
I
<
Víkveiji skrifar
Fréttir berast nú frá Norðurlönd-
unum m.a. um að nú þegar
skólanemendur setjast á ný á skóla-
bekk og velji sér tungumál til náms
verði þýska fyrir valinu í ríkara
mæli en nokkru sinni fyrr. Fram
til þessa hefur hún verið í skugga
frönsku og ekki síst ensku. Viðhorf
til þýsku hefur gjörbreyst, en
síðustu áratugina hefur fólk tengt
hana ýmsum neikvæðum atriðum,
s.s. nasisma og kúgun. Núna bendla
menn þýsku hins vegar við frelsis-
byltingu en þó helst við aukna sam-
vinnu þjóða og aukið vægi Þjóð-
veija í Evrópu. Ekki aðeins fréttist
af meiri aðsókn í þýsku í mennta-
og háskólum, heldur einnig á nám-
skeiðum ýmis konar kvöldskóla. Æ
fleiri þurfa á þýsku að halda starfs
síns vegna. Fróðlegt verður að
fylgjast með því hvortjiýskubylgjan
hefur einnig náð til Islands þegar
nemendur velja sér tungumál í
haust og vetur.
Á meðan Norðurlandabúar laðast
að þýskunni geta austur-þýsk börn
lagt til hliðar kennslubækur sínar
í rússnesku og læra nú ensku í
hennar stað. Þar breytist nú reynd-
ar fleira, því nánast allar
kennslubækur um samfélagsfræði
og landafræði eru ónýtar. Þeim er
hent á haugana og nemendum
fengnar í hendur nýprentaðar bæk-
ur þar sem marxisminn er neðan-
máls og áherslan á Evrópubanda-
lagið í stað Comecon, efnahags-
bandalags fyrrum leppríkja Sov-
étríkjanna. Landafræði sú sem
kennd var í fyrra er önnur núna,
og hér á Island ætti svo einnig að
vera. Það kom Víkveija því spánskt
fyrir sjónir að sjá nemanda í 9.
bekk grunnskóla koma heim með
„nýju“ landafræðibókina sína í
gær, sem gefin var út árið 1986,
þar sem stór hluti upplýsinganna
er löngu úreltur. Getur íslenskt
menntakerfi ekki betur en þetta?
XXX
Tungumálakunnátta verður æ
mikilvægari eftir því sem
samskipti þjóða verða nánari og ,þá
ekki síður þekking á viðhorfum
annarra menningarhópa en sinna
eigin. Nú þegar íslensk fyrirtæki
leggja áherslu á að koma sér fyrir
á Evrópumarkaði er ekki nóg að
tefla fram þekkingu á markaðssetn-
ingu og reynslu af útflutningi, held-
ur er jafnvel mikilvægara að skilja
til fullnustu hugsanagang og menn-
ingu þjóðanna eigi árangur að nást.
Þetta á við í Evrópu, en er þó jafn-
vel enn mikilvægara eftir því sem
fjær dregur og menningin er frá-
brugðnari okkar eigin.
XXX
Fimmtungur jarðarbúa er ólæs,
nánar tiltekið 962 milljónir
karla og kvenna eldri en fímmtán
ára. Þá tölfræði hefur Víkverji frá
Menningarmálastofnun Sameinuðu
þjóðanna, Unesco. Stofnunin varar
við hættum samfara miklu ólæsi,
m.a. eru smábörn í mikilli hættu
vegna þess að ólæsar mæður þeirra
geta ekki lesið leiðbeiningar um
blöndun þurrmjólkur né um með-
ferð lyfja.