Alþýðublaðið - 20.01.1959, Síða 9

Alþýðublaðið - 20.01.1959, Síða 9
Iþróttafréttamenn fagna sigri og bera hetju lið sins út úv salnum á gullsóli, frá vinstri: Valgeir Ársælsson, Axel Sigurðsson, Sigurður Sigurðs son, Atli Steinarss. Örn Eiðss. og Einar Björass. en FH og HKRR gerðti jafnfefli 17:17. HANDKNATTLEIKSKEPPN- IN að Hálogalandi s. 1. sunnu- dagskvöld tókst mjög vel, var bæði spennandi og skemmti- leg. Áhorfendur voru eins margir og húsrúm freka'st leyfði og virtust skemmta sér konunglega. Fyrri leikurinn var milli FH og úrvalsliðs HIvRR að undan- teknum KR-ingum. Leikurinn var mjög jafn og fjörugur frá byrjun til enda, eins og úrslit- in benda til 17:17! Reykjavík- urliðið byrjaði að skora og stóð um tíma 2:0, en Hafn- firðingar náðu sér fljótt a strik og seint í fyrri hálfleik stóð t. d. um tíma 8:5 fyrir FH, en hálfleiknum lauk með 1 marks mun ' Hafnfirðingum í vil. Síðari hálfleikur var mjög harður, sérstakiega síðustu mín úturnar, en þá var leikið mað- ur á mann, Reykjavíkuriiðið hafði 1 mark yfir, þegar síð- asta mínúta leiksins hófst, en nokkrum sekúndum fyrir leiks lok tókst Hafnfirðingum að jafna. Þetta var nokkuð harð- ur leikur en mjög skemmtileg- ur fyrir áhorfendur og margt skemmtilegt var gert. Guftn- laugur Hjálmarsson skoraði langflest mörk. Dómari var Vaiur Benedikts son og hafði fullkómið vald á leiknum. ^BLAÐAMENN SIGR- UÐU KR (í POKUM) 12:11. Eftir leik FH og úrvals HKRR, hófst aðalleikúr kvölds 'ins, þ. e. lið íþróttafréttaritara gegn íslandsmeisturum KR (í pokum). Liðunum var fagnað mjög er þau gengu í salinn, lið frá hvirfli til ilja, var honum fagnað gífurlega. Leikurinn hófst nú uðu blaðamenn með en misstu hann fljót eftir snöggt upphlaup meistaranna, hafnaði hann í netinu hjá formanni landsliðs- Á in.vndinrii sést dómarinn, Magnús Pétursson, heilsa Herði Felixssyni, fyrirliða KR, en fyrirliði og flokksstjóri íþrótta- fréttamanna, Einar Björnsson, horfir á. KR-inga í broddi fylkingar, síðan komu íþróttafréttaritar- ar klæddir í svartan búning og loks dómarinn, Magnús Pét- ursson klæddur Arababúningi STJÓRN íþróttabanclalags Reykjavíkur boðaði blaðamenn á siiin fnnd í íþróttahús Háskól aris sl. laijgardag. Gísli Haildórsson, formaður ÍBR, flutti stutt ávarp og kvað erindið vera að kynna nýtt tæki, szm taka ætti í notkun innan skamms, svokallað þol- hjól, en með því er hægt að fylgjast með, hvernig íþrótta- mennirnir æfa og í hvernig út- haldsæfingu þeir eru. Gísli sagði, að fyrir tveim árum hefði I Renedikt Jakobsson íþrótta- kennari verið sendur til Sví- þjóðar og Danmerkur tii að kýnna sér tæki þetta sem líkt- ist mjög venjulegu reiðhjóli, að því uridanskildu, að hjólin vantar. Benedikt fór þessa för á vegum íþróttabandaiags Reykjavíkur, menntamálaráðu neytisins og stjórn íþróttavall- anna í Reykjavík. Gísli sagðist vona, að tæki þetta gæti orðið til þess, að betur yrði fylgst Framhald á 2. síðu. nefndar HSÍ, Hannesi Þ. -Sig- urðssyni. Aftur byrja blaða- menn með knöttinn, hann geng ur með miklum hraða og eftir nokkrar sekúndur varð mark- maður íslenzka landsliðsins að taka hann úr netinu, leikar eru jafnir 1:1. Aftur skoruðu KR- ingar og enn jafna blaðamenn og var eins og liðin væru að þreifa fyrir sér um veikleika hvors annars. Markastaðan í háifleik var 8:7 fyrir KR. í síðari hálfleik færðist meiri harka í leikinn og var beitt allskonar brögðum, t. d. stakk einn KR-ingur knettin- um í pokann sinn og urðu mik- il slagsmál upp úr því, varð dómarinn að reka tvo úr hvoru liöi út af, þ. á. m. hættulegasta mann blaðamannaliðsins, Sig- urð Sigurðsson. Rétt fyrir Framhald á 2. síðu. RÚMLEGA tvítugum auðn- aðist Óskari Aðalsteini að s'krifa skáldsögu, sem er sér- stæð í íslenzkum foókmennt- um, mun skipa þar sinn sess um, langan ■ aldur og 'hefur þó ekki verið eftir tekið eins og verf væri. Þetta er hin stutta saga Grjót og gróður. Þar er lýst lífinu á blásnauðu heimili tveggja kynsióða í kaupstað — nánar til tekið ísafirði — á dapurlegustu þrengingaárum kreppunnar. Sagan er skrifuð í samfelldum, skrúðlausum stíl, sem hæfir efninu svipað og hreinlegur samfestingur verka- manninum og sjóklæðin sjó- manninum. Atburðirnir eru ekki stórbrotnir, en þó örlög- þrungnir Iþví fólki, sem að þeim stendur, fólki, sem, höf- undur lýsir af bersöglu látleysi á stökum stundum gleði og í oftast lítt ræðum vanda um öfl un d&glegs brauðs. Áróðurs- laust og eðlilega leiðir hvað af öðru, og svo nöturleg og skart- laus sem sagan er, hvílir yfir henni jákvæður blær, sem fyrst og fremst mótast af gerð per- sónanna í ölium þeirra frum- stæða einfaldleik. Næsta bólc Óskars Aðal- steins, stór skáldsaga, náði ekki þessari að trúum heildarblæ, en hann víkkaði þar sviðið, dró upp fyllri og litríkari myndir og virtist boða að hann væri á vegi tip þess þroska, sem gerði hann færan um að valda veiga- miklum og margþættum við- fangsefnum. ... En á þessu 'hef ur orðið ærin bið. Ef til vill er orsökin sú, að hann varð að búa flestum öðrum einangraðri og við mjög bindandi störf ein- mitt á því skéiði, sem hugan- um hafa vaxið vængir til flugs, hann lystir að fljúga sem víð- ast og girnist flest, þarfnast þess beinlínis að kynnast hill- ingalöndum fjarskans, ekki að- eins til svölunar, heldur mi’klu fremur til skynsamlegs og við- hlítandi mats á viðfangsefnum hversdagsiífsins og hinu hvers- dagslega umhverfi. Enn býr Óskar Aðalsteinn við. einstæða einangrun og störf, sem: krefja látlausrar og skyldubundinnar umsýslu. En upp á síðkastið hafa birzt frá hans hendi lífsmyndir, sem bera nýjan blæ og hafa gefið grun um, að höfundur þeirra hafi losnað úr einhvers konar viðjum og sjái umhverfi sitt í glöðu og skæru sólskini eftir mþrg og löng- dægur misturs og þoku. Og þeir, sem til hans þekkja, hafa spurt sjálfa sig': Býr hann þá yfir þeim innri varma, sem náð hafi að bræða klaka einangrunar, beiskju og ef til vill vonbrigða af þeirri tæru lind jákvæðrar og frum- stæðrar lífsnautnar, sem átti hinn notalega og samfellda und irtón í lífstjáningu hans í fyrstu bókum hans? Nú er svarið kom ið með skáldsögunni Kosninga- töí'rar. Þassi saga gerist á einum rnánuði í þoriJi á Vestfjörðum. í upphafi hennar er að hefjast barátta um atkvæði manna við kosningar til alþingis. og sög- ’ unni lýkur þá er atkvæði hafa verið talin, Þarna er sem sé iýst kappleik, sem við hverjar kosningar til aiþingis fer fram um land allt og mestur hluti þjóðarinnar, frá stáipuðum börnum og allt til gamalmenna Óskar Aðalsteinn. á elli'heimilum, fylgist með af mikilli eftirvæntingu — og margir ekki aðeins úrslitunum, heldur engu síður gangi leiks- ins og hinurn ýmsu leikbrögð- um. Frambjóðendurnir í sögu Öskars Aðalsteins eru tveir, Dalgeir Daðason, miðaldra skólastjóri ;á Mjóeyri, fyrir verkalýðs- og kaupfélagsmenn, og ungur lögfræðingur, Hösk- uldur Skaftason, sonur kaup- manns á Mjóeyri, fyrir sam- keppnismenn. Það er varla minnzt á í sög- unni þau mál, sem á yfiriborð- inu eiga að ráða úrslitum um það hjá háttvirtum' kjósendum. hvor keppinautanna eigi' að fara með atkvæði kjördæmisins á alþingi næsta kjörtímabil. Enda vita allir, að það er alls ekki afstaðan til þeirra, sem sker úr hjá því fóiki, senr ríður baggamuninn, heldur kapp og dugnaður fram.bjóðendanna og nánustu samstarfsmanna og bragðvísi þeirra', mannþekking 'og sem haganlegust notkun þeirra hjálpargagna, sem völ er á. Báðir eru fram'bjóðendurnir geysisnjallir og kappsfullir og eiga sér mikið lið og frítt, og atgangurinn verður harður og tvísýnt um úrslitin. Lýsir höf- undur gf nærfær.ni, þekkingu og skapskyggni hinum mörgu aðferðum við atkvæðaveiðar, og sýnir Ijóslega, að hvað eina verður að koma rétt niður á réttri stund, beinar og óbeinar mútur, heppilegar fortöiur — Framhald á 10. síðu. Hjartanlega þökkurn við allan þann mikla vinarhug og samúð, sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför manns- ins míns og föður okkar, TORFA KR. GÍSLASONAR verkstjóra. . Guð blessi ykkur öll. Ingileif Sigurðardóttir, Kristinn Torfason. Sigurbjörn Torfason. Gísli Torfason. Alþýðublaöiö — 20. jan. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.