Morgunblaðið - 12.09.1990, Qupperneq 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ RANIMSOKNIR MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
—
RANNSÓKNASTOFNUN FISKIÐNAÐARINS
MARKMKMÐ MEIRI
NÝTING SJÁVARAFLA
OG AUKIN VERÐMÆTI
HVERNIG kemur
frystihús framtíð-
arinnar til með að
skráplúru og öfugkjöftu. líta út og er unnt
Ti íij^* ii ^ o að storbæta
Eru skeldynn gullnama? geymsiuþoi isks-
ins? Er vaxandi
mengun í sjónum kringum ísland að verða verulegt áhyggju-
efni? Eru íslensk skeldýr gullnáma, sem bíður þess eins að
vera nýtt, og er kannski til markaður fyrir „ruslið“,
fiskinn, sem aldrei hefur verið talinn mannamatur hér á
landi og kastað í sjóinn umsvifalaust? Það er á Rannsókna-
stofnun fískiðnaðarins, sem menn spyija sig þessara spurn-
inga og ótal, ótal margra annarra, og niðurstöðurnar geta
skipt sköpum um það hvort afkoma sjávarútvegsins og þar
með þjóðarinnar muni fremur ráðast af tonnaQöldanum en
því verðmæti, sem raunverulega felst í íslensku sjávarfangi.
Rannsóknastofnunin er ásamt
Hafrannsóknastofnuninni til
húsa á Skúlagötu 4 og skiptist hún
í fimm deildir, sem almenn efna-
fræðideild, snefil-
eftir efnadeild, vinnslu- og
Sigurðsson vöruþróunardeild, ör-
verudeild og tækni-
deild. Auk þess eru
starfrækt útibú á ísafirði, Akur-
eyri, Neskaupstað og Vestmanna-
eyjum. Forstjóri RF er Grímur
Valdimarsson. Staðgengill hans er
Sigurjón Arason efnaverkfræðing-
ur og var rætt við hann um starf-
semi stofnunarinnar.
Ef nagreiningar og
mengunarrannsóknir
„Það væri langt mál að telja upp
öll þau verkefni, sem hér er unnið
að eða bíða afgreiðslu, en svo stikl-
að sé á stóru má nefna, að í al-
mennu efnafræðideildinni er unnið
að efnagreiningu og mælingu á
aðsendum sýnum og þar eru einnig
í gangi tvö stór verkefni, annars
veg^r hvernig unnt er auka
geymsluþol laxins og hins vegar
rannsóknir á laxa- eða fiskeldis-
fóðri. Markmiðið er að framleiða
hér á landi heimsins besta fiskafóð-
ur en eins og nú er flytjum við inn
allt seiðafóðrið. Gæði þess skipta
hins vegar öllu máli fyrir vöxt og
heilbrigði fisksins og hafa jafnvel
áhrif á endurheimtur í hafbeitinni.
Þá er einnig verið að þróa lýsisaf-
urðir., reyna að finna aðferðir til
að nýta lýsið á fleiri vegu en hing-
að til, og því tengjast svo aftur
rannsóknir á þránun lýsis, í afurð-
inni sjálfri og í lýsi í físki og físki-
mjöli. Nú er komið í veg fyrir eða
hægt á þránuninni með því að
herða lýsið en gallinn er sá, að við
það tapast mikið af hollustunni.
Markmið þessara rannsókna er
meðal annars, að unnt verði að
nota óhert lýsi í matvælafram-
leiðslu.
I snefilefnadeildinni er líka feng-
ist við alls konar efnagreiningu og
aðallega þá, sem krefst flókins og
nákvæms tækjabúnaðar. Þar er nú
verið að taka í notkun mjög full-
komið tæki til að mæla lífræna
mengun í sjó og físki og er það
stórt verkefni í samvinnu við inn-
lenda og erlenda aðila. Er ekki ólík-
legt, að það geti haft mikil áhrif á
þróunina í fiskiðnaði enda horfum
við upp á vaxandi mengun í um-
hverfinu og meiri en við höfum
áttað okkur á,“ segir Sigutjón og
RANNSOKNASTARF
í FJÁRKRÖGGUM
2,90%
Framlög til rannsókna
og þróunarstarfsemi á
Noröurlöndum 1989
Hlutfall af vergri þjóöarframleiöslu
1,90%
1,80%
Á árinu 1987 fóru
12,1% af rann-
sóknafénu til
landbúnaöarins..
. .. en 5,18 % til
fiskiðnaðarins
ISLAND
0,79%
Fiskiðnaður ekki
hálfdrættingur
á við landbúnað
f nýlegu hefti af Púlsinum, tímariti Iðntæknistofnunar, kemur
fram, að á árinu 1987 voru opinber framlög til rannsókna og
vöruþróunar hér á Iandi 2.800 milljónir kr. ef miðað er við
verðlag nú. Erum við íslendingar eftirbátar annarra Norður-
landaþjóða hvað þetta
varðar en það, sem vekur
mesla athygli, er, að Al-
þingi íslendinga lítur svo
á, miðað við framlög til
einstakra atvinnugreina,
að iandbúnaðurinn sé
meira en helmingi mikil-
vægari fyrir þjóðarbúið en fískiðnaðurinn, nýting, úrvinnsla og
markaðssetning sjávaraflans.
Sigurjón Arason efnaverkfræðingur á Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins segir, að stofnunin sé í íjársvelti og tekur raunar
þannig til orða, að svipuliöggin séu látin ríða á henni.
„Það er líka meira en lítið undarlegt, svo vitnað sé í þessar
tölur í Púlsinum,“ segir Sigurjón, „að framlög tíl rannsókna í
þágu þessa grundvallaratvinnuvegar þjóðarinnar skuli ekki vera
nema 5,18% af heildarupphæðinni á sama tíma og landbúnaður-
inn fær 12,1%. Malið er einfaldlega það, að ef við ætlum að
komast eitthvað áleiðis verður ekki undan því vikist að leggja
meira fé í rannsóknastarfsemina. Það er um sjálfa framtíðina
að tefla og við eigum mikla möguleika á að stórauka nýtingu
sjávaraflans og bæta gæðin og Iækka jafnframt kostnaðinn við
veiðar og vinnslu."
Sigurjón segir, að ríkisframlagið sé aðeins ákveðinn hluti af
rekstrarútgjöldum Rannsóknastofnunarinnar ogþví verði hún
að fá meira og mcira af tekjunum af verkefnum, sem iðnfyrir-
tækin borgi að mestu leyti. Segir hann, að sú starfsemi sé auðvit-
að ágæt og nauðsynleg með en að sá bögguil fylgi skammrifí,
að stofnunin verður að skuldbinda sig til að halda rannsóknarnið-
urstöðunum leyndum fyrir öðruni en verkkaupa í ákveðinn
tíma. Nefnir hann sem dæmi, að fyrir aðeins tveimur árum
hafi ríkisframlagið numið 70% af rekstrarútgjöldum en síðan
hafi þetta snúist við og séu nú 60% teknanna af verkefnum
fyrir einstök fyrirtæki.
Svo aftur sé vikið að upplýsingunum í Púlsinum þá kemur
þar fram, að framlag íslands til rannsókna og þróunar á
síðasta ári var 0,79% ef miðað er við verga þjóðarframleiðslu.
1 Danmörku var hlutfallið 1,4%, Noregi 1,8%, Finnlandi 1,9%
og Svíþjóð 2,9%. Nefndi Sigurjón það einnig, að Norðmenn
hefðu líklega um tíu sinnum ineira fjárinagn til rannsókna í
fiskiðnaði en við.
Hærra verð fæst nú fyrir
í TILRAUIMASTOFUIVIIMI - Júlíus Guðmundsson efna-
fræðingur við rannsóknastörf í efnafræðideild. Siguijón Ara-
son, deildarverkfræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins,
á myndinni til vinstri.
bætir því við, að í snefilefnadeild-
inni sé einnig verið að kanna meng-
un í saltfiski, koparmengun og
gulu, sem kemur úr saltinu.
Lenging geymsluþols með
lífrænum aðferðum
í örverudeildinni er meðal annars
unnið með sýni, sem Rannsókna-
stofnunin fær send frá fiskverkend-
um og söluaðilum, og gerlagróður
í þeim kannaður. Þá fara þar fram
rannsóknir á geymsluþoli fisks, t.d.
í koltvísýringi, og á lengingu
geymsluþols með lífrænum aðferð-
um. Eru það mjög forvitnilegar til-
raunir og í því fólgnar, að gerlar
eru látnir mynda verndarhjúp um
fiskinn til að hann varðveitist leng-
ur óskemmdur.
Ensímarannsóknir
og nýtt tilraunaeldhús
í vinnslu- og vöruþróunardeild
er unnið að mörgum verkefnum og
ekki síst ensímarannsóknum, sem
snúast til dæmis um að nota ensím
við roðflettingu, afhreistrun og
himnuhreinsun. „Þá erum við
með nýtt tilraunaeldhús og höfum
mjög góða aðstöðu við skynmat eða
bragðprófun. Stundum er skynmat
eina aðferðin við að gæðaprófa
matvæli og jafnvel áreiðanlegra en
efnagreiningar. Við erum með
bragðprófunarbása og höfum
20-30 manns hér innanhúss, sem
eru sérþjálfaðir í að meta bragð,
lykt, lit og áferð, og þessar rann-
sóknir eru mjög mikilvægar fyrir
alla vöruþróun og geymsluþolstil-
raunir. Verkefnin eru aðallega fyr-
ir fiskiðnaðinn en síðar meir hugs-
anlega fyrir iðnaðinn almennt. Svo
má ekki gleyma miklu verkefni,
sem er nýjar verkunaraðferðir á
síld. Þar eigum við íslendingar
margt ólært og gætum til dæmis
tekið frændur okkar Dani til fyrir-
myndar í því efni.“
Nýtingarstuðull fyrir
hvern frystitogara
í tæknideildinni starfa aðallega
verkfræðingar og af stórum verk-
efnum þar nefnir Siguijón framtíð-
arfrystihúsið, sem unnið sé að í
samvinnu við Dani og inniend hags-
munasamtök, og annað fyrir afla-
nýtingarnefnd. Það snýst um nýt-
ingarmælingar á frystitogurunum,
flakanýtingu og þess háttar, en
stefnt er að því að koma á nýtingar-
stuðli fyrir hvert skip í stað eins
stuðuls fyrir allan flotann eins og
nú er.
„Við stefnum að því að koma á
sérstöku flakanýtingarkerfi á fryst-
itogurunum og í kjölfar þess er lík-
legt, að nýtingin aukist um 3% frá
því, sem nú er. Það þýðir, að úr
1.000 tonna fiskkvóta fáist 30 tonn
af flökum aukalega eða sex milljón-
ir kr. í auknu aflaverðmæti. Þetta
verkefni gefur því dálitla hugmynd
um hvað aukin nýting og aukin
gæði í fiskvinnslunni geta fært
okkur.“
Siguijón segir, að stöðugt sé
unnið að því að gera nýtingu fisk-
stofnanna fjölbreyttari og nefnir
meðal annars aukna nýtingu
hrogna og lifrar og alls konar skel-
físks, sem mikið er af við landið.
Á RF hafa til dæmis farið fram
rannsóknir á ígulkeijum og hrogn-
um úr þeim, á tijónukrabba, rækju-
hrognum og kúfiski.
Aflakaupabanki
Aflakaupabankinn er eitt af ný-
mælunum hjá RF en hann hefur
nú starfað í fimm mánuði. Á þeim
tíma hafa 11 skip lagt inn um 50
tonn af fiski, sem ekki hefur verið
nýttur að neinu marki hingað til,
og er þar um að ræða tegundir
eins og tindabikkju, gulllax, skráp-
flúru og annan flatfisk og nokkrar
fleiri tegundir. Eru líkur á, að tek-
ist hafi að finna markað fyrir laus-
fryst tindabikkjubörð í Frakklandi
og standa vonir til, að skilaverð
fyrir þau verði um 110-120 kr. Þá
er einnig verið að kanna hvort
Frakkar kunni að meta uppþídda
tindabikkju. Tilraunir með gulllax-
flök og -marning lofa líka góðu
enda þykir marningurinn einn sá
besti vegna góðra bindieiginleika
og mikil eftirspurn er jafnan eftir
hvers konar flatfiski. Það hefur því
gengið vel að koma út tegundum
eins og skrápílúru og öfugkjöftu
og sagði Siguijón, að þess vegna
væri unnt að greiða fyrir þær
hærra verð en til þessa.
„Þessi upptalning er auðvitað
aðeins lítið brot af því, sem unnið
er að á Rannsóknastofnun fiskiðn-
aðarins," segir Siguijón Arason,
„en markmiðið með þeim öllum er
aukið verðmæti og fjölbreyttari
nýting sjávaraflans. Við erum með
öðrum orðum að leggja okkar af
mörkunum til að tryggja framfarir
og betri lífskjör í landinu."