Morgunblaðið - 30.09.1990, Qupperneq 1
112 SIÐUR B/C
221. tbl. 78. árg.
SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
• •
Oryggisráögjafi Bush Bandaríkjaforseta um Persaflóadeiluna:
Minnt á lagaákvæði SÞ um
réttmæti hernaðaraðgerða
Washington. Reuter.
V-þýskur dómstóll:
Kosningalög-
in lýst ólögleg
Karlsruhe. Reuter.
SÉRSTAKUR stjórnlagadómstóll, er
fjallað hefur um lög þau er gilda. eiga
í alþýsku þingkosningunum 2. desem-
ber, hefur úrskurð-
að að þau séu ólög.
Tekið er fram að
ólöglegt sé að láta
v-þýskt lagaákvæði
um að flokkur skuli
ná a.m.k. 5% fylgi
til að fá þingsæti,
einnig gilda austan
megin. Annaö
ákvæði þar sem
a-þýskum og v-þýskum stjórnmála-
flokkum er leyft að bjóða fram sameig-
inlega lista er einnig sagt ólöglegt og
er þetta talið geta komið Helmut Kohl
kanslara og Kristilegum demókrötum
hans til góða, þeir muni njóta enn frek-
ar stærðar flokksins.
Frjálst framtak
í reykleysinu
Sígarettuskorturinn í Moskvu hefur
orðið til þess að ýta undir framtakssemi
ungra athafnamanna ef marka má frétt
breska dagblaðsins The Independent.
Þeir eru teknir að safna saman síga-
rettustubbum, setja þá síðan í krukkur
undan niðursoðnum agúrkum og bjóða
reykþrælum gegn hóflegu gjaldi. 500
grömm af sígarettustubbum kosta um
200 krónur íslenskar en vænta má verð-
hækkana þegar hin járnhörðu mark-
aðslögmál framboðs og eftirspurnar
fara að segja til sín.
Ungir Sadd-
amar í klípu
Manama. dpa.
MÆÐUR að minnsta kosti tveggja ba-
reinskra drengja, sem báðir eru nafnar
Saddams Husseins Iraksforseta, hafa
krafið dómstóla leyfis til að fá að breyta
nöfnum þeirra. Rökin eru þau að
drengirnir geti orðið þolendur eineltis
sökum óvinsælda Iraksforseta í Barein.
I forustugrein dagblaðsins virta og
víðlesna Akhbn al-Khaleej var lýst full-
um stuðningi við réttmætar kröfur
mæðranna. Minnt er á að nafn Saddams
væri nú órofa tengt hugtökunum „harð-
sljórn" og „mannfyrirlitning".
BRENT Scowcroft, öryggisráðgjafi Ge-
orge Bush Bandaríkjaforseta, lét að því
liggja í gær að Bandaríkjamenn myndu
bera upp tillögu í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna þess efnis að fordæma bæri
framferði hernámssveita Iraka í Kúvæt.
Scowcroft minnti ennfremur á þá grein
stofnskrár SÞ er kveður á um réttmæti
hernaðaraðgerða gagnvart ríkjum er ger-
ast sek um tilhæfulausar ógnanir. Þykir
margt benda til þess að Busli forseti hygg-
ist leita eftir samþykki Öryggisráðsins
fyrir hugsanlcgum hernaðaraðgerðum
Bandaríkjamanna.
Scowcroft lét þessi orð falla eftir fund
þeirra Jaber al-Ahmeds al-Sabah, fursta
af Kúvæt, og George Bush á föstudagskvöld-
ið en furstinn kvað íraka stefna að því að
leggja heimaland hans í rúst. Sagði hann
hernámssveitir íraka hafa gerst sekar um
morð, rán og gripdeildir auk þess sem óbreytt-
um borgurum væri ógnað. Bush lýsti yfir því
að fundinum loknum að írökum myndi ekki
takast ætlunarverk sitt en fyrr um daginn
hafði stjórn Saddams Husseins íraksforseta
gefið í skyn að styijöld væri í aðsigi.
Herskáar yfirlýsingar Bandaríkjaforseta
og ummæli Scowcrofts þóttu gefa til kynna
að Bandaríkjamenn hygðust tryggja sam-
þykki Öryggisráðsins fyrir hugsanlegum
hernaðaraðgerðum við Persaflóa,- Fréttaskýr-
endur bentu á að ályktun í þá veru myndi
auka enn frekar á þann þrýsting sem írakar
sæta nú á alþjóðavettvangi og minntu á við-
varanir Edúards Shevardnadze, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, sem lét að því liggja á
dögunum að Sovétstjómin myndi veita sam-
þykki sitt fyrir hernaðaraðgerðum í nafni
Sameinuðu þjóðanna kallaði Saddam forseti
ekki heim innrásarsveitir sínar í Kúvæt.
Mengunarský í Kazakhstan
Moskvu. Reuter.
SPRENGING sem varð nýlega í lyarnorkueldsneytisverksmiðju í Sovétlýðveldinu
Kazakhstan, mun e.t.v. valda 120.000 manns heilsutjóni, að sögn embættis-
manna. Tugþúsundir manna kröfðust þess á fimmtudag að vcrksmiöjunni yrði
lokað. Yfirvöld í Kazakhstan hafa krafið Moskvustjórnina uin skaðabætur og
vilja að erlendir sérfræðingar kanni málið.
Við sprenginguna slapp berylliumoxíð, fær andþrengsli og hóstar jafnvel upp
sem er eitrað efni, notað í kjam- blóði. Einnig getur það valdið augna- og
orku- og geimferðaiðnaði, út í andrúms- hörundskvillum. Flestir ná sér á sex mán-
loftið en efnið getur skaðað lungu, fólk uðum.
Helmut Kohl.
ÞÝSKU RÍKIN SAMEINAST
EINEGGJA w THlULUM mnrrjK-j J1
TVIBURAR
- ÓLIK
SYSTKIN
16 b rMHni
ÞAR ER ALLT ÞAKIÐ
NÝJUM VÖTNUM
10
AÐ
ELDAST
MEÐ
REISAI
HÁRLOS
KARLMANNA