Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 2 FRETTIR/INNLENT Myndin var tekin á laugardags- morgun þar sem lögreglumaður tekur niður upplýsingar eftir eig- anda bíls sem brotist hafði verið inn i um nóttina. Unglingar grunaðir um bílþjófnaði og innbrot Lögreglan handtók í fyrrinótt tvo unglinga á stolnum bíl og fann í bílnum ýmislegt sem talið er að hafi verið fengið með inn- brotum í bíla. Piltamir voru til yfirheyrslu hjá lögreglu í gær og lék grunur á að þeir bæru ábyrgð á nokkrum bílþjófnuðum, innbrotum og skemmdarverkum en allmörg mál af því tagi hafa verið kærð undan- famar vikur. Vildu frelsa handtekinn karlmann ELLEFU menn reyndu að frelsa handtekinn mann úr höndum lögreglu í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt. Lögreglumenn á eftir- litsferð urðu vitni að því er maður barði annan og fleygði utan í járngrindur fyrir dyrum verslunar. Maðurinn hljóp síðan á brott og lögreglan á eftir. Maðurinn náðist en veitti lög- reglunni heiftarlega mót spymu. Meðan lögreglumenn tók- ust á við hann kom að hópur fólks sem veittist að lögreglunni og vildi frelsa manninn úr höndum hennar. Fleiri lögreglumenn komu á stað- inn og lauk málinu svo að fólkið var fært á lögreglustöð og gistu sjö manns fangageymslur en fjór- um var sleppt að lokinni yfir- heyrslu. Að morgni vora sjömenn- ingarnir færðir fyrir dómara sem gerði þeim að greiða allt að 20 þúsund króna sektir. Brambolt undir stýri LÖGREGLUMENN á eftirlits- ferð um miðbæinn í fyrrinótt gáfu bíl sem þar var á ferð stöðvunarmerki og hugðust at- huga ástand ökumannsins. Um leið og bíllinn nam staðar varð brambolt inni í bílnum og þegar lögreglumenn komu að sátu þar inni tveir ölvaðir menn og alls- gáð stúlka undir stýri. Stúlkan kvaðst í fyrstu hafa ekið bílnum en við yfirheyrslur á lögreglustöð kom í ljós að granur um að annar ölvuðu mannanna hafði ekið en skipt um sæti við stúlkuna þegar lögreglan veitti bílnum athygli reyndist á rökum -reisfeur. ----*— Kristján Jóhannsson skrifar undir samn- ing við Vínaróperuna KRISTJÁN Jóhannsson hefur skrifað undir samning um að syngja við Vínaróperuna árin 1992 og 1993 en hann er fyrsti íslendingurinn, sem syngur þar aðalhlutverk. „í Vín mun ég syngja á Valdi örlaganna og Don Carlos eftir Verdi, svo og Turandot eftir Puccini. Stjórnandi verður Claudio Abbado en hann er aðalstjórnandi Vínaróperunnar, segir Kristján. Kristján Jóhannsson mun einn- ig syngja í óperunni í Mún chen í haust, Napólí í desember næstkomandi, Cavalliera Rusti- cana í Flórens og tvær óperur á Scala í vetur. Þá mun hann syngja Aidu við Berlínaróperuna í júní næstkomandi, sjö sýningar á Tur- andot í Verona á Italíu í júní og júlí næstkomandi og Grímuballið í Pans árið 1992. „Ég hef einnig skrifað undir samninga um að syngja í Chicago Grímuballið í janúar 1993 og Aidu árið 1994,“ segir Kristján. Þá syngur hann í Houston í Texas árin 1993 og 1994. „Menn hafa einnig áhuga á að fá mig til að Morgunblaðið/Þorkell Kristján Jóhannsson skrifar undir samning um að syngja við Vínaróperuna árin 1992 og 1993 en hann er fyrsti íslendingur- inn, sem syngur þar aðalhlutverk. syngja í Hamborg og Bonn í politan-óperana í New York,“ Vestur-Þýskalandi og við Metro- segir Kristján. Fimm ára framkvæmdaáætlun í húsnæðismálum aldraðra;_ Byggðar verði 3.118 þjónustu- íbúðir í vemduðu umhverfi FIMM ára framkvæmda- og byggingaráætlun í húsnæðismálum aldr- aðra hefur nú verið kynnt samtökum aldraðra og samtökum sveitarfé- laga. Samkvæmt áætluninni, sem er kynnt sem drög, verða byggðar 3.118 íbúðir fyrir aldraða á landinu öllu á næstu fimm árum, eða 624 íbúðir á ári að jafnaði. í skýrslu nefndar sem samdi áætlunina kemur fram að heildareignir 65 ára og eldri séu samkvæmt skattframtölum tæplega 100 miHjarðar króna, þar af fasteignir tæplega 70 miRjarðar. í Reykjavík og Reykjanesi eru 76,7% eignanna. Aætlunin hefur verið í undirbún- ingi í félagsmálaráðuneytinu í samráði við Húsnæðisstofnun og Samband íslenskrá sveitarfélaga í tvö ár. Lagt er til að á næstu árum verði byggðar þjónustuíbúðir í vernd- uðu umhverfi fyrir 35% þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Gert er ráð fyrir að byggðar verði 3.118 íbúðir á fimm árum, eða að jafnaði 624 á ári, sem skiptist þannig að 530 verði eignaríbúðir og 93 kaupleigu- og leiguíbúðir. Áætluð fjármagnsþörf er tæplega einn milljarður króna og telur nefndin sem vann tillögumar raunhæft að um 550 milljónir af því fjármagni gæti verið úr húsbréfa- kerfinu. í skýrslunni kemur fram að mikill munur er á fasteignamati á höfuð- borgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þannig er til dæmis fasteignamat í Reykjavík á fasteignum sem 65 ára og eldri eiga að jafnaði 6,9 milljónir króna, en á Vestfjörðum er það hins vegar 2,7 milljónir króna. Miðað við þær forsendur sem eru í áliti nefndarinnar, verður á fimm árum búið að koma upp þjónustu- íbúðum í vemduðu umhverfi fyrir 35% þeirra, sem eru 65 ára og eldri, en það jafngildir 50% þeirra sem eru 70 ára og eldri. „Þá teljum við að sé búið að gera verulegt átak í þessu, við erum ekki búin að leysa málið, en veralegt átak hefur verið gert,“ segir Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra. „Eignastaða þessa fólks almennt, 100 milljarðar, sýnir að kannski er hægt að leysa þessi mál á miklu ódýrari hátt heldur en menn hafa reiknað með og þá er það miðað við að fólk nýti sér þá valkosti sem fyr- ir eru í húsnæðiskerfinu." Nefndina, sem samdi tillögurn- ar, skipa Ásgeir Jóhannesson stjóm- arformaður Sunnuhlíðarsamtak- anna, formaður, Gunnar S. Bjöms- son tilnefndur af húsnæðismála- stjórn, Ingi Valur Jóhannesson deild- arstjóri í félagsmálaráðuneytinu og Sigurður E. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Ritari nefndarinnar var Magnús H. Magnússon fyrrverandi ráðherra. Sjá bls. 10,12 og 13: Að eldast með reisn. Átta stór olíumengunarslys hér við land á fimm árum: Mengxmarvömumáfátt í flestum höfnum þrátt fyrir lagaskyldu Olíumengunarslysið við Laugarnes þar sem allt að 50 þúsund lítrar af gasolíu fóru í sjóinn telst vera áttunda meiriháttar olíu- mengunarslysið hér við land síðastliðin fimm ár, en að auki henda á hverju ári smærri óhöpp þar sem allt að nokkur hundruð lítrar af olíu komast út í umhverfið. Ekkert þeirra slysa sem hér hefur orðið getur talist stórvægilegt, að mati Eyjólfs Magriússonar deildarstjóra mengunarvarnadeildar Siglingamála- stofnunar, og oft hafa veðurskilyrði verið hagstæð þannig að vindur og stórsjóir hafa dregið úr áhrifunum og bætt upp lélegan búnað. Kæmi hins vegar til stórfellds olíuslyss, svo sem vegna áreksturs eða strands þar sem oiíuflutningaskip ætti hlut að máli er vanbúnaður hér á landi slíkur að reiða yrði sig á aðstoð frá Norðurlöndum en samkvæmt samningi sem nú er í burðarliðnum að Islendingar gerist aðilar að skuldbinda þau sig til að veita hvert öðru alla nauðsynlega aðstoð gagnvart vá af þessu tagi. Asíðasta ári urðu tvö mengun- arslys vegna olíuleka. I jan úarmánuði láku 160.000 lítrar af gasolíu úr danska skipinu Mar- Danielsen sem strandaði íanne rétt fyrir utan Grindavík og í nóvember láku rúmlega 25 þúsund lítrar af gasolíu frá ratsjárstöðinni á Bolafjalli. I apríl 1988 valt olíu- flutningabíll rétt innan við Olafs- vík og úr honum 18 þúsund lítrar af svartolíu og árið áður láku 75 þúsund lítrar úr gasolíugeymi í birgðastöð Olís við Grundarfjörð. í nóvember og desember 1985 urðu þijú meiriháttar olíumeng- unarslys. 65 þúsund lítrar af svar- tolíu og gasolíu láku úr Grundar- fossi sem strandaði við Grandart- anga í Hvalfirði, 20 þúsund lítrar af gasolíu rannu í sjóinn á Tálk- nafirði þegar olíulögn við bryggju gaf sig þegar verið var að dæla um borð í skip. Mesti olíulekinn BAItSVID ,/lir Pítur Cuunantm f'svaÍ íugeymi við fiski- mjölsverksmiðju Isbjarnarins og 450 þúsund lítrar af svartolíu láku Út. Reglur sem settar voru 1982 hertu mjög skilyrði um búnað olíu- birgðastöðva sem byggðar eru eftir þann tíma. í gildandi reglum eru engar kvaðir um reglubundið eftirlit með leiðslum milli skipa og tanka. Stofnunin hefur nú lagt drög að slíkum reglum sem gera ráð fyrir að leiðslurnar séu reglu- lega þrýstiprófaðar auk þess sem hert verði á eftirliti með hreinsun og tæringu í tönkum. Utan hafna ber Siglingamála- stofnun í samvinnu við Landhelg- isgæslu ábyrgð á aðgerðum vegna mengunarslysa en í höfnum era viðkomandi sveitarfélög ábyrg fyrir þvi að til staðar séu flotgirð- ingar og mengunarvarnarútbún- aður. Að undanskilinni Reykjavík- urhöfn eru hafnir landsins al- mennt mjög vanbúnar til að mæta olíumengunarslysum, að sögn Eyjólfs Magnússonar, þrátt fyrir að utan Reykjavíkur greiði ríkis- sjóður stofnkostnað vegna slíkra fjárfestinga að 3A hlutum. Aðeins í höfnunum á Akranesi og á ísafirði era til flotgirðingar; um 100 metrar á hvorum stað. Fé hefur ekki verið veitt á fjárlögum til þessara mála en Eyjólfur telur að úrbóta geti verið að vænta í kjölfar þings Hafnarsambands sveitarfélaga í næsta mánuði, þar sem sveitarfélögin samræmi inn- kaup sín í því skyni að nágranna- sveitarfélög geti samnýtt búnað sinn þegar stór óhöpp verða. í Reykjavík hefur öflugum bún- aði til að úða niðurbrotsefnum á olíu verið komið fyrir í öðrum dráttarbáta hafnarinnar og auk þess á Siglingamálastofnun búnað af því tagi. Stofnunin á einnig tvær fleytidælur sem afkasta allt að 24 tonnum á klukkustund og notaðar eru til að fleyta olíuflekki ofan af sjónum. Þá á stofnunin um 550 metra af flotgirðingu, sem notuð er til að hindra útbreiðslu olíu. Reykjavíkurhöfn geymir girðinguna og hefur fullan aðgang að. Siglingamálastofnun hefur með bréfum lagt að sveitarfélögum að hraða íjárfestingum í flotgirðing- um en vandaðar girðingar kosta um 20 þúsund metrinn. Fleytidæl- ur kosta um tvær milljónir króna, að sögn Eyjólfs, og er stefnt að því að ein slík dæla verði til í hveijum landsfjórðungi ef til þarf að taka. Eyjólfur segir að starfs- menn hafna og olíufélaga hafí víðast sótt námskeið í meðferð mengunarvarnabúnaðar en Sigl- ingamálastofnun hyggst auka áherslu á að fá til liðs við sig slökkviliðs- og björgunarsveitar- menn til að taka þátt í aðgerðum gegn mengunarslysum. Fyrir dyr- um stendur að fara út um Iand með búnað og þjálfa menn til að bregðast við. Eyjólfur Magnússon segist ekki vera í vafa um að fjárfestingar í góðum mengunarvarnabúnaði borgi sig fyrir öll sveitarfélög. Kostnaður við hreinsunaraðgerðir sé mikill og mikilvægt að skjótt sé brugðist við. Góður búnaður og markviss viðbrögð geri mönn- um kleift að spara miklar fjárhæð- ir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.