Morgunblaðið - 30.09.1990, Síða 6
6 FRÉTTIR/INIMLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
Aðalbíllinn bilaður
— lánsbíll bilaði líka
- sá þriðji keyptur
Ótrúlegl ólán
rallfeðganna
Rúnars og Jóns
vegna rallmóts
um helgina
Skammt er að minnast þess
þegar feðgarnir Jón Ragnars-
son og Rúnar Jónsson misstu
af sigri í alþjóðarallinu á dög-
unum vegna vélarbilunar á
lokasprettinum. Síðan hefur
hvert ólánið rekið annað varð-
andi þátttöku þeirra í rall-
keppni sem hefst í dag.
Yélin fór til viðgerðar í Eng-
landi strax eftir keppni, en
síðan kom í ljós að hún yrði ekki
tilbúin í tæka tíð, þar sem réttir
varahlutir voru ekki til. Feðgarnir
eru með forystu í íslandsmótinu
og þótti því góð ráð dýr. Jón hafði
samband við sigurvegara alþjóð-
arallsins, Ólaf og Halldór Sigur-
jónssyni, og óskaði eftir því að
leigja af þeim þeirra keppnisbíl.
Þeir voru boðnir og búnir til að-
stoðar og Talbot þeirra var sóttur.
„Dæmið virtist ganga upp, við
yfirfórum bílinn og Rúnar fór í
prufutúr. Hann var ánægður með
bílinn og ætlaði svo að fara einn
sprett í viðbót. Stuttu síðar dó á
vélinni og allt stóð fast,“ sagði
Jón Ragnarsson í samtali við
Morgunblaðið. „Vélin bilaði,
líklega vegna þess að dæla í sér-
stöku olíukerfí bílsins virkaði ekki
sem skyldi, olían hafði ekki flætt
nægilega um vélina. Mér var öll-
um lokið, rallið fyrir bí og allt
ómögulegt.
Rúnar og Jón fylgjast með viðgerðarmönnunum fimm sem unnu
næturlangt við að standsetja Mazda-rallbíl, sem þeir keppa á í
dag. Tveir rallbílar sem þeir höfðu ætlað að nota voru bilaðir,
þannig að Jón keypti þann þriðja í hvelli.
Þetta var nú í miðri viku. Ég
fór heim og kom ekki niður matar-
bita af spennu, ákvað að hringja
í kunningja minn og við fórum
að spá í hvort einhver bíll væri
til. Eg frétti af Mazda-fjórhjóla-
drifsbíl, sem eitthvað var búið að
laga til fyrir rallakstur. Eftir
nokkrar fortölur tókst mér að
kaupa bílinn sólarhring fyrir
mætingu og viðgerðarstrákamir
unnu í bílnum samfleytt alla
síðustu nótt. Það vantaði veltibúr
og öll öryggistæki, þurfti að stilla
vélina, setja hlífðarpönnu og
fleira. Nóttina eftir kaupin
dreymdi mig rallakstur alla nótt-
ina og vaknaði dauðþreyttur
morguninn eftir. Á tímabili var
ég kominn að því að hætta við
þátttöku, en fannst svo ekki hægt
að gefast upp fyrr en í fulla hnef-
ana. Þannig að við leggjum af
stað, þrátt fyrir allt. Við erum
búnir að vera eins og jó-jó milli
rallbíla, en það er einmitt í tísku
núna .. .“ sagði Jón.
HK-viðgerðarþjónustan sér um
rallbfla Jóns og Rúnars og Halldór
Jóhannesson er orðinn ýmsu van-
ur vegna þess. „Ég held svei mér
þá að kallinn sé orðinn elliær, að
standa í svona hamagangi. Hann
gafst upp í klukkutíma og svo fór
allt á fulla ferð. Þetta er einstök
harka og skilar þeim vonandi ár-
angri í keppninni. Við reynum að
sjá til þess.
Það er til svo lítið af varahlut-
um að það liggur við að lækna-
taska dugi sem viðgerðardót..."
sagði Halldór í gamansömum dúr.
G.R.
Bandalag íslenskra skáta efnir til landsátaks undir heitinu: „Látum
ljós okkar skína.“
Skátar senda börn-
um endurskinsmerki
BANDALAG íslenskra skáta hefur ákveðið að leggja umferðar-
öryggismálum lið. Nú þegar rökkvar á haustdögum og börn fara í
skólann og ýmis önnur starfsemi ætluð börnum hefst vilja skátar
að allt sé gert sem hægt er til að tryggja öryggi þeirra í umferðinni.
Efnt er til landsátaks undir heit-
inu: „Látum ljós okkar skína.“
Það er ætlunin að senda öllum börn-
um á aldrinum fimm til átta ára
endurskinsmerki í pósti. Með fylgir
bæklingur, sem ætlaður er foreldr-
um, þar sem greint er frá því hversu
mikilvæg öryggistæki endurskins-
merki eru. Skátahreyfingin vonar,
að með þessu móti aukist umræða
og umfjöllun um endurskinsmerki
og gildi þeirra og það sem mikil-
vægast er, að sem allra flestir noti
þau þegar skyggja tekur.
(Fréttatilkynning)
Miklar breytingar hjá rás 1 eftir helgi:
Rás 1 verður útvarp fyrir þá sem
hafa meira næði til að hlusta
- segir Ævar Kjartansson dagskrárgerðarmaður
Breytingar á yfirstjórn tollamála:
Signrg-eirA. Jónsson
settur ríkistollstjóri
í TENGSLUM við endurskoðun á tollalögum hefur fjármálaráðherra
falið Sigurgeiri A. Jónssyni að gegna embætti ríkistollstjóra frá og
með 1. október. Hann er settur til áramóta, en stefnt er að því að
áðurnefndum breytingum verði þá lokið.
Nú stendur yfir endurskoðun á
tollalögum í framhaldi af umbótum
í tollkerfinu á undanförnum áram
og er tilgangur hennar meðal ann-
ars að móta tillögur um breytingar
á yfirstjórn tollamála og um frekari
einföldun við tollafgreiðslu. Fjár-
málaráðherra stefnir að því að
leggja fram frumvarp um þetta á
haustþingi.
Björn Hermannsson gegnir
áfram embætti tollstjóra í
Reykjavík.
Ríkistollstjóraembættið var
stofnað fyrir þremur árum
með nýjum tollalögum. Var þá
ákveðið til bráðabirgða að nota
heimild í lögunum og fela tollstjór-
anum í Reykjavík að gegna jafn-
framt starfi ríkistollstjóra á meðan
reynsla fengist af nýrri skipan.
Bók um setn-
ingafræði ís-
lensks nú-
MIKLAR breytingar verða á dag-
skrá rásar 1 hjá Ríkisútvarpinu
eftir helgi. Hefur fræðslu- og
skemmtideild verið skipt upp í
ritstjórnir sem hveijar fyrir sig
bera ábyrgð á einum hluta dags-
ins. „Helsta ástæða þessara
breytingar er sú að með þessu
SAMBAND dýraverndunarfélaga
hefur skrifað Iögreglustjóranum í
Reykjavík, Böðvari Bragasyni,
bréf, þar sem
bent er á að ekki
sé eðlilegt að hafa
hvolpa í happa-
drættisvinninga.
Guðrún Guðjo-
hnsen formaður
Hundaræktarfé-
lags Islands sagði
í samtali við Morgunblaðið, að
bréfið hefði komið til vegna
happadrættis skátanna.„Mér
finnstþað vægast sagt mjög
óábyrgt hjá skátahreyfingunni að
vera með fimm Sankti-Bernhards-
hvolpa sem vinninga i happdrætti
móti teljum við að fáist betri yfir-
sýn við vinnuna við dagskrár-
gerðina," segir Ævar Kjartans-
son, dagskrárgerðarmaður.
var segir að þarna sé frekar
um að ræða breytingu á
framsetningu en á dagskrárefni.
en mesti kjáninn í þessu er sá, sem
lætur hvolpana frá sér með þess-
um hætti,“ segir Guðrún.
ið munum strax eftir helgina
tala við skátana og benda þeim
á að þetta séu mistök hjá þeim,“
segir Guðrún Guðjohnsen. „Það er
spuming hvort þetta brýtur ekki í
bága við reglur um hundahald, því
fólk þarf að sækja um leyfi til að
hafa hund. Við rekum áróður fyrir
ábyrgum sölum á hundum, það er
að segja að fólk velji eigendur og
gangi úr skugga um að víðtakandinn
hafi möguleika og getu til að vera
með hvolp. Við erum því á móti happa
og giappa-aðferðum við dreifíngu á
lifandi verum, til dæmis hundum og
hestum," segir Guðrún.
Þannig mætti nefna að þulur yrði
enn þá starfandi en kæmi til með
að vinna í nánari samvinnu við dag-
skrárgerðarmenn. Meira yrði um
beinar útsendingar en hingað til.
Fyrsta ritstjórnin verður „morg-
unútvarp" á milli klukkan 7 og 9.
Nýjir umsjónarmenn þess eru Soffía
Karlsdóttir og Þorgeir Ólafsson.
Klukkan 9 tekur svo við „árdegis-
útvarp“ og verður nokkuð samfellt
til klukkan 12. í árdegisútvarpinu
verða til dæmis ýmsir þjónustuliðir,
neytendamál og annað þess háttar
en éinnig verður Jónas Jónasson
með nýjan þátt sem ber nafnið „Af
hverju hringirðu ekki“. Þá munu
þau Ólafur Þórðarson og Sigrún
Björnsdóttir taka á móti gestum „í
Laufskála“ á milli klukkan níu og
tíu. Ritstjóri árdegisútvarps er
Bergljót Baldursdóttir.
Hádegisútvarp mun sjá um
tímann milli klukkan 12 og 13. Þar
verður að finna pistla um viðskipta-
og markaðsmál, aflabrögð og annað
þess háttar.
Klukkan 13.30-16 verður „mið-
degisútvarp". Þar verður að sögn
Ævars efni á dagskrá fyrir fólk sem
hefur góðan tíma til að hlusta.
Meðal þess sem á boðstólum verður
má nefna miðdegissöguna, leikrit,
bókmenntaþætti og svipmyndir af
lista- og fræðimönnum. Ævar
Kjartansson verður ritstjóri þessa
hólfs.
Dýraverndunarfélög skrifa lögreg’lustj óra:
A
Oeðlilegt að hafa hvolpa
í happadrættisvinninga
Klukkan 16-18 verður „síðdegis-
útvarp“. Þar verður spjallað við
fólk á förnum vegi og mun efnið
koma frá öllum landshlutastöðvun-
um. Einnig verður í síðdegisútvarpi
á milli klukkan 17 og 18 fræðslu-
þáttur sem ber nafnið „Vita skaltu“
í umsjón Ara Trausta Guðmunds-
sonar og Illuga Jökulssonar.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir mun
stýra síðdegisútvarpinu.
Klukkan 18 alla virka daga verð-
ur þátturinn „Hér og nú“ á dagskrá
og tíminn á milli 20 og 22 sagði
Ævar að yrði kallaður „tónlistarút-
varp“.
Skipulag helgardagskrá rásar 1
verður með mjög svipuðum hætti
og verið hefur.
Aðspurður um hvort þessum
breytingum fylgdi mikill kostnaður
sagði Ævar: „Það var haft til við-
miðunar þegar breytingarnar voru
samþykktar að þær hefðu ekki í för
með sér neinn teljandi kostnað. Ég
held að það standist en með þessu
næst t.d. betri nýting á tækjabún-
aði stofnunarinnar." Hann sagði
erfitt að átta sig á hvaða áhrif þetta
hefði á mannahald. Áður hefði ver-
ið mikið af lausráðnú fólki en því
myndi nú fækka og föstum röddum
fjölga. „Kostnaðaraukinn er hverf-
andi og ég held að nýja dagskráin
sé í raun alls ekkert dýrari."
tímamáls gef-
in út í Banda-
ríkjunum
BÓK um setningafræði íslensks
nútímamáls kom nýlega út í
Bandaríkjunum hjá hinu virta
alþjóðlega forlagi Academic
Press. Um er að ræða 24. bindi
í ritröðinni Syntax and Se-
mantics, og er í bókinni safn
greina eftir íslenska og erlenda
málfræðinga, ásamt skrám yfir
rit um samtímalega og sögulega
setningafræði íslensks máls.
A
Ibókinni eru sextán greinar um
setningafræði íslensks nútíma
máls eftir átta höfunda. Þar af eru
þrír íslenskir höfundar, þeir Hös-
kuldur Þráinsson, Eiríkur Rögn-
valdsson og Halldór Ármann Sig-
urðsson.
Að sögn Höskuldar á útgáfa bók-
arinnar sér aðdraganda nokkur ár
aftur í tímann. Vinna við hana hófst
fyrir alvöru eftir að norrænt nám-
skeið um setningafræði var haldið
hér á landi árið 1985, en meðal
kennara á því námskeiði var Joan
Mailing, sem ritstýrði útgáfu bókar-
innar ásamt Annie Zaenen. Flestar
greinarnar í bókinni hafa ekki birst
áður.