Morgunblaðið - 30.09.1990, Page 10

Morgunblaðið - 30.09.1990, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 Rætt við Asgeir Jóhannesson um Sunnuhlíðarsamtökin og tillögur um framkvæmdaáætlun í hús- næðismálum aldraðra Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur „Það á ekki að ráðstafa gömlu fólki eins og hlutum. Eldri kyn- slóðin hefur byggt upp allt sem er í þessu landi nú, staðið undir kostnaði við hafnargerð, vegina, atvinnutækin með sínu vinnu- framlagi. Það á að hafa rétt á því að lifa sín efri ár með reisn og fá að halda fullum sjálfs- ákvörðunarrétti. Það er lykilat- riði ef við ætlum að halda uppi þessu þjóðfélagi. Það á ekki að skylda eldri borgara til að búa í litlum íbúðum ef þeir hafa efni á stærra og vilja til að búa stærra. Verndaðar þjónustuíbúð- ir eru framtíðarlausnin í mínum huga, þar sem menn eiga að fá eðlilega aðstoð eins og sjálfsagð- an hlut en ekki eitthvert náðar- brauð. En númer eitt: íbúðirnar mega ekki vera svo dýrar að fólk steypi sér í skuldir á efri árum. Það er ósvinna." Asgeir Jóhannesson, for- stjóri, er formaður nefndar sem félags- málaráðherra skipaði í febrúar 1990 til að gera drög að tillögum um fimm ára framkvæmdaáætlun í húsnæðis- málum aldraðra í hveiju kjördæmi á íslandi. Þessi nefnd hefur nú skil- að áliti og ýmsar upplýsingar úr skýrslunni verið birtar og þar hefur kennt margra grasa, meðal annars um eignastöðu eldri borgara á íslandi. Þar kom til dæmis fram að 92,5% hjóna í Reykjavík sem. eru 65 ára og eldri eiga fasteign, en 7,5% ekki. Hlutfallið er töluvert annað þegar litið er til einstaklinga, 57% á sama aldri eiga fasteign en 43% ekki. Þetta hlutfall er mjög svipað í öðrum kjördæmum, hæst í Reykj- aneskjördæmi þar sem 93,7% hjóna á þessum aldri eiga fasteign og 62,1% einstaklinga. Meðal bæði hjóna og einstaklinga er hlutfallið lægst á Austurlandi, þar sem 86,6% hjóna eiga fasteign og 52% einstakl- inga. Meðaltal yfir landið allt ef að 91,7% hjóna í aldurshópnum 65 ára og eldri eiga fasteign og 56,7% ein- staklinga. Birt eru drög að tillögum um byggingu þjónustuíbúða í öllum kjördæmunum næstu fimm árin og gera drögin ráð fyrir að byggðar verði 3.118 íbúðir, og skip.tist þann- ig á landshlutana: Reykjavík 1960, Reykjanes 309, Vesturland 116, Vestfirðir 55, Norðurland vestra 124, Norðurland eystra 264, Austurland 141, Suður- land 149. Nefndin beinir síðan sjónum að því hvernig megi fjármagna íbúðir fyrir eldri borgara án þess að þeir þurfi til dæmis að selja fyrri eign löngu áður en flutt er inn eða setja sig í skuldir sem reynist þungbær- ar. Bent er á þá lánamöguleika sem eru nú fyrir hendi bæði hvað snert-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.