Morgunblaðið - 30.09.1990, Side 12

Morgunblaðið - 30.09.1990, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SBPTEMBER 1990 w EIDAST IWDMim ir almennar íbúðir og sérhannaðar íbúðir fyrir aldraða. Fjármögnun getur til dæmis verið með þrennum hætti. I fyrsta lagi úr almenna húsnæð- islánakerfinu. Bent er á að biðtími eftir almennum lánum úr Bygging- arsjóði ríkisins sé nú um 3 ár fyrir þá sem eiga fasteign. í öðru lagi er sérstakur lána- flokkur áætlaður fyrir 60 ára og eldri í Byggingarsjóði ríkisins. Er þá heimilt að veita framkvæmdalán til félagasamtaka eða sveitarfélaga sem byggja sérstakar íbúðir fyrir þennan aldurshóp. Lánin eru borg- uð framkvæmdaaðilum á fram- kvæmdatímanum og þegar bygg- ingu lýkur breytt í föst lán. í þriðja lagi er svo húsbréfamög- uleikinn. Nefndin ályktar aðy hús bréf geti hentað eldri borgurum vel og auðveldað íbúðaskiptin. Sala fyrri íbúðar verði viðaminni en áður og hærra hlutfall söluverðs fáist greitt við gerð kaupsamnings. Hús- bréfín má síðan nota til að fjár- magna kaup á nýrri íbúð eða geyma sem sparnað en þau eru verð- tiyggð, eru eignaskattsundanþegin og bera góða ávöxtun. Vakin er athygli á því í skýrsl- unni að Sunnuhlíðarsamtökin hafí tekið upp nýtt form hvað varðar fjármögnun og eignafýrirkomulag fyrir eldri borgara. Þar sé ávallt gert ráð fyrir að íbúðir séu af mis- munandi stærð og á hóflegu verði. Rifjað er upp að Sunnuhlíðarsam- tökin gerðu sérstakan samning við Búnaðarbankann um að bankinn annaðist ráðgjöf og lánafyrir- greiðslu til skamms tíma til þeirra sem þyrftu á aðstoð til skamms tíma að halda vegna íbúðaskipta. Jafn- framt var gerður samningur við Kópavogskaupstað um að bærinn fengi 10 prósent af öllum byggðum íbúðum samtakanna til ráðstöfunar og leigu fyrir aldraða. Bærtnn ann- ast greiðslu vaxta og afborgana af lánum en hinir öldruðu greiða leigu fyrir afnot hennar og þurfa þar af leiðandi ekki að stofna til skulda. Af skýrslunni má ráða að nýjar leiðir Sunnuhlíðarsamtakanna hafa mælst vel fyrir og líklegt að fetað verði í ríkara mæli inn á þær braut- ir á næstunni. Ásgeir Jóhannesson er einnig formaður Sunnuhlíðarsamtakanna sem hafa lyft Grettistaki í þessum málum í Kópavogi. Nú þegar hafa samtökin reist samtals 40 íbúðir, 28 eru í byggingu við Fannborg, og aðrar 40 við Kópavogsbraut, auk þess hjúkrunarheimili, barnaheimili fyrir börn starfsfólks og dagvistar og þjónustumiðstöð. Við Ásgeir hittumst til að ræða hugmyndir sem fram koma í áður- nefndri skýrslu en mér lék einnig forvitni á að skoða Sunnuhlíð þar sem beitt var aðferðum sem höfðu varla þekkst áður og kannski. það sem meira var; annað hugarfar og nýstárlegar hugmyndir varðandi hvað skyldi boðið uppá. Byijað var að byggja hjúkrunar- heimili 1980 og tveimur árum síðar var tilbúin fyrsta álma þess. Ásgeir segir að aldrei verði fullþakkaður hinn mikli stuðningur sem kom frá íbúum Kópavogs. Beðið var um að hvert heimili í Kópavogi legði til byggingarinnar sem svaraði hálfu strætisvagnafargjaldi á dag. „Og það var varla það heimili í bænum sem varð ekki við beiðni okkar,“ segir hann. Ásgeir sagði að við stofnun sam- takanna 1978 hafí vitanlega verið ígrundað hvaða leiðir skyldi velja Litið í blaðið. Flestum er tyrirbestu aó búaá eigin vegum ogþaöer ódyrasl iyrir þjóöféiagiö. Katrin Arnar við skápinn ur bui Hvítárvallabarónsins. Viö veröum aö fyigja nútímanum - verndaóar þjónustuíbúöir í staö vist eöa elliheimiia. Föndrað af áhuga undir lestri úr bók eftir Flosa Ölafsson. til að leysa úr húsnæðismálum eldri borgara í Kópavogi. Á stofnfundi hefðu tvær leiðir einkum komið til tals. Annars vegar sú hefðbundna að skora á ríki og sveitarfélög að gera úrbætur. Hins vegar að gera eitthvað sjálf og var sú leið valin. „Tekin var ákvörðun um að nýta samtakamátt félagasamtaka í bæn- um og allra Kópavogsbúa og hann reyndist meiri en við höfðum þorað að vona,“ sagði Ásgeir. En eins og áður hefur verið vikið ■ að létu samtökin ekki aldeilis staðar 'numið þegar hjúkrunarheimilið hafði risið af grunni og var tekið til starfa. Þá kom röðin að barna- heimili starfsfólks og þar næst fyrsti áfanginn í þjónustúíbúðunum. Hugmyndin byggði á þeirri skoðun forráðamanna að íbúar gætu sjálfír valið sér íbúð og tilfærsla úr fyrra húsnæði færi fram án þess að við- komandi stofnuðu sér í langtíma- skuldir hvort sem þeir hefðu átt íbúðir fyrir eða ekki. Kostnaði var því haldið niðri og Sunnuhlíðaríbúð- irnar virðast mér hljóta að vera með þeim ódýrustu sem völ er á. „Ég tel það hreint forkastanlegt að eldri borgarar þurfí á fullorðins- árum að skulda,“ eins og Ásgeir orðar það. Það er athyglisvert að velta fyrir sér að þessi samtök hafa komið í verk að byggja íbúðir, hjúkrunar- heimili og þjónustumiðstöð meðan stærri og voldugri sveitarfélög eiga fullt í fangi með slík verkefni eða önnur. Samtakakrafturinn er til fyrirmyndar og sú afstaða að mínu mati kórrétt að leita allra leiða til þess að eldra fólk sitji ekki á efri árum í skuldasúpu til að geta feng- ið þá þjónustu og aðstoð sem það hefur svo sannarlega lagt inn fyrir á starfsævi sinni. Sunnuhlíð stendur við Kópavogs- brautina, þar er bjart og hlýlegt, snyrtilegt og heimilislegt innandyra sem utan. í annarri álmunni er sjúkradeildin með 50 rúmum en í hinni þjónustukjarninn. Þar er dag- vistin, matstofa, föndurstofa, lítil verslun og hvíldarherbergi. Ásgeir segir að allmargir úr íbúðunum sem eru í „höllinni" eins og sumir íbú- anna kalla hana og tengd er við hjúkrunarheimilið með „ástarbraut- inni“, yfírbyggðum glergangi, komi í mat um helgar og geri sér þannig dagamun en eldar heima hjá sér hvunndags. Ekki má gleyma því að fólk í dagvistun er sótt á morgn- ana og keyrt heim á kvöldin. í þjónustumiðstöðinni er einnig boðið upp á sjúkraþjálfun, snyrt- ingu og hárgreiðslu og nú er verið að vinna að því að setja stóran heitan pott og böð í kjallara. „Já, hann er stór þessi pottur," segir Ásgeir. „Það verður vel fundafært í honum.“ Ég veitti því athygli að þegar komið er í tengiganginn að íbúðar- blokkinni er blómaskrúð á göngum, myndir á veggjum og umhverfi allt hið persónulegasta. Ibúar hafa aug- sýnilega mikinn áhuga á að gera notalegt í kringum sig. Víða eru litlir setustofukrókar sep íbúar nota sér óspart að sögn Ásgeirs. Þijár tegundir íbúða eru í hús- inu, stúdíóíbúð, 2ja herb. og þriggja herbergja. Við bönkuðum upp á og fengum að skoða allar gerðir. Þar hafði fólk hreiðrað um sig vel og notalega og hreint ótrúlegt hve vel rýmið nýttist alls staðar. Katrín Arnar var í tveggja her- bergja íbúð og við einn stofuvegg- inn gríðarstór og tilkomumikill buffet-skápur. „Hann er úr búi bar- ónsins á Hvítárvöllum," segir Katr- ín mér. Hún sagðist hafa vitað af þessum skáp ung stúlka og fengið hann í gegnum franska sendiráðið 1932. Katrín bjó Iengst af við Lauf- ásveginn en fluttist í Sunnuhlíð fyr- ir tveimur og hálfu ári, þá orðin ekkja. Ásgeir segir að hún hafí víða farið á yngri árum og hún jánkar því. „Ég fór til Bandaríkjanna og var þar í þijú ár. Ég var að gera allt mögulegt, í skóla, skoða mig um og vinna. Meðal annars vann ég við módelsýningar, var í vist og svo 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.